Tíminn - 20.03.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.03.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Þriöjudagur 20. marz. 1973 Bjórkrúsirnar hækka Þaö þykir engum mikiö i Þýzka- landi aö svolgra i sig einn litra af bór. Hins vegar hefur fólki stundum þótt slæmt, aö bjór- krúsirnar hafa verið svo lagar að froðan, sem myndast, þegar krúsirnar eru fylltar, rennur út yfir barmana, og niður á borðin, og þar með tapast dálitið af þessum sómadrykk. Nú hefur verið ákveðið að láta framleiða stærri, eða réttara sagt hærri, bjórkrúsir fyrir þennan eins litra skammt, þannig að fólk tapi engu af froðunni. Fram til þessa hefur verið tveggja senti- metra boð á glösunum, en það nægir sem sagt ekki froðunni, hún er svo mikil. 1 nýju glösunum veröur fjögurra senti- metra borð, og á það að nægja. Gömlu bjórkrúsirnar eru ekki lengur á markaðnum, heldur einungis nýja gerðin, en þrátt fyrir það ganga lögin um krúsa- stærðina ekki i gildi fyrr en i janúar 1980. Telja veitingahúsa- eigendur, að þessi lög séu til bóta, og þar sem þau ganga ekki i gildi fyrr en eftir sjö ár, verða þeir á auðveldan hátt búnir að skipta um allar krúsir fyrir þann tima, og þurfa ekki að leggja út aukapeninga til þessara skipta, en áætlað er, að 75% allra glasa og bjórkrúsa hverfi árlega annað hvort vegna þess að þær brotna eða hrein- lega vegna þess,að gestir taka þær með sér sem minjagripi. Tina vill skilja við Niarchos Það vakti töluverða athygli, þegar Tina Livanos, sem gift var Ari Onassis i eina tið, giftist mági sinum, Niarchos, stuttu eftir að systir hennar, kona Niarchos dó á dularfullan hátt. Tina hafði gifzt Blanford lávarði skömmu eftir að hún skildi við Onassis, en skildi við hann og giftist Niarchos. Eftir að Tina og Niarchos giftust kom i ljós, að þau höfðu verið ástfangin fyrir hvorki meira né minna en 18 árum, og þá hafði Niarchos meira að segja beðið Tinu. En þá kom Onassis til sögunnar, og hann var mun rikari en keppi- nautur hans, og afleiðingin var sú, að Tina valdi hann. Niarchos lét sér þá nægja að giftast hinni systurinni sem var bæði eldri og þroskaðri. Það varð aldrei fyllilega upplýst, hvernig stóð á dauða Eugeniu Niarchos. Sumir töldu, að eiginmaðurinn hefði borið ábyrgð á dauða konu sinnar, en það sannaðist aldrei. Mikill hluti auðs Niarchosar hafði upphaflega komið frá konu hans, en þær systurnar voru ekki siður vel stæðar en mennirnir, sem þær giftust. Vel getur verið, að dauði Eugeniu eigi nú sinn þátt í þvi, að hjónaband þeirra Tinu og Niarchosar er að fara út um þúfur, en þó telja flestir, að það sé eiginmaðurinn sjálfur, sem ekki hefur verið eins og kona hans óskaði sér. Hann drekkur töluvert mikið, og er heldur leiðinlegur með vini, að þvi er sagt er. Niarchos vill alls ekki veita konu sinni skilnað, og til þess að reyna að þvinga hana til áframhaldandi sambúðar hefur hann nú hætt að láta hana fá eins mikla peninga og hann hafði gert fram að þvi, að hún fór að ræða um skilnað. Til þess að eiga peninga fyrir þvi, sem Tina sjálf vill eyða i hefur hún gripið til þess ráðs, að selja smátt og smátt eitthvað af skartgripum sinum. Það getur kostaðpening að skilja, og Tina ætlar sér að gera það, og auk skartgripana hefur hún nú einnig selt málverk eftir Rubens. Ætti hún þvi að hafa næga peninga til þess að tryggja sér aðstoð sæmilegs lög- fræðings. Dfik DENNI DÆMALAUSI Yss, þetta er ekki neitt. Ég fór svona með eina barnfóstruna mina einu sinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.