Tíminn - 20.03.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.03.1973, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 20. marz. 1973 l'ÍMINN 9 (Jtgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsbiaðs Timans). Augiýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur í Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Aðrar skrifstofur: sími 18300. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands, I Iausasölu 18 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. - Lærum af reynslunni '58 Þegar rikisstjórnin kom til valda setti hún sér það takmark að auka kaupmátt launa verkafólks um 20% á tveimur árum. Samningarnir, sem gerðir voru i desember 1971 og komust á án verkfallsbaráttu og fyrir atbeina rikisstjórnarinnar, voru byggðir á þessu stefnumarki. Til grundvallar lá ákveðin þjóðhagsspá sérfræðinga um aukningu þjóðar- tekna á árinu 1972. Þvi miður urðu þjóðartekjur nokkru minni á árinu 1972 en spáð hafði verið. Til að ná settu marki og hamla eftir mætti gegn verðbólguþróun fylgdi rikisstjórnin mjög harðri stefnu i verðlagsmálum. Er ekki hægt að neita þvi, að þessi harkalega stefna i verð- lagsmálum hefur valdið ýmsum fyrirtækj- um, sem ekki hafa fengið að hækka verð á framleiðslu sinni, til samræmis við hækkaðan tilkostnað við framleiðsluna, verulegum erfið- leikum og ógerlegt að neita þeim endalaust um nokkrar tilslakanir, ef halda á fyrirtækjunum i fullum gangi en það er annað mikilvægt stefnu- mark rikisstjórnarinnar, að atvinnufyrirtækin séu rekin með fullum krafti. Skv. útreikningum Vinnuveitendasambands Islands hefur timakaup hækkað um 53% siðan þessir samningar voru gerðir. Fram til 1. feb. sl. hafði framfærsluvisitalan á sama tima að- eins hækkað um rúm 17%, þannig að það hafði tekizt enn betur en stefnumarkið um 20% kaup- máttaraukningu verkafólks hafði gert ráð fyrir og á skemmri tima en ætlað var. Það var samdóma álit allra fulltrúa á siðasta Alþýðusambandsþingi, að kjarasamningar þeir, sem rikisstjórnin beitti sér fyrir i des. 1971 væru ,,óefað hinir mestu kjarabótasamn- ingar i sögu islenzkra verkalýðssamtaka”. Þegar náttúruhamfarirnar hófust i Vest- mannaeyjum varð hins vegar ljóst, að kaup- hækkanirnar ásamt visitöluuppbótunum, sem koma skyldu til greiðslu 1. marz,yrðu ekki raunhæfar kjarabætur, heldur aðeins verð- bólgukauphækkanir, sem myndu brenna upp i verðlagshækkunum. Er ætlað að verðlags- hækkanir, sem leiða af kauphækkununum 1. marz verði ekki undir 10%. En þessar verðlagshækkanir munu aftur leiða af sér kauphækkanir og verðbólguskrúf- an er komin á fulla ferð og þar með er verið að efna i nýja kollsteypu i efnahagsmálum, sem mun bitna harðast á launþegum, þegar þar að kemur. Björn Jónsson, forseti ASÍ, orðaði þetta svo á fundi hjá Alþýðuflokknum, að visitölu- hækkanirnar yrðu fyrirsjáanlega svo miklar, að ekkert nema „kraftaverk” gæti komið i veg fyrir nýja og alvarlega kollsteypu i efnahags- málum og þess vegna yrði ekki um neinar kauphækkanir að ræða i næstu samningum. Þetta „kraftaverk” getur verkalýðshreyf- ingin unnið með þvi að ganga til samninga nú við rikisvaldið sem tryggja þann kaupmátt, sem rikisstjórnin lofaði i málefnasamningn- um, en koma i veg fyrir kollsteypuna og það hrikalega tjón, sem launþegar biða af henni. Látum ekki söguna frá 1958 endurtaka sig. — TK. ÞRIÐJUDAGSGREININ Taka þarf starfsundir- búning lækna til endur- skoðunar og endurmats Úr þingræðu Ingvars Gíslasonar alþm. við 1. umræðu um frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu Ég held, aö þaö sé ekki of- mælt, aö ástandiö I læknamál- unum sé eitt hiö mesta áhyggjuefni almennings nú og úrbætur I þeim efnum næsta brýnar. Það frumvarp, sem hér liggur fyrir, fjallar um endurskipulagningu heil- br igöis þjónus tun na r , og samkv. stefnumörkun 1. greinar frumvarpsins er um mjög róttæka stefnu aö ræöa, sem þetta frumvarp boðar. Hún er aö veita landsmönnum sem fullkomnasta heilbrigöis- þjónustu, i viöri merkingu þess orös, og i þessu frum- varpi er aö finna útfærslu þessarar stefnu. Frumvarpiö gerir ráö fyrir gerbreyttu skipulagi heilbrigðisþjónust- unnar og gefur heilbrigöis- þjónustunni í raun og veru nýtt inntak. Frv. lýsir þannig miklum vilja til nýskipunar, og ég held, aö allir hljóti aö vera sammála um, aö nýskipun á sviöi læknisþjónustu sé ákaf- lega brýn, þvi aö ástandið i þeim efnum er vægast sagt hörmulegt. Viö vitum, aö stór- ir landshlutar, jafnvel heilar sýslur, eru nær læknislausir mestan hluta ársins, og mörg lögbundin læknishéruö eru læknislaus ár eftir ár. Heim- ilislæknaskortur er almennt og alvarlegt vandamál i ýms- um kaupstöðum, þannig aö þaö er ekkert um þaö aö vill- ast, að núverandi læknaskipun er stórgölluö og þjónar tæpast tilgangi sinum nú oröiö. A.m.k. viröist svo vera, þar sem ómögulegt er aö manna ýmis héraöslæknisembætti i landinu, svo aö þau standa auð ár eftir ár. Það er þvi i sjálfu sér engin eftirsjá eftir núver- andi læknaskipun, og munu allir fagna þvi, ef hægt er aö endurskipuleggja heilbrigöis- þjónustuna og þar meö fyrst og fremst læknaskipunina, á þann veg, aö hún veiti lands- mönnum sem fullkomnasta þjónustu, eins og markmið þessa frumvarps er. Ég lit svo á, aö með þessu frumvarpi sé verið að stiga mjög djarft spor, og þess er vissulega þörf. Ég held, aö ekki veröi bornar brigður á, aö ef þetta nýja skipulag kemst á, er um svo stórfellda fram- för aö ræöa í íslenzkri lieil- brigðisþjónustu, aö varla mun eiga sér hliðstæðu á öðrum sviðum. Þess vegna óska ég þess, aö þetta nýja skipulag megi komast á og veröa virkt sem undirstaða islenzkrar heilbrigöisþjónustu um langa framtiö. Forsendur skipulagsins Hitt er annað mál, að það er ekki nóg aö semja lög og setja fram skynsamlegar áætlanir. Til þess að lög verði virk og Ingvar Gíslason áætlanir áþreifanlegar, þarf meira en góöar óskir alþm. og áhuga rikisstj. og embættis- manna. Hvaö þetta snertir þurfa vissar forsendur aö vera fyrir hendi. i fyrsta lagi þarf mikiö fjármagn og i ööru lagi þarf sérstakan undirbúning til að hrinda hinu nýja heii- brigöisskipulagi i fram- kvæmd. Ég hygg, aö þetta hvort tveggja geti orðið býsna örðugt viðfangsefni. Samt held ég, aö fjáröfiun og skipu- lagning framkvæmda veröi ekki þaö, sem erfiöast reynist. Ég hef ekki trú á þvi, þegar til kastanna kemur, aö standa muni á fjármagni til aö vinna að endurbótum á heilbrigöis- þjónustu og læknaskipun. Ég geri lika ráö fyrir þvi, aö þaö þurfi ekki beinlinis aö standa á tæknilegri og sérfræðilegri þekkingu viö uppbyggingu þessa nýja kerfis. En það, sem ég óttast, og þaö, sem er ofarlega i huga minumíþegar ég horfi lengra fram varöandi framkvæmd þessa máls, er tvennt: í fyrsta lagi, að þetta kerfi leysi ekki i tæka tiö þann brýna vanda, sem viö er aö glima nú, og i ööru lagi er engin trygging fyrir þvi i þessu frumvarpi, aö hægt veröi aö manna heilsu- gæzlustöðvarnar meö þvi æskilega starfsliöi lækna og hjúkrunarfólks, sem frv. gerir ráð fyrir. Tregöa læknanna Þetta er þaö, sem ég óttast