Tíminn - 23.02.1973, Blaðsíða 19
Föstudagur 23. febr. 1973.
TÍMINN
19
OÁ víðavangi
hreint andrúmsloft og óspillt
land séu meðal hinna allra
mestu náttúrugæða. Þess
vegna þarf að leggja sérstakt
kapp á cflingu þeirra atvinnu-
greina, sem ekki fylgír telj-
andi mengunarhætta, t.d. fisk-
veiðar, fiskvinnsla, fiskirækt i
ám og vötnum, ræktun lands,
margvíslegan smærri iðnað
o.s.frv. Hér biða þjóðarinnar
miklir möguleikar, sem verða
þvi betur nýttir, sem þjóðin
leggur meira kapp á heil-
brigða landsbyggðarstefnu og
nýtir þannig auðlegð landsins
alls. Þ.Þ.
0 Fjárhagslegur
Ferðakostnaður okkar hjá Þór
skipti hundruðum þúsunda
króna á siðasta ári. Sjálfsagt
hefur KA svipaða sögu að segja,
a_ð ógleymdu tþróttabandalag-
inu.
— Hvað gerið þið til að hafa
upp i kostnað?
— Þaðeru þessar hefðbundnu
fjáröflunarleiðir, happdrætti,
hlutaveltur og dansleikir, þó að
þeir gefi litið orðið af sér.
— Er góð samvinna milli
iþróttafélaganna á Akureyri?
— Já, hún hefur batnað mjög
hin siðari ár.
— Eru bollaleggingar um það
að sameina félögin?
— Nei, alls ekki. Þvert á móti
held ég, að flestir séu sammála
um nauðsyn þess að hafa fleiri
en eitt félag hér á Akureyri,
enda eru vaxtarskilyrði fyrir
fleiri en eitt félag i jafnstórum
bæ og Akureyri er.
Við þökkum Haraldi fyrir
þetta spjall, en þess má að lok-
um geta, að auk hans eiga sæti i
stjórn Þórs þeir Herbert Jóns-
son, Bjarni Rafnar, Ellert Guð-
jónsson og Friðný Jóhannes-
dóttir. Auk þess eiga sæti i
stjórninni formenn hinna ýmsu
deilda félagsins, en þeir eru:
Páll Jónsson, formaður knatt-
spyrnudeildar, Jónas Þórarins-
son, formaður handknattleiks-
deildar, Jón Friðriksson, for-
maður körfuknattleiksdeildar
og Reynir Brynjólfsson, for-
maður skiðadeildar. Auk þess-
ara deilda, sem nefndar hafa
verið, er verið að endurvekja
frjálsiþróttadeild undir forustu
Hreiðars Jónssonar.
—alf.
0 SUF-síðan
hefðu fram að þessu fyrst og
fremst verið varnaraðgerðir.
Núna lægi fyrir að snúa vörn i
sókn. Hið einhæfa atvinnulif
landsbyggðarinnar væri hennar
helzta vandamál. Hagur lands-
byggðarinnar iframtiðinni myndi
þvi mótast fyrst og fremst af
iðnaðaruppbyggingunni. Þó væri
margt annað, sem kæmi til, eins
og hefði komið fram i umræðun-
um um byggðastefnu SUF. Mætti
þar nefna breytingar á sam-
göngukerfinu, sérstaklega eflingu
samgangna milli landshluta og
innan þeirra. Breytt viðhorf i
byggðamálunum hefðu sett svip
sinn á stjórnarsáttmálann. Þótt
ýmislegt hefði verið gert til að
framkvæma hann, yrði að játa að
margt væri enn ógert til að
nægjanlegur árangur hefði orðið.
Áætlanadeild Framkvæmda-
stofnunarinnar væri enn of fá-
liðuð Og skorti þvi mannafla til að
vinna að áætlanagerð lands-
byggðarinnar. Ræddi Ingvar
siðan um fjáröflunarleið byggða-
sjóðs og taldi að hann gæti fengið
170 milljónir i fastar tekjur, og
siðan hefði hann lántökuheimild i
alit að 300 milljónir á ári, en
þessar lántökuheimildir hefðu þó
ekki verið notaðar. Hefði byggða-
sjóður þess vegna átt við ýmsa
örðugleika að etja.
