Tíminn - 23.02.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.02.1973, Blaðsíða 7
Föstudagur 23. febr. 1973. TÍMINN 7 landsbyggðarinnar. Til að ráða bót á þessu hefðu forráðamenn Austfirðinga, Vestfirðinga og Norðlendinga komið saman 'og mótað sameiginlega afstöðu i byggðamálunum. Stefnuskrá þessara landshluta svipaði i mörgum meginatriðum til stefnu- skrár SUF. Lagði Bjarni rika áherzlu á það, að þessir lands- hlutar stæðu saman i pólitiskri baráttu. Rakti hann siðan nokkur meginatriði i ályktun Aust- firðinga, Norðlendinga og Vestfirðinga. Hann setti að lokum fram nokkrar ábendingar um endurbætur á byggðastefnu SUF. Sigurður Óli Brynjólfs- son, bæjarfulltrúi, taidi virðingarvert, að byggðamálin væru tekin fyrir á þann hátt, sem SUF gerði, bæði með slikri stefnumótun og með þvi að efna til ráðstefnu um byggðamálin á Akureyri. Varaði Sigurður þó við þvi, að byggðamálin væru lögð þannig fyrir, að suðvestursvæðið ætti að færa fórnir i þágu lands- byggðarinnar. Frekar ætti að leggja áherzlu á að útskýra fyrir ibúum höfuðborgarsvæðisins, hve brýn nauðsyn það væri að byggja upp landsbyggðina út frá þvi sjónarmiði að skapa hag- kvæmara þjóðfélag fyrir alla heildina. Setja þyrfti fram itar- legan rökstuðning fyrir þvi, hvers vegna byggðastefnan væri æskileg. Einkum ætti að draga fram, hvers vegna til lengdar væri hagkvæmara fyrir alla, lika suðvestursvæðið, að lands- byggðin blómgaðist. Minntist Sig- urður að lokum á starf Gisla Guð- mundssonar i þágu byggða- málanna. J ó n a s J ó n s s-o n , ráðherraritari, íýsti • ánægju sinni með starf SUF að byggðamálunum. Greindi hann frá þvi, að ýmsum eldri fram- sóknarmönnum hefði brugðið við, þegar stjórn SUF tók byggða- málin upp. Byggöamálin hefðu verið rauöi þráðurinn i stjórn- málastarfi Framsóknarflokksins. Ræddi Jónas sérstaklega um atvinnumálaþáttinn i byggða- stefnu SUF, sem miðaðist við nýtingu landsgæðanna i hinum ýmsu landshlutum. Auk þess væri mikilvægur hinn félagslegi þáttur, sem miðaðist við að allir landsmenn byggju við sama kost. Sama mætti segja um stjórn- sýsluþáttinn. Þessir þrir þættir væru meginatriði byggðavand- ans. Stuðningsmenn stjórnarinnar hefðu haldið þvi fram, að hún væri hlynntari landsbyggðinni heldur en fyrri stjórnir, og þeir yrðu að vona, að það myndi reynast rétt. Greindi Jónas siðan frá ýmsu, sem gert hefði verið í þágu 'lands- byggðarinnar, svo sem togara- kaup, rafvæðingaáætlun, jöfnun á námsaðstöðu. Að lokum lagði Jónas áherzlu á þátt Samvinnu hreyfingarinnar i uppbyggingu landsbyggðarinnar og þvi lykil- hlutverki sem hún hefði gegnt. Auk þess væri varasamt að leggja of rika áherzlu á menningarmis- mun landsbyggðarinnar og suð austursvæðisins vegna þess að ýmsilegt i menningarstarfi lands- byggðarinnar væri miklu verð- mætara fólkinu sjálfu heldur en sú fjöldamenning sem tiðkaðistá Reykjavikursvæðinu. Mikilvægt væri þó, að fjölmiðlarnir, útvarp og sjónvarp ræktu vel hlutverk sitt fyrir landsbyggðina. Kolbeinn