Tíminn - 26.01.1973, Qupperneq 7

Tíminn - 26.01.1973, Qupperneq 7
Föstudagur 26. janúar 1973 TÍMINN 7 BREZKUR TOGARI FLÚÐI UNDAN Arna FRIÐRIKSSYNI ÞÖ—Reykjavik. Þaö er litiö aö frétta af loönu- miöunum, loönan er mjög dreifö, en þó hefur vottaö fyrir ræmum austur af Hvalbak, sagöi Jakob Jakobsson, fiskifræöingur/ þegar viö ræddum viö hann um borö i Arna Friörikssyni i gær. Jakob sagöi, aö loönubátarnir heföu veriö 30 sjómilur austsuö- austur af Hvalbak. Bátarnir köstuöu eitthvaö, en árangur varö litill, vegna þess aö loönan var dreifö,og þaö sem fannst stóö djúpt. Eldborg, sem einnig var á þessum slóöum fékk eitthvaö I loönuvörpuna. í fyrsta halinu fengust 50 tonn, i ööru 10 tonn,en varpan var óklár i báöum hölunum. Þegar viö ræddum viö Jakob, sagöi hann, aö þeir á Arna væru nú á Héraösflóadýpi, og það litla, sem fyndist væri dreift ”Ég held, aö loönan sé svona dreifö, af þvi aö hún er svona miklu seinna á feröinni en i fyrra. Aöalgöng- urnar eru ekki enn komnar”. Sagði Jakob, að þeir á Arna færu jafnvel eitthvaö norður meö land- inu núna. Veöriö væri mjög gott en þungur sjór. Var veöriö þaö bjart aö Gerpir og Dalatangi Jakob sagði okkur svolitiö frá viöskiptum þeirra á Arna Frið- rikssyni við enska togara. Til dæmis var þaö stuttu áður en samtaliö átti sér staö, að dráttar- báturinn Statesman, sem á að vernda brezka togara, kom upp aö siöunni á Arna, og hafa stjórn- endur hans sennilega haldið, að Árni Friöriksson væri varöskip, en á þessum slóöum er töluveröur fjöldi brezkra togara. Þetta er ekki i fyrsta skiptið, sem brezkir halda,aö Arni Friö- riksson sé varöskip. Sagöi Jakob, aö Bretunum væri alltaf illa viö Arna, þeir ömuöust alltaf viö honum, en iétu aftur á móti bátana i friði. Er þetta sérstak- lega áberandiað nóttu til. Kemur þaö til af þvi, aö staösetning sigl- ingaíjósanna á Arna Friörikssyni er lik þvi.sem er á Óöni og Ægi, en öll þessi skip eru frambyggö, Oft á tiöum hafa togararnir komiö æöandi upp aö siöu Arna og lýst skipiö upp. Fyrir nokkrum dögum geröist það,aö brezkur togari flýöi þegar hann varö var viö feröir Arna. Þetta var um næturtima og togaraskipstjórhn sló þvi föstu, aö þetta væri „bloody Óðinn”, sem væti .aö koma, og kallaöi hann þaö mörgum sinnum út i gegnum talstööina með ægilegum hamagangi. Jakob sagöist vera ánægöur meö þaö, aö Bretarnir óttuöust Arna, verst væri, þegar þeir á Arna væru aö beygja aö torfunum þvi þá kæmu stundum brezkir togarar vaöandi á 12 milna ferö. VORUBILSTJORAR A FRÆÐSLUFUNDI Á miðvikudaginn i fyrri viku, var haldiö fræöslukvöld á vegum Umferöarlögreglunnar i Reykja- vik fyrir félagsmenn i Vörubil- stjórafélaginu Þrótti. Var þaö gert vegna óska félagsmanna um upprifjun á ýmsum þáttum i um- feröinni. A fundinn mættu þeir óskar Ólason og Baldvin Ottósson og fluttu þeir erindi og sýndu myndir. Auk þess fóru fram nokkrar umræöur milli aöila, og fyrirspurnir voru geröar um nokkur atriöi, sem segja má aö snerti