Tíminn - 20.03.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.03.1973, Blaðsíða 3
Þriftjudagur 20. marz. 1973 TÍMINN 3 Tugmilljónatjón ó gatna kerfi Reykjavíkurborgar Rannsókn ó malbikuðum götum STÓRFELLDAR skemmdir hafa i vetur orðiö á malbiksgötum Reykjavikurborgar. Heilar götur eru sundurtættar og virftist ljóst að borgarbúar hafa orftið fyrir tugmilljóna tjóni i vetur, og er þaft ekki i fyrsta sinn, sem mal- biksgöturnar gefa sig aft vetrar- lagi. Á borgarstjórnarfundi siðast- liðinn fimmtudag, var tekin til umræðu tillaga frá borgarfull- trúum Framsóknarflokksins, Alþýftubandalagsins, Alþýðu- flokksins og Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna, en til- lagan hljóðaði svo: Borgarstjórn samþykkir, að láta fara fram sérfræftilega athugun, er hafi þaft að markmiði að fá sem raunhæfust svör vift eftirfarandi atriðum: 1. Hvafta ástæftur valdi þeim stórfelldu skemmdum, sem orftift hafa i vetur á malbiksgötum borgar- innar. 1 þvi sambandi verði öll atrifti vift undirbyggingu, gerð og lagningu malbiksins sérstaklega rannsökuð, svo og áhrif negldra hjólbarða og salts, sem borðið er á göturnar. 2. Hvort saltburður á götur dregur i reynd nokkuft úr slysahættu og hvaft áætla megi, að hann kosti árlega bilaeigendur i borginni vegna örari ryðmynd- unar og lélgri endingu bilanna. Borgarstjórn felur borgarráði að annast framkvæmd þessarar samþykktrar, en leggur i þvi sambandi áherzlu á, aft leitað verði bæði til innlendra og er- lendra sérfræftinga og allt gert sem unnt er til aft finna úrbætur á Nefndin hefur ekki haldið fund í nær 11 mónuði Samstarfsnefnd sjúkrahúsa er óstarfhæf Þaft kom fram i svari borgar- stjóra viö fyrirspurn frá fulltrú- um Framsóknarfl. aö samstarfs- nefnd sjúkrahúsa i borginni hefur ekki haldið fundi siöan 24. april 1972 og aö nefndin hefur ekki skil- aö neinu áliti. Kvaöst borgar- stjóri harma, aö svona heföi tek- izt til, og nú biöi nefndin, aö sögn ráöuneytisstjóra heilbrigöisráðu- neytisins eftir skýrslu frá Kjart- ani Jóhannssyni, er væri aö gera könnun á máiefnum sjúkrahúsa Halldóra Svein- björnsdóttir borgarfulltrúi kvaftst harma þessa niftur- stöðu, og minnti á, að margir aft- ilar, svo sem Læknafélag Reykjavikur hafi lagt á þaft áherzlu aft nauftsyn væri á samræmingu i stjórnun sjúkrahúsa i borginni og væri málift aftkallandi. Þá taldi Hall- dóra aft sýnt væri, aft nefndin væri i rauninni óstarfhæf, þar eft hana skorti öll völd. I lögum um nefnd þessa segir, aft „nefndin skal starfa án þvingunar og laga- bofts”. Þar eft nefnd þessi mun vera stofnuft samkvæmt tilmælum borgarstjórnar Reykjavikur, fannst Halldóru liggja beint vift að borgarstjórn gengi eftir árangri af nefndarstörfunum, og einnig að borgarstjórn beini þvi til réttra aöila, aft nauftsynlegt sé aft setja lög um samstjórn sjúkra- húsanna, svo einhvers raunveru- legs árangurs megi vænta i þessu brýna máli. jg þvi ófremdarástandi, sem rikjandi er i gatnamálum borgar- innar. Malbikið óeðlilega endingarlítið. I yfirgripsmik- illi framsögu- ræðu fyrir til- lögu flokkanna, sem borgarfull- trúi Fram- sóknarflokks- ins, Kristján Benediktsson, flutti, kom i ljós að mjög óljós svör hafa fengizt vift þvi, hvers- vegna göturnar eru svo illa leiknar. Sagfti borgarfulltrúinn, að ekki þyrfti aft aka nema einn eða tvo götuspotta, til að komast um raun um hve alvarlegt mál væri á ferftinni, og þvi væri tillaga þessi ti'mabær og réttmæt. Hann sagði, aft þegar spurzt værifyrir um þetta