Tíminn - 23.02.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.02.1973, Blaðsíða 8
TiMINN Föstudagur 23. febr. 1973. ALÞINGI Benedikt Gröndal um síendurteknar umræður utan dagskrár: „Eldhúsdagsumræður Umsjón: Elias Snæland Jónsson II • • i ein- auglýsingaskyni! gongu Bjarni Guðnason firrir sig ábyrgð af verðlagsþróuninni: — Það er algjör óhæfa, sem átt hefur sér stað oft að undanförnu, aðþingmenn hefji almennar eldhús- dagsumræður utan dagskrár. Það eru nokkrir þing- menn, sem gera þetta hvað eftir annað eingöngu i auglýsingaskyni, og er það óþolandi, — sagði Bene- dikt Gröndal (A) i umræðum utan dagskrár i sameinuðu þingi i gær. Nokkru áður hafði forseti sameinaðs þings gagnrýnt umræður þær, sem fram fóru utan dagskrár, og taldi þær ekki samrýmast almennri þingvenju. Umræður þessar voru fram- hald umræðna utan dagskrár s.l. þriðjudag, en þá kvaddi Bjarni Guðnason (SFV) sér hljóðs og varpaði fram fyrirspurnum til viðskiptaráðherra varðandi álit hansá gengisfellingunni i desem- ber og verðlagsþróuninni á þessu ári. Geir llall- grímsson (S) f jallaði um gengisfell- ingarnar Og efnahagsmálin almennt. Taldi hann, að um briár gengis- fellingar væri að ræða i tið nú- verandi rikis- stjórnar. Hluli þeirra væri vegna ytri gengisbreytinga, en a.m.k. 16% gengisfall félli undir það, sem viðskiptaráðherra hefði kall- að hreinræktaða islenzka gengis- fellingu. Þetta gerðist á sama tima og verð á frystum fiski erlendis hækkaði um 20-25% og loðnuverð um 100%. Hann kvaðst ekki draga þörf út- flutningsatvinnuveganna i efa, þeir þyldu ekki innlendu verð- lagsþróunina. Þar væri hins vegar um heimatilbúinn vanda að ræða. Óhugnanlegt væri, að nú- verandi rikisstjórn stæði uppi ráðalaus. Þá taldi hann, að viðskiptaráð- herra hefði tekið undir gagnrýnir stjórnarandstöðunnar um, hvernig staðið var að gengisfellingunni i desem- bers.l. Hin jákvæðu áhrif hennar væru að verða uppétin. Það væri þvi komið að skuldadögunum. Og hvað yrði gert? Væri nú að koma að fjórðu gengisfellingunni, eða röð gengisfellinga? Bjarni Guðna son (SFV) taldi, að við- skiptaráöherra hefði staðfest það i umræðun- um á þriðjudag- inn, að forsend- ur hefðu ekki verið fyrir gengisfellingu i desember i fyrra þar meö væri komin opinber viðurkenning á þvi, að hann hefði haft rétt fyrif sér i desember, að gengisfelling væri sú leið, sem sizt skyldi fara. Þá taldi hann, að gengis- fellingin nú væri of há og hefði of mikil áhrif til hækunnar á vöru- verði. Sagði þingmaðurinn, að gengisfellingin i desember, og gengisfellingin sú, ásamt væntan- legum launahækkunum nú um mánaðamótin, myndu leiða til einhverra mestu vixlhækkana verðlags og kaupgjalds, sem um gæti frá striðslokum. Áætluð hækkun á kaupgjaldsvisitölu á timabilinu frá 1. nóvember í fyrra til 1. nóvember i ár væri 20%. Myndi þvi skammt liða þar til gengislækkunaröflin myndu knýja á um nýja gengisfellingu. Verður rúllugjaldið hækkað í 100 krónur? Fjölgar erlendum ferða- mönnum í 160 þús. 1980? Til þess þarf að gera margvíslegar skipulegar ráðstafanir IIANNIBAL VALDIMARSSON, samgönguráð- herra, sagði á Alþingi i gær, að tillaga sú, sem fram hefði komið um aukna fjáröflun Ferðamálasjóðs með þvi að hækka svonefnt rúllugjald veitingahúsa úr 25 krónum i 100 krónur væri siður en svo fjar- stæða. Nauðsynlegt væri að efla sjóðinn mjög, og þetta væri skynsamleg aðferð til þess. Þetta kom fram i ræðu, sem ráðherrann flutti þegar hann mælti fyr- ir stjórnar- frumvarpi um skipulag ferða- mála i neðril deild Alþingis i | g æ r. F r u m - varpið hef' ur þann