Tíminn - 20.03.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.03.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Þriðjudagur 20. marz. 1973 Umsjón og ábyrgð: Samband ungra framsóknarmanna Er það virkilega rétt að niðurskurður ríkis- framkvæmda hafi bitnað mest á landsbyggðinni? S.L. laugardag birti Alþýöublaöiö útreikninga um niöurskurö fjárlaga. Segir blaöiö aö útreikningarnir séu geröir á vegum Sambands sveitarfélaga i Austurlandskjördæmi. Samkvæmt þessum útreikningum hefur niöurskuröur pr. ibúa veriö allt aö sjö sinnum meiri úti á landi heldur en á höfuöborgarsvæöinu. Bendir Alþýðublaöið á, aö þetta sé undarleg framkvæmd á byggöastefnu. Um leiö og SUF-siöan birtir þessa útreikninga skorar hún á fulltrúa rikisstjórnarinnar aö gera grein fyrir þessu máli. Þvi veröur vart trúaö, aö þessir útreikningar séu réttir. Hér hlýtur eitthvaö aö fara milli mála. Kjördæmi: Niðurskurður: pr. íbúa: Reykjavík 58,0 mill j. 700.00 kr. Reykjaneskjördæmi 11,7 mill j. 298,00 kr. Vesturlandskjördæmi 16,0 millj. 1,212,00 kr. Vestf jarðakjördæmi 21,3 millj. 2.145,00 kr. Norðurl.vestra 13,9 millj. 1,401,00 kr. Norðurl.eystra 21,7 mill j. 967,00 kr. Austurlandskjördæmi 20,0 millj. 1.767,00 kr. Suðurlandskjördæmi 12,0 mill j. 656,00 kr. Samtals: 174,6 mill j. meðaltal 842,00 kr. Boðskapur AAorgunblaðsins s.l. sunnudag: „Þessir framsóknarmenn eiga í raun og veru algera samstöðu með sjólfstæðis mönnum í utanríkis- og öryggismálum" „Þessi samstaða getur einnig haft mikla þýðingu á öðrum vettvangi" Á SUNNUDAGINN var birti Morgun- blaðið sérstakan fagnaðarleiðara í til- efni af ræðu Jóns Skaftasonar á fundi í Framsóknarfélagi Reykjavíkur. Leiðar- íinn er samfellt lof um ræðu Jónsog það talin mikil gleðitíðindi, að einn af „stuðningsmönnum" vinstri stjórnar- innar skuli nú opinberlega hafa gerzt stuðningsmaður stefnu Sjálfstæðis- flokksins í utanríkismálum. Jafnframt er í leiðaranum harmað, að öf I í Alþýðu- flokknum hafi „bilað í þessu mikilvæga máli" eins og Morgunblaðið orðar það. Hins vegar huggar Morgunblaðið sig við það, að þótt Alþýðuflokkurinn hafi þannig brugðizt, þá sé hægt að treysta á „verulegan hluta Framsóknar- flokksins", og er Jón Skaftason talinn sérstakur fulltrúi fyrir þennan stuðningsarm íhaldsins í Framsóknar- flokknum. Leiðaranum lýkur svo á dularfullri setningu um að þessi nýja samstaða geti „haft mikla þýðingu á öðrum vettvangi". Hver skyldi sá vett- vangur vera? Hér fer á eftir niðurlag leiðara Morgunblaðsins. Öllum framsóknar- mönnum og stuðningsmönnum stjórnar- innar er ráðlagt að íhuga það vandlega: ,,Þessi ræða Jóns Skaftasonar nú er mjög þýðingarmikil vegna þess, að hún staðfestir, að verulegur hluti Fram- sóknarmanna er andvígur því, að varnarliðið hverfi af landi brott og að þessir Framsóknarmenn eiga í raun og veru algera samstöðu með sjálfstæðis- mönnum í utanríkis- og öryggismálum. Sú samstaða hefur meginþýðingu, ekki sízt þegar haft er í huga, að einhverjir hópar í Alþýðuflokknum hafa bilað í þessu mikilvæga máli. Samstaða lýðræðisaflanna um öryggismálin hefur tryggt farsæla stefnu í þessum málum fram til þessa og sá stuðningur, sem bersýnilega er innan Framsóknar- flokksins við þá afstöðu, sem sjálf- stæðismenn hafa haldið fast við, gefur auknar vonir um, að því verði forðað, að kommúnistum takist að koma áformum sínum fram. Þessi samstaða getur einnig haft mikla þýðingu á öðrum vett- vangi". „TEK EKKERT MARK Á SAM- ÞYKKTUM FLOKKSÞINGS!" sagði þingmaðurinn á hinum fræga fundi A FUNDI, sem Framsóknar- félag Iteykjavikur boöaði tii 14. þessa mánaöar meö fundar- efninu Varnarliöið — þjóöarat- kvæðagreiðsla, haföi Jón Skaftason þingmaöur Reykja- nesskjördæmis framsögu. Það kom fram f ræöu Jóns, að hann taldi, að varnarliöiö ætti ekki að hverfa af landinu. Hann sagöi þaö vera sina skoöun, aö öryggi okkar væri