alvarlega mál hjá borginni þá væru svörin óljóst. Ætli þaft séu ekki um- hleypingarnir, saltið og nagla- dekkin, eða kannski aft malbikið sé óeftlilega endingarlitift. Taldi borgarfulltrúinn aft öll þessi atrifti gætu átt sinn rika þátt i ástandinu., en svo virtist sem meiri og minni ágizkanir væru um þessi atriði. Tillagan gerfti þvi ráð fyrir, að unnt væri aft svara spurningunni ummalbikift á visindalegan, efta fræftilegan hátt. Siðan ætti aft vera hægt að haga vinnubrögöum i gerð mal- biksgatna og vifthaldi i samræmi vift þaft. Taldi hann aft viftgerftir á götunum kostuðu óeftlilega mikið fé og sjálfsagt næmi sú upphæft nú á þessum vetri 100 milljónum króna. Milljónatjón bif- reiðaeigenda Þá kvaft framsögumaftur, Kristján Benediktsson, erfitt aft meta tjón bifreiftaeigenda, sem ækju bilum sinum um sundur- tættar göturnar. Ekki kvaftst Kristján draga þaft i efa aft tækni- menn borgarinnar reyndu eftir megni aft hagnýta sér erlenda tækni i gerft malbiks, en reynslan sýndi hins vegar aft þaft dygfti ekki til. Siftan vék framsögumaftur aft fimm atriftum, sem tillagan gæfi tilefni til aft rannsaka. 1) Samsetningu malbiks hjá Reykjavikurborg. Framhald á 7. siðu. Viögerö til bráöabirgöa á hættulegum götum. RAÐSTEFNA UM ABYRGÐ OG SKYLDUR BLAÐAAAANNA BLAÐAMANNAFÉLAG ts- lands efndi um sföustu heigi til opínnar ráöstefnu I Norræna húsinu um ábyrgö og skyldur blaöamanna. Formaður félagsins, Elias Snæland Jónsson, setti ráöstefnuna á laugardag inn, en sföan fluttu dr. Gunnar Thor- oddsen, Indriöi G. Þorsteinsson og Freysteinn Jóhannsson fram- söguerindi. Aö loknum umræöum var kjörin fimm manna nefnd til þess að semja drög aö ályktun, sem sföan var samþykkt Iitt breytt með öllum atkvæöum gegn einu. Alyktun sú, sem samþykkt, var, hljóftafti svo: „1. Blaðamenn gegna þvi þýftingarmikla hlutverki i þjóft- félaginu, aft afla sem réttastra upplýsinga um allt þaft, sem al- menning varöar, og koma þvi á framfæri iþeim fjölmiftlum, sem þeir starfa vift. Mikift skortir á, að fjölmargir aðilar i þjóftfélaginu, þar á meðal margvisleg opinber stjórnvöld, hafi nægan skilning á þessu hlut- verki blaftamanna. Þaft gerir blaftamanni i mörgum tilfellum erfitt fyrir aft gegna skyldu sinni sem fulltrúi almennings. Ráftstefnan telur, aft gerö frum- varps til laga um upplýsinga- skyldu stjórnvalda sé visbending. um vaxandi skilning opinberra aftila á rétti almennings til upplýsinga, en telur hins vegar, aft ýms atrifti frumvarpsins þurfi nánari athugunar vift. Hvetur ráftstefnan þvi til þess, aft leitaft verfti umsagnar Blaftamanna- félags íslands um frumvarpift áftur en þaft verftur aft lögum, og aft tillit veröi tekiö til þeirra ábendinga. sem þar kunna aft koma fram. 2. Ráðstefnan bendir á, aft þótt islenzk dagblöft séu ýmist eign stjórnmálaflokka efta I nánum tengslum vift slíka flokka, hafi mjög dregift úr pólitiskum áhrifum á fréttameftferft blafta- manna síftustu áratugi. Ráft- stefnan fagnar þessari þróun og leggur mikla áherzlu á nauftsyn þess, aft störf blaftamanna séu sem óháftust pólitískum og fjár- hagslegum áhrifaaftilum. Litur ráftstefnan svo á, aft þannig verfti þeir færari um aft gegna skyldum sinum sem fulltrúar almennings. Telur ráftstefnan aft skref I þá átt sé m.a. aft auka innlendar frétta- skýringarblaftamanna, og fagnar i þvi efni þeirri þróun, sem orftift hefur. 