Tíminn - 10.02.1973, Síða 18
18
TÍMINN
Laugardagur 10. febrúar 1973
geta beðið. Það tekur að minnsta
kosti mánuð að gera frumdr..
Nei, ég fer ekki. Ekki einu sinni til
Milanó”. „Hann fór til Milanó og
var þar i þrjá daga”, sagði
Fanney.
Rob hafði tekið litla suður-
herbergið fyrir vinnustofu. Það
var sólrikt og þar var gott næði,
þótt herbergið væri litið. „Viltu
ekki hafa útsýni?” spurði
Fanney. „Nei, ég þarf bara fjóra
veggi”, sagði Rob.
„Skrifborð?” Fanney leitaði
meðal húsgagna maddömu
Menyhinis. 1 dagstofunni var
skrifborð úr hnotu með fylltum
rósum. Það liktist ekki vinnu-
borði. „Það er ekki um annað að
ræða”, sagði Fanney.
„Ég vil ekki skrifborð, heldur
venjulegt borð”, hafði Rob sagt
og tekið eldhúsborðið, sem börnin
urðu hneyksluð á. Fanneyju þótti
lika nóg um. „Er það vegna þess
að það er ekki i stil við hitt?”
spurði Rob.
En hún átti ekki við það.
Fanneyju fannst allt á heimilinu
komið á annan endann, ef eldhús-
borðið var tekið. „Þú ert allt of
heimilisleg”, var Margot vön að
segja við Fanneyju. „En ég vil
vera húsleg”, hafði Fanney sagt
og setið við sinn keip. „Hvað ætli
Celestina segi?” spurði Fanney.
„Kaupa annað borð”, sagði
Rob. Þetta var eitt dæmið um
''íirðuleysið, sem hafði haldið inn-
reið sina. Það, sem Fanney kall-
aði röð og reglu, var fokið út i
veður og vind”. „Kallaðu ekki á
mig i hádegisverð”, sagði Rob.
„En þú verður að borða". —
„Ég fæ mér eitthvað, þegar ég er
búinn”.
„Þú getur haldið áfram eftir
hádegismatinn”. „Ég gæti þaö
ekki”, sagði Rob. „Þaþ er nógu
erfitt að byrja einu sinni. En að
byrja tvisvar væri morð”.
„En langar þig ekki til þess að
vinna?” „Auðvitað”, sagði Rob .
„Hvers vegna ekki?”
„Þú verður að borða eitthvað”.
— „Giulietta getur fært mér
Panino”. — Panino er brauðhnúð-
ur með svinakjöti i.
„Giulietta, en ekki þú”, sagði
Rob. — Það eru ekki meðmæli
með mér”, sagði Fanney.
„Jú, það er einmitt það. Ég tek
ekkert eftir Giuliettu, Fanney, ef
þú elskar mig, þá lofaðu mér að
vera i friði”.
Það var i fyrsta sinn, sem
Fanney komst i kynni við starf,
sem varð að ganga fyrir öllu:
mat, drykk og svefni. Henni hafði
fundizt Darrell leggja hart að sér
bæði i hernum, og þegar hann var
sendiboði, en hann hafði ákveðinn
vinnutima, þó að hann yrði stund-
um að taka með sér aukastörf
vegna annarra og fara að heiman
með stuttum fyrirvara. Rob lok-
aði sig oft inni i vinnuherberginu
og vann hvildarlaust heilan dag.
Stundum greip hann eirðarleysi,
og þá varð hann að fara á kreik.
Oft stóð hann heila klukkustund á
ströndinni hjá vatninu, horfði á
öldurnar og lét smásteina fleyta
kerlingar eða gekk fram og aftur i
garðinum. Fanney lærði að yrða
ekki á hann og láta sem hún tæki
ekki eftir honum. Hún lofaði hon-
um aö vera einum.
„En hvað um þig?” hafði Rob
spurt, áður en hann hóf vinnuna.
