Tíminn - 20.03.1973, Qupperneq 10

Tíminn - 20.03.1973, Qupperneq 10
10 TÍMINN Þriöjudagur 20. marz. 1973 Þriöjudagur 20. marz. 1973 * Viðtal við Jón Skaftason, alþingismann, um öryggismólin og endurskoðun vamarsamningsins TK—Reykjavik. — Sl. fimmtudag hélt Fram- sóknarfélag Reykjavikur mjög fjölmennan og fjörugan fund um varnarmálin. Framsögumaður á fundinum var Jón Skaftason, alþingismaður. Vegna þess að blöð stjórnarandstöðunnar hafa afflutt sumt af þvi, sem Jón Skaftason sagði á þessum fundi, þótti Timanum rétt að eiga viðtal við Jón um mál- efnið, þannig að lesendur blaðsins ættu þess kost að kynnast til nokkurrar hlitar skoðunum Jóns á þessu mikilvæga málefni. Fer viðtalið hér á eftir: — Varstu ánægöur meö fund Framsóknarfélags Reykjavíkur s.l. miövikudag um varnarliðið og þjóöaratkvæöi? — Já, ég var þaö. Fundurinn var einn sá fjölmennasti i félag- inu, að mér er sagt, og ræðurnar voru 18, að mig minnir. Ég vissi mætavel fyrirfram, að umræðu- efnið er umdeilt i þessu stærsta flokksfélagi okkar, en fyrir þrá- beiöni stjórnar F.R. og eftir aö fyrir lá samþykki bórarins og Einars viö fundarhaldinu lét ég tilleiðast. Margir fundarmenn lýstu ánægju sinni með fundinn við mig og töldu umræöur mál- efnalegri og gifuryröi færri, en oftast, er mál þetta ber á góma. Þakka ég þetta ekki sizt Birni Teitssyni, kunnum forystumanni i samtökum herstöövarand- stæöinga, sem talaöi næst á eftir mér, mjög málefnalega, enda tel ég frumræðu mina vart hafa gefið tilefni til annars. — Þú lalaöir aö sjálfsögöu um öryggisinálaþátt stjórnarsátt- málans. — Já — Hann hljóðar svo: „Varnarsamningurinn við Bandarikin skal tekinn til endur- skoðunar eöa uppsagnar i þvi skyni, að varnarliðið hverfi frá Islandi i áföngum. Skal að þvi stefnt, að brottför liðsins eigi sér staö á kjörtimabiiinu”. Alla götu frá þvi að stjórnar- sáttmálinn var fyrst til umræðu i þingflokki okkar hefi ég lýst ákveðnum skilningi á þessu ákvæði og áskiliö mér rétt um framkvæmdina i samræmi við þann skilning. Þennan sama skilning áréttaði ég nokkru siðar á mjög fjölmennum fundi i Kefla- vik, þar sem viö Einar Agústsson vorum báðir. Ég hefi þvi engan svikiö né brugðizt um fram- kvæmd þessa atriðis stjórnar- sáttmálans, enda það skammt á veg komiö. Sumir skýra þetta ákvæði svo, að með þvi sé ákveðið, aö varnar- liðið hverfi af landinu á kjörtima- bilinu, hvernig sem „valtar og skaltar”. Ég skil það svo, að mál- in skuli athugast frá öllum hliðum á endurskoðunartimanum og þá fyrst, er niðurstöður liggja fyrir sé timabært aö taka ákvörðun um, hvort varnarliðiö fari á kjör- timabilinu og annaö rekstrar- fyrirkomulag gæzlustöðvarinnar upptekið. Ég veit ekki betur en aö þetta sé rikjandi stjónarmið i þingflokki okkar a.m.k. hjá flest- um. I þingræðu 18. okt 1971 sagði Ólafur Jóhannesson m.a., að rikisstjórnin yröi að fá tóm til þess að kanna málið og Einar Agústsson hefur itrekaö lýst þvi, að fyrst eftir aö könnunarviðræð- um ljúki, sé timabært að ákveða um brottför liðsins. Mér er einnig kunnugt um svipaðar skoðanir i þingliöi S.F.V., svo ég er ekki einn um þennan skilning. — Hvernig er persónuiegt við- horf þitt til dvalar varnarliösins, eins og mál standa? — Ég hefi látið i ljós þá skoðun, að ég teldi óráölegt að rasa um ráð fram I þessum efnum og gera landiö varnarlaust, án þess að hægt væri að gegna þvi gæzlu- hlutverki áfram á Keflavikur- flugvelli, sem