Tíminn - 26.01.1973, Síða 11

Tíminn - 26.01.1973, Síða 11
10 TÍMINN Föstudagur 26. janúar 1973 Föstudagur 26. janúar 1973 Heimsókn íslendinga til Sovétríkjanna er ekki nema eins og dropi, sem fellur á stein, en — „DROPINN HOLAR STEININN P I | £ I x * Nú fyrir skömmu var íslenzk þingmannanefnd á ferð í Sovétrikjunum. Þeir sem þátttóku í ferðalaginu voru Steinþór Gestsson, Bragi Sigurjónsson, Garðar Sigurðsson, Benóný Arnórsson og Eysteinn Jónsson, forseti Sameinaðs Alþingis, sem var formaður nefndarinnar. Okkur þótti tilhlýðilegt, að fá Eystein til að segja okkur frá því helzta, sem fyrir þá hefði borið í ferð- inni, og í þvi skyni átti tíð- indamaður blaðsins eftir- farandi viðtal við hann. — A hvers vegum var þessi ferö farin og eru slikar feröir tiöar? — Þetta var þriöja ferð is- lenzkra þingmanna til Æösta ráös Sovétrikjanna i boöi þess. Þing- menn frá Æösta ráöinu hafa kom- ið hér tvisvaij en viö höfum boðiö þeim aökoma f þriöja sinn hingaö I júlímánuöi næstkomandi. — Hve langan tima tók feröa- lagiö? — Viö vorum 8 daga i Sovétrikj- unum, 3 daga alls í Moskvu i tvennu lagi, 2 daga i Riga I Lett- landi og þrjá daga í Leningrad, en á næturnar feröuöumst viö i svefnvögnum i járnbrautar- lestum til þess að spara tima. — Hvernig voru svo viötökurn- ar? — Okkur var tekiö svo sem bezt má veröa, en forystu fyrir mót- tökunum haföi frú Nasreddinova, sem er forseti þjóöernisdeildar Æösta ráösins, en var áöur forseti Æösta ráösins I Usbekishtan. Þá var okkur mest til ieiö- beiningar á ferðalögunum og yfirleitt á meöan á dvölinni stóö, Zitmanis, þingmaöur frá Riga, en hann er m.a. starfandi i utanrik- isnefnd Æösta ráösins. Margir fle.iri greidíiu götu okkar. Altalandi á islenzku. — Þá þykir mér og rétt og skemmtilegt aö geta þess, aö þaö geröi þessa ferö miklu árangurs- rikari, en heföi getaö oröiö fyrir okkur, aö viö höföum afbragös túlk, rússneskan mann, sem heitir Kommisarov, og hefur lært máliö svo vel, að hann kann eins Eysteinn Jónsson. vel með þaö aö fara og við. Hann hefur veriö nokkur ár i sendiráöi Sovétmanna hér á landi og hefur greinilega lagt sig mjög fram um aö læra málið. Loks vil ég geta þess^aö sendi- ráð okkar i Moskvu meö am- bassadorinn Odd Guðjónsson i broddi fylkingar veitti okkur afar mikils verða aöstoð i sambandi viö feröina og dvölina. Viö kunnum öllum þeim, sem greiddu götu okkar i ferðinni, beztu þakkir fyrir sina fyrirhöfn og þaö ómak, sem þeir lögöu á sig til aö gera okkur dvölina sem þýðingarmesta og eftirminnileg- asta. Kynningarfundir i óper- unni jafnt sem i skipa- smiðastöðinni. — Hvaö var þaö svo helzt, sem þiö kynntuð ykkur þarna? — Viö heimsóttum fjöldamarg- ar stofnanir, en Sovétmenn hafa þann hátt á, þegar slikar nefndir heimsækja þessar stofnanir aö halda i upphafi heimsóknarinnar eins konar fund, þar sem forráöa- menn stofnunarinnar setjast niöur og gera grein fyrir hlut- verki hennar og hvaö hún hefur meö höndum. Siðan bjóöa þeir gestunum aö spyrja og leiða þau atriöi i tal, sem þeir vilja ræöa. Þetta er aö minu viti mjög góöur siöur, og á skömmum tima má oft fá fram mikinn fróöleik. Það er — segir Eysteinn Jónsson, um för íslenzkra þingmanna til Sovétríkjanna einnig eftirtektar vert, að þessa aöferö nota þeir einnig,þó að boð- iö sé að kvöldi t.d. I óperu eða á ballett., þá er að visu aðeins hléið notað i þessu skyni. Gestirnir þá settir á eins konar fund með for- ráöamönnum til að fá hliöstæðar