Tíminn - 20.03.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.03.1973, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriftjudagur 20. marz. 1973 ALÞINGI Umsjon: Elías Snæland Jónsson KEMUR NÝTT SKIP í STAÐ TÝS NÚ í VOR? — Nefnd á vegum dómsmálaráðuneytisins kannar möguleika á kaupum eða leigu skips til gæzlustarfa Ákveðið verður nú um næstu mánaðamót, hvort nauðsynlegt mun reynast að hafa hval- skipið Tý lengur við landhelgisgæzlu, eða hvort hægt verður að fá annað skip keypt eða leigt til þeirra gæzlu- starfa i stað Týs, að þvi er ólafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra, upplýsti á Alþingi i gær. Ráðherrann skýrði frá þessu i sambandi við umræður um stað- festingu bráðabirgðalaga um leigunám hvalveiðiskipa. Bjarni Guðbjörnsson (F) mælti fyrir áliti meirihluta allsherjar- nefndar efri deildar sem lagði til, að frumvarp um staðfestingu bráðabirgðalaganna yrði sam- þykkt. Frumvarp um landshluta- samtök sveitarfélaganna Sex þingmenn úr fimm flokkum hafa flutt á Alþingi frumvarp um breytingar á sveitarstjórnar- lögumfsem felur í sér, að settur verði nýr kafli i lögin um lands- hlutasamtök sveitarfélaga. Þar er gcrt ráð fyrir, aö sérhvert sveitarfélag eigi aðild að sam- tökum sveitarfélaga I sfnum landshluta. Landshlutasamtökin skulu setja sér sérstakar sam- þykktirog senda ráðherra þær til staðfestingar fyrir árslok 1974. 1 frumvarpinu, sem er flutt að beiðni stjórnar Sambands islenzkra sveitarfélaga, er gert ráð fyrir, að landshlutasam- tökum sé heimilt aö veita sýslu- félögum aðild að samtökunum. Einnig er sú undanþága veitt, að sveitarfélögum, sem ekki eiga beina aðild aö landshlutasam- tökum þegar lögin taka gildi, sé heimilt að fela fulltrúa sýslu- nefndar umboð gagnvart lands- hlutasamtökunum til loka kjör- timabils sveitarstjórna 1978. Samtökin skulu halda aðalfund árlega, og þar kjósa sér 5-11 manna stjórn. Sveitarstjórnir kjósa fulltrúa á aðalfund, og kjörgengir eru einungis aöalfull- trúar og varafulltrúar i sveitar- stjórn og framkvæmdastjórar sveitarfélaga. Kjósa sveitarfélög fjölda fulltrúa eftir ibúatölu sinni, minnst einn fulltrúa en mest sjö fulltrúa. Tekjur samtakanna eiga að vera árgjöld aðildarsveitar- félaganna, framlög úr Jöfnunar- sjóöi sveitarfélaga og aðrar tekjur. Hlutverk samtakanna á aö vera samkvæmt frumvarpinu: a. að vinna að sameiginlegum hagsmunum sveitarfélaga og héraða i umdæmi sinu og lands- hlutans alls, b. að vinna aö áætlanagerð varð- andi landshlutana i samráði við Framkvæmdastofnun rikisins, c. að vinna að öðrum verkefnum samkvæmt lögum, d. aö vinna að framkvæmdun á samþykktum aðalfunda sam- takanna og annast almennt ráð- gjafastarf i þeirra þágu. Flutningsmenn frumvarpsins eru Lárus Jónsson (S) Agúst Þorvaldsson (F), Karvel Pálma- son (SFV), Karl G. Sigurbergs- son (AB), Stefán Gunnlaugsson (A) og Ólafur G. Einarsson (S). —EJ Forsætisráð- herra sagði, að umsaminn leigutimi fyrir Tý væri til 1. mai 1973, og væri i samningi ákveðinn sá frestur, að til- kynna þyrfti fyrir 1. marz hvort framlengja ætti leigusamninginn. Með samkomulagi milli aðila hefði þessi frestur verið fram- lengdur til næstu mánaðamóta. Ráðherrann minnti á, að rikis- stjórnin hefði fengið heimild til þess að kaupa eða láta smiða skip til landhelgisgæzlu, og færi nú fram á þvi athugun, hvort hægt væri að fá skip keypt eða leigt timanlega til þess að taka við af Tý, svo hvalveiðiskipið gæti stundað veiðar á vertiðinni, sem venjulega hæfist i mailok. Þriggja manna nefndynniað at- hugun þessa máls. Hann sagði, að ekki væri ætlunin, ef unnt væri að komast hjá þvi, að framlengja leigu- samninginn. Hins vegar væri ekki einn séð fyrir um það. Ef Týr yrði áfram við landhelgisgæzlu yrði leigusali að leigja sér annað skip til hvalveiða. Þetta myndi allt ákveðið fyrir næstu mánaða- mót. Magnús