hér er framkvæmt. Þetta byggi ég á könnun heim- ilda, sem mér eru tiltækar. Ég hefi þó jafnan bætt við, að sýni niðurstöður endurskoðunarinnar, að byggt sé á röngum forsendum, þá tæki ég fullt tillit til þess. Sem varamaður i utanrikismálanefnd hef ég átt þess kost, að kynnast ýmsum þeim athugunum, sem rikisstjórnin hefir látið fram fara til þessa og þær sýna ekkert enn- þá a.m.k. um, að forsendur minar séu rangar. — Hverjar eru þessar forsend- ur? Við lifum i hörðum heimi raun- veruleikans Jjar sem ýmislegt er öðruvisi, en maður helzt kysi. Mér er þannig ekkert gefið um langa dvöl erlends herliðs i landi okkar, fremur en öðrum lands- mönnum. Þó er það staðreynd, að hér hefir dvaliö erlent herlið nær samfellt frá 10. mai 1940, er Bret- ar stigu hér á land. Þó hafa allir islenzkir stjórnmálaflokkar átt setu i rikisstjórnum á þessu tima- bili, lengur eða skemur. Segir það ekki nokkra sögu? A miðvikudagsfundinum sagöi ég, að rikt hefði lengra friðar- timabil eftir siðari heimsstyrjöld i okkar heimshluta, en nokkurn tima á þessari öld og þótt lengra væri leitaðaftur i timann (ég man þó vel innrás Rússa i Ungverja- land 1956 og i Tékkóslóvakiu 1968, sem einskorðaðar voru við Au.- Evrópu og sumir nefna „lög- regluaðgerðir”). Ég þakka þetta ekki sizt tilveru Atlanzhafsbanda- lagsins. Ég hefi margskoðaö huga minn um þetta atriöi og brotið til mergjar rök þeirra, sem eru ann- arrar skoðunar, en niðurstööur minar eru óbreyttar. Það er þvi rökrétt framhald hjá mér og öör- um, er svipað hugsa, aö fara gætilega i, að veikja þetta öryggiskerfi lýðræöisþjóðanna einhliða, og allir viröast sammála um að brottvisun varnarliðsins héðan, án þess að annað fullnægj- andi gæzlukerfi komi i staðinn, veiki bandalagið. 1 minum huga rikir ekki minnsti vafi á þvi, að Bandarikin byrja brottflutning liös sins sama dag og krafa kem- ur fram um það frá islenzkum stjórnvöldum. Skyldu Varsjár- bandalagslöndin, sem hafa rúss- neskan her i löndum sinum mega búast við þvi sama? — En stjórnarsáttmálinn gerir ráð fyrir áframhaldandi veru i NATO og er það ekki nóg? Hvort sem okkur likar betur eða verr, telja forystumenn bandalagsþjóða okkar aðstöðu þá, sem Bandarikin hafa hér i umboðiNATOafarþýðingarmikla. Það stafar aðallega af hinni miklu flotauppbyggingu Rússa á Kolaskaga og við Murmansk. Hún er nú langöflugasta. flota- eining þeirra, sem vex stöðugt, ekki sizt kjarnorkuknúnir kafbát- ar. Keflavikurstööin er þvi mikil- væg eftirlitsstöð meö hreyfingu þessa flota á friðartimum, og lifs- nauðsynleg Vesturveldunum á styrjaldartimum til verndar siglingum i lofti og á legi. Is- lendingar eiga, sem aðrir, mest undir þvi komið, að styrjöld brjótist ekki út. ! þvi felast aöal- rökin fyrir veru okkar i NATO. Varnir landsins eru til vara, ef þetta bregzt. Vera okkar i NATO á þeirri for- sendu, að við getum krafizt alls án þess að láta neitt af mörkum, er ótraustur grundvöllur. Áke Sparring, forstjóri sænsku utan- rikismálstofnunarinnar, sem at- hugað hefir þessi mál fyrir rikis- stjórnina, segir um þetta i grein i siðasta hefti Samvinnunar: „Leiti tsland öryggis hjá NATO, verður það vitaskuld að deila áhættum annarra NATO-rikja”. Koma þá i hugann fyrirvarar þeir, sem gerðir voru, er gengið var i NATO, sérstaklega sá er segir, að hér skuli ekki vera her á friöartimum. Ef maður vill vera raunsær við mat þessara fyrir- vara