Tíminn - 23.02.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.02.1973, Blaðsíða 15
Föstudagur 23. febr. 1973. TÍMINN 15 Philippa lagði af stað til Parisar. Og það var orðið verra i ibúðinni, sagði Caddie. Það var erfitt að trúa því, að það hefði getað versnað, þvi að Philippa og Hugh rifust stanz- laust. Það var ekki vant að vera svona, sagði Caddie, en þá hafði Fanney verið hjá þeim. Hún hlýtur alltaf að hafa verið að sætta og bera klæði á vopnin, þó aö þau tækju ekki eftir þvi. Stöð- ugar deildur voru i ibúðinni. Phil- ippa var ráðrik, jafnvel við Gwyneth. Hugh var ribbaldi og Caddie skælin eins og smábarn. Þrengslin i ibúðinni sköpuðu einnig erfiðleika. 1 Stebbings hafði Philippa haft þakherbergið, og Fanney hafði búið það þannig húsgögnum, að það var i senn svefnherbergi og dagstofa svo Philippa gat verið þar með vin- stúlkum sinum.Þetta stelpufliss, og grammófóngarg er alveg að sprengja á manni hausinn, sagði Hugh. Stelpurnar sparka af sér skónum, og fleygja súkkulaði- bréfum um allt. Það eru alltaf stelpur i baðherberginu og sim- anum. Þær höfðu verið um allt i ibúðinni. Caddie var skipað að fara úr dagstofunni, og hún varð að sitja i eldhúsinu. Hugh hafði svo mikla óbeit á stelpunum, að hann hélzt ekki við inni. 1 Stebbings hafði hann haft vinnu- bekk i bilskúrnum, og hann hafði einnig sitt eigið herbergi. En i- ibúðinni gat hann hvergi verið með sjónaukann sinn nema á borðstofuborðinu. Hann var ekki fyrr byrjaður að vinna, en einhver kom til þess að leggja á borðstofuborðið.-En við verðum að borða.sagði Gwyneth. — Hvers vegna er ekki hægt að borða i eldhúsinu? Láta hershöfð- ingjann matast i eldhúsinu? Gwyneth sagði, að þá yrði hún að fara með matinn sinn á bakka inn i svefnherbergið sitt og borða þar. — Hvers vegna geturðu ekki borðað með okkur? Ertu of fin og voldug til þess?, sagði Hugh. Það kom sársaukasvipur i augu Gwynethar. Þau voru skær og með sama lit og mýrarlækirnir i átthögum hennar i Wales.. — Það er ekki þess vegna væni minn. — Hún haföi aldrei haft lag á Hugh. Darrell hafði það ekki heldur. — Darrell rimar við barrell, — sagði Hugh (barrell þýðir tunna), en þetta var tómur þvættingur, Darrell var þrekinn, en hann var ennþá „Glæsilegur á velli”, sagði Gwyneth. — Sérstaklega þegar hann var i einkennisbúningi, — sagði Hugh. — Þá sést ekki svo mikið af hon- um sjálfum. — Hann er ekki i einkennisbún- ingi núna, — sagði Caddie — ekki siðan hann varð sendiboði. — Hann er i einkennisbúningi i öllum þessum boðum — rauðum, bláum og gylltum, og það sést varla i hann fyrir orðum. Glæsi- leikinn uppmálaður, sagði Hugh háðslega. Nú var Gwyneth nóg boðið, enda var hún skapmikil eins og flestir Walesbúar. t augum henn- ar varFanneynæstum eins og goö- borin vera, og þar næst var Darr- ell. — Ég skammast min fyrir þig, Hugh, — sagði hún. — Faðir þinn er hershöfðingi og sannur heiðursmaður. Ég hef aldrei kynnzt neinum ... .vandaðri manni. — — Ó, pabbi má ekki vamm sitt vita, — hlaut Hugh að viður- kenna, þó að hann væri i slæmu skapi. Caddie og Gwyneth vissu, að Hugh var hreykinn af Darrell, og honum þótti vænt um hann eins og þeim öllum. — Þegar við segj- um við, þá er það hann, sem átt er við mundi Caddiehafa sagt. — Já, hann má ekki vamm sitt vita, — varð Hugh að játa. Hugh gat verið sanngjarn, þegar hann vildi, en af ásettu ráði var hann það ekki að „öllu leyti”, sagði Caddie. — Það hefði verið langtum betra, ef pabbi hefði lofað mömmu að hafa Hugh, — sagði Philippa. Hugh var eins og Darrell sagði einu sinni, þega* hann missti þolinmæðina. — Seztu upp, — hreytti Darrell stundum út úr áer. — Hvað er þetta? Varstu ekki að enda við að segja mér að setjast niður? Samt hafði Darrell aldrei verið alúðlegri en nú. Hann var jafnvel eftirlátur. — Reyndi að vera bæði faðir