Tíminn - 23.02.1973, Blaðsíða 17

Tíminn - 23.02.1973, Blaðsíða 17
Föstudagur 23. febr. 1973. TÍMINN 17 Danmörk — ísland 18:18 DÖNUM TÓKST AÐ JAFNA ÞEGAR AÐEINS 23 SEKÚND UR VORU TIL LEIKSLOKA — íslenzka liðið komst þremur mörkum yfir í fyrri hálfleik, en þá brást markvarzlan — Axel Axelsson átti stórgóðan leik, hann skoraði 10 mörk ÓSKADRAUMUR islenzkra hand knattleiksmanna var nær búinn að rætast i gærkvöldi. islenzka iandsliðið var feti frá sigri, þegar það lék gegn Dönum i Randers i Danmörku. Þegar aðeins 23 sek. voru til leiksloka var staðan 18:17 fyrir island og allt útlit fyrir fyrsta landsleikjasigur islands i Danmörku. En Adam var ekki lengi i Paradis, þvi að Dönum töksl að jafna 18:18 ineð lúmsku skoti, sem Birgir Finnbogason réði ekki við. En jafnteflið var mikill sigur fyrir islenzka lands- liðið, það geta ekki margar þjóðir státað af jafntefli gegn Dönum i Danmörku. danska liðið sem ný. búið er að vinna Svia og Norð- menn- íslenzka liðið byrjaði vel Kom Birgir Finnbogason of seint inn á?Hann varði vel síðustu 15 minúturnar. og með mikilli baráttu liafði það alltaf frumkvæðið og um miðjan fyrri hálfleikinn var staðan orðin 5:2 fyrir island. Þá brást mark- varzlan og þegar staðan var 9:7 skora Danir tvö mörk og jafna 9:9, þegar 40 sek. voru til leikshlés. Danir komast yfir 10:9 i byrjun siðari hálfleiks og var danska liðið þá i fyrsta skiptið yfir. Axel Axelsson, bezti maður islenzka liðsins, jafnar fljótlega 10:10 með góðu langskoti. Danir komast aftur yfir, en Björgvin Björgvinsson, jafnar. Þegar staðan var 12:12, virtist islenzka liðið vera að brotna. Næstu tvö mörkin i leiknum koma frá Dön- um og staðan er orðin 14:12 fyrir Dani. En þá breytistislenzka liðið, þvi tekst að jafna 14:14 með tveimur mörkum frá Axeli og á : 18. min. kemur Björgvin Björgvinsson islenzka liðinu aftur yfir. Á þessum tima kom Birgir Finnbogason i markið i staðin fyrir Hjalta Einarsson, sem brást gersamlega, sérstak- lega i lok fyrri hálfleiksins. Danir jafna 15:15 og aftur 16:16. Þá skorar Axel Axelsson 17:16 með góðu langskoti og rétt á eftir var heppnin ekki með Islenzka liðinu.—Einar Magnússon komst i gegnum dönsku vörnina, en var ekki heppinnmeð skot, knötturinn small i stönginni. Danir snúa vörn i sókn og hinum snjalla Jörgen Heidemann tekst að húkka vita- kast, sem Heine Sörensson skorar úr. En hann skoraði úr öll- um fjórum vitaköstunum sem danska liðið fékk (öll i siðari hálf- leik). Spenningurinn er i hámarki og islenzka liðið i sókn, — Þegar aðeins 45 sek. eru til leiksloka, stekkur hinn snjalli Axel Axelsson upp og sendir knöttinn i netið. Dönum tókst að jafna, þá voru 23 sek. til leiksloka og islenzka liðið var með knöttinn, þegar leiknum lauk. Islenzka liðið á skilið hrós fyrir þennan leik, þvi að hverjum datt i hug islenzkan sigur, eða jafntefli eins og fór. Með smá heppni hefði sigurinn verið okkar — islenzku leikmennirnir áttu þrjú stangar- skot I siðari hálfleik á kritiskum augnablikum. Þá var mark- varzlan hjá liðinu ekki upp á það bezta I fyrri hálfleik, þegar liðið tapaði niður góðu forskoti. En eins og við vitúm, þá er þetta ekki i fyrsta skipti, sem markvarzlan hefur verið höfuðverkur hjá islenzka landsliðinu. Það var ekki 1 fyrr en um miðjan siðari hálfleik, er Birgir kom i markið, að hún fór að lagast. Hann fékk ekki nema Hér á myndinni sést Axel Axelsson, bezti maður islenzka liðsins. Ilann er nú kominn i sitt gamla form — skoraði tiu mörk I gærkvöldi. Fyrir aftan hann sést Björgvin Björgvinsson, sem kom íslenzka liðinu aftur yfir, 15:14. fjögur mörk á sig, þar af tvö úr vitaköstum. Axel Axelsson, hin snjalla lang- skytta Islands, brást ekki vonum manna, hann skoraði tiu mörk i leiknum, flest með góðum lang- skotum. Þá tók hann fjögur vita- köst og skoraði úr þeim öllum. Aðrir sem skoruðu, voru: Einar Magnússon 3, Björgvin Björgvinsson 2, ólafur Jónsson 2 og Gunnsteinn Skúlason eitt. Þessi leikur sýnir að við þurf- um ekki að kviða framtiðinni, þvi að það var ósamæft lið, sem náði jafntefli gegn erki fjendunum og það i Danmörku. Nýja landsliðs- nefndin okkar ætlar að byrja vel — vonandi er þetta aðeins byrjunin. —SOS. Eivind „hinn sterki” og Gústaf Agnarsson. Þeir verða i sviðsljósinu í kvöld i Laugardalshöllinni. Hvað gerir sterki Eivind í kvöld? STERKUSTU LYFTINGAMENN islands og Noregs leiða saman hesta sina i Laugardalshöllinni i kvöld kl. 20.30. Það má reikna með þvi, . ð keppni kappanna verði skcmmtileg, þvi að fróðir menn búast við að metin fjúki i kvöld, þ.e. íslands-, Noregs-, Norðurlanda- og jafnvel heims- met. Það er ekki að efa, að það verði margt um manninn i höll- inni, þegar sterkustu lyftinga- menn okkar og Noregs mætast. Eivind „hinn sterki” Rekustad verður örugglega i sviðsljósinu, en hann er kaliaður „sterkasti maður Noregs” og er frábær lyft- ingamaður. Eivind þessi kallar ekki allt ömmu sina, þegar hann keppir. Hann er ódrepandi keppnismaður og gefst ekki upp fyrr en i fulla hnefana. Rekustad er meira til lista lagt á iþróttasviðinu en að vera lyft- ingamaður á heimsmælikvarða. Hann hefur unnið til svarta beltis- ins i Judo og er annar dan i Karate. Vitaskuld nýtir hann hina gifurlegu krafta sina i keppni i þessum iþróttagreinum, en það þarf meira til. Hann er talinn einn af sex beztu þungavigtarlyftingamönn- um heimsins i dag, og átti um tima heimsmet unglinga i pressu 182.5 kg. Þvi miður var hann ekki sendur á 01 i Mexico árið 1968, en þar hefði hann náð i 4. til 5. sæti, en það sannaði hann á móti, sem haldið var i Noregi, daginn sem keppnin fór fram i Mexico City. A Evrópumeistaramótinu i Con- stansa s.l. vor varð hann i 8. sæti með árangur, sem var aðeins lak- ari en hans bezti. Náði hann 180 kg i pressu, 155 kg i snörun og 185 kg i jafnhendingu. Samanlagt gerði þetta 520 kg. A 01. i Múnchen var hann i 6. sæti eftir pressuna, en varð að hætta keppni eftir að hafa verið dæmdur úr leik i snörun. Ekki er óliklegt, að hann hefði getað náð i 5. til 6. sæti, ef hann hefði ekki orðið fyrir þessari óheppni. I tviþraut hefur hann náð bezt 312.5 kg, en það var i desember s.l. Ekki er óliklegt, að hann bæti þann árangur allverulega hér i Laugardalshöllinni i kvöld og fari jafnvel i metaeltingarleik. Fyrsti lands- jeikur Islands í bad- minton FYRSTI LANDSLEIKUR ÍS- LANDS i badminton fer fram i Laugardalshöllinni á laugardag- inn kl. 14.00. tsland mætir þá Norcgi, og er landsleikurinn i til- efni 5 ára afmælis B.S.Í. Þessi fyrsti landsleikur islands i badminton verður eflaust spenn- andi, þvi að islenzkum badmin- tonmönnum hefur farið injög mikið fram undanfarin ár. is- lenzka landsliðið hefur verið endanlega valið og er það skipað þessum mönnum: Óskar Guð- mundsson fyririiði, Steinar Petersen, Ilaraldur Korneliusson og Sigurður llaraldsson. Norðmenn tefla fram sinum sterkustu mönnum og verður gaman að sjá okkar menn leika gegn þeim. Tilhögun landsleiks- ins á laugardaginn (á morgun) er mjög góð með tilliti til áhorfenda, þ. e. að aðeins einn leikur fer fram i einu og leikið verður á sérstökum velli, sem komið verður upp, þvert á gólfið i Laugardalshöll- inni. Er ekki að efa, að hér gefst bezta tækifæri til að fylgjast með þessari skemmtilegu og fögru iþrótt, sem á vaxandi fylgi að fagna á tslandi. (Nánar á morg- un.) Newcastle vann Róm FIMM LEIKIIt voru leiknir i ensk-ítölsku keppninni i knatt- spyrnu á miðvikudagskvöldið. Þrir lcikir voru leiknir á ttaiiu og tveir i Englandi. Leikur Róin og Newcastle vakti mesta athygli, cn hann fór fram i Róm. John Tudor sýndi stórgóðan leik með Newcastlc og þessum marksækna leikmanni tókst að senda knöttinn tvisvar i mark italska iiðsins. Annars fóru leikirnir þannig: ttalia: Róm — Newcastle 0:2 Bologna: — Oxford 0:0 Como — Fulham 0:0 England: Man.Utd. — Florentina 1:1 Hull — Lazio 2:1 Spánn vann Grikkland SPANN VANN Grikkland 3:1 i landsleik I knattspyrnu, sem fór fram i Malaga á Spáni á miðviku- dagskvöldið. Með þessum sigri hefurSpánn tekið forustuna i sin- um riðli i undankeppni heims- meistarakeppninnar i knatt- spyrnu. Staðan i hálfleik var 2:1 fyrir Spán. Spánverjar unnu einn- ig fyrri leik þjóðanna, sem var leikinn i Grikkiandi 3:2. Staðan er nú þessi i 7. riðli: Spánn 3 2 1 0 8:5 5 Júgóslavia 2 1 1 0 3:2 3 Grikkland 3 0 0 3 0:7 0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.