Jónas Jonsson, ráð-
herraritari,
itrekaði að áróður gegn Akureyri
væri eitt hið versta sem gæti
komið fyrir hag landsbyggðar-
innar almennt. Einnig væru inn-
byrðis deilur landsbyggðarinnar
mjög varasamar. Varðandi
byggðakjarnastefnuna mætti
ekki leggja of mikla áherzlu á
hana. Efling hinna ei'nstöku
byggðakjarna mætti ekki verða á
kostnað héraða i nágrenni þeirra.
Ólafur Ragnar Grims-
son,
svaraði ýmsum spurningum og
athugasemdum sem komu fram
varðandi framsöguræður. Ræddi
hann einnig siðan nokkuð um
störf stofnananefndar. Hvað
byggðasjóð varðaði, væri fram-
lag rikissjóðs aldrei dropi af hinu
mikla fjármagni, sem þyrfti til
eflingar landsbyggðarinnar. Ár-
legt framlag rikissjóðs til
byggðasjóðs næmi ekki nema
andvirði einnar ibúðarblokkar á
Reykjavikursvæðinu.
Sigurður Óli Brynjólfs-
son,
itrekaði nauðsyn á þvi, að fram
kæmu rök fyrir þvi, að efling
landsbyggðarinnar hefðu mikil-
vægu hlutverki að gegna i þjóðar-
búskapnum.
Elias Snæland Jónsson,
formaður SUF,
sleit siðan ráðstefnunni og
þakkaði fyrir hinar ýtarlegu og
málefnalegu umræður, sem orðið
hefðu um byggðastefnu SUF.
Þessi ráðstefna sýndi greinilega
að timi væri til kominn að hefja
sókn i byggðamálum.
I
0 Farþegaþota
libisku vélarinnar hafi heyrzt
svara þvi til, að hann gæti ekki
hlýðnazt fyrirmælum ísraels-
manna vegna stjórnmála-
ástandsins.
1 opinberri tilkynningu, sem
send var út að loknum rikis-
stjórnarfundi i Jerúsalem i fyrra-
kvöld, sagði|að flugmaður libisku
vélarinnar hefði neitað að hlýða
fyrirmælum um að lenda. Vélin
hefði farið yfir hernaðarsvæði
með mjög grunsamlegum hætti.
Golda Meir forsætisráðherra
hefur látið i ljós hryggð yfir, að
mannslifum var fórnað.
Sandrok sem var á Sinaieyði-
mörkinni i fyrradag kann að hafa
borið vélina af leið, en af völdum
þess töfðust israelskar björg-
unarþotur i meira en tvo tima
áður en tókst að koma þeim, sem
lifðu af, á sjúkrahús. 13 manns
eru sagðir hafa lifað af at-
burðinn, en 4 dóu siðar. Tvö
þeirra, sem björguðust, eru
frönsk, flugfreyja og karlmaður
úr áhöfninni.
Fregnir frá Beershebasjúkra-
húsinu i Suður-tsrael i dag herma
að gera hafi orðið aðgerðir á
mörgum þeirra, sem björguðust,
og liðan þeirra sé ekki það góð,
að þeir geti rætt við blaðamenn.
Fulltrúar franska sendiráðsins i
ísrael, Rauðakrossins og Sam-
einuðu þjóðanna ætluðu að heim-
sækja fólkið i gær.
Islenzka ullin er þýðingarmikil
framleiðsluvara og dýrmæt
— segir í ályktun Búnaðarþings
8. fundur Búnaðarþings hófst
kl. 8,30 miðvikudaginn 21.
febrúar. Fram voru lögð 2 ný
mál:
1. Erindi Guðmundar Jónas-
sonar um fræðsluþætti i sjónvarpi
og hljóðvarpi.
2. Erindi Búnaðarsambands
Skagfirðinga um bankamál.
Alþingi
verið meira i lyrra en árið áður,
þá hefði verðmætið verið minna.
Það væri hins vegar alltaf hægt
að snúa útúr og falsa tölur, ef
menn vildu leggja það fyrir sig.