Jónsson (S) mælti fyrir áliti minnihluta allsherjar- nefndar, sem taldi, að fella ætti frumvarpið þar sem umrædd lög væru nú þarflaus með öllu. Ef þau hefði einhvern timann haft til- gang, þá væri honum nú löngu lokið. Nokkur orðaskipti urðu milli þingmannsins og forsætisráð- herra, en siðan var frumvarpið samþykkt til 3 umræðu með 10 at- kvæðum gegn þremur. —EJ Nýr skuttogari kemur til ísafjarðar í dag GS, tsafiröi — Annar af sex skut- togurum,sem tslendingar eru aö láta byggja i Noregi var afhentur i Flekkefjord i siðustu viku. Er hann væntanlegur til tsafjarðar á þriðjudagskvöld (i kvöld). Þetta skip er eign hraðfrystihússins Norðurtanga h.f. á tsafirði, og hlaut nafniö Guðbjartur tS-16. Er þetta þriðja skipið sem Norður- tangi h.f. lætur byggja i Flekke- fjord. Hin skipin eru Vikingur III. og Guðbjartur Kristján. Skip- stjóri á ms Guðbjarti verður Hörður Guðbjartsson. M.s. Guðbjartur er 46,5 metrar að lengd og 9,5 metrar á breidd og mældist 407 brúttólestir. Við byggingu skipsins hefur verið lögð sérstök áherzla á góöa og þægilega vinnuaðstöðu i skipinu viö sjálfar veiðarnar, aðgerðina og alla meðferð á fiskinum. 1 skipinu eru fjögur blóðgunarker og góð aðstaða til slægingar á fiskinum, fiskþvottavél og færi- band,sem flytur fiskinn fram i lest. Allur fiskurinn verður isaður i kassa og standa þeir á pöllum i lestinni til þess að auð- velda löndun aflans. Er aflanum landað á sérstökum löndunar- krana, sem er á skipinu. Skipið er útbúið sérstakri isvéj, sem fram- leiðir 6 til 7 lestir af is á sólar- hring, og er isnum blásið i kassanna og sparar það mikla vinnu i lestinni. Lestin sjálf er loftkæld. Aðalvél skipsins er 1750 hestafla Wichmanvél og er gang- hraði skipsins 13,5 sjómilur. Auk þess er skipið búið tveimur 220 hestafla GM ljósavélum. Skipið er byggt til veiða bæði með botn- og flottrolli og er að sjálfsögðu hægt að stjórna öllum vindum skipsins frá brúnni. Aðaltogvinda er af Brussellegerð. Hún er raf- drifin en aðrar vindur skipsins eru oliudrifnar. Sérstök vinda er Gengisskráning hafin á ný GJALDEYRISSKRANING hófst i gærmorgun, en siðan 1. marz s.l. hefur ekki verið skráö annað gengi en dollarans. Þegar gjald- eyrisskráning hófst að nýju var staða dollarans, og þar meö islenzku krónunnar, heldur betri gagnvart öörum gjaldeyri en þegar gengisskráningin hætti 1. marz. Nú er sölugengi pundsins kr. 237,90en varl. marz kr. 241,90. Sölugengi 100 kr6na danskra er nú kr. 1.565.50 en var kr. 1.579,10 er þaö var siðast skráð. 100 vestur-þýzk mörk eru skráð á kr. 3.430,80 en var kr. 3.423,70. Staða krónunnar er svipuð gagnvart öðrum gjaldeyri en hér er talið, og hefur þvi aöeins hækkað frá þvi að óvissan um stöðu dollarans hófst 1. marz. Gjaldmiðlar flestra Vestur-- Evrópurikja eru enn fljótandi og eru þvi stöðugar breytingar á gengi flestra gjaldmiðla, en þær eru smávægilegar. Kl. 13 I gær, mánudag, var gengisskráningin þannig: SkríB frá Einlng Kl. 13.00 Koup Sala 15/2 '73 1 RamlflríkJadollar 96. 50 96. 80 19/3 '73 1 Sterlingspund 236. 60 237. 90 _ 1 Kanadadollar 96. 65 97. 15 _ ÍOO Danskar krónur !. 557. 40 1. 565. 50« _ ÍOO Norskar krónur 1.622. 60 1.631. 00 * - ÍOO Sænskar krónur 2. 161. 45 2. 172. 65 * _ ÍOO Pinnsk mörk 2. 495. 45 2. 508. 45 _ 100 Franskir frankar 2. i 25. 70 2. 136. 70 1) _ 100 Bolg. /rankar 243. 40 244. 70 _ 100 Svissn. frankar 2. 975. 35 2. 990. 75 « _ 100 Gyllinl 3. 344. 45 3. 361. 85* _ 100 V-rýzk mörk 3. 413. 10 3. 430. 80 * _ 100 LÍ rur 16. 87 16. 96 _ 100 Austurr. Sch. 468. 55 470. 95 _ 100 Escudos 419. 10 421. 30 100 Pesetar 167. 80 168. 70 15/2 '73 100 íleJ kningskrónur- Vöruskiplalönd 99. 86 100. 14 _ 1 Reikningsóollar- Vöru3kiptalönd 96. 50 96. 80 « Breyting fra síPiustu skránlngu. 