vörubifreiöastjóra einna helzt. Vörubilstjórar voru mjög ánægöir meö þennan fund og töldu sig mikiö hafa lært Atvinna óskast Stúlka vön afgreiðslu, óskar eftir vinnu i verzlun eða við létt skrifstofustörf. Margt annað kemur til greina. Vinsamlegast hringið i sima 40659 milli kl. 2-4 i dag eða næstu daga. Húsbyggjendur — Verktakar Kambstál: 8, 10, 12, 16, 20, 22 og 25 m/m. Klippum og beygjum stál og járn eftir óskum viðskiptavina. STÁLBORG H.F. Smiðjuvegi 13, Kópavogi. Simi 42480. Sendisveinn karl eða kona — óskast til léttra sendiferða. Skipaútgerð rikisins. 8 * i Hin sígilda dráttar vél Eftir 23 ára reynslu af Massey Ferguson á íslandi leikur enginn vafi á hvaða tegund drátt- arvéla bezt má treysta. MF drátt- arvélarnar bera af öðrum að end- ingu og rekstraröryggi. Að því stuðla bæði traust bygging vél- anna og viðhaldsþjónusta þeirra. Tæknilegur búnaður þeirra er líka mjög fullkominn. Sem dæmi þess nefnum við eftirtalin atriði: MP Massey Ferguson -hin sígilda dráttarvél Létt byggíng MF 135 dráttarvél vegur u. þ. b. 1650 kg. Afl vélarinnar er 47 hest- öfl BS. Á hvert hestafl koma því u. þ. b. 35 kg af þyngd dráttarvélarinnar. Það er hagstæðasta hlutfall á markaðinum og kemur í veg fyrir ónauðsyn- lega jarðvegsþjöppun. Það kunna bændur að meta. Auðvelt er að þyngja dráttarvélina með þungaflutningi frá vinnutæki yfir á dráttarvél með notkun lyftutengds dráttarkróks, þrítengibeizlis eða álagsbeizlis dráttarvélarinnar. Lipurð MF dráttarvélarnar með vökvastýri eru þekktar sem liprustu drátt- arvélar á markaðinúm. Þeir sem til þekkja vita, að jafnvel eftir heils dags þrotlausa vinnu á.MF dráttarvél þarf ekki að kvíða þreytu eða strengjum, auk þess sem lipurðin eykur afköstin. lfökvastýri Við bjóðum 5 gerðir MF dráttarvéla með vökvastýri. Það er svo öflugt, að jafnvel í kyrrstöðu má snúa stýrishjólinu úr borði í borð með einum fingri. Forhitari MF dráttarvélarnar eru búnar forhitara til gangsetningar í miklum kuldum. Sjaldan þarf þó að nota forhitarann, þar sem rafgeymir og ræsir eru af yfirstærð. Árangurinn er hið sérstaka gangsetningaröryggi MF dráttarvélanna. Tvöföld kúpling Gott dæmi um fullkomnun búnaðar til vinnuhagræðingar. í stöðu 1 rofnar aflflutningur milli vélar og hjóla og í stöðu 2 rofnar auk þess afl- flutningur milli vélar, aflúrtaks og vökvadælu. Kosturinn er augljós þeim, sem þekkja til vinnubragða með dráttarvél. Þjónustukerfið Við kappkostum að hafa góða varahluta- og viðhaldsþjónustu. Miklu skiptir, að verksmiðjurnar eru hér í nágrannalandi okkar og að þjónusta þeirra er fljótvirk og örugg. Einnig hjálpar það mikið, að við höfum umboðsmenn um land allt og margir þeirra reka viðgerðarverk- stæði. Þeir eiga að jafnaði flesta nauðsynlegustu varahluti, og á mörgum verkstæðanna eru menn sérþjálfaðir í viðgerðum MF dráttarvéla. SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVÍK• SÍMI 86500 • SÍMNEFNI ICETRACTORS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.