mest, og ég get ekki legið á þvi við þessa umræðu. Þaö vantar i frumvarpið og þaö vantar i aðra löggjöf tryggingu fyrir þvi, aö læknar fáist til aö gegna störfum hér á landi, þrátt fyrir svo fullkomiö skipulag, sem hér er gert ráö fyrir. Viö skulum athuga, aö þetta nýja kerfi þarfnast mikils starfsliðs. Fyrst og fremst krefst þaö útlæröra lækna, en einnig nauösynlegs aöstoöar- fólks, hjúkrunarfólks margs konar, læknaritara, meina- tækna, sjúkraþjálfara, jafnvel sálfræöinga og félagsráögjafa o.s.frv. Þetta fólk er ekki til i landinu i dag nema aö sára- litlu leyti, jafnvel læknislært fólk, sem er fúst aö takast á viö vandamál af þessu tagi, er ekki fyrir hendi. Það er þó undirstaða þessa kerfis, sem hér er boöað, að slikt fólk sé fyrir hendi, fyrst og fremst læknarnir. Eigi aö siöur dáist ég aö þeim stórhug, sem þetta frumvarp ber meö sér, og ég efa ekki, aö hið fyrirhugaða skipulag sé á allan hátt mjög skynsamlegt og boöi það, scm hlýtur aö koma. En ég óttast erfiöleikana viö framkvæmd þess. Mest óttast ég, að ekki sé fundiö ráð við viljaskorli læknastéttarinnar til aö sinna almennum lækningum hér á íslandi. Ilvaö sem livcr segir um skipulag og hvaö sem hvcr segir um ytri aöbúnaö, þá blasir við tregða og viljaskort- ur læknastéttarinnar, að ekki sé sagt ábyrgðarleysi hennar, gagnvart verkefnum I þjóð- félaginu, sem hún ein getur af hcndi leyst. Endurmat læknakennslu Þess vegna geri ég það að sérstakri ábendingu minni viö umræður um þetta mál, að slarfsundirbúningur lækna- stéttarinnar verði tekinn til endurskoðunar og endurmats. Ég hygg, að á þvi sé engin vanþörf. Það liefur yfirleitt aidrei skort vilja rikisstjórnar og Alþingis til aö bæta heil- brigöisþjónustuna i landinu, og þaö hefur aldrei slaöiö á fjármagni i sambandi viö þaö aö eyða læknaskortinum i landinu. Ég held þvert á móti, að þaö hafi ætiö verið eitt mesta áhugamál þings og stjórnar að koma i veg fyrir læknaskort. 1 þessu máli sem öðrum er reynsian ólygnust. I.æknastéttin hefur i rauninni brugðizt. Það má vera, aö eitt- hvaö sé aö rofa til i þeim efn- um. Ég skal fúslega viður- kenna, aö eitt og annaö bendir til þess, aö læknastéttin finni meira til ábyrgðar sinnar en áður var. Þessi hugarfars- breyting á þó cftir að koma skýrar fram i verki. Viö skul- um vona, aö þetta skörulega frumvarp hafi áhrif i þá átt. Ég endurtek höfuðatriði þess, sem ég vil benda á nú viö 1. umræöu málsins, og þaö er, aö sta rfs un dirb úningur læknastéttarinnar verði tek- inn til endurmats og endur- skoðunar, og aö betur veröi hugaö aö leiöum til aö bæta úr brýnu neyöarástandi i Inkna- málum landsins. Samtök áhugamanna um friðun Norður-Atlantshafs stofnuð NEFND um friðun Norðurhafa fyrir ofveiði, mengun og hernaði verður stofnuð formlega á fundi, sem haldinn verður i Norræna húsinu á morgun, miðvikudag. Þegar hefur verið haldinn undir- búningsfundur að stofnun nefnd- arinnar, en hlutverk hennar verður að vinna að samstarfi smáþjóða við Norður-Atlantshaf um friðun fiskistofna, ráðstafanir gegn mengun og friðlýsingu Norður-Atlantshafs. A undirbúningsfundinum komu fram ýmsar hugmyndir um verk- efni og starfssvið nefndarinnar og rætt var um nauðsyn þess, að leita eftir samstarfi við ýmsa áhugamannahópa um verndun fiskistofna og útfærziu fiskveiði- landhelgi i nálægum löndum, einkum i Grænlandi, Færeyjum, Skotlandi og Skandinaviu og veita þeim hugsanlega aðstoð og hvatningu frá Islandi. Auk þess að vinna að friðun Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.