Tíminn - 20.03.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 20.03.1973, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 20. marz. 1973 TÍMINN 15 Valur hefur tekið forustuna í 1. deild — ruddu íslands- meisturunum Fram úr vegi á sunnudagskvöldið Valsmenn tóku forustuna f ís- landsmótinu i handknattieik, þeg- ar þeir unnu Fram 16:11 á sunnu- dagskvöldið i fjörugum leik. Með þessum sigri er Valsliðið komið með hendurnar á islands- meistaratitilinn og það var greinilegt, að forráðamenn, leik- menn og áhangendur Vals, drógu andann léttar eftir ieikinn á sunnudaginn. Það tók iangan tima fyrir ieikmennina að skora mark i leiknum. Bergur Guðna- son, sem lék vel, varð fyrstur til að skora mark. Andrés Bridde jafnaði 1:1. siðan mátti sjá 2:2 og 3:3. Þá tóku Framarar sprett og skoruðu þrjú mörk i röð og breyttu stöðunni i 5:2 og staðan i háifieik, var 6:4. Framarar fóru illa að ráði sinu i byrjun siðari hálfleiks. Þá byrj- uðu þeir með knöttinn og fengu möguleika á að ná þriggja marka forskoti. Þeim tókst ekki að skora og misstu leikinn i 6:6. Þegar staðan var 8:7 fyrir Fram fór Valsliðið i gang og einmitt þá varð þjálfara Fram á mistök. Hann tekur Þorstein Björnsson út af, en hann hafði varið vel i leikn- um. Ólafur Jónsson, jafnaði 8:8 með góðu langskoti. Þá náði Stefán Gunnarsson, forustunni fyrir Val og Bergur skoraði 10:8 úr vitakasti. Siðan skoraði Stefán af linu og var þá sigur Vals i höfn. Sigurbergur Sigsteinsson minnk- aði muninn i 11:9. Þvi svöruðu Valsmenn með þremur mörkum og náðu fimm marka forustu 14:9, sem þeir héldu. Leiknum lauk 16:11 fyrir Val. GUNNSTEINN SKÚLASON...sést hérstökkva inn I vltateig Fram og skora stórglæsilegt mark hjá Þor- steini Björnssyni. (Timamynd Róbert) Bergur Guðnason og Ólafur Benediktsson, léku mjög vel i Valsliðinu. Bergur skoraði sjö mörk i leiknum og brást honum ekki bogalistin i vitaköstum. Þá varði Ólafur mjög vel og hann sannaði, að hann er okkar bezti markvörður. Mörk Vals, skor- uðu: Bergur 7 (5 viti), Ólafur Jónsson 2, Stefán 2, Gunnsteinn, Jón Karlsson, Gisli, Agúst og Torfi, eitt hver. Framliðið náði sér ekki á strik gegn sterkri vörn Vals, Axel Axelsson skoraði aðeins eitt mark með langskoti i leiknum. Ungu leikmennirnir Hannes Leifsson og Andrés Bridde, komust einna bezt frá leiknum. Þá varði Þorsteinn Björnsson, vel, en þess má geta, að hann kom beint úr rúminu, þar sem hann hefur legið veikur. Mörk Fram skoruðu Ingólfur 3 (öll viti), Axel 3 (1 viti), Andres og Hannes, tvö hvor og Sigurbergur eitt. Leikinn dæmdu þeir Björn Kristjánsson og Haukur Þor- valdsson, mjög vel. TÍMINN ER TROMP Hér á myndinni sjást stúlkurnar,sem voru I þremur efstu sætunum I Alafosshlaupinu. Ragnhildur Páls- dóttir, Lynn Ward og Litlja Guðmundsdóttir. (Timamynd Róbert) r _ r _ _ Álafosshlaupið: AGUST OG SÚ ENSKA SIGRUÐU Agúst Asgeirsson, 1R bar sigur en Einar Óskarsson varð þriðji. ALAFOSSHLAUP úr býtum i endurvöktu Alafoss- Ungur piltur úr UMSK, Markús Karlar: min. hlaupi, sem fram fór á sunnudag. Einarsson varð fjórði en hann er 1. Agúst Asgeirsson I.R. Keppendur voru allmargir eða 14 mjög efnilegur. ..............uéi?0'58'9 i karlaflokki og 5 I kvennaflokki. Enska stúlkan Lynn Ward sigr- 2. Jón H. Sigurösson HSK Fljótlega eftir að hlaupiö hófst aði fremur auðveldlega i hlaupi ..... ■■••„^341 skáru fimm hlauparar sig úr, þeir kvenna og hafði forystu frá 3. Einar óskarsson UMSK Agúst Asgeirsson, Sigfús Jóns- upphafi. Ragnhildur Pálsdóttir, 22:09.0 son, Einar Óskarsson, Jón H. UMSK fylgdi Ward eftir fram yfir 4. Markús Einarsson UMSK Sigurðsson og Július Hjörleifsson. mitt hlaup, en sigur Lynn Ward .