Tíminn - 23.02.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.02.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 23. febr. 1973. w rQOQ Aðdáendur eru margir Leikarar verða oft að tala við aðdáendur sina, og flestir þeirra eiga óteljandi aðdáendur, hvort sem þeir eru góðir eða slæmir leikarar. Hér er einn, sem margir munu kannast við, William Conrad, en hann hefur leikið i sjónvarpsþætti, sem nefnist Cannon, og mun hafa verið sýndur hér í Keflavikur- sjónvarpinu. William er hér að ræða við ungan vin sinn. Hættið við jarðarförina ég er lifandi Manuel Sueiro, sem var sjó- maður á spænsku kaupskipi brá heldur en ekki i brún, þegar hann kom heim til sin, og lenti þá i jarðarför, — sjálfs sins. Hann flýtti sér þegar til kirkjunnar i þorpinu, sem heitir La Coruna, og kallaði i móður sina. Hún svaraði ekki, þar sem liðið hafði yfir hana, þegar hún sá soninn lifandi. Það tók Manuel nokkra stund að sann- færa fjölskylduna um, að hann væri i raun og veru sprell- lifandi, og alls ekki draugur, eins og flestir héldu raunar. Fjölskyldan hafði þó góðar ástæður til þess að trúa þvi, að Manuel væri dáinn. Þrem mánuöum áður hafði hann verið á flutningaskipinu San Salvador, sem var á leið frá Panama til Spánar. Þegar skipið fór um Malacca-sundið steyptist Manuel á haus beint i hafið. Hans var leitað, en hvernig sem á þvi stóð t'undu skipsfélagar hans hann alls ekki. Nokkru siðar tilkynnti skipstjórinn á San Salvador, að Manuel hefði horfið, og hélt þvi fram, að hann hlyti að hafa drukknað. Þar með var komin næg ástæða til þess að gefið væri út dánarvottorð, og hin syrgjandi fjölskylda ákvað að láta fara fram minningarathöfn um sjómanninn. En Manuel hafði tekizt að halda sér lifandi þar sem hann veltist um i sjónum, og að lokum kom japanskt flutningaskip og bjargaði honum um borð. Þar var allt gert sem hægt var til þess að hressa hann við, og að lokum náði hann sér aftur. Hann kom i höfn i Bombay, en þar beið sjúkrabill eftir honum á bryggjunni, og flutti hann á sjúkrahús, þvi þrátt fyrir það, að hann væri lifandi, var hann mjög þungt haldinn. Þegar hann náði sér svo fullkomlega aftur fékk hann fritt far á kostnað indversku stjórnarinnar alla leið heim til Spánar. Minningar- athöfnin endaði þvi með gleði- tárum i stað sorgar, og öllu var snúið upp i fagnaðarveizlu til heiðurs hinum endurheimta Manuel Sueiro. ★ Búin að opna barnaheimilið Draumur Coral Atkins hefur rætzt. Henni hefur tekizt að opna heimili fyrir börn, sem eiga i einhverjum erfiðleikum, en undanfarin ár hefur hún staðið fyrir fjársöfnunum til þess að geta hrundið þessu hugðarefni sinu i framkvæmd, og þar að auki lagt af mörkum allt, sem hún hefur getað án Sjónvarp og skólanám Nemendur i skóla einum i Hessen i Þýzkalandi taka þátt i sjónvarpsupptökum i kennslu- stundum. Með þvi læra þau, auk námsefnisins, sem „falið” er i þessum leik, að hreyfa sig af meira öryggi i daglegu lifi og fyrir framan myndavélina. Einnig eru fluttir kaflar úr venjulegum sjónvarpsdag- skrám, valdir af kennurunum, og þeir ræddir. Tilgangurinn er að venja börn þegar á barna- skólaaldri af feimni frammi fyrir sjónvarpsmyndavélinni. Fyrst eru þau látin gretta sig fyrir framan hana, myndin er siðan sýnd og bekkurinn teiknar gretturnar. Siemensfyrirtækið hefur sett upp sjónvarpskerfið i skólanum, sem er það stærsta i V-Þýzka- landi. Það má einnig nota til að sýna venjulegar fræðslumyndir og skuggamyndir. verið sjálf. Coral Atkins varð fyrst fræg, þegar hún lék hlut- verk Sheilu i Ashtonfjölskyld- unni. Nú hefur hún sem sagt sett á fót barnaheimili, og fyrstu börnin eru komin á heimilið. Það eru systkinin Bob, 9 ára, Julie 6 ára og Donna 4 ára. Heimili þeirra leystist upp, og þau áttu hvergi höfði sinu að halla, þar til Coral tók þau að sér. Auk barnanna og hennar sjálfrar eru á þessu heimili sonur hennar, Harry, sem er fimm ára, og svo tveir full- orðnir, sem munu aðstoða hana við heimilishaldið. í ráði er, að bæta fleiri börnum við siðar, eða strax og Bob, Julie og Donna eru búin að laga sig nægilega vel að öllum aðstæðum. Sheila hefur leikið i þrem sjónvarpskvikmyndum öðrum en Ashton-fjölskyldunni, og þykir mjög góð leikkona. Hinn fullkomni hundur Kjölturakki framtiðarinnar mun verða fullkominn á allan hátt, bliður og góður, mjúk- hærður og rófustuttur, heilsu- hraustur, þögull og hlýðinn. Þetta er a.m.k. von visinda- manna i Portland i Oregon, en þeir eru nú að reyna að rækta þennan fullkomna hund upp með blóðblöndun. Labradorkynið með aðlögunar- hæfileikum sinum, basenji hundana vegna þess að þeir gelta ekki, samoyjana vegna sterkrar brjóstbyggingar þeirra, og gráhundinn vegna stutts og múks hárs og fleiri eiginleika. — Það er barnfóstran þin, Anna, að spyrja eftir handslökkvi- tækinu. Það er kviknað i pelsinum þinum. nyja „Þetta er ekki neitt vont. Það er eins og að vera úti rigningu.nema að droparnir eru fastari saman” — Heldurðu.að hann vaxi af þessu? DENNI DÆMALAUSI Jói þú átt ckki að vera hræddur við þá, það eru þeir sem eiga að vera hræddir við þig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.