upplýsingar um þessar stofnanir eins og aörar. — Hverjir önnuðust mót- tökurnar á þeim stöðum, sem þið heimsóttuð? — t Riga sá Æðsta ráðið i Lett- landi um móttökur, en i Lenin- grad voru þær á vegum borgar- stjórnarinnar. í Moskvu vorum við aö sjálfsögðu á vegum Æðsta ráösins. utan hvaö við heimsótt- um borgarstjórann og var þar haldinn fundur i þeim stil, sem ég minntist á áðan. Enn fremur var haföu fundur með þessu sniði á vegum Æðsta ráösins I Moskvu. Var sá fundur haldinn i Kreml, og voru þar kallaðir til menn frá fasta- nefndum Æösta ráðsins og úr ýmsum ráöuneytum. Var þetta miöaö við, aö þar gæti borizt i tal, það sem þeir eða gestirnir heföu áhuga fyrir aö ræöa. Eins og ég minntist á, komum viö i fjölmargar stofnanir i þess- um borgum.sem við heimsóttum, og væri of langt mál aö telja það allt saman upp, en sérstök ástæöa er til aö geta þess, aö i Riga heim- sóttum viö ýmis fyrirt. viö sjó inn, eöa I kring um höfnina, þar komum viö um borö i stórt flutn- ingaskip, sem hefur þaö hlutverk aö flytja unnar sjávarafuröir frá verksmiðjutogurum eöa verk- smiöjuskipum öörum og koma þeim á markaö. Enn fremur heimsóttum viö þar samvinnubú fiskimanna, sem hefur mikla útgerö á sinum veg- um meöal annars nokkra úthafs- togara og svo einnig smærri fleytur. Meö okkur þann dag var formaöur sjávarútvegsstjórnar vestursvæöisins, eins og þeir munu kalla þaö, og geröi hann okkur glögga grein fyrir fisk- veiöum i lettneska lýöveldinu. Ætla ekki að veiða innan islenzkrar fiskveiðilög- sögu- — t þeim umræöum.sem viö áttum viö hann, kom skýrt fram, aö þeir ætla sér ekki aö láta sina togara fiska innan viö 50 sjómilna mörkin hjá okkur, fremur en þeir hafa gert. Viö létum þaö aö sjálf- sögöu I ljós , aö viö metum mikils, aö þeir hafa ekki veitt innan viö mörkin. Þá sáum viö og i Lettlandi yfir- litssýningu, sem þar stóö um þessar mundir um framleiöslu Samtalsfundur á vegum Æösta ráösins í Lettlandi. landsins, og þótti okkur sérlega eftirtektarvert, hve fjölbreytt framleiðsla lettneska lýðveldisins er, og hversu langt þeir eru komnir i allri tækni. Fer að verða skammt i góðar árferðisspár? 1 Leningrad heimsóttum við einnig ýmsar stofnanir og hittum aö máli forráðamenn borgarinn- ar ásamt þingmönnum. M.a. heimsóttum við þar stóra skipa- smiðastöö. Eftirtektarverðast fannst mér að koma i rannsóknastöð þeirra, sem er i Leningrad og hefur með höndum stjórn á öllum rannsókn- um á Norðurskautssvæðinu, og reyndar heimskautasvæöunum báðum. Forstööumaður rannsóknanna geröi okkur grein fyrir helztu viöfangsefnum, og fannst okkur mikiö til um það,sem við heyröum og sáum. Manni finnst eftir aö hafa kynnzt þvi, sem þarna er aö gerast, aö kannski sé ekki eins langt i þaö og viö höfum hingað til haldiö aö hægt verði aö gera ýmiss konar árferðisspár, sem væru þá byggðar á athugun- um eins og isamyndun og sjávar- hita á norðurslóðum. Það kom I ljós, að æði mikil samvinna er um þessi mál þjóða i milli, og væri æskilegt/ að við Islendingar gætumfylgzt sem bezt með I þessu öllu^ og verið sem allra mest þátttakendur. — 1 Leningrad gera þeir gjarn- an gestum sinum itarlega grein fyrir þvi,sem geröist þar á striðs- árunum siðustu, en borgin var þá umsetin i 900 daga, og byggðist ósigur Þjóðverja i Sovétlýðveld- unum að talsverðu leyti á þvi að þeir fengu aldrei unniö Lenin- grad. I borginni er lika margt að sjá, sem tengt er minningunum um þessa hetjulegu vörn. Fiska