bezt tryggt með þessari varnarstöö. Hann lýsti þvi ennfremur, aö árás á island myndi skoðast sem árás á Bandarikin. i málflutningi sinum benti Jón m.a. á, að Willy Brandt heföi jafnvel viljaö, aö Vestur-Þjóöverjar greiddu sjáifir fyrir herstöö Bandarikja- manna þar I landi heldur en að missa hana. Þessa röksemd haföi hann m.a. fyrir mikiivægi herstööva Atlantshafsbanda- lagsins. Jón lýsti ennfremur yfir að hann myndi hlita hverri þeirri niöurstööu, sem þjóöarat-. kvæöagreiösla um varnarmálin gæfi. Á þessum fundi tóku fjölmargir til máls.alls 18 manns, og vildi ENGINN ræðumanna una áfram- haldandi hersetu Banda- ríkjamanna, að undan- skildum Jóni Skaftasyni og Birni Pálssyni þing- manni Húnvetninga. Var fyrir norðan að rýja Björn Hún vetningaþing- maður fór nokkrum háöulegum oröum um andstæðinga herset- unnar og lýsti þeirri skoöun sinni, aö herinn ætti hér aö vera á meðan Atlantshafsbandalagiö teldi þess þurfa. — Svo mörg voru þau orö, en þau áttu eftir aö veröa fleiri af furðulegu tagi. Björn sagöi svo frá i þennan hóp, aö hann bæri enga ábyrgö á þessum stjórnarsáttmála. Hann heföi ekki nálægt honum komiö og hefði veriö fyrir noröan aö rýja, þegar hann var sam- þykktur. Ennfremur sagöi Björn, að hann tæki ekkert mark á samþykktum flokks- þings. Hann sagðist vera sjálf- stæður maður og geta séö um sig sjálfur. Jón Skaftason tók í lokaræðu sinni undir þessi orð og sagði:, að menn tækju ekki þátt i atkvæða greiðslum né heldur mikið mark á samþykktum flokksþings. Er ástæða fyrir unga framsóknar menn að sækja næsta flokksþing Þessar upplýsingar tveggja þingmanna flokksins um, að þeir taki ekkert mark á sam- þykktum flokksþingsins eru þess eðlis, aö óviöunandi er. Menn geta ætlaö, að fyrr- greindir þingmenn taki heldur ekkert mark á samþykktum miöstjórnarfundar, ef sam- þykktir eru þeim i óhag. Þá ris sú spurning, hvaöa gagn sé aö fjölmennum og hávaðasömum fundum flokksins, þar sem talaö er frjálsum orðum um áhrif hins óbreytta flokksmanns, en sjálf- skipaöir einræöisseggir láta skoðanir flokksmanna sem vind um eyru þjóta. Enginn maöur getur haft trú á lýöræði og um leiö umboriö með þögn og þolin- mæöi þessa framkomu. Ef þing- menn mótmæla ekki tillögum á flokksþingi og greiöa jafnvel at- kvæöi meö þeim, en neita síöan að standa við þær, þegar á reynir, þá er eins gott að hætta öllu fundafargani. . Eitt er víst, að ekki verða ungir menn ákafir í að sækja þessar sam- kundur flokksins, meðan svona aðilar fara með völd og framkvæmd í flokksmálum. Ekki yrðu flokksþing og mið- stjórnarfundir rismiklir ef þar mættu aðeins já-menn flokksins. Hvaða kerfi er ó íslandi Þaö væri hollt fyrir menn aö hugleiða hvers konar lýöræöi tiökast á tslandi. Hér er fulltrúalýðræði ,Hér eru menn kosnir sem fuiltrúar flokka, sem þá þegar hafa mótaö stefnu sina. Þeir menn, sem siöan hljóta kosningu, eru fulltrúar flokksins og stefnu hans en ekki á valdi persónu- lcgra duttlunga. Hér er ekki kosið um menn, þaö sannar til dæmis það „mannval”, sem á Alþingi er. Vist er um 48gr. stjórnarskrárinnar, sem kveður á um að Aiþingismenn séu ein- göngu bundnir af sannfæringu sinni, ef sannfæring manna fer i bága við stefnu flokks þeirra þá ættu þeir að vera menn að meiri og lýsa þvi yfir skýrt og skorinort að þeir séu ekki sam- þykkir stefnu flokks sins i til- teknu máii. Þá yfiriýsingu verða þeir að gefa fyrir kosn- ingar, annars hafa þessir menn hlotiö kosningu á fölskum for- sendum. Tvískinnungur boðar feigð Framsóknar flokksins Ekki skulu stjórnendur Framsóknarflokksins ala með sér þann miskilning, að þeir hæni að sér ungt fólk með því að sv(ðsetja fyrir það glæsiiegar f jöldasamkomur, sem síðan eru ekkert annað en blekking. Ef þeir hins vegar halda, að sú sé leiðin, þá vakna þeir upp við vondan draum innan tíðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.