Tíminn - 10.02.1973, Page 13
Laugardagur 10. febrúar 1973
TÍMINN
13
r
Wiiww
. I ...... -*■'■■;■■■■■■■■
Ctgefandi: Framsóknarfíokkurfnn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór^::
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,;
Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans).|:::
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasoin,. Ritstjórnarskrif-:;::
stofur í Kddubúsinu viö Lindargötu, símar 18300-18306^
Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusfmi 12323 — auglýs-:;:|
ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurisimi 18300. Askriftargjald::;:
225 krónur á mánuöi innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-j
takið. Blaðaprent h.f.
Síðari vandinn
Með samkomulagi þvi, sem náðst hefur á
Alþingi um stofnun viðlagasjóðs vegna
Heimaeyjargossins, hefur verið leystur að
sinni annar þáttur þess vanda, sem hlýzt af
þessum stórfelldu nattúruhamförum. Fjár-
öflun hefur verið tryggð vegna þess tjóns sem
bitnar sérstaklega á Vestmannaeyingum. Hinn
þáttur vandamálsins, sem er tjón sjálfs
þjóðarbússins er hins vegar óleystur, en sá
vandi getur átt eftir að verða engu minni en
hinn fyrri. Fyrstu fréttirnar af þvi tjóni bárust
landsmönnum i gærmorgun, þegar frétta-
maður hljóðvarpsins skýrði frá því, að nú væru
skip hlaðin loðnu farin að sigla fram hjá Vest-
mannaeyjum og þyrftu sennilega að fara alla
leið til Reykjavikur.
öllum ætti að vera ljóst, að undir þessum
kringum stæðum, verður þjóðarbúinu það enn
nauðsynlegra en ella, að fullur vinnufriður
haldist. Tjón Þjóðarbúsins af völdum
Heimeyjargossins veldur þvi einnig að þvi
verður stórum örðugra en ella að fást við þau
vandamál, sem fylgja vaxandi verðbólgu.
Það var með þessar staðreyndir i huga, sem
rikisstjórnin reyndi að fá samkomulag á
Alþingi um lausn beggja þessara vandamála
þannig, að samtimis yrðu gerðar ráðstafanir
vegna tjóns Vestmannaeyinga og tjóns þjóðar-
bússins. Samkomulag náðist aðeins um lausn
fyrra vandamálsins og er það þakkarvert út af
fyrir sig. En stjórnarandstaðan fékkst ekki til
að sinna siðara vandamálinu. Hún virðist
hugsa á þá leið, að hana varði ekki um þjóða-
hag, þrátt fyrir hið stóra og óvænta áfall, sem
þjóðarbúið hefur orðið fyrir, heldur sé það
verkefni rikisstjórnarinnar og flokka hennar,
að hugsa um það. Blöð stjórnarandstöðunnar
láta jafnvel i það skina, að hér sé raunverulega
ekki um neitt vandamál fyrir þjóðarbúið að
ræða. Slikur málflutningur dregur vitanlega
ekki úr þvi, að verkfall helzt á togaraflotanum
með þeim afleiðingum, að flestir togararnir
eru nú stöðvaðir og að stærsti togari landsins
Bjarni Benediktsson, sem forráðamenn
Reykjavikur tóku nýlega á móti með mikilli
viðhöfn, kemst ekki úr höfn. Þetta eru vissu-
lega alvarleg tiðindi.
Undir þeim kringum stæðum, sem nú eru,
ætti það ekki siður að vera mál stjórnarand-
stöðu en stórnarflokka að mæta þvi tjóni, sem
þjóðarbúið verður fyrir af völdum Heimaeyj-
argossins.
Sá skilningur er nú áreiðanlega rikur hjá
þjóðinni, að nú séu þeir timar á íslandi, að
setja eigin þjóðarhagsmuni ofar flokks-
hagsmunum.
Góð tíðindi
Það er ánægjulegt að 26 þingmenn á Banda-
rikjaþingi hafa lagt fram tillögu um, að fisk-
veiðilandhelgin verði færð úr 12 i 200 milur.
Þetta er ný feönnun um þá þróun, sem er að
verða i heiminum i þessum efnum. Hér er nýi
timinn á ferðinni og hann á ekki aðeins eftir að
tryggja íslendingum til fulls 50 milna mörkin,
heldur mun viðtækari rétt til verndar fiski-
miðum. Þvi má ekkert undanhald verða nú.
Þ.Þ.
Vladimir Lomeiko fréttastjóri:
Fjölmiðlar ráða miklu
um framtíð Evrópu
Þeir eiga að stuðla að auðlegð mannlegra samskipta
Moskvu húskóli
Höfundur þessarar
greinar er einn af frétta-
stjórum rússnesku frétta-
stofunnar Novosti (APN). 1
grein þessari ræöir hann
um viðhorf Rússa til fjöl-
miðla og málflutnings
þeirra varðandi aukið sam-
starf i Evrópu. Greinin
boöar að ýmsu leyti nýtt
viðhorf og gæti það breytt
miklu, ef rússneskir fjöl-
miðlar fylgdu þvl eftir i
verki, og þó einkum, ef
skipti á upplýsingum og
hugmyndum gætu orðið
frjálsari jafnt austan tjalds
sem vcstan.
EVROPA er skipt. Mörg
okkar fæddust, þegar þetta
fyrirbæri var þegar söguleg
staðreynd, aðrir urðu vitni að
tilorðningi þess. En allir hafa
lifað við þær aðstæður, sem af
þessari skiptingu skapast.
Sjálf hefur hún öll eftirstriðs-
árin skapað heilt kerfi að
áróðurssklisjum og sérstæðan
hugsanagang, sem byggir á
gjörsamlega andstæðum hug-
myndum og frumstæðri hölfun
i austur og vestur.
