Tíminn - 23.02.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 23.02.1973, Blaðsíða 20
Föstudagur 23. febr. 1973. <A> EignaSALA Eigna SKIPTI markaðurinn Aðalstræti 9 Sími 2-69-33 Miðbæjarmarkaðurinn Hlégarður Samkomusalir til leigu fyrir: Árshátiöir, Þorrabiót, fundi, ,V» ráðstefnur, afmælis- og ferm- ingarveizlur. Fjölbreyttar veitingar, stjórir og litlir salir, stórt dansgólf. Uppl. og pantan- ir hjá húsverði i sima 6-61-95. vGOÐI L Jifyrir ffóöan mut $ KJÖTIDNADARSTÖD SAMBANDSINS Farþegaþotan skotin niður án viðvarana segja Egyptar og leggja fram segulbandupptöku NTB, Kairó, London — Flugmálayfirvöld i Egyptalandi skýrðu frá þvi i gær, að segulbands- upptaka, sem þau hafa undir höndum af sam- tölunum við flugmanninn um borð i libisku far- þegaþotunni, sýni greinilega, að hún hafi verið skotin niður af áhöfn israelskra orustuvéla. Fréttum hefur ekki borið saman um, hvort flug- maðurinn hafi verið neyddur til að brotlenda vélinni, eða hún hafi verið skotin niður,og þá með hverjum hætti það hafi átt sér stað. Atburðurinn i Sinaieyðimörkinni á miðvikudag er þungt áfall þeim, sem vilja frið i löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann er talinn sá alvarlegasti, sem átt hefur sér stað á þessum slóðum, siðan i sex daga striðinu 1967. Spenna hefur aukizt mjög i löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs og einnig i Washington, þar sem að undanförnu hefur verið uppi viðleitni i þá átt að bæta sambúð ísraelsmanna og Araba. Egyptar og Palestinu- skæruliðar hafa i hótunum um að hefna atburðar þessa,sem þeir kalla fjöldamorð af yfirlögðu ráði. Segulbandsupptakan af samtölum flugmanns libisku vélarinnar og starfsmanna i eftirlitsturn- inum á Kairóflugvelli var flutt fyrir fréttamenn á afar fjölmennum blaðamannafundi i Kairó i gær. Rödd flugmannsins heyrðist greinilega. Siðustu orð hans við starfsmenn flugturnsins i Kairó um eitt- leytið e.h. á miðvikudag voru: „Það er skotið á okkur úr orustuþotu”, sem hann endurtók hvað eftir annað. Farþegavélin, sem var af gerðinni Boeing 727, hrapaði skömmu siðar i Sinaieyðimörk- inni rúma 20 km frá Súezskurði. Minnst 90 af 113 manns, sem voru um borð/létust. Ahöfn vélarinnar var frönsk og samkvæmt fregnum frá Tel Aviv var fyrsti flugmaður meðal þeirra, sem fórust. Aður hafði flugmaðurinn til- kynnt, að sum tækjanna i vélinni störfuðu ekki eðlilega. 1 ljós kom af segulbandssamtölunum, að flugmaðurinn hélt, að vélin væri um tiu sjómilur frá Kairó, en i raun og veru var hún yfir Sinai- eyðimörk. 1 fyrstu taldi hann, að orustuþoturnar fjórar, sem flugu ikringum vélina, væru egypzkar, en sá, að ekki var allt með felldu, þegar hleypt var af skotum úr þeim. Mohamed Kader, aðstoðarfor- sætis- og upplýsingamálaráð- herra Egypta, sagði á blaða- mannafúndinum, að segulbands- upptakan tæki af allan efa um, að farþegaþotan hefði verið skotin niður. Hann hélt þvi fram, að engin orðaskipti hefðu átt sér stað milli flugmannsins og irsraelsku áhafnanna og sagði, að Israels- menn yrðu a.m.k. að sanna þá fullyrðingu sina. 1 Maaruv, israelsku dagblaði, birtist i gær frásögn af þvi, að að- stoðarflugmaðurinn, sem var i libísku vélinni, hefði sagt lög- reglunni, að áhöfnin hefði heyrt aðvaranir Israelsmanna. önnur fregn hermir, að flugmaður Framhald á bls. 19 HITAVEITA í HRÍSEY í SUMAR Fyrirsjóanlegurskortur