1) Gildir aBeins fyrir gr'.iösiur tengdnr inn- og utflutn- ingi & vörum aftan við stýrishúsið, sem flot- trollið er undið upp á og tekur að- eins nokkrar minútur að skipta á botntrollinu og flottrollinu. öll siglinga- og fiskleitartæki skips- ins eru af nýjustu gerð og eru fiskleitartæki öll frá Furuno i Japan. Vistarverur eru fyrir 17 menn, en gert er ráð fyrir 15 manna áhöfn. 1 skipinu er komið fyrir sér- stökum veltitönkum, sem draga mjög úr veltu og til þess að nýta sem bezt allan afla, sem á skipið kemur hefur einnig verið komið fyrir sérstökum tönkum fyrir lifur og úrgang. M.s. Guðbjartur er systurskip Júliusar Geirmundssonar, sem kom til tsafjarðar nokkru fyrir áramótin i vetur. Ýmsar breyt- ingar hafa verið gerðar á Guð- bjarti með hliðsjón af þeirri reynslu, em fengizt hefur á út- gerð Júliusar Geirmundssonar á þessu timabili. Allt eftirlit með byggingu skip- anna i Noregi fyrir hönd út- Fundur var i efri deild Alþingis i gær, og voru nokkur mál á dagskrá. Halldór E. Sigurðsson, fjár- málaráðherra, mælti fyrir stjórnarfrumvarpi um breyt- ingu á tollalögum, en frum- varpið er bein afleiðing stað- festingar tslands á samn- ingnum við EBE og felur ein- göngu i sér nauðsynlegar orðalagsbreytingar til að toll- friðindum þeim, sem inn- flutningur frá EFTA-rikjunum hefur notið, verði jafnframt beitt gagnvart innflutningi frá EBE. Jafn- framt eru tiltekin þau 21 toll- skrárnúmer, sem samningur tslands og EBE tekur ekki til, varðandi innflutning til tslands en falla hins vegar undir ákvæði EFTA-samnings um friverzlun. Fram kom i ræðu ráð- herrans, að tollskrá er nú i endurskoðun, og er stefnt að þvi að leggja fram frumvarp um ný tollalög i byrjun næsta þings. Frumvarpinu var visað til 2. umræðu og fjárhagsnefndar. Oddur ólafsson (S) mælti fyrir áliti nefndar um stjórn- arfrumvarpið um dómara og rannsóknardeild i ávana- og fikniefnamálum, og nefndin mælti með samþykkt þess. Var frumvarpið samþykkt til 3 umræðu. Ragnar Arnalds (AB) mælti fyrir áliti nefndar um stjórnarfrumvarp um fjöl- brautaskóla, en hún lagði til að það yrði samþykkt sam- hljóða. Steinþór Gestsson (S) mælti fyrir breytingartillögu, sem hann hyggst flytja við 3. umræðu málsins. Magnús T. ólafsson, menntamálaráð- herra, kvaðst samþykkur breytingartillögunni. Var frumvarpið siðan samþykkt til 3 umræðu. Björn Fr. Björnsson (F) mælti fyrir nefndaráliti um lögreglustjóra i Hafnarhreppi, en nefndin mælir meö sam- þykkt stjórnarfrumvarpsins um það embætti. Tómas Arnason (F) ræddi nauðsyn þess, að koma þessu embætti á fót, en siðan var frumvarpið samþykkt til 3. umræöu. Loks var fjallað um bráða- birgðalögin um leigunám hvalveiðiskipa, sem frá segir á öðrum stað hér ásfðunni Enginn fundur var i neðri deild. - EJ gerðarfélaganna hefur Bárður Hafsteinsson, skipaverk- fræðingur á tsafirði haft á hendi. Þriðja skipið frá Noregi verður væntanlega afhent um miðjan mai, það er m.s. Bessi, sem fer til Súðavikur. Fjórða skipið fer til Þingeyrar, fimmta til Dalvikur og sjötta til Isafjarðar. Leiklistarnám- skeið í Vasa EINS og undanfarin ár, veröur í vor haldið norrænt leiklistar- námskciö á vegum Vasa-nefndar- innar svonefndu, en námskeiö þessi hafa undanfarin 10 ár veriö liður I norrænni menningarsam- vinnu og styrkt af samnorrænu fé. Námskeiðin verða tvö i ár. Þau verða haldin samtimis, dagana 12-19 júni 1973 á sama stað, i Kungá'lv, skammt utan við Gautaborg. Annað námskeiöiö er, eins og venja er, ætlað yngri leik- stjórum á Norðurlöndum, hitt fyrir leiklistarkennara. Fjallað verður um sama efni á báðum námskeiðunum: Leiklistarnám —spurning um ráðningu eða af- stöðu. Allar nánari upplýsingar um námskeiðið gefur fulltrúi tslands i Vasa-nefndinni, Sveinn Einars- son, þjóðleikhússtjóri og til hans skal einnig stila umsóknir fyrir 15,april n.k. Tveim leikstjórum og tveim leiklistarkennurum er heimiluð þátttaka á nám- skeiðunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.