Tíminn - 26.01.1973, Page 1

Tíminn - 26.01.1973, Page 1
HOTEL LOFTIfH?#? I " Hotel Loftleiðir býður gestum sinum að yelja á milll 217 herbergja með 434 rúmun — en gestum standa lika ibúðir til boða. Allur búnaður miðast við strangar kröfur vandlátra. LOFTLEIÐAGESTUM LIÐUR VEL. Brunnin og hrunin hús I Kirkjubæ vift hraunjaöarinn. Timamynd: Kári. Kirkjubæjargígur nær jafnhár Helgafelli Tilraun gerð til þess að ýta upp varnargarði KJ—Vestmanna- eyjum. Búslóðaflutningar hóf ust fyrir alvöru frá Heimaey i gærdag, og var þar aðallega um að ræða fjölskyldur, sem höfðu ráð á bátum. öll möguleg farartæki voru notuð til að flytja bús- muni ofan úr bænum og niður á bryggju, allt frá barnavögnum til stórra vörubila. Ákvörðunar- staður manna var mjög óljós: ,,Við ætlum bara eitthvað,” sögðu skip- verjar á bátunum, sem fréttamaður Tímans ræddi við. VIKUR DYNUR Á BYGGÐINNI t Vestmannaeyjum féll i gær- kvöidi meiri aska og vikur en á öllum timanum, sem liöinn var áður, siðan gosið hófst. Yfir bæinn rigndi stöðugt vikri. Það buldi og glumdi i öllu, og menn kviðu þvi mjög ef hvessti af þeirri átt, sem bæri vikurinn yfir bæinn. Það er til marks um, hviiikt magn hefur fallið, aö þungt er orðiö fyrir fæti og litlir bilar eiga erfitt með að komast áfram. Fólk, sem kom til Eyja i gær, hraðaði sér sem mest það mátti að komast aftur I bát- ana og burtu. Það var óhugnaöur i mönnum. Sæsimaskipið er komið og liggur við Eiöiði reiðubúið að skerast I leikinn,ef sæsimastreng- irnir fara i sundur. Verið er að styrkja tennur tveggja jarnýtna, sem nota á tii að búa til varnar- garöa gegn hraunrennslinu. Um miðjan dag i gær breyttist gosiö á Heimaey nokkuö, mun meiri aska kom þá upp úr gignum mikla, en sem betur fer, er veður kyrrt,og stóð strókurinn beint upp i loftið. Veðurstofan spáði suð- austanátt og voru visindam. og aðrir mjög uggandi yfir þvi. Var það einkum vegna hins aukna öskugoss, sem menn voru kviðnir, og þvi var spáö, að héldi öskugosinu áfram og áttin yrði suöaustlæg, yrði ekki verandi utan dyra i Vestmannaeyjakaup- stað. Almannavarnir hafa gert ráðstafanir i sambandi ■ við þetta, og er búiðað flytja mjög mikið af gasgrimum til Eyjanna. Jafnframt þvi, sem gosiö varð meira öskugos,stækkaði aðalgig- urinn til noröurs og hlóöst austur- barmur hans mjög upp og er nú orðinn nær jafnhár Helgafelli. Með þvi jókst hættan á frekara hraunrennsli I vesturátt — yfir Framhald á 5. siðu. Eysteinn Jónsson, forseti Sameinaðs þings, um atburðina í Vestmannaeyjum: Munu hafa mjög mikil áhrif á störf Alþingis á næstunni Atburðirnir I Vestmanna- eyjum hljóta að hafa mikil áhrif á störf alþingis á næst- unni, þvi hér hefur brostið um sinn ein styrkasta stoðin i at- vinnulifi landsmanna, svo stórfellt hefur verið framlag Vestmannaeyinga til þjóðar- búsins, — sagði Eysteinn Jónsson, forseti Sameinaðs Alþingis, við upphaf fundar I sameinuðu þingi i gær, en þá kom þingið saman til fundar eftir jólaleyfi. Nánar segir frá ávarpi Eysteins Jónssonar og störf- um Alþingis á þingsiðu bls. 8.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.