á vinnuafli,fastar ferjuferðir hafnar á ný SF, Hrisey — Hér hefur veriö ákvcðiö aö hefjast handa um hita veituframkvæmdir á komandi sumri, og ættu þær aö geta hafizt um leiö og veöur leyfa, þó að enn sé ekki búiö að ganga tii fulls frá öllum áætlunum um fram- kvæmdirnar. Aætlað er, að kostnaður við allar framkvæmdirnar verði ein- hvers staðar ekki langt frá 12 milljónum króna, og það er að sjálfsögðu sveitarfélagið, sem stendur undir þvi. Við höfum meira en nóg af heitu vatni, eða allt að 23 sekúndulltrum af 67 stiga heitu vátni, sem kemur úr tveim holum, mest þó úr annarri. Þær eru rétt hjá Saltnesi, nyrzta húsinu i eynni, og er þaðan um einn km inn i aðalbyggðina. Það er grunnt á þetta góða vatn, þvi að holan er aðeins 130 metra djúp. Enginn kisill er i vatninu, og þvi óhætt að tengja það beint inn á ofnana i húsunum. Er vonandi, að framkvæmdir þessar takist að hespa af i sumar, svo að við getum notið jarðvarmans næsta vetur. Þá eru nú aftur hafnar reglu- legar ferðir með ferju milli lands og eyjar, en hreppurinn keypti ferjubátinn nú i janúarlokin, og hófust ferðir tvisvar i viku strax upp úr þvi. Hinn nýi ferjumaður heitir Tómas Njálsson, og fer hann á milli á mánudögum og föstudögum i sambandi við ferðir áætlunarbilsins milli Dalvikur og Akureyrar. Ferðin upp á Litla - Arskógssand tekur varla 20 minútur, og er það þvi ekki nema klukkutíma ferð að skreppa ,,i bæinn”. Þá er rétt að geta aðeins um enn einar framkvæmdir, sem á döfinni eru, en það er bygging holdanautastöðvar, svo sem kunnugt er af fréttum. Fram- kvæmdir við byggingar þar eiga að hefjast strax i vor, og kemur okkur þvi örugglega vel að fá aukið vinnuafl á sumri kom- anda. Litlar gæftir hafa verið að undanförnu og litill afli. Mikill snjór er nú i eynni, einkum stórir skaflar, þar sem svo mikið reif i rosatiöinni. Bátar viö bryggju I Hrlsey. „FURÐULEGUR ATBURÐUR" ummæli fulltrúa alþjóða samtaka flugmanna um atburðinn yfir Sínaíeyðimörk NTB, London— Alþjóðasamtök flugmanna, Ifalpa, lýstu í gær yfir undrun vegna aðgerða ísraelsku orustuþotanna í fyrradag, er þær beittu líbíska far- þegaflugvél þvingunum, með þeim afleiðingum, að hún hrapaði í Sínaíeyðimörk. Jafnframt báðu full- trúar samtakanna um frekari upplýsingar um at- burðinn. Flestir f lugmenn, sem starfa að áætlunar- flugi í heimínum, eru félagar í Ifalpa, eða 50,000 úr 64 aðildarfélögum. Talsmaður samtakanna, sem hafa aðsetur i London, sagðist ekki skilja hversvegna áhöfnin hefði ekki hlýðnast fyrirmælum um að breyta um stefnu og yfirgefa israelskt yfirfáðasvæði eins og israelska stjórnin fullyrðir. — Við fyrstu sýn virðist þetta furðulegt. Sérhver áætlunarflug- maður hefur fengið rækilega fræðslu um hvernig honum ber aö bregðast við i slikri aöstöðu. Þegar herflugvél nálgast og honum er sagt, að hann hafi villzt af leið, er honum strax ljóst, að hann getur ekki stofnað lifi farþega sinna i hættu, sagði talsmaður al- þjóðasamtaka flugmanna. Hann bætti við, að enn væri margt dularfullt og óljóst i sam- bandi við flugskaöann á miðvikudag og Ifalpa hefði beðið um itarlegri upplýsingar frá samtökum áætlunarflugmanna I Egyptalandi og Israel. Libisku samtökin eru ekki i Ifálpa. Einstakt gæftaleysi, afli sáratregur þegar gefur Þó, Reykjavik — Þó að nú séu liðnir tæpir tveir mánuðir af vetrarvertið, fara litlar sem engar fréttir af aflabrögðum, nema þá loðnuveiði og ágætri veiði linubáta á Vestfjörðum, þegar þeir komast á sjó. Afli báta frá Hornafirði til Stykkishólms hefur verið með eindæmum tregur það sem af er, og ekki hefur tiðarfarið bætt úr skák. Yfirleitt hafa bátar ekki komizt nema þetta sjö til átta sinnum á sjó það sem af er mánuðinum. Menn, sem við ræddum við i gær, sögðu, að þeir myndu ekki eftir .