„Hvað ætlar þú að gera, ein
klukkustundum saman?”
„Það sem þú sagðir mér”,
svaraði Fanney. „Ekkert”. Allan
þennan tima hafði hún hangið i
Rob. Þaö var eins og hun gæti
ekki losnað við þreytuna. „Ég hef
verið að pakka niður, siðan um
jól”, hefði hún getað sagt. „Fyrst
fyrir börnin, sem ég var að senda
af stað i skólann i siðasta sinn. Ég
vissi það, þó að þau vissu það
ekki. Siðan Stebbings, þar sem
enginn vissi, um ástæðuna, nema
Gwyneth. „Fara frá Stebbings?
Ogsetjastaði ibúð i Lundúnum.
Ertu gengin af vitinu/” hrópuðu
Anthea og Margot. Nú vissu þær,
hvað bjó á bak við þögn Fanneyj-
ar. „Það var léttara fyrir Darr-
ell”. „Siðan til Skotlands til þess
að pakka niður i húsi isabellu
frænku, litla gráa, kuldalega
steinhúsinu með gluggabor-
unum, sem minntu á dökk augu.
Það er skrýtið, að þetta skyldi allt
vera hvað á eftir öðru, hugsaði
Fanney með sér.' Húsið hennar
ísabellu, þar sem ég hafði átt
heima frá þvi að ég var barn og
þangað til ég gifti mig, Stebbings
og börnin. Það var eins og ég væri
að pakka niður allri ævi minni.
Þar er engin furða, þótt ég sé
þreytt”.
Rob hafði brugðið i brún, þegar
hann sá, hvað hún var orðin
mögur. — Mér brá ekki siður
þegar ég sá hvað þú hafðir lagt
mikið af, sagði Fanney.
— Ég hef alltaf verið heldur
grannholda. Þú ættir að vera
bústin. Ég er ekki heldur með
dökka bauga undir augunum.
Rob var vanur að bera langan
stól og púða út á grasflötina, áður
en hann tók til starfa. Þar lá
Fanney i sólinni allan morguninn
og lét sig gróa saman eins og hún
orðaði það i huganum. Þó að
maður hafi verið slitinn i tætlur,
grær maður saman aftur.
Þegar Ronato hafði kvatt þau i
garðinum siðasta kvöldið gekk
Fanney yfir grasflötina og snerti
eitt af gömlu oliutrjánum
undrandi. Rætur þess höfðu
sprengt moldarköggla upp úr
grassverðinum. Stofninn var
sprunginn upp að miðju, boginn
og skakkur, og gegnum rifurnar
sást i þurran hvitan viðinn, en
tréð bar enn laufkrónu sina, sem
Fanneyju var farið að þykja vænt
um, oliublöðin, sem sýndust
ýmist græn eða silfurlit eftir þvi
sem vindurinn feykti þeim til.
Þetta gamla skaddaða tré mundi
gefa af sér oliuber ár eftir ár,
blómstra og bera ávöxt i þögn
og... Ég hef æðrazt of mikið,
hugsaði Fanney með sér.
Ekkert hljóð barst til hennar
nema frá vatninu og veginum.
Arum var dýft i vatnið, þegar
Mario ýtti bátnum sinum frá
landi, þvottur barinn á tréborðum
i fjörunni fyrir framan sveita-
setrið eða hótelið, þar sem
konurnar i þorpinu, Giulietta eða
vinnustúlkurnar á hótelinu voru
að þvo. — Það eru ekki mörg
þvottahús á Italiu, — hafði
Renato sagt við Fanneyju. öðru
hvoru heyrðist i utanborðshreyfli,
þytur af hraðbáti, og á klukku-
tima fresti heyrði hún til gufu-
skipanna, sem fóru fram hjá á
leiðinni frá Riva til Limono og
Macesine. Stundum voru kölluð
kveðjuorð niðri við vatnið. Rödd
Celestinu gali við, þegar hún
hrópaði til Giacomino eða
Giuliettu, póstkonunnar eða
slátrarans með hvitu húfuna og
svuntuna eða til mjalta-
konunnar, sem var i dökku
brúnröndóttu pilsi meö sjal á
herðum og skýluklút eins og
bóndakona og flutti mjólkina i
gömlum vínflöskum „tappa-
lausum, svo að rykið kæmist ofan
i þær,” sagði Fanney. — Það er
ekki sérlega hreinlegt, sagði Rob
en maddama Menghini hefur
drukkið þessa mjólk i þrjátiu ár,
og hún lifir enn og hefur góöa
heilsu.
