Tíminn - 10.02.1973, Qupperneq 10
10
TÍMINN
Laugardagur 10. febrúar 1973
Brúbhjón mánaöarins, Bryndis Gunnarsdóttir og Jón Hjörtur Gunnlaugsson. 1 baksýn er máiverk af
sýni kannast brúöurin vel viö af heimaslóöum sinum.
öræfajökli og Lómagnúpi, en þaö út-
Timamyndir: Gunnar
„ÆTLI VID FLYTJUM
STRAXÁ
ARNARNESID
VV
Ekki alls fyrir löngu var dregið í annað sinn um
hver yrðu „brúðhjón mánaðarins” hjá Timanum.
Maja vandaði sig geysilega, er hún dró i þessu
mikilsverða happdrætti, og er hún loks hætti að
gramsa i körfunni, og rétti úr hnefanum, var þar að
finna miða með tölunni 8. Brúðhjónin, sem það
númer höfðu borið reyndust, er að var gáð, vera
Bryndis Gunnarsdóttir og Jón Hjörtur Gunnlaugs-
son, en þau voru gefin saman af séra Frank
Halldórssyni i Neskirkju á aðfangadag jóla. Við
hljótum þvi að álykta að 8 sé happatalan þeirra,
a.m.k. þangað til annað verður ásannað.
Hér er brúðarm vndin af þeim Bryndisi og Jóni Hirti.
Tii að kynnast þessum ungu
hjónum eilitiö og kynna þau
iesendum héldum viö blaða-
maður og ijósmyndari heim til
þeirra, þar sem þau búa aö Soga-
vegi 26.
Þó að húsakynni, séu fremur
þröng, þá er öllu smekklega og
haganlega fyrir komið, og það fer
ekki hjá þvi, aö um mann fari ein-
hvers konar veilíöunartilfinning,
um leið og inn er gengið. Auk þess
eru húsbændur gestrisnir og hinir
skrafhreifnustu, svo aö stutt dvöl,
verður ennþá styttri fyrir
bragðið. Það er þvi margt, sem
hægt hefði veriö aö spyrja, um-
fram það, sem fram kemur, enda
þótt taliö berist viða.
Það finnst bezt þegar farið er
að tiunda upp það helzta, sem
farið hefur i milli. En eigi að siður
verður hér reynt, að veita lesend-
um Timans ofurlitil kynni af
þessum ungu og lifsglöðu hjónum,
sem hafa komiö sér fyrir þarna i
kjallaranum að Sogavegi 26, og
hafið með þvi búskap sinn og
sambúö, sem vonandi endist um
eilifð.
Skjóttor gengið til dyra, er við
kveðjum þeirra eitt siðdegi, og
húsráðendur bjóða strax til stofu
eftir að hafa fært okkur úr yfir-
höfnum. Okkur verður að sjálf-
sögðu fyrst fyrir að spyrja, hvað
þeim finnist um að vera brúðhjón
mánaðarins.
— Nú alveg ágætt, hvað annað?
segja þau bæði brosandi. Það
munar nú um minna en 25.000
krónur svona upp úr þurru.
— Eruð þið nokkuð búin að
ákveða, i hvað þið ætlið að verja
upphæðinni?
— Nei, en mig langar til að
athuga um útvarpstæki hjá þess-
um verzlunum, sem gefa okkur
kost á að verzla hjá sér, segir Jón
Hjörtur. Við eigum hérna ágætis
sjónvarpstæki og plötuspilara, en
útvarpið vantar. Annars er það
náttúrulega fjölmargt, sem mann
langar til að eignast, og þarf að
eignast, svona á fyrstu búskapar-
árunum, en það tekur náttúrulega
allt sinn tima.