öðru eins tíðarfari i mörg herrans ár, sumir sögðu 115 til 20 ár. Og aflinn, hann væri vanalega ekki meira en þetta tvær til þrjár lestir i róðri og þaðan af minna. I Keflavik var okkur sagt, að bátar þar væru allir i höfn vegna brælu. Þangað komu reyndar tveir bátar i gær, sem hafa net á Breiðafirði. Var hvor báturinn með 30 tonn, en fiskurinn var orðinn gamall og morkinn og þess vegna litið verðmæti i honum. Það virðist vera sama hvaða veiðarfæri Keflavikurbátar nota, það þykir gott að fá 2-4 lestir i róðri og oft á tiðum hefur aflinn farið niður i eina lest. Sandgerðisbátar hafa ekki getað róið nema sjö sinnum það sem af er mánuðinum. Þegar gefur, hafa linubátar verið með 4-5 tonn á 50 bjóð, en þaö eru um 100 kiló á bjóð að meðaltali Bezt hafa bátarnir aflað, þegar þeir hafa róið djúpt út, eða út fyrir svonefndan Boða, þá hefur aflinn komizt upp i sjö til átta tonn, en þá er skipting fisktegundanna ekki góð, þar sem þarna fæst mikið af löngu og keilu. Rögnvaldur ólafsson á Hellis- sandi sagði, að sifelldir umhleyp- ingar væru á Breiðafirði, og fjörðurinn virtist vera eins og eyðimörk, svo lítill fiskur virtist vera þar um þessar mundir. Hann sagði, að bátarnir væru að brjótast út annað slagið, en oft á tiðum gætu þeir ekki dregið nema helming netanna vegna veðurs. Bátar frá Hellissandi eru nú hættir skelfiskveiðum, þar eð árangur veiðanna varð mjög lítill að þessu sinni, en fiskurinn i skelinni hefur verið mjög horaður. Frá ólafsvik verða gerðir út 33 bátar I vetur, en i fyrra voru þeir tuttugu, sagði Jafet Sigurðsson á Ólafsvik er við ræddum við hann. Margir bátanna eru nú komnir á net, en aflinn hefur enginn verið. Þrír bátar róa með net frá Stykkishólmi. Aflinn hjá þeim hefur verið mjög litill, stundum ekki nema eitt og tvö tonn, sagði Kristinn B. Gislason. Hann sagði, að nokkrir bátar væru enn á skel- fiskveiðum og væri veiðisvæði þeirra við Bjarneyjar. Hafa bát- arnir fiskað ágætlega, en nýtingin á fiskinum úr skelinni hefur verið mjög léleg. A Akranesi verða gerðir út 20 bátar i vetur. Atta eru með linu um þessar mundir, einn er á netum en hinir á loðnu. Gæfta- leysið hefur verið algjört og i gær kom netabáturinn með niu tonn af fjögurra nátta fiski. Akfært til Borgar- fjarðar eystri HÉR ER fagurt verður i dag, sagði Jón Kristjáns- son, fréttaritari Timans á Egilsstöðum, i simtali i gær — glaðasólskin og hvit vetrarmjöllin eins og dúkur yfir öllu. Annars er hér ekki mikill snjór og liklega hefur hér verið einna bezt veður á öllu land- inu i illviðrahrotunni að undanförnu og aldrei neitt afspyrnuveður. Fagridalur er fær öllum bif- reiðum og frá Reyðarfirði er greiðfært suður á bóginn. A Héraði er viðast sæmileg færð, sums staðar góð , og búið er að ryðja veginn til Borgarfjarðar, og þangað voru bilar að fára einmitt nú fyrir stuttri stundu. Til Seyðis- fjarðar er aftur á móti ekki fært nema á snjóbilum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.