t Stebbings hafði ekkert farið
fram hjá Fanneyju. Hér skildi
hún ekki einu sinni hvað var sagt,
og ekkert kom henni við. Hún
hafði hvorki pantað kjötið né
mjólkina. Celestina hugsaði um
heimilið.
Frá veginum barst stöðugur
umferðardynur. Rob kvartaði
undan þvi, að bilarnir væru of
margir, en Fanney sagði, að þetta
væri aðeins fjarlægur niður.
Ef stormurinn var ekki of
hvass, heyrði Fanney kirkju-
klukkurnar hljóma kvölds og
morgna og um miðjan daginn. t
hverju þorpi var falleg kirkja
með turni og brúnu helluþaki, en
að innan voru kirkjurnar
skreyttar málverkum og mar-
mara. Kirkjurnar sýndust of
stórar og veglegar i samanburði
við þorpin — Þú ættir að sjá þær á
sunnudögum, sagði Rob.
Stundum voru klukku-
hringingarnar eins og daufur
ómur, og öðru hvoru heyröi hún
aðeins til kirkjuklukkunnar i
Malcesine, en það var eins og þær
færðu frið og ró.
Þegar þær hringdu um hádegið,
lét Celestina Ciuliettu færa Fann-
eyju miðdegisverð út á stein-
borðið á grasflötinni. Klukkan tólf
var bleiki steinbekkurinn heitur
af sól. Oft kom Celestina sjálf
með kaffið og stóð siðan og talaði
við Fanneyju blending af ensku,
þýzku og itölsku með allskonar
bendingum og handapati. Fanney
hefði getað lært ósköpin öll um
fjölskyldu Celestinu, það sem á
dagana dreif i striðinu og hjóna-
band hennar. En Fanney lét þetta
allt fara inn um annað eyrað og
út um hitt. Celestina kom henni
ekki við.
Eftir hádegisverðinn fékk
Fanney sér blund, stundum i
grasinu undir kýprustrjánum .Hún
hlustaði á öldugjálfrið, þangað
til hún sofnaði.
Þú litur út eins og þú hafir ekki
sofið i marga mánuði, sagði Rob
við Fanneyju. — Ég svaf illa i
marga mánuði. — Þú getur sofið
Lárett Lóðrétt
1) Dökka,- 5) Svik,- 7) 950,- 9) Skessa,- 2) AL- 3) Nei,- 4)
Ganga.- 11) Eiturloft,- 13) Gast,- 6) Maurar,- 8) Snæ,- 10)
Grein.- 14) Hlunnindi.- 16) Marra,-12) Úlfa.-15) Urg,-18)
Eins,-17) Aflaga.-19) Lifnar.- El,-
Lóðrétt
1) Land.-2) Hasar.-3) Glöð.-
4) Pril.- 6) Saumur,- 8) Fæðu,-
10) Hrapa,- 12) Forn borg.-
15) Avana.- 18) Skáld.-
Ráðning á gátu No. 1330
Lárétt
1) Slanga,- 5) Lea,- 7) Es,- 9)
Isma.- 11) Snú,- 13) Tau,- 14)
Sælu.-16) RR,- 17) Frera.- 19)
Baglar,-
Ég ætla að fá'j Þeir brenndu
einn. Snúið J kofa okkar.
aftur ) Við förum með
Morimenn.C þör, Dreki.