Þá kvað hann það einkennandi,
að þeir menn kæmu nú og
býsnuðust yfir verðlags-
þróuninni, sem nýbúnir væru að
neita að gera ráðstafanir i efna-
hagsmálum, sem drægju úr
þessari þróun. Sjálfstæðisrnenn
hefðu staðið gegn þvi að fresta
kauphækkunum um 7 mánuði,
þótt vitað væri, að launþegasam-
tökin hefðu almennt samþykkt þá
frestun. Þar hefðu þeir hagað sér
af hreinu ábyrgðarleysi. Þeir
hefðu einnig verið á móti þvi, að
taka áfengi og tóbak út úr visi-
tölunni, en það hefði lækkað visi-
töluna um ca. 2% Siðan kvörtuðu
þeir yfir þvi, að atvinnuvegirnir
þyrftu að greiða hærra kaup.
Þetta væri nú samræmið i mál-
flutningi Sjálfstæðismanna.
Benedikt
Gröndal (A)
sagði það al-
gjöra óhæfu,
sem átt hefði
sér stað oft að
undanförnu, að
fram færu al-
mennar eldhús-
dagsumræður
utan dagskrár.
Nokkrir þing-
menn stunduðu
þetta
i auglysingarskyni eingöngu, þvi
þeir kæmust á þann hátt i fjöl-
miðla.
Hann kvaðst ekki ælla að
blanda sér i umræðurnar, en
verða þó að verpa fram einni
fyrirspurn til Bjarna Guðnason-
ar. Hann hefði lýst þvi yfir, að
hann firrti sig allri ábyrgð af
verðlagsþróuninni i landinu.
Þýddi þetta, að hann hefði sagt.
þeirri rikisstjórn, sem þessari
þróun stjórnaði, upp stuðningi?
Hvernig gæti hann firrt sig allri
ábyrgð, en samt stutt rikis-
stjórnina áfram?
Bjarni Guðnason sagði að
enginn gæti ætlazt til þess, að
hann bæri ábyrgð á afleiðingum
gengisfellingar, sem hann het'ði
verið andvigur og mótmælt. Þá
ætti Benedikt að koma aðfinnslu
sinni til formanns Alþýðu-
flokksins, sem oftast hefði hafið
umræður utan dagskrár undan-
farið.
Geir Hallgrimsson kvaðst ekki
geta fallizt á þá skýringu Bjarna
Guðnasonar, að hann gæti firrt
sig ábyrgð en jafnframt stutt
rikisstjórnina áfram. Þá sagði
hann, að Sjálfstæðisflokkurinn
hefði aldrei neitað að ræða til-
lögur um lausn efnahagsvandans,
heldur neitað að tengja saman
ráðstafanir vegna eldgossins á
Heimaey og ráðstafanir vegna al-
mennra heímatilbúinna efna-
hagserfiðleika.
Var báðum þessum málum
visað til nefndar.
Til siðari umræðu var erindi
stjórnar Búnaðarfélags Islands
um bætta meðferð ullar. Eftir-
farandi ályktun var samþykkt
samhljóða:
„Búnaðarþing vill sérstak-
lega vekja athygli á þvi, að
islenzka ullin er þýðingar-
mikil framleiðsluvara og dýr-
mætt hráefni fyrir islenzkan
iðnað.
Búnaðarþing telur, að mikið
hafi skort á hin siðustu ár, að
ullin hafi almennt verið nægi-
lega liirt og vel með farin.
Búnaðarþing leggur áherzlu á,
að Búnaðarfélag tslands beiti
sér fyrir úrbótum á þessu sviði
og taki m.a. til athugunar
eftirfarandi atriði, sem stutt
gætu að meiri og betri ullar-
framleiðslu:
1. Auknar leiðbeiningar og
áróður á vegum búnaðarsam-
takanna.
2. Hækkað heildarverð á ull.
3. Ullin metin við móttöku og
greidd samkvæmt þvi og veru-
legur verðmunur gerður á gæða-
flokkum.
4. Vetrarrúningur þar sem góð
fjárhús eru fyrir hendi og góð og
örugg fóðrun.
5. Námskeið i vélrúningi.
6. Vélrúningur sem námsgrein
við búnaðarskólana.-
Til fyrri umræðu var frumvarp
til laga um skólakerfi og frum-
varp til laga um grunnskóla, en
menntamálaráðuneytið hafði
sent Búnaðarþingi frumvörp
þessi til umsagnar.
Söfnun til styrktar
aðstandendum skip-
verja á Sjöstjörnunni
EINS og kunnugt er, gengust
prcstar i Ilafnarfirði, Kópavogi
og Reykjavik fyrir söfnun til
styrktar ástvinum þcirra, sem
fórust með vclbátnum Mariu.