ekki innan 50 milna markanna. Eins og fram kom áður, hittum við i förinni allmarga þingmenn, ráöamenn borga, ráðherra og fólk úr ráöuneytum, og reyndum við að nota tækifærið til að minn- ast á ýmsa málaflokka, sem við íslendingar höfum áhuga fyrir i samskiptum við Sovétrikin. Fyrst má þar nefna lands- helgismáliö, sem I okkar huga var að sjálfsögðu efst, þá má og nefna viðskiptamál, menningar- mál og ýmsa þætti utanrikismála, sem bárust i tal. Af þessu finnst mér það helzt að segja, að það kom greinilega fram hjá forráöamönnum sjávar- útvegsins, að Sovétmenn ætla ekki að láta skip sin fiska fyrir innan 50 milna landhelgismörkin. Stefna þeirra er samt sem áður sú, að fiskveiðilandhelgi skuli vera 12 milur meö sérstökum réttindum fyrir strandriki, sem verði ákveðin með alþjóðasam- komulagi. Aukin samskipti — minni tortryggni. — Nú hefur oft verið deilt um gildi slikra heimsókna sem þess- arar, og margir sjá alls engan til- gang i þeim fólginn. Hvert er þitt álit á þeim málum? — Ég tel/að heimsóknir af þessu tagi hafi tvimælalaust æöi mikla þýöingu, sérstaklega þegar þess er gætt, að heimurinn stjórnast nú að verulegu leyti af ótta. Þegar þannig er ástatt, er það sjálfsagt helzt lækningin að reyna að auka samskipti þjóðanna sem allra mest, og þá i þvi sambandi einstaklinganna, bæði þingmanna og annarra. En það má auövitað segja, að heimsókn Islendinga til Sovétrikjanna sé' þá ekk’i nema eins og dropi, sem fellur á stein, ef litið er á það i viðara samhengi, en við eigum nú lika það orðatil- tæki, að dropinn holi steininn, og þess vegna held ég(að það sé rétt að ýta allsstaðar sem mest undir samskipti af þessari gerð og i þeirri von/að meö þvi minnki tor- tryggnin i heiminum og skapist smáttog smátt sá jarðvegur, sem þarf til að leysa málin skynsam- lega og koma á friöi. Erl. ifT ■ islenzka þingmannanefndin viö höfnina í Riga TÍMINN 11 Paul Storr: SÍÐASTI GULL- SMIÐURINN Löng saga brezka rikisráðsins hefur látiö eftir sig marga og margbreytilega silfurmuni og eru flestir hinna fegurstu og verö- mætustu eftir Paul Storr. Hann var til langs tima stjórnandi smiöaverkstæöa, sem önnuðust smiöi muna úr eðalmálmum i hrönnum, en samt er hvert smá- stykki, sem ber merki hans, i hæsta gæðaflokki og gert af mikilli fagkunnáttu. Drjúgum skildingi rikistekna var variö til eflingar húsagerðar- listar og hvers konar skreytinga á byggingum, jafnt innan dyra sem utan. I þvi sambandi má t.d. minnast ljósahjálma, sem Storr gerði og voru rösklega fjögurra feta háir. Þeir kostuðu I fram- leiðslu á fimmta þúsund sterlingspund hver. Bretland fagnaði sigrum sinum i hernaöi bæði á sjó og á landi, likt og borg, sem fagnar sigri heima- liðsins I úrslitum bikarkeppn- innar, og silfrinu var óspart variö til að heiðra þá, sem hlut áttu að máli. Borgarastéttirnar voru þessu glaöar sökum hækkunar á vöxtum, silfrið varð stööugt ódýrara, þvi að framboð þess á markaðinum óx mjög á þessum árum i upphafi 19. aldar. Möguleikana til þessarar listiðkunar sinnar fékk Storr vegna undantalinna orsaka og frá 12 ára sambandi sinu við eitt aðalsilfursmiðafyrirtæki þeirra tima, sem Philip Rundell og John Bridge ráku. Hann vann einkum i nýklassiskum stil, en einnig i gotneskum og i rokókó. Þá tileinkaði hann sér og þau egypzku listeinkenni, sem bárust til Bretlands og nutu þar mikilla vinsælda eftir sigur Nelsons á Nil. Sumar þeirra hugmynda og til- lagna um gerö þessara dýru