Tíminn - 23.02.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.02.1973, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 22. febr. 1973. I'ÍMIW 9 / — Sfwww —| Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tóntas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Aðrar skrifstofur: simi 18300. Askriftagjaid 225 kr. á mánuði innan lands, i iausasölu 15 kr. eintakið Blaðaprent h.f. >- -------------------------------------* Vill Mbl. hætta við útfærsluna? Morgunblaðið fjallar i annarri forustugrein sinni i gær um þær skýrslur brezkra stjórnar- valda, að afli brezkra togara á íslandsmiðum hafi minnkað fyrrihluta ársins 1972 miðað við árið 1971, en aukizt i október og nóvember, eða eftir að útfærsla fiskveiðilögsögunnar kom til sögunnar. Mbl. dregur af þessu þá ályktun, að „þróun mála til þessa bendir ekki til að stefna rikisstjórnarinnar og baráttuaðferðir sé likleg til sigurs i landhelgismálinu”. Fullkomlega er það ekki ljóst af þessum ummælum Mbl., hvað það er að fara, en helzt virðist mega skilja þau á þann veg, að útfærsla fiskveiðilögsögunnar hafi orðið okkur til bölvunar og aukið sókn brezkra togara á ís- landsmið. Ályktun af þvi getur þá vart orðið önnur en annaðhvort eigi að afturkalla út- færsluna eða ganga að þeim kostum um bráða- birgðasamkomulag, sem Bretar hafa boðið okkur. Um framangreindar skýrslur brezkra stjórnarvalda er það annars að segja, að þær eru byggðar á framtali brezkra togaraskip- stjóra. Meira en umdeilanlbgt getur það verið, hve áreiðanlegar þær upplýsingar eru undir núverandi kringumstæðum. Þær ná lika til miklu stærra svæðis en 50 milna markanna. Islendingar hafa lika aðrar staðreyndir til að styðjast við i þessum efnum. Samkvæmt upplýsingum islenzku landhelgisgæzlunnar hefur sókn brezkra togara á fiskimiðin hér við land verið minni eftir útfærsluna en áður, og jafnframt upplýsa islenzkir togaramenn, að aflabrögð hafi vernsað og hljóta versnandi aflabrögð ekki siður að ná til brezkra togara en islenzkra, nema þá að útfærslan hafi þau kynlegu áhrif á fiskinn að beina honum meira til erlendra veiðiskipa en islenzkra! Eiga menn kannski eftir að lesa þá skýringu i Mbl.? Þegar brezkir ráðherrar eru að afsaka fisk- verðshækkun þá, sem orðið hefur i Bretlandi, veita þeir lika aðra skýringu en þá, að aflinn á íslandsmiðum hafi aukizt. Þá kenna þeir út- færslu islenzku fiskveiðilögsögunnar um og reyna að telja brezkum húsmæðrum trú um, að fiskverðshækkunin sé ekki sizt sök Islendinga. Eftir að Mbl, hefur dregið áður greindar ályktanir af hinum brezku tölum gefur það til kynna, að bráðum fari Bretar að veiða aftur úti fyrir Vestfjörðum og að vorið sé i nánd og þá muni Betar auka sóknina hingað. Augljóst virðist hvað Mbl. er að fara með þessum bolla- leggingum. Þær hafa a.m.k. ekki þann tilgang að hvetja menn til þess að láta ekki undan siga i landhelgisdeilunni. En til þess að vera ekki með neinar getsakir i garð Mbl., er rétt að beina til þess ákveðnum spurningum: Vill það, að fallið sé frá útfærslunni, eða vill það semja við Breta um þau tilboð,sem þeirhafa gert okkur? Vill það gera tilslakanir á þeim boðum, sem við höfum gert Bretum og þá á hvern hátt? — Bezt er að koma hér hreint til dyra og láta það koma glöggt i ljós, hvort samstaða getur haldizt um landhelgismálið eða ekki. Jörgen Grunnet, Politiken: Fóstureyðingar eru orðnar frjólsar í Bandaríkjunum Úrskurður hæstaréttar féll konum í vil ÞEGAR Nixon forseti er sem óðast að setja sin aftur- haldseinkenni á öll innanrikis- mál Bandarikjanna, með þvi að ráöast á öllum vigstöðvum gegn velferðarikishugmynd- inni, gerast þau undur, að fóstureyöingar eru leyfðar þar i landi. Flest fylkjanna fimmtiu hafa ýmist þegar samþykkt eða samþykkja á næstunni lög, sem valda þvi, að þau verða langt á undan flestum öðrum vestrænum rikjum i þessu efni. Orsök þessa eru tveir úr- skurðir hæstaréttar Banda- rikjanna, sem hefir i þessu efni snúizt gegn vilja Nixons forseta. Forsetinn hefir þó fyrir skömmu skipað fjóra nýja dómara og tekizt með þvi að móta réttinn eftir sinu höföi, og ætti þvi að geta vænzt af honum ihaldssamra ákvarðana i flestum þeim málum, sem samfélagið snerta. TEXAS hafði samþykkt lög, sem bönnuðu fóstureyðingar nema þvi aðeins að verið væri að bjarga lifi hinnar þunguðu konu. Hæstiréttur Bandarikj- anna gaf þann úrskurð, að