,,En nú höfurn við ákveðið að færa
söfnunina á viðara svið", sagði
scra Garðar Þorsteinsson i
Hafnarfirði við Timann i gær,
„vegna manntapans, er varð,
þegar Sjöstjarnan frá Keflavik
fórst”.
Séra Garðar sagði, að söfnunin
til styrktar þeim, sem misstu
fyrirvinnur heimila sinna, þegar
Maria fórst, héldi að visu áfram.
„En hér eftir verður fé það, sem
okkur berst, látið renna til að-
standenda þeirra, sem fórust með
Sjöstjörnunni, nema gefendur
óski þess sérstaklega, að að-
standendur skipverja á Mariu
eigi að njóta gjafar þeirra”.
Skemmtanir í Hafnarfirði
Ágóðinn rennur til Vestmannabæjar
RAUÐAKROSSDEILD Hafnar-
fjarðar gengst fyrir tveimur
skemmtunum i Bæjarbiói i Hafn-
arfirði n.k. föstudag, barna-
skemmtun kl. 18 og almennri
skemmtun kl. 21, þar sem þjóð-
kunnir s k e m m t i k ra f t a r
skemmta. Allur ágóðinn rennur
til barna frá Vestmannaeyjum
(barnaheimilisins Vestmanna-
bæjar), og hvetur Rauðakross-
deildin Hafnfirðinga til að mæta
vel.
0 AAannbjörg
og hlynnt að þeim þar, og þegar
mennirnir voru komnir i þurr föt
og höfðu fengið næringu, voru
þeir hinir hressustu.
Á flóðinu var skipið að mestu á
kafi i sjó og braut yfir það allt. I
gærmorgun komu menn frá
Björgun h.f. á átaðinn til að
freista þess að draga Gjafar
lengra upp i fjöruna.
Gjafar er 199 lestir að stærð,
smiðaður úr stáli 1964. Skipstjóri
er örn Erlingsson. Hann er þaul-
vanur formaður og hefur oft áður
róið frá Grindavik. Sjópróf hafa
ekki enn farið fram. Gjafar var á
leið á loðnumiðin, þegar strandið
varð, en þá gekk á með mjög
dimmum éljum, eins og fyrr er
sagt, og telja má liklegt, að það
hafi átt sinn þátt i strandinu.
Tómas Þorvaldsson, sagði að
sorglegt væri til þess að vita, að
mennirnir á Gjafari væru flestir
nýbúnir að missa allt sitt i Vest-
mannaeyjum og lenda siðan i
skipbroti. Nokkrir skipverja frá
Eyjum voru ekki vissir um i gær-
morgun hvar fjölskyldur þeirra
voru þá niður komnar. 1 þeim til-
fellum höfðu fjölskyldurnar ekki
fengið fasta búsetu, þegar þeir
fóru á sjóinn.
Þorbjörn, björgunarsveit
Slysavarnarfélags Islands i
Grindavik, hefur bjargað fleiri
mannslifum úr sjávarháska en
nokkur önnur björgunarsveit hér
á landi.
Alls hafa Grindvikingarnir
bjargað 191 manni úr sjávar-
háska siðan björgunarsveitin var
stofnuð. 185 manns hafa þeir
dregið á land með fluglinutækjum
og fyrir mörgum árum björguöu
þeir 6 skipverjum af brezkum
togara, sem strandaði, með þvi
að fara á litlum báti að togaran-
um og náðu mönnum um borð i
hann. Hve giftursamlega tókst til
með björgun mannanna af
Gjafari má vafalaust þakka snar-
ræði Grindvikinganna, góðri
þjálfun og tækjabúnaði.
Þess má geta, að Gjafar og
áhöfn hans fóru með mörg
hundruð manns fá frá Eyjum
nóttina, sem gosið hófst, og siðan
fjölmargar ferðir milli lands og
Eyja fyrstu daga gossins og flutti
þá mikil verðmæti til lands.
OÖ.
-c=r/
LIMBODANSARARNIR
HENRYCO SKEMMTA.
m
BLÓMASALUR
LOFTLBÐIR
KVÖLDVERÐUR FRA KL. 7.
BORÐAPANTANIR I SlMUM
22321 22322.
BORÐUM HALDIÐ TIL KL. 9.
VÍKINGASALUR