list- muna,sem Storr var falið að gera, voru komnar frá listamönnum, sem alls ekki skildu eöli góð- málmanna, t.d. arkitektum, málurum eöa myndhöggvurum. Storr varð þvi að yfirfæra hug- myndir þeirra til aö geta notazt viö eitthvaö þaðan, ef hann á annað borö geröi slikt. Sigur hans liggur einkum I einföldum, stil- hreinum.stærri munum. Er hertoginn af Wellington varð sendiherra i Paris 1814, þarfnaöist hann sæmilegs borð búnaöar til notkunar viö hátíöleg tækifæri, og Storr smiöaöi 102 pör til þeirra nota. 1 konunglega safninu eru þúsundir muna eftir hann, allt frá stórfenglegum fötum og bökkum, bikurum og vösum og niður i örsmáar skeiðar. Dýrasti munurinn var aö sjálfsögöu i eigu konungs, þaö var vinkælir, metinn á 8.500 sterlings- pund. Wellington fékk frá undirfor- ingjum sinum i hernum borð- skreytingu úr silfri, sem var tæp- lega metershá, og gat þar aö lita vængjaðar valkyrjur, ásamt ljónum og pálma skreytingum i minningu Egyptalands. Framhald á bls. 19 Kaffikanna, smiðuð úr silfri áriö 1829 af Paul Storr. Hún er 26 sm á hæð og stendur á glóöarkeri. Kanna þessi var seld I London I fyrra fyrir 860 pund, eöa tæplega 200.000 Isl. króna. Svipuö smiö eftir ein- hvern annan heföi fariö á helmingi lægra veröi. Tímaritið Frímerki, 3. tölublað 1972. Útgefandi, Frímerkjamiðstöðin. Ritið hefst á leiöara eftir rit- stjórann Finn Kolbeinsson og getur hann þess þar m.a.,aö um 1 milljón umslaga hafi verið stimpluð á skákeinvig- inu i sumar. Er fróölegt að fá um þetta upplýsingar, þar sem aldrei hefir áöur átt sér stað önnur eins stimplun i is- lenzkri póstsögu. Má áætla,aö rúmlega helmingur upplags skákfrimerkjanna hafi verið notaður til sérstimplunar, sem aldrei varð póstflutt.og getur það póststjórninni rúmar 15 rnilljónir i tekjur fyrir aö hafa pósthús á staðnum, mest voru þetta innlendir safnarar, og sést þvi hver er þeirra skerfur i tekjum ársins hjá póstinum. Auk þessa eru i blaðinu: Pósthornsfrimerkin norsku 100 ára. Hópferð frá Sviþjóö og öðrum löndum til tslands 1973. Belgica-72. Ný islenzk frimerki. Aðsend grein frá Helga Gunnlaugssyni,þar sem hann kemur með athyglis- verða tillögu um gerö 1100 ára afmælismerkjanna. Dagur frimerkisins. Afmerkingar listi fyrir safnara. Fyrstu is- lenzku flugin, póstflug og sér- flug. Frimerkjamarkaöurinn og fréttatilkynning frá Póst- og simamálastjórn um sýn- inguna 1973. 1 leiðara getur ritstjóri þess, að mikil eftirspurn sé eftir stimpluðum umslögum frá skákkeppninni og þó sérstak- lega fyrstu dögunum og séu þess jafnvel dæmi.aö þau selj- ist fyrir allt að 300 krónur. Sið- an segir hann: „Hvaða áhrif þetta hefir á frimerkjasöfnun i framtiðinni, er ekki gott að gera sér grein fyrir nú, en þó er augljóst, aö áhugi fyrir frimerkjasöfnun er mjög mikill, og margir, sem hófu feril sinn sem frimerkja- safnarar á þessu sumri með skákumslögunum, hafa snúiö sér að öðrum hliöum fri- merkjasöfnunar.” Helgi Gunnlaugsson segir i sinni grein: „Hinn 11. mai 1974 verða 100 ár liðin frá fæöingu Einars Jónssonar myndhöggvara. Efalaust verður hans minnzt með útgáfu frimerkis og kemur þá vart til greina annaö en málverk af honum eftir Johannes Nielsen, auðvitað i réttum litum.” Þarna er á ferðinni athyglis- verð tillaga, auk þess sem Helgi nefnir nokkur listaverka hans, er vel væru fallin á fri- merki. Ritið er hiö vandaöasta, sem endra nær. SigurðurH. Þorsteinsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.