Tíminn - 26.01.1973, Síða 4

Tíminn - 26.01.1973, Síða 4
4 TÍMINN Föstudagur 26. janúar 1973 Keisarinn að verða blindur Persar hafa löngum verið áhyggjufullir vegna hjónabands keisara sins og Farah Dibu konu hans. En nú er ekki lengur ástæða til sliks, þvi þau hjón ætla að mæta saman mesta vandamáli, sem steðjaö hefur að þeim til þessa. Svo er mál með vexti, að læknar hafa til- kynnt keisaranum, að nú sé ekki um annað aðræða fyrir hann en gangast undir uppskurð á augum, þvi hann er alveg aö verða blindur. Það er hinn kunni rússneski augnlæknir, Zahkarov prófessor, sem kveðið hefur upp þennan úr- skurð. Sjón keisarans er orðin mjög slæm og versnar með hverjum deginum sem liöur. Hann hefur samþykkt að leggjast inn á sjúkrahús i Teheran, og þar verður uppskurðurinn framkvæmdur, en sá, sem hann gerir er augn- læknir frá West Palm Beach sjúkrahúsinu i Florida, prófessor Sayyad, sem ný- kominn er til Teheran frá Bandarlkjunum . Að uppskurðinum loknum verður keisarinn fluttur meö umbúðir fyrir augunum á sjúkrastofu, og þar eru tvö rúm. t ööru mun keisarinn liggja, en i hinu kona hans Farah Diba, sem hefur ákveöið að sofa á sjúkrahúsinu hjá manni sinum. Hún verður þó að vera á daginn i keisara- höllinni, þvi á henni munu allar skyldur rlkisins hvila, á meðan keisarinn er á sjúkrahúsinu. 4. febrúar 1949 varð keisarinn fyrir skammbyssuskoti, er maöur nokkur gerði tilraun til þess að ráða hann af dögum. Keisarinn hélt lifi, en hins vegar skaddaðist sjóntaugin svo mikiö, að sjón hans hefur hrakað stöðugt allt frá þessu at- viki og fram tii þess dags. Arið 1964 rannsakaði prófessor Sayyad keisarann, og sagði þá þegar, að hann yrði að láta skera upp augun, ef hann ætlaöi að halda sjóninni. Keisarinn vildi ekki sætta sig við þessi málalok, en nú er svo komið, að hann verður aö láta undan læknunum, sem vita hvað þeir syngja og leyfa að hann verði skorinn upp, ef sjónin á ekki gjörsamlega að hverfa. ► Bezta gjöf frægrar söngkonu Alice Babs hefur verið þekkt söngkona i Sviþjóð og reyndar hér á landi lfka, og miklu viðar um margra ára skeið. Hún kom fyrstfram árið 1940 i „Swing it, magistern” og alltaf siðan hefur hún sungið opinberlega. Arið 1963 uppgötvaði Duke Ellington Alice Babs, og sagði þá, að ekki væri til nema ein Alice Babs. Þótti mönnum það ekki svo litil viðurkenning fyrir söngkonuna, að þessi orð skyldu koma frá hinum heimsfræga tóniistar- manni. A sjötta áratugnum söng Alice Babs með Ulric og Svend og kölluðu þau sig Swe-Danes. Vöktu þau mikla hrifningu um allan heim. Þá hefur það einnig gerzt, að Gústaf Sviakonungur hefur útnefnt Alice hirðsöng- konu Svia, og vakti það mikla gleði meðal aðdáenda hennar i Sviþjóð. I tuttugu og fimm ár hefur Alice verið gift Nils-Ivar og hún segir, að hún hafi svo sannarlega verið heppin, þegar hún hitti hann þvi annan eins mann sé vart að finna og ekki sé annað hægt en elska hann til æviloka. Hér á myndinni sjáið þið Alice Babs til hægri og heldur hún i höndina á allra beztu gjöfinni, sem lifið hefur fært henni, að eigin dómi, litla dóttursyninum, Rolf Niklas, 8 mánaða gömlum. Móðir hans er Lillebabs, dóttir söng- konunnar, og er hún einnig á myndinni. DENNI DÆMALAUSI ,,Það er lögreglubill heima hjá Den na”. ,,Hvcrs vegna koma þeir ENN EINU SINNI heim með hann!”

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.