tilgang, að koma á skipuiegri vinnubrögðum en áður i ferða- málum Islendinga, bæði vegna ferðalaga landsmanna íjálfra og útlendinga, sem til landsins koma, svo og að auka hlutdeild Islendinga i alþjóðlegum ferða- málum, að þvi marki, sem þjóð- hagsleg hagkvæmni og um- hverfissjónarmið leyfa, sagði ráðherrann. Hann sagði, að frumvarpið gerði ráð fyrir. að sérstök Ferða- málastofnun Islands tæki við af Ferðaskrifstofu rikisins og nú- verandi Ferðamálaráði. Þessi nýja stofnun á að fara með stjórn ferðamála undir yfirstjórn sam- gönguráðuney tisins. Til viðbótar er gert ráð fyrir sérstöku ferðamálaþingi, sem kjósi Ferðamálaráð. Þessar stofnanir tvær eiga að vera tengiliður milli þeirra fjölmörgu aðila, stofnana og samtaka, sem ferðamálaþjónustuna varðar á einhvern hátt, og þess hluta af stjórnkerfi rikisins, sem þessi starl'semi lýtur. Skýrsla i marz/april Kaðherrann rakti i ræðu sinni þá könnun á ferðamálum hér- lendis, sem gerð var á vegum Sameinuðu þjóðanna. Bandariskt fyrirtæki hefur að undanförnu unnið að ferðamálarannsóknum, og mun fyrirtækið skila skýrslu sinni þar um fyrir lok marz 1973 eða i byrjun april. Skammtima- markmiðið er, að iengja ferða- mannatimann með ýmsur.i að- ferðum og að hefja aukna mót- töku ferðamanna að vetraiagi, og treysta þannig rekstrargrundvöll þeirra fyrirtækja, sem i ferðaiðn- aðinum starfa. Ráðherrann upplýsti, að erlendir sérfræðingar teldu, að 12% aukning ferðamanna hér- lendis væri æskileg á ári hverju. Það þýddi, að erlendir ferða- menn, sem nú eru um 60-70 þús- und á ári, yrðu um 1980 um 150-160 þúsund á ári. Til þess að taka á móti þeim fjölda þyrfti hins vegar margt að gera á skipulegan hátt. Ilækkun á rúllugjaldi Varðandi tekjuöflun til Ferða- málasjóðs sagði ráðherrann, að tillaga hefði komið fram um hækkun rúllugjaldsins úr 25 kr. i 100 kr. Þessi tillaga hefði verið at- huguð vandlega, og þætti eðlileg tekjuöflun. Þessi hækkun gerir ráð fyrir, að i hinu nýja rúllu- gjaldi verði skemmtanaskattur 16 kr., menningarsjóðsgjald 4 kr., hluti veitingahússins 30 krónur og hluti Ferðamálasjóðs 50 kr. Frumvarpinu var visað til 2. umræðu og nefndar. — EJ. Kannski myndu verkalýös- foringjarnir standa fyrir þvi? Þingmaðurinn kvaðst vilja lýsa þungum áhyggjum sinum af verðlagsþróuninni á næstunni. Hann hefði varað við þenslu- stefnunni i efnahagsmálum og miklum framkvæmdum, uppsprengdum fjárlögum og gengisfellingum, og vildi fyrra sig allri ábyrgð á efnahags- þróuninni. Þeir, sem að gengis- fellingunni stóðu, yrðu að bera ábyrgðina, Eysteinn Jónsson, forseti sameinaðs alþingis,sagði að um- ræður sem þessar utan dagskrár samrýmdust ekki almennri þing- venju. Hann vildi hins vegar ekki neita þingmönnum um að tala, en takmarkaði ræðutíma við 5 minútur. Ingólfur Jónsson (S) kvaðst vilja taka undir áhyggjur fyrri ræðumanna af verðlagsmálun- um og ástandi og horfum i efnahags- og at- vinnumálum. Kostnaðarverð- bólgan gengi laus. Vandinn væri heimatil- búinn, þvi ekki segja, að um minnkun aflaverðmætis væri að ræða að undanförnu. Nefndi hann siðan tölur um heilarútflutning og heildaraflamagn á síðustu árum til marks um þetta. Hann taldi, að rikisstjórnin hefði ekki traust hjá launþegum i landinu. Lúðvík Jósefsson, við- skiptaráðherra, kvaðst ekki hafa ætlað að blanda sér i umræðurnar, en kvaðst þó ekki geta látið Ingólf Jónsson komast upp m e ð þæ r fölsuðu tölur, nefnt. Megin atriði varðandi minnkunina á aflaverð- mætinu væri, að siðustu tvö árin hefði dýrmætasti aflinn — þorskurinn — minnkað um 30%, þar af um 15% á siðasta ári. Og jafnvel þótt loðnumagnið hafi Framhald á bls. 19 væri hægt að aflabrest eða lii 11 LANGUR fundur var i sam- einuðu alþingi i gær, og voru ýmis mál tekin fyrir og eru sum þeirra rakin á öðrum stað hér á siðunni. SverrirHermannsson (S) mælti fyrir þingsályktunartil- lögu, sem hann flytur ásamt tveimur öðrum Sjálfstæðis- mönnum um fiskeldi i sjó. Fjallar tillagan um, að Fiski- félag Islands fái nauðsynlegan fjárstuðning til ýmissa að- gerða á þessu sviði. 