3. Ráftstefnan hvetur Alþingi til aftsamþykkja framkomna tillögu . frá Benedikt Gröndal um kennslu i fjölmiftlun viö Háskóla tslands, og opna þannig menntunarleift fyrir blaftamenn á tslandi, svo aft þeir þurfi ekki, sem hingaft til, aft sækja menntun i blaftamennsku i erlenda skóla, þar sem kennsla miftast aft miklu leyti vift allt aftrar aftstæöur en hér rikja. 4. Ráöstefnan bendir á aft nokkurs misræmis gætir varö- andi birtingu á nöfnum manna, sem eru grunaftir efta dæmdir i sakamálum. Hvetur ráftstefnan ritstjóra blaftanna og fréttastjóra hljóftvarps og sjónvarps til aft koma sér saman um almennar samræmdar reglur um nafn- ' birtingu, þar sem byggt sé á þeirri meginreglu Siftaregla Blaöamannafélags tslands, aft eitt skuli yfir alla ganga. Jafn- framt sé þaft haft i huga, að i ýmsum tilfellum er nafnbirting i sjálfu sér refsingarauki. staðhæfingu Karvels svarað í tilefni af yfirlýsingum Karvels Pálmasonar alþingis- manns Samtaka frjálslyndra og vinstri manna I Alþýöu- blaöinu sl. föstudag um aö stefna rlkisstjórnarinnar i kjaramálum sé „mesta kaupránsstefna sem um getur” átti Þjóöviljinn viötal við Eövarö Sigurösson, for- mann Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, um kjaramálin. i þessu viötali segir Eðvarð m.a. um þessa furöulegu fullyrðingu þessa stjórnar- þingmanns: „Þessi fullyröing er algjör- lega fráleit og meö ein- dæmum aö hún skuli koma fram i Alþýöublaöinu, ööru aöalmálgangi viöreisnar- stjórnarinnar. En sú stjórn var ekki hvaö sizt fræg aö þvi, að vega að verkalýðs- heyfingunni hvaö eftir annaö, meö kaupráni, sem ekki á sér neina hliðstæðu. Einfaldast til að afsanna fullyrðingu Alþýöublaðsins er aö rifja upp hvernig núverandi rikisstjórn hefur staöiö aö málefnum launafólksins, og er þar skeminst aö minnast samninganna frá þvi I des. 1971, sem komust á án verk- fallsbaráttu fyrir atbeina rikisstjórnarinnar. Þaö var alveg nýtt I sögunni fyrir verkalýöshreyfinguna um langt árabil. Ilöfuöatriöi þessara samninga voru stytting vinnu- vikunnar úr 44 I 40 klukku- stundir, lenging orlofs og al- menn kauphækkun, er nain 14% og sérstök kauphækkun til hinna lægstlaunuöu, sem var alveg nýtt I sögu verkalýös- hreyfingarinnar. Hikis- stjórninni hefur tekizt meö mjög haröri stefnu i verðlags- máluin aö halda þessum kaupinætti, scm um var samiö i des. 1971 betur en viö höfum áöur átt aö venjast alveg nú fram á siðustu stund. Eðvarð tregur í vísitölumálinu Ennfrcmur segir Eövarö: „Þegar þetta er liaft i huga er augljóst hve gersamlega röng fullyröing Karvels og Alþýöublaösins er. Og þar sem sveigt er sérstaklega aö Alþýöubandalaginu og forystumönnum þess, þá má þaö gjarnan koma fram, aö þessi stórfelldi árangur, er náöist 1971 og siöan, var ekki sizt fyrir tilstilli Alþýöubanda- lagsmanna, og er þá á engan hallaö. Hitt vil ég hins vegar segja, aö ég hef ekki verið aö öllu sammála sumum til- lögum, er fram hafa komiö á vegum rikisstjórnarinnar varöandi lausn á efnahags- erfiöleikum þeim, er aö hafa steöjaö á siðustu vikum, — og á ég þar fyrst og fremst viö vísitölumáiin. Ég játa þó fúslega, aö marg slungin vandamái á þessu sviöi blasa viö, sem ekki geta veriö óviökomandi okkur i verkalýöshreyfingunni. — Og eitt er vist, aö takist aö hrekja þessa rikisstjórn frá völdum og viöreisnarflokkarnir taki aftur viö, þá vitum viö I verka- lýöshreyfingunni af biturri reynslu, aö byröarnar veröa fyrst og fremst lagðar á launafólkiö og vandamálin leyst á þess kostnað. Þaö er skylda okkar aö forða þvi aö svo fari. -TK. AuglýsidT i Timanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.