og móðir, — svo að Hugh gat meira að segja ekki hæðzt að þvi. Darrell hætti að fara i klúbbinn sinn, fór með þau i hádegisverð á veitingahús til þess að spara Gwyneth fyrirhöfn og gaf þeim miða á siðdegisskemmtanir. — Hann er að reyna að bæta okkur þetta upp, — sagði Hugh. — Hann getur það ekki, — sagöi Caddie. Darrell var sjálfum ljóst, að hann gat það ekki, einkum þegar Hugh vildi vera heima og vinna við sjónaukann sinn. Þá þráði Caddie Darrell, eins og hún hafði einu sinni þráð Hugh og Philippu. Hún reyndi að gera honum allt til geðs, læddist inni litla svefn- herbergið hans — Darrell hafði látið þær Philippu hafa stærsta herbergið, og bjó um hann og lagði náttfötin ofan á rúmið hans. Hann kom að henni, þar sem hún var að athuga gat á sokknum hans. — Fáðu Philippu sokkinn, svo að hún geti gert við hann, — sagði Darrell, Caddie vissi, að Philippa hafði engan tima til þess, þvi að hún var að undirbúa Parisarferð. — Ég ætla að fá Gwyneth hann. — Nei, gerðu það ekki. Hún hefur of mikið að gera núna. — Ég get reynt að stoppa i hann, en ég er ekki mjög flínk við það. — Nei, vertu ekki að þvi. Þú hefur þinu að sinna. Nú skal ég segja þér nokkuð, — sagði Darr- ell. — Ég ætla að kaupa mér nýja sokka. Hann stakk sokkunum i vasann. — Þú getur ekki farið út með sokka i vasanum. — Það er bara til þess, að Gwyneth sjái þá ekki. Ég get fleygt þeim i ruslakörfu. — Þá fleygði Caddie sér allt i einu um hálsinn á föður sinum og þrýsti sér að honum. — Caddie hafði aldrei iiöið jafnilla. Dagarn- ir liðu hver af öðrum drungalegir og tómlegir. — Hún var vansæl, og gröm. — Hún saknar móður sinnar, — sagði Gwyneth, en það var ekki Fanney, sem Caddie saknaði. — Má ég tala við þig, pabbi? Hvað.... hvaö á að gera við Tópas? Við getum ekki haft hann i Lundúnum. Heldurðu það. — Hjartað i Caddie varð eins og blý- klumpur, þegar hún heyrði upp- gerðarkætina i rödd Darrells. — Þurfum við endilega að búa i Lundúnum? — Það er auöveldast fyrir flesta, Caddie. Ég verð að vera á sifelldu ferðalagi. Philippa fer bráðum i skólann. Auk þess gætum við ekki búið i Stebbings án ....mömmu. — Gætir þú ekki....Caddie fann, að hún var komin út á hálan is, en hún gat ekki stillt sig „Gætir þú ekki fengið hana til þess að koma aftur?” — Vegna Tópasar? Darr- ell reyndi að segja þetta i gaman- sömum tón, en honum tókst það ekki. — Bæði vegna Tópasar og ann- arra. Vegna alls, — sagði Caddie og fór að hágráta. — Ég vildi óska, aðég gæti það, Diddie, en.. — Hann kallaði hana gælunafninu hennar, eins og þeg- ar hún var barn, og Caddie fannst hún i fyrsta sinn stór og dugleg stúlka, en Darrell hjálparvana. Það var eins og hann gæti varla sjálfur tára bundizt. Pabbi að gráta? hugsaði hún agndofa. Hann gat ekki horft á hana. Það var eins og augun væru rök. Hann rissaði myndir af mönnum á þerripappirinn. Þeir litu út eins og viðardrumbar með handleggi og fætur án liðamóta. — Þér hefur tekizt mjög vel við þennan hest, — sagði hann. — Veiztu, aö Will Ringells segist vilja kaupa hann af þér fyrir tuttugu og fimm pund? — Ég vil ekki tuttugu og fimm pund, — sagði Caddie. — Ef til vill get ég komið þér fyrir i sveit einhvern timann, og þá gætirðu keypt þér enn betri hest. — Ég vil ekki betri hest. — Ég skil, — sagði Darrell. — Við skulum hafa hann hjá Ringells fyrst um sinn. Eigum viö ekki að gera það? Honum liður vel þar? — Það kostar þrjár gineur á viku, — hvislaði Caddie. — Við höfum ráð á þvi um tima. Svo sjá- um við til. — Málrómur Darrells var mjög vingjarnlegur eins og likklukka i eyrum Caddiar. — Það verður gert. Tópas verður seidur meðan ég er i skólanum. Skólatiminn nálgaðist óðum. Það voru ekki nema fáeinir dagar eftir, þegar Darrell, varð skyndi- lega að fara burt i eitt af þessum ferðalögum sinum. — Enginn má vita hvert og i erindagerðum, sem eru algert leyndarmál, — sagði Hugh háðslega. — Þú ættir að vera hreykinn af þvi að eiga föður, sem er sendi- boði drottingarinnar, — sagði Gwyneth. Þau voru hreykin, og Caddie státaði oft af þvi, en nýja- brumið var farið af. Það var i rauninni orðið þannig, að Darrell var oftar að heiman en heima. 