472 sveitabæir hafa ekki sjónvarp Þorvaldur G. Kristjánsson (S)og nokkrir aðrir Sjálfstæð- ismenn hafa lagt fram þings- ályktunartillögu um, að komið verði á fót endurvarpsstöðv- um fyrir þá sveitabæi, sem nú njóta ónothæfra eða engra sjónvarpsskilyrða. Kemur fram i greinargerð, að þarna er um 472 sveitabæi að ræða, og er þörf á um 150 endur- varpsstöðvum i þessu skyni. Heildarkostnaður er áætlaður um 150 milljónir. — EJ. Samgöngu- ráðherra styður veggjaldið 1 gær var enn framhaldið umræðum Um veggjald af hraðbrautum, og var þetta þriðji þingfundurinn i sameinuðu alþingi, þar sem um mál þetta hefur verið fjallað að þessu sinni. I um- ræðunum i gær lýsti sam- göngumálaráðherra sig fylgjandi tillögunni um, að veggjald verði innheimt á ný, og kvaðst myndi innheimta slikt gjald um leið og vilji alþingis lægi fyrir. 1 umræðunum i gær tóku þátt Ólafur G. Einarsson (S), Oddur Ólafsson (S), Friðjón Þórðarson (S), Hannibal Valdimarsson, samgönguráð- herra, Bjarni Guðnason (SFV), og Vilhjálmur Hjálmarsson (F). Þingsályktunartillaga Vilhjálms Hjálmarssonar samþykkt: STARFSHÆTTIR SKÓLA VERÐI RANNSAKAÐIR A fundi sameinaðs alþingis i gær var einróma samþykkt þings- ályktunartillaga frá Vilhjálmi Hjálmarssyni (F), þar sem skorað er á rikisstjórnina að láta rannsaka aðstöðu til likamsræktar i skólum landsins, og eins vinnuálagið i skólunum. Þessari rannsókn á að hraða svo seni tök eru á og gera alþingi grein fyrir árangri þegar að rannsókn lokinni. Vilhjálmur Hjálmarsson þakkaði nefnd- inni jákvæða af- greiðslu til- lögunnar og sagði siðan m.a.: „Þrátt fyrir ákvæði laga um likamsrækt i skólum lands- ins, hefur þróun þeirra þátta i starfsemi skólanna hvergi nærri fylgt eftir aukinni þörf fyrir hreyfingu á námsárun- um sjálfum, sem stöðugt verða fleiri og fleiri þegar á heildina er litið. Þvi siður hefur það náðst, sem hlýtur að vera höfuðmarkmið likamsræktar og hvers konar iþróttaiðkana i skól- um, að glæða almennan skilning á þvi, að i kyrrsetuþjóðfélagi eins og hið islenzka er orðið öðrum þræði, er dagleg hreyfing og likamsáreynsla jafnmikil nauð- syn þeim, sem vinnur störfin i skólum sinum, og matur og drykkur er öllu mannfólki. Stór hluti af ævistarfi sérhvers Islendings er nú unnið i skólum, og eðlilegt verður að telja, að nokkurs samræmis sé gætt um starfshætti og vinnuálag á hinum ýmsu starfssviðum þjóðfélagsins. Sérstaka áherzlu legg ég á það, að eitt höfuðmarkmið allrar fræðslu hlýtur að vera að búa nemandann undir störfin i þvi samfélagi, sem biður hans að námi loknu. Við höfum komið okkur upp eins konar tómstundaþjóðfélagi að þvi er tekur til fjölmargra starfsgreina. Sú þróun verður til litillar gæfu nema unga fólkið, sem kemur inn i þetta nýja sam- félag, nái tökum á tómstundum sinum. Skólarnir eiga m.a. að miða störf sin við það, að hjálpa nemendum sinum til þess arna,” sagði Vilhjálmur. Hann kvaðst að lokum vona, að tillagan yrði sam- þykkt og að vel tækist til um framkvæmd hennar. Tillagan var siðan samþykkt samhljóða eins og áður segir. EJ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.