Kalda striðið frysti um lang-
an aldur pólitiska og félags-
lega hugsun i álfunni. Þetta
var isöld fyrir marga þá, sem
starfa við fjölmiðla og þvi fór
fjarri að samvizka allra stæð-
ist þá prófun.
Veruleiki kalda striðsins
hafði mjög neikvæð áhrif á
félagslega vitund. En nú þeg-
ar við teljum, að hinir verstu
timar séu liðnir, þá vottum við
verðuga virðingu þeim starfs-
bræðrum okkar, sem héldu á
miðju kuldaskeiði lifi i góðri
trú á betri framtið. Stoltir af
óbugandi anda evrópskrar
menningar hugsum við til
þeirra, sem stóðust þær freist-
ingar að bruna eftir isi striðs-
ins, en mokuðu þess i stað
skafla og kynntu bál gegn
nepju gagnkvæmrar tor-
tryggni.
TRÚ ÞEIRRA var réttmæt.
Um nokkurra ára skeið hefur
Evrópa lifað endurnýjunar-
skeið. Hugmyndir friðar,
gagnkvæms skilnings og sam-
starfs eru mörgum ekki leng-
ur forboðinn ávöxtur. Við er-
um vitni að þessum breyting-
um sem Evrópumenn, og sem
fulltrúar fjölmiðla erum við
virkir þátttakendur i þeim. 1
þessum skilningi berum við
sérstaka ábyrgð á þeirri upp-
skeru, sem sáð hefur verið til i
Evrópu. Það er ekki aðeins
undir rikisstjórnum og al-
menningi komið, hvort menn
uppskera velmegun og sættir
eða hið beizka brauð von-
brigða og fjandskapar — held-
ur og þvi, hvernig fjölmiðlar
fræða notendur sina, hvernig
þeir móta afstöðu til þeirrar
þróunar, sem fram er að fara.
Þegar um er að ræða örlög
Evrópu i nútið og framtið get-
ur ekki verið um neinar hlut-
lausar upplýsingar að ræða.
Ef við látum stjórnast af vilja
til að vernda og þroska
evrópska menningu, ófor-
gengileg andleg verðmæti, af
vilja til að koma á gagnkvæm-
um skilningi i nafni friðar og
framfara, þá ættum við að
keppa að þvi einu að finna
lausnir, sem allir hlutaðeig-
andi geta sætt sig við.
ÞETTA jafngildir ekki hug-
myndarfræðilegri einingu.
Hver og einn aðhyllist sinar
skoðanir og rétt til að halda
þeim fram. Hér er um það að
ræða, að samkeppni og
árekstrar hugmynda fari
fram á grundvelli þeirrar einu
viðleitni — að tryggja farsælt
og friðsamlegt samfélag
manna og þjóða i álfunni. Meö
öðrum orðum — sú hug-
myndafræðilega barátta, sem
fram fer um fjölmiðla, ætti að
fara fram á almennt viður-
kenndum grundvelli friðsam-
legrar sambúðar rikja, sem
búa við mismunandi þjóð-
skipulag. Við litum svo á, að
friður og öryggi i Evrópu skuli
hvila á þeim meginreglum, að
landamæri séu friðhelg, riki
skipti sér ekki af innanlands-
málum annarra, á sjálfstæði,
jafnrétti og höfnun vald-
beitingar.
Ef við höfum hug á að koma
i veg fyrir að álfan skiptist i
andstæðar fylkingar með vax-
andi hættu á beinum átökum,
þá ættum við að taka upp þá
stefnu að leita að sameiginleg-
um grundvelli fyrir öryggi i
Evrópu.
Sovézkir blaðamenn hafa
lagt út á þessa braut, sem leið-
ir til uppbyggingar nýrrar
Evrópu friðar, öryggis og
samstarfs. Þvi styðjum við
þær aðgerðir sem draga úr
spennu, viðurkenna raunveru-
leika eftirstriðsáranna og
niðurstöður, sem náðst hafa
með tvihliða og marghliða
samningum.
GILDISTAKA samninga
Sovétrikjanna og Póllands við
Vestur-Þýzkaland, fjórvelda-
samkomulags um Berlln,
samnings um samskipti þýzku
rikjanna — allt er þetta raun-
tækt framlag til eðlilegs
ástands i Evrópu. Arangurs-
rik þróun samstarfs milli
Sovétrikjanna og Frakklands
er góð sönnun á möguleikum
góðs grannskapar Evrópu-
rikja. Við fögnum bættum
samskiptum við Vestur-
Þýzkaland og fylgjum eftir
öllu þvi jákvæðu, sem tekið er
upp i samskiptum okkar við
Finnland, Italiu, Norðurlönd
o.fl.
En það væri barnalegt að
telja að þessi þróun væri þeg-
ar komin á lokastig. Reyndar
er hún aðeins að byrja að
styrkjast i átökum við þá, sem
af ýmsum sökum tefja fyrir
lausn óleystra vandamála i
álfunni og hafa ekki gefizt upp
við að snúa þróun mála við.
EN ÞÓ þessi öfl séu sterk og
þrjózk, vinnur timinn gegn
þeim. Og við trúum þvi, að á
öryggismálaráðstefnu
Evrópu, sem sósialisk riki
hafa lengi hvatt til, muni
klukka álfunnar slá i lang-
þráðum hádegisstað, og
Evrópuþjóðir geta hafizt
handa um aö fylgja eftir áætl-
un um frið, sættir og samstarf
á sviði efnahags- og menn-
ingarmála.
Fjölmiðla biður mikið hlut-
verk við að færa þessa stund
nær. Angur af þvi frumkvæði,
Framhald á bls. 27