Sigurbjörns- son, skrifstofustjóri, sagði,að stefna SUF væri fyrsta heillega úttektin á byggðavanda- málunum. Þó vantaði i stefnuna nokkra þætti eins og t.d. orku- málin. Tilraun SUF miðaðist við að koma hlutunum á hreyfingu. Slikt væri nauðsynlegt, þar eð þeir hefðu ekki hreyfzt nóg siðan núverandi rikisstjórn komst til valda. Kolbeinn minnti á að ýms ar menningastofnanir þjóðar- innar virtust eingöngu vera fyrir ibúa Reykjavikursvæðisins. T.d væri nær að kalla Þjóðleikhúsið „Borgarleikhús Reykjavikur. Pétur Gunnlaugsson, múrari, þakkaði fyrir það framtak SUF, að móta slika byggðastefnu. Nauðsunlegt væri að skýra fyrir fólki hvað byggða- stefna væri i raun og veru og hverjar séu helztu forsendur hennar. I því sambandi væru raf- orkumálin mjög mikilvægur þáttur. Reynzla Norðlendinga sýndi það, að raforkan væri grundvallarþáttur. Ræddi Pétur siðan um Laxármálið og þau mis- tök sem hann taldi að hefðu átt sér stað i þvi máli. Taldi hann að gera yrði mönnum ljósa grein fyrir þeirri ábyrgð sem væri fólgin i ráðstöfun á helztu lands- gæðum. Svavar Ottesen, prent- smiðjustióri, varaði við “ innbyrðis deilum milli lands- hlutanna. Það myndi hleypa nýju blóði i byggðamálin, ef lands- hlutarnir gætu sameinað krafta sina. Einnig undirstrikaði Svavar mikilvægi samvinnuhreyfingar- innar i þróun landsbyggðarinnar. Hún heldi uppi atvinnulifi á fjöl mörgum sviðum i tugum héraða um allt land. Rökstuddi Svavar siðan nauðsyn kjarnastefnunnar i byggðamálunum. Efla ætti fáa kjarna i upphafi og gera þeim kleift að geta staðið á eigin fótum. Við hefðum ekki bolmagn til að efla marga kjarna i einu. Það væru fyrst og fremst 5 atriði, sem væru kjarnaatriðin i byggða- málunum. Fjármagnið, hús- næðismálin, skólamálin, sam- göngumálin, og atvinnumálin, væru þau svið, þar sem beina ætti byggðamálunum fyrst og fremst að. Ingólfur Árnason, bæjarfulltrúi ræddi nokkuð þá spurningu, hvers vegna menn vildu frekar vera bú- settir í Reykjavík og hvers vegna þeir vildu frekar fjárfesta þar. Svörin við þessum spurningum væru ábendingar um, hvað bæri að gera i byggðamálunum. Hækkun ibúðahúsalána út um land kæmi ekki nema að tak- mörkuðu gagni til styrktar landsbyggðinni, vegna þess, að endursölumöguleiki ibúða væri ekki eins góður og á Reykjavikur- svæðinu. Þess vegna myndu menn úti á landi halda áfram að fjárfesta i ibúðum á Reykjavikur- svæðinu. Ræddi Ingólfur siðan nokkuð um reynzluna af byggða- aðgerðum i Noregi og varaði við ýmsum af þeim aðgerðum, sem þar hefði verið beitt. Byggða- stefnan mætti ekki miðast við það að viðhalda alls staðar byggð, heldur efla hana þar sem skilyrði væru lifvænlegust. Áskell Einarsson, fram- kvæmdastjóri þakkaði SUF fyrir að hafa gefið úr sérstakt byggðastefnublað og efna til ráðstefna um byggða- málin. Margt væri mjög vel til fundið i byggöastefnu SUF. Ræddi Askell siðan um ýmis vandkvæði við að breyta áætlana- gerði i byggðaþróun. Færi slik áætlanagerð fyrst og fremst eftir eðli forsendanna, sem gefnar VOLKSWAGEN ALLTAF FJÖLGAR KOMIÐ, SKOÐIÐ OG KYNNIZT mest selda bílnum á íslandi 1200 — Ódýrasti og hagkvæmasti VW í rekstri. 