111
ilii
1
1
Laugardagur
10. febrúar
13.00 Óskaiög sjúklinga.
Kristin Sveinbjörnsdóttir
kynnir.
14.40 tslenzkt mál. Ásgeir
Blöndal Magnússon cand.
mag. flytur þáttinn.
15.00 Þetta áttu að vita. Nýr
mánaðarlegur
spurningaþáttur. I fyrsta
þætti er spurt um iþróttir.
Til svara eru Hallsteinn
Hinriksson, Brynjólfur
Ingvarsson, Jónas Hall-
dórsson og gestir i útvarps-
sal. Dómari: Atli Steinars-
son. Stjórnandi: Jónas
Jónasson.
15.35 Kvintett i Es-dúr (K542)
eftir Mozart. Vladimir Asj-
kenazý og félagar úr Blás-
arasveit Lundúna leika.
16.25 Veðurfregnir. Stanz.
Arni Þór Eymundsson og
Pétur Sveinbjarnarson sjá
um þáttinn.
16.45 Sidegistónleikar.
17.40 Útvarpssaga barn-
anna: „Yfir kaldan Kjöl”
eftir Hauk Ágústsson.
Höfundur les (3)
18.00 Létt lög. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
20.55 Smásaga: „Sveitasæla”
eftir H.E. Bates. Anna
Maria Þórisdóttir þýddi.
Jón Aðils leikari lés.
21.35 Gömlu dansarnir. Folke
og ^ke Lundquist leika.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Danslög.
23.55 Fréttir i stuttu máli.
1111
itllll
1
17.00 Þýzka i sjónvarpi
Kennslumyndaflokkurinn
Guten Tag. 11. og 12. þáttur.
17.30 Skákkennsia Kennari
Friðrik Ólafsson.
18.00 Þingvikan Þáttur um
störf Alþingis. Umsjónar-
menn Björn Teitsson og
Björn Þorsteinsson.
18.30 iþróttir Umsjónarmaður
ómar Ragnarsson.
20.00 Fréttir
20.20 Veður og augiýsingar
20.25 Heimurinn minn Banda-
riskur gamanmyndaflokk-
ur. Þýðandi Guðrún Jör-
undsdóttir.
20.50 Fuglar við ósa Dónár.
Norsk mynd um hið fjöl-
skrúðuga fuglalif i óshólm-
um Dónár. Þýðandi og þulur
Óskar Ingimarsson. (Nord-
vision — Norska sjónvarp-
ið)
21.05 Kvöldstund I sjónvarps-
sal Gunnar Gunnarsson,
Jón A. Þorisson, Linda
Bjarnadóttir og Steinþór
Einarsson taka á móti gest-
um og kynna skemmti-
atriöi. Meðal gesta eru Alan
BrecI„Hljómar” og Linda
Gísladóttir.
21.35 Hamingjuhúsið Norsk
kvikmynd um málarann
fræga Edvard Munch, ævi
hans og listaverk. Þýðandi
Jóhanna Jóhannsdóttir.
(Nordvision — Norska sjón-
varpið)
22.00 Nelló og hundurinn hans
(A Dog of Flanders) Banda-
risk biómynd frá árinu 1959,
byggð á sögu eftir Ouida.
Leikstjóri James B. Clark.
Aðalhlutverk David Ladd,
Donald Grisp, Theodore
Bikel og Ulla Larsen. Þýð-
andi Óskar Ingimarsson.
Myndin gerist i Belgiu og
greinir frá ungum dreng,
sem býr hjá afa sinum i
sveit skammt frá Antwerp-
en. Gamli maðurinn lifir af
mjólkursölu til borgarinnar
og drengurinn hjálpar hon-
um við flutningana. Dag
nokkurn finna þeir hund við
veginn, yfirgefinn og illa
leikinn. Drengurinn tekur
hann heim með sér og
hjúkrar honum. Hundurinn
verður brátt uppáhalds-
félagi drengsins og gerir
honum margan greiða áður
en lýkur.