Tíminn - 20.03.1973, Síða 17

Tíminn - 20.03.1973, Síða 17
Þriðjudagur 20. marz. 1973 TÍMINN 17 Enn afþakkar Elmar boð um að gerast ■ • JK — hann er talinn meðal afvnnumaöyr \e\kmanno ■ W ■ ■ ■■ ■%#■ ■ IMWWI fRegional|igu» íþýzkaland Elmar Geirsson, hinn kunni knattspyrnumaður Ur Fram og landsliðsmaður, er i stuttri heimsókn á íslandi, en Elmar stundar tannlækninganám i Þýzkalandi, nánar tiltekið i Berlin. Jafnframt náminu stundar hann knattspyrnu af miklu kappi og leikur við góð- an orðstir með Berlinar-liðinu „Hertha”, sem leikur i „Regionalligu”, en það svarar til 2. deildar keppni. Er Elmar talinn meðal beztu leikmanna þeirrar deildar og var nýlega kjörinn af hinu þekkta þýzka knattspyrnublaði „Fussball Woche” i vinstri útherjastöðu i úrvalsliði þvi, sem blaðið velur vikulega. Er þetta mikill heiður fyrir Elmar, þvi að samkeppnin i þýzkri knattspyrnu er afar hörð, og enginn vafi á þvi, að Elmar gæti náð talsvert lengra, ef hann sneri sér að knattspyrnu einvörðungu. En Elmar hefur hafnað öllum boðum þýzkra atvinnumanna- félaga um að gerast atvinnu- maður i knattspyrnu. Námið gengur fyrir öllu öðru, en Elmar á eftir eitt og hálft ár af námi sinu, auk lokaprófs. Blaðamaður Timans hitti Elmar að máli i gær og spurði hann, hvort ekki væri freist- andi að taka boði um að gerast atvinnuknattspyrnumaður. Elmar sagðist hafa hugleitt þessi mál vel og hafa gert það upp við sig fyrir löngu, að láta námið sitja i fyrirrúmi. Það væri alltaf öðru hverju verið að ámálga það við sig að gera knattspyrnuna að atvinnu- grein, siðast fyrir nokkrum dögum, þegar útsendarar frá Phönix, sem leikur i norður- deildinni, heföu gert honum tilboð, sem hann afþakkaði. Elmar sagði, að það væri gaman að vera kominn heim aftur, þótt viðdvölin yrði ekki löng, en hann fer utan 9 april og verður i Berlin fram á mitt sumar. „Það er búiö að bjóða mér i aðra hnattreisu með félaginu, en félagið fór slika ferð i fyrra og verður mér ógleymanleg. Þessi ferö á að hefjast i júli og standa fram i ágúst. M.a. á að fara til Japan, Indónesiu og Mexikó, en ég held, að ég hafi gert það upp við mig að fara ekki þessa ferð. Ég býst frekar við þvi að koma heim um miöjan júli og hefja þá æfingar með minum gömlu félögum i Fram”, sagði Elmar að lokum. —alf. Er pressuliðið sigurstranglegra? — pressuleikur í Laugardalshöllinni í kvöld Blaðamenn og dómarar leika forleik JÓN KARLSSON, hinn kunni handknattleiks- maður úr Val, kemur inn í islenzka landsliðið í hand- knattleik, sem leikur gegn pressuliðinu í kvöld i Laugardalshöllinni. Leikurinn verður síðasta prófraun landsliðsins, áður en það leikurtvo landsleiki gegn Norðmönnum um næstu helgi í Laugardals- höllinni. íslenzka landsliðið, sem landsliðsnefndin valdi á sunnu- daginn, litur þannig út: Ólafur Benediktsson, Val Vélhjóli stolið HONDA-vélhjóli var stolið frá Laugardalshöllinni s.l. sunnu- dagskvöld og var það enn ekki komið I leitirnar i gærkvöldi. Hjólið er blátt á lit. Verðmæti þess er um 70 þús. kr. Hafi ein- hver oröið hjólsins var er viðkomandi beðinn að gera rann- sóknarlögreglunni viðvart. Um helgina var einnig stolið tveimur bilum i Reykjavik, en þeir fundust báðir aftur. Urum og skartgripum