1300 — Þessi þraut- reyndi, sígildi, full- komni f jölskyldubíll 1303 — Þessi endur- bætta gerð með fjöl- mörgum nýjungum. Hinar sígildu og þraut- reyndu 1600 gerðir. Klassísku fólksbíll, sportlegur Fastback og rúmgóður Variant. K 70 — Hinn glæsilegi, rúmgóði, 4ra dyra VW. Hinn sterki sendill — sem síðast bregzt, einnig fáanlegur sem pallbill og fólks- flutningabíll — Kombi og AAicro bus. VOLKSWAGEN fyrirligg jandi HEKLA hf. Verð frá kr. 336.450,00 Laugavegi 170—172 — Simi 21240 væru, t.d. hvort miðað væri við svipaða fólksfjöldaþróun og verið hefði fram að áætlanagerðinni eða hvort áætlanagerðin væri miðuð við það, hve mikla byggð viðkomandi atvinnusvæði gæti borið. Taldi Áskell að seinni teg- undin hefði ýmsilegt til sins ágætis, einkum það að þar með væri markið sett töluvert hátt. Rakti Áskell siðan tölur um tekju- skiptingu landshlutanna og sýndi fram á hinn mikla tekjumun milli landsbyggðarínnar og Reykja- nesssvæðisins. Greindi hann síð- an frá aðdragandanum að sam- stöðu Norðlendinga, Austfirðinga og Vestfirðinga i byggðamálun- um, og ítrekaði nauðsyn á skipu- lagðri samstöðu þeirra. Ræddi hann síðan nokkuð um lands- hlutasamtökin, kosti og galla þeirra, og hvaða hættur bæri að varast i sambandi við þróun þeirra. Lýsti hann ýmsum þeim jákvæðu þáttum, sem landshluta- samtökin gætu tekið að sér. Ás- kell fjallaði síðan nokkuð um þá gagnrýni,sem hefði komiðfram á uppbyggingu Akureyrar sem miðstöðvar og varaði mjög við þvi, að landsbyggðamenn yrðu tortryggnir i garð Akureyrar. Akureyri sem 11.000 manna byggðakjarni væri stærsta vigi, sem landsbyggðin ætti. Ekki mætti gera byggðamálin að of þröngum flokkspólitiskum málum heldur lita á þau frá við- tækari sjónarhóli. Ilaukur Árnason, tækni- fræðingur, taldi erfitt að hrinda heldur al- mennt orðaðri stefnu i ákveðnar framkvæmdir. Höfuðatriðið væri að landsbyggðin byði upp á of fá atvinnufyrirtæki fyrir lang- skólafólk. Það vantaði langskóla- menntun i helztu undirstöðu- atvinnuvegina, sem væru jafn- framt aðalatvinnuvegir lands- byggðarinnar. í iðnaðarupp- byggingu landsbyggðarinnar væri varasamt að dreifa iðnaði á of litla staði. Ræddi hann siðan nokkuð Tækniskólamálið, sem dæmi um viðhorf i landsbyggða- málum. Taldi hann fram ýmsi- legt, sem væri Tækniskólanum i hag við að flytjast til Akureyrar. Hann yrði meira áberandi stofnun við slikan flutning og myndi verða veittur mun betri aöbúnaður á Akureyri. öll byggðamál strönduðu á þvi, að þingmenn landsbyggðarinnar væru ekki sammála um einstakar aðgerðir og deildu innbyrðis. Þess vegna væri itarleg stefna eins og sú, sem SUF hefði lagt fram, engum eins nauðsynleg og þingmönnum. Ingvar Gislason, alþing- ismaður, taldi að aðgerðir i byggöamálum Framhald á bls. 19 Góöar bækur í HÚSI MÁLARANS GRENSÁSVEG111

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.