þessi lög samrýmdust ekki stjórnarskránni. Rétturinn kvað upp sams konar úrskurð um lög, sem samþykkt höfðu verið i Georgia, en i þeim voru afar ströng ákvæði um heimildir til fóstureyðinga með skuuðaðgerð. Sjö af niu hæstaréttar- dómurum lýstu yfir, að þeir teldu öll slik lög andstæð stjórnarskránni. Af þessu leið- ir, að löggjafarsamkomur hinna einstöku fylkja eru nú að undirbúa breytingar á lög- um um fóstureyðingar til samræmis við úrskurði hæsta- réttar. Þetta mál er þvi eitt ljósasta dæmið um möguleika hæsta- réttar til áhrifa og valds á borð við framkvæmdavald forsetans og löggjafarvald þingsins. AKVÆÐI stjórnarskrárinn- ar um frelsi einstaklingsins er túlkað á þann veg i úrskurðum hæstaréttar, að það nái einnig til ákvörðunar konunnar um, hvort hún vilji ala þunga sinn eða ekki. Reyni löggjafarvald- ið að svifta konuna með öllu þessum ákvörðunarrétti er það augljós skeröing á ein- staklingsfrelsinu samkvæmt úrskurði hæstaréttar. Af þessu leiðir, að konan á að ákvarða um þetta i samráði við lækni sinn á fyrsta fjórðungi meö- göngutimans. Læknar hafa staðfest, að dauösföll af völdum fóstur- eyðinga fyrstu þrjá mánuði meðgöngutimans séu hlut- fallslega færri en dauðsföll við fæðingar. Þar með er, aö dómi hæstaréttar, úr sögunni for- senda þess að banna fóstur- eyðingar af heilsufarsástæð- um. Ekki mælti hæstiréttur með þvi, að ákvörðunarréttur móðurinnar um fóstureyðingu yrði skilyrðislaus. Samfélagið á hagsmuna að gæta i sam- bandi við heilsu og velferð móöur og hins ófædda barns og þeir hagsmunir réttlæta vissar takmarkanir á ákvörðunarrétti móöurinnar. Rikið getur þvi sett ákveönar reglur um fóstureyðingar á öðrum fjórðungi meðgöngu- timans og bannað þær með öllu eftir að meðgöngutiminn er hálfnaöur eða meira. t ÞANN mund, sem hæsti- réttur kvað upp úrskurði sina, birti Gallup-stofnunin niöur- stöðu skoðanakönnunar um þetta efni. Samkvæmt henni voru fylgjendur frjálsra fóstureyðinga orðnir i meiri- hluta meðal almennings i Bandarikjunum, en sú hefir raunin aldrei orðið áður við svipaðar kannanir. 46 af hundraði spurðra voru fylgj- andi þvi, að einhvers konar fóstureyðingar yrðu lögleyfð- ar, en 45 af hundraði voru þvi andvigir. Fyrir þremur árum var meira en helmingur full- orðinna Bandarikjamanna andvigur þvi að heimila fóstureyðingar. Hin breytta afstaða er sýni- lega nátengd auknum kven- réttindum og svonefndri „kynbyltingu” i Bandarikjun- um. Með þvi er átt við al- menna viðurkenningu þess, — jafnvel innan hinna aftur- haldssömustu hópa fólks, — að varðveizla fornra dyggða i þessu efni og algert bindindi á kynmök fyrir hjónaband væri ekki annað en gamall og úrelt- ur draumur. Loks ber að taka fram, að hið gamla, afdráttarlausa bann við fóstureyöingum var ekki framar við lýði, þar sem nokkur fylki höfðu þegar leyft fóstureyðingar. Af þessu leiddi, aö stúlkur hvaðanæva að úr Bandarikjunum flykkt- ust til þessarra fylkja til þess að fá fóstri eytt. Ariö 1971 voru framkvæmdar 400 þúsund fóstureyðingar i New York fylki einu. Þessi tala samsvar- ar hvorki meira né minna en tiunda hluta árlegra fæðinga i Bandarikjunum öllum. SVONEFND kvenfrelsis- félög i Bandarikjunum fögn- uðu úrskurðum hæstaréttar hástöfum, en kvenfrelsisfélög- in eiga að mestu samleið með rauðsokkum. Fordæmingar hins kaþólska minnihluta meðal forustumanna klerka og lækna og ihaldssamra leiðtoga Gyðinga voru þó allt eins háværar auk þess sem nokkuð bar einnig á andmæl- um meðal mótmælenda. Meginhluti andstöðunnar gegn úrskuröum hæstaréttar er af trúarlegum rótum runninn, en sú er þó raunin i Bandarikjun- um, eins og i Frakklandi, að heimilun fóstureyðinga á all- miklu fylgi að fagna innan hinnar kaþólsku kirkju. Aður voru það rauðsokkur, sem skipulögðu hópgöngur i stórborgunum til þess að krefjast þess, að fóstureyðing- ar yrðu leyfðar. Nú eru það samtök kaþólskra leikmanna, sem gangast fyrir andmæla- göngum. Sum samtökin hafa gengið mun lengra i óskamm- feilni en dæmi eru um i Evrópu. Fyrir skömmu var borið nálega fullmótað látið fóstur i fylkingarbrjósti and- mælagöngu einnar, og átti það mælagöngu einnar, og átti það að sannfæra hina efagjörnu um, að fóstureyðing væri blátt áfram morð sjálfstæðrar, lif- andi mannveru og ekkert ann- að. Warren E. Burger forseti hæstaréttar Bandarikjanna. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.