1342 Lárétt 1) Lokaðri,- 5) Lifsaldri,- 7) Ess.- 9) Úrgangi,- 11) Dropi.- 13) Als,- 14) Stétt,- 16) Borð- aði.- 17) Svivirtu.- 19) Rann- sakar,- Lóðrétt 1) Talar illa um.- 2) Hafi,- 3) Par.- 4) Jötun,- 6) Att.- 8) Niðursett,- 10) Fiðring,- 12) Detta,- 15) Röð,- 18) Utan,- Ráðning á gátu Nr. 1341 Lárétt 1) Snarka.- 5) Kór.- 7) Ær,- 9) Rómi,- 11) Máf,- 13) Ket,- 14) Anis,- 16) SR.- 17) Skötu,- 19) Skolun,- Lóðrétt 1) Slæmar,- 2) Ak,- 3) Rór.- 4) Krók.- 6) Vitrun.- 8) Rán,- 10) Mestu.- 12) Fisk.-15) Sko,- 18) 01,- Hann sór eið við höfuðkúpu'5 morðingja föður sins.—Þetta .. Ég sver C ýar fyrsti Drekinn. ínm að hélga lif mitt útrýmingu sjórána, grimmaarogranglætrs og sýnir miriir" munú haida-rrrii pvi áfrarri'éftir’minn aág. |j||| ...... ' Fyrir 400 árum 4 k \ komst einn maður lifs af skipi, sem sjóræningiar réðust á. i Honum skolaði upp á eyöi- \ strönd BangaWa.I Andinn sem gengur deyr aldrei. Kynslóöir komu og fóru — arfsögnin hélt áfram — Dreki'ér' ódauðlegur Föstudagur 23. febrúar 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7,30, 8,15 og 10,10. Fréttir kl. 7,30, 8,15 (og for- ustugr. dagbl.), 9,00 og 10,00 Morgunbæn kl. 7,45. Morg- unleikfimi kl. 7,50. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.35 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar 13.30 Með slnu lagi Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.30 Slödegissagan: „Jón Gerreksson” eftir Jón Björnsson Sigriður Schiöth les (23) 15.00 Miðdegistónleikar: Sönglög Aulikki Rauta- waara syngur lög eftir Gösta Nyström. Kim Borg syngur lög eftir Kilpinen og Merikanto. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphornið 17.10 Þjóðiög frá ýmsum löndum 17.40 Tónlistartlmi barnanna Sigriður Pálmadóttir sér um timann. 18.00 Eyjapistill. Bænarorð. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tiikynningar 19.20 Fréttaspegill 19.35 Þingsjá Ingólfur Kristjánsson sér um þátt- inn. 20.00 Sinfónlskir tónleikar a. „Rússlan og Ljúdmila”, forleikur eftir Giinka. Suisse-Romande hljóm- sveitin leikur, Ernest Ansermet stj. b. Fiðlu- konsert i D-dúr op. 77 eftir Brahms. Leonid Kogan og hljómsveitin Philharmonia i Lundúnum leika, Kyril Kondrasjin stj. c. Sinfónia nr. 2 op. 16 eítir Carl Niel- sen. Sinfóniuhljómsveit danska útvarpsins leikur, Thomas Jensen stj. 21.25 Um skozka trúboöann Robert Moffat Hugrún skáldkona flytur erindi. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (5) 22.25 Útvarpssagnan: „Ofvit- inn” eftir Þórberg Þórðai- son Þorsteinn Hannesson les (9) 22.55 Létt múslk á siðkvöldia. Mogens Ellegaard og kvart- ett Henrys Hansens leika norræn lög og danska þjóö- dansa. b. Laurindo Almeida leikur lög eftir Villa-Lobos. c. Kalmata-kórinn syngur þjóðlög frá Grikklandi. 23.50 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 23. febrúar 1973 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Karlar i krapinuBanda- riskur kúrekamyndaflokkur i léttum tón. Fimmia fórnarlambið. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.20 Sjónaukinn.Umræðu- og fréttaskýringaþáttur um innlend og erlend málefni. 22.05 Himingestir heims- borgarinnar. Brezk kvik- mynd um fuglalíf i Lund- únum. Sýnt er hvernig fuglar notfæra sér um- hverfið og aölagast borgar- lifinu. Brugðið er upp loft- myndum af borginni, og Rolf Harris, sem er þulur og stjórnandi myndarinnar, syngur söngva um Lundúnaborg. Þýðandi og þulur Oskar Ingimarsson. 22.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.