•;■••••. 22:22:9 1 brekkunni við Ulfarsfell tognaði var aldrei i neinni hættu. Þessi 5. Ragnar Sigurjónsson UMSK úr þessum hóp og þeir félagar stúlka hleypur mjög fallega og ••■••.••••.•••• 23:130 Agúst og Sigfús náðu öruggri for- virtist ekki taka þetta nærri sér. 6. Högm Oskarsson KR ystu. Að hlaupinu loknu voru afhent ............... 24:28.0 verðlaun, en það gerði Pétur 7. Gunnar Snorrason UMSK Undir lokin var Agúst lang- Pétursson, forstjóri Alafoss, en 25:04.0 sterkastur, en Sigfús, sem fylgt verksmiðjan gaf verðlaunin. 8. Bjarni Bjarnason UMSK hafði honum eftir lengi vel, varð Enska stúlkan fék og sérstök 9. Július Hjörleifsson 1R að hætta. Jón H. átti góðan enda- verðlaun. Hlaupið tókst i alla 10. Böðvar Sigurjónsson UMSK sprett og tryggði sér annað sæti, staði ágætlega. Framhald á bls. 19 KR fallið í 2. deild — tapaði fyrir Ármann 12:8 í lélegum leik KR-ingar eru fallnir í 2. deild i handknattleik. Á sunnudagskvöldið léku þeir gegn Ármanni, sem átti ekki í erfiðleikum með þá. Ármann vann 12:8 í leik, sem flestir reiknuðu með, að yrði spennandi og tví- sýnn. Leikurinn varð það aldrei, það var greinilegt að KR-liðið gat ekki unnið Ármannsliðið, sem er miklu sterkara. Armann náði fljótlega góðri forustu i leiknum og var staöan orðin 7:3 I hálfleik. I síðari hálf- leik reyndu KR-ingar að jafna leikinn. Þeim tókst það ekki, Ar- menningar héldu fjögurra marka muninum út leikinn. Lokastaöan varð 12:8 fyrir Armann. Það er ekki hægt að hrósa leik- mönnum fyrir leikinn, sem var leiðinlegur á að horfa. Mörkin skoruðu þessir leikmenn: Armann: Vilberg 3, Þorsteinn 2, Jón 2, Hörður 2, Guðmundur, Olfert og Björn, eitt hver. KR: Björn Blöndal 3, Björn Pétursson og Haukur tvö hvor og Bjarni eitt. í sundi valið — keppni við íra í Dublin um næstu helgi islenzka landsliðið i sundi, sem keppir við íra i Dublin á laugar- daginn og sunnudaginn n.k. hefur verið valið. Þeir sem taka þátt i landskeppninni eru þessir Karlar: Guðmundur Gislason, A. Guðmundur ólafsson, SH Gunnar Kristjánsson, A Páll Arsælsson, Æ Sigurður Ólafsson, Æ Guðjón Guðmundsson, IA Hafþór Guðmundsson, KR Friðrik Guðmundsson, KR Konur: Vilborg Júliusdóttir, Æ. Vilborg Sverrisdóttir, SH Guðrún Halldórsdóttir, 1A Helga Gunnarsdóttir, Æ Hildur Kristjánsdóttir, Æ Salóme Þórisdóttir, Æ Guðrún Pálsdóttir, Æ Guðrún Magnúsdóttir, KR Þór eða Grótta í 1. deild? — Þróttur stöðvaði sigurgöngu Akureyrarliðsins ÞRÓTTUR stöðvaði sigurgöngu Akureyrarliðsins Þórs á sunnu- daginn i 2. deildarkeppninni. Leikurinn var lengi vel tvisýnn og spennandi. Undir lokin náði Þrótt ur góðu forskoti og sigraði 17:1 i. Akureyrarliðið er nú aðeins feti frá 1. deild. Liðið á eftir að leika tvo leiki i deildinni og þarf það að vinna þá báða til að tryggja sér 1. deildarsætið. Báða leikina leika leikmenn liðsins á heimavelli og ættu þeir þvi að eiga mikla sigur- möguleika. Þá verða þeir að taka á og ekki að gefast upp, þvi að leikirnir eru mjög erfiðir. Fyrst leika þeir gegn erki fjendunum KA og siðan gegn Gróttu, sem einnig er að berjast um 1. deildar- sætið. FASTEIGNAVAL Skólavörðustig 3A (11. hæö) Slmar 2-29-11 og 1-92-55 Fasteignakaupendur Vanti yður fasteign, þá hafið samband við skrifstofu vora. Fasteignir af öllum stærðum og geröum, fullbúnar og I smiðum. Fasteignaseljendur Vinsamlegast látið skrá fast- eignir yöar hjá okkur. Aherzla lögð á góða og örugga þjónustu. L.eitið upp- lýsir.ga um verð og Sldlmála. Makaskiptasamningar oft mö&ulegir. önnumst hvéirs konar samn- ingsgerð fyrir yður. Jón Arason hdl. Máiflutningur, fasteignasala

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.