Tíminn - 23.02.1973, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
Föstudagur 23. febr. 1973.
Þetta mikla likneski gnæfir hátt i þaki hofs eins skammt þar frá, þar sem Rauðinúpur var smiðaður.
SNYRTIMENNSKA T
topp á kúlunni, þvi aðra eins loft-
hæð hef ég ekki séð. Alls staðar
þarna uppi glitruðu ljós og voru
sifellt að breytast. Stærðar
hljómsveit var að leika, en hún
var eins og krækiber i tunnu uppi
á geysistóru sviði.
Við fengum borð á upphækkun,
þannig að við sáum vel yfir næsta
nágrenni og sviðið þar sem
skemmtiatriðin komu bráðlega
fram. Fyrst er að geta þess, að
nokkrar kimónóklæddar stúlkur
komu og settust við borðin hjá
okkur. Þeirra hlutverk er að sjá
um, að aldrei tæmist glas,
kveikja fyrir okkur i sigarettum
og sjá um að okkur liði sem bezt.
— Annað ekki. —
Með drykkjarföngunum var
borið fram ýmislegt smávegis til
að narta i, og þ.á.m. söl, þrædd
upp á tannstöngul i blævæng.
Þá komu skemmtiatriðin,
söngur dans, og trúðar.
Marglitum ljósum var beitt
þannig á meðan, að unun var á að
horfa. Þarna dansaði par eitt
undurfagran ballett, sem var
túlkun á Love Story. Eftir þetta
allt saman var rétti timinn til að
dansa örlitið, þvi dansstöðum hér
er lokað kl. 23.30.
Ekki fannst okkur þetta nógu
gott og litum inn á næturklúbb, en
þeir eru hér i tuga og hundraöa-
tali við hverja götu, allir litlir, en
oftast fullir af fólki. Einkenni-
legast fannst okkur að sjá þarna
heilu fjölskyldurnar, með börn
allt niður i fárra mánaða gömul.
Hljóðneminn gengur milli manna
og þeir sem vilja syngja, gera
það, hvort heldur sem er i sætinu,
eða fara upp á svið. Þarna var
snáði á að gizka fjögurra ár, sem
söng undurfallega við mikinn
fögnuð gesta, en hann var ófáan-
legur til að syngja nema eitt lag.
Móðir hans sat með ungbarn i
fanginu og faðirinn fékk sér blund
i stólnum öðru hverju.
Drykkjusiðir Japana er mér
sagt, að séu að ýmsu leyti likir
þeim islenzku. Mesti munurinn er
sá, að Japana dettur aldrei i hug
að fara að. berja á náunganum.
Einn hittum við þarna, sem vildi
þó aðeins reyna á kraftana, enda
stór af Japana að vera. Hann
bauð öllum Islendingunum i ,,sjó-
mann” og þó að þeir legðu hann
allir, brosti hann stöðugt út að
eyrum og stóð loks upp og hneigði
sig eins fallega og óstöðugir
fæturnir leyfðu.
Þrátt fyrir óskapa kurteisi á
öllum sviðum og hneigingar,
vantar ekki skapiö i Japani. Ég
varð vitni að skrýtnum atburði á
götuhorni um daginn. Þar kom
litill fólksbill fyrir horn og slapp
naumlega við árekstur við
stærðar vörubil. Bilstjóri vöru-
Nú er farið að styttast i dvöl
okkar hér og erum við ekkert
sérlega ánægð yfir að þurfa að
fara héðan. Þessa daga höfum við
kynnzt nokkuð daglegum venjum
Japana og ýmsu, sem þeir bjóða
upp á. Vildum við gjarnan geta
tekið eitthvað af öllu þessu góða
með okkur heim. Það er ekki
ætlun mín að kafa neitt niður i
menningarlifið, heldur reyna að
lýsa hlutunum, eins og þeir koma
okkur fyrir sjónir.
i siðasta bréfi lofaði ég að segja
eitthvað frá skemmtanalifinu
hérna. Við brugðum okkur eitt
kvöldið á stærsta dansstaðinn i
borginni, Hong Kong. Húsið er i
laginu eins og hálfkúla á hvolfi og
á stærð við nokkrar Laugardals-
hallir. Uppi á þakinu er griðar-
mikil ljósaskreyting, sem iðar
svo að maður verður ringlaður af
aðhorfa á hana stundarkorn. Inni
fyrir eru veggir speglalagðir og
gólfin lögð þykkum, rauðum
teppum. Rennistigar eru á milli
hæða utan til i kúlunni, en i miðj-
unni er danssalurinn, kringlóttur
eins og husið og virðist ná upp i
.
■
Þaðeru til öskubllar i Japan ekkisiður en annars staðar iheiminum. Ekki getum viðfrættykkur á, hvað
stendur á hlið bilsins, en kannski það sé eitthvað um eigendur bllsins, eða hverjir reka hann.
Snjólaug
Braga-
dóttir
skrifar fró
Japan
3. bréf