stolið MÖRGUM úrum, hringum og öðrum skartgripum var stolið úr glugga verzlunar að öldugötu 11 um helgina. Ekki er vitað með vissu hve mikið verðmæti þýfis- ins er. Gunnar Einarsson, Haukum Gunnsteinn Skúlason, Val Auðunn Óskarsson, FH Einar Magnússon, Viking Björgvin Björgvinsson, Fram Sigurbergur Sigsteinsson, Fram Ólafur Jónsson, Val Agúst Ogmundsson, Val Geir Hallsteinsson, FH Jón Karlsson, Val Axel Axelsson, Fram Jón Karlsson leikur meö landsliöinu. kl. 20.15. Blaðamenn hafa valið sitt lið og er það skipað þessum leik- mönnum: Tryggvi Gunnarsson, Þór Hjalti Einarsson, FH Bergur Guðnason, Val Stefán Gunnarsson, Val Sigfús Guðmundsson, Viking Viðar Simonarson, FH Gisli Blöndal, Val Brynjólfur Markússon, IR Stefán Jónsson, Haukum Vilberg Sigtryggsson, Ármanni Trausti Þorgrimsson, Þrótti Vilhjálmur Sigurgeirsson, 1R Blaðamenn völdu Tryggva Gunnarsson markvörð úr 2. deildarliði Þórs i sitt lið. Hann : hefur varið mjög vel i vetur og er maðurinn á bak við góða frammi- stöðu Akureyrarliðsins i 2. deildarkeppninni. Reynir Ólafs- son, fyrrverandi þjálfari Vals- liðsins, mun stýra pressuliðinu i kvöld. Og spurningin er að sjálf- sögðu, tekst pressuliðinu að sigra i kvöld. Það hefur alltaf verið barizt hart i pressuleikjum, og má búast við, að það verði mikil barátta i kvöld. Þá verður annar leikur i sviðs- ljósinu, en það er leikur iþrótta- fréttaritara gegn dómurum og verða margar frægar stjörnur þar á ferðinni. Kvennalið KR í fall- hættu — þrír leikir leiknir um helgina Breiðablik tryggði sér dýrmætt stig i íslandsmótinu i handknatt- leik kvenna, þegar liðið náði jafn- tefli gegn Armanni 13:13. Um tima leit út fyrir að Breiðablik mundi vinna — þegar staðan var 13:11 fyrir Beiðablik og aðeins 2 min. til leiksloka. Erla Sverris- dóttir skoraði þá tvö mörk fyrir Armann og jafnaði 13:13 rétt fyrir leikslok. Fram vann Viking 12:8 og Valur vann KR 19:13. Nánar verður sagt frá leikjunum á morgun. Hvað gera Ómar og Co. í kvöld? — „Nóttfataliðið" mætir dómurum í kvöld kl. 20.15 Hvað gera dómarar gcgn blaðamönnum i kvöld, þegar þeir leika forleik i handknatt- leik áður en landsliðið og pressan mætast. Siðast þegar blaöamenn og dómarar mættust, var leikur þeirra tvi- sýnn og skemmtilegur. Ómar Ragnarsson, átti þá snilldar- leik og hefur sjaldan sézt eins mikil handknattleiksstjarna Ómar Ragnarsson veröur I sviðsljósinu I kvöld. hlaupa um gólf Laugardals- hallarinnar. t kvöld veröur Ómar aftur á ferðinni með „Náttfataliðinu” eins og lið blaðamanna er kallað. En þaö er þannig skipað: Helgi Danielsson, Morg.b. Hallur Simonarson, Visi Jón Birgir Pétursson, Visi Steinar J. Lúðviksson, Morg.b. Jón Asgeirsson, Útvarp Sigurdór Sigurdórsson, Þjóðv. Sigtryggur Sigtryggsson, Alþ.b. Ómar Ragnarsson, Sjónvarp Sigmundur Steinarsson, Timinn Agúst Jónsson, Morg.bl. Ingvi H. Jónsson, Morg.b. Liðstjóri verður Alfreð Þor- steinsson, Timinn. Dómarar hafa tilkynnt sitt lið og er það skipað þessum mönnum: Karl Jóhannsson Björn Kristjánsson Halldór Jónsson Gunnar Gunnarsson Valur Benediktsson Magnús Pétursson Einar Hjartarson Sveinn Kristjánsson Jón Friðsteinsson Óli Ólsen.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.