verður fyrst að játa, að þeir eru nær 25 ára. í öðru lagi, að hernaðartækni hefir hreytzt mjög hratt á timabilinu. Fyrr var til- tölulega auðvelt að fylgjast með liðssafnaði á jörðu niðri úr lofti, sem tók oftast nokkurn tima, og gera viðeigandi ráðstafanir, t.d. flytja lið milli landa. Nú er fyrir- varalaust hægt að skjóta kjarna- flaugum frá stöðvum á landi eða kafbátum i hafi og hefja styrjöld. Timi til gagnráðstafana hefur stytzt. Og hvenær eru friðartfmar? Rikisstjórn og meirihluti Alþingis taldi styrjöldina i Kóreu 1951 næga ástæðu til þess að gera varnarsamninginn við Bandarik- in. Fyrri vinstri stjórnin hvarf frá þvi, að framkvæma ákvörðun Ál- þingis 1956 um brottför varnar- liðsins vegna átaka i Ungverja- landi og við Súezskurð. Er ástandið miklu tryggara i dag, ef ný hernaðartækni og risaflotinn á Kolaskaga eru tekin i dæmið? Þá vil ég benda á, að þótt 5. gr. N-Atlanzhafssáttmálans segi að lita beri á árás á eitt bandalags- riki, sem árás á þau öll þá segir lika i sömu grein, að það sé háð mati hvers aðildarrikis, hvað það telji hauðsynlegt að gera i þvi til- felli. NATO aðildin sjálf skuld- bindur þannig ekki nokkurt aðildarriki til að verja landið, nema það telji sér hag i þvi. Hins vegar eru, við núverandi ástand, Bandarikin skuldbundin til að verja tsland meðan varnar- samningurinn er i gildi Hitt er svo annað mál, hvort varnarlaust tsland sé i árásarhættu. Um það höfum við nokkra reynslu. — Skapar dvöi varnarliðsins hér I landinu sérstaka árásar- hættu? — Ég held að hún skipti engu meginmáli i þeim efnum. Það, sem skapar hættuna, er sjálf lega landsins, sem er hernaöarlega mjög mikilvæg, hverjum sem þá aðstöðu hafa. Þar við bætast mannvirkin á Keflavikurflug- velli, Reykjavikurhöfn og Hval- fjörður, svo dæmi séu nefnd. — Þvi breytum við ekki. — Hvað viltu segja um tengslin milli NATO-samningsins og varnarsamningsins? — Sumir vilja segja, að nánast sé hér um tvö aðskilin mál að ræöa. Litum á þá staðhæfingu nánar. í fylgisskjali með varnar- samningnum segir i upphafi m.a.: „Þar sem íslendingar geta ekki sjálfir varið land sitt, en reynslan hefur sýnt, að varnar- leysi landsins stofnar öryggi þess sjálfs og friösamra nágranna þess i voða og þar sem tvisýnt er um alþjóðamál, hefur N-Atlanz- hafsbandalagið farið þess á leit við ísland og Bandarikin, að þau geri ráðstafanir til, að látin verði i té aðstaða á tslandi til varnar landinu ...Samningur sá, sem hér fer á eftir hefur veriö gerður samkvæmt þessum tilmælum.” Af þessu er ljóst, að samningur- inn er gerður að beiðni NATO og á grundvelli N-Atlanzhafssamings- ins. I uppsagnarákvæðum 7. gr. segir efnislega.: Vilji samnings- aðilar segja samningnum upp „skal þess farið á leit við ráðN- Atlanzhafsbandalagsins að það endurskoði, hvort lengur þurfi að halda á framangreindri aðstöðu og gera tillögur til beggja rikis- stjórnanna um það, hvort samn“ ingur þessi skuli gilda áfram”. Samkvæmt þessu á NATO að leggja mat á allar aðstæður og forsendur samningsins. Sumir segja NATO-samninginn langtimasamning, en varnar- samninginn skammtimasamning og sanni það, að málin séu óskyld. Staðreynd er að, hvert aðildarriki NATO getur farið úr bandalaginu með 1 árs fyrirvara sbr. 13.gr., en það tekur 18 mánuði að losna við bandariska varnarliðið héðan frá því að ósk um endurskoðun hefur verið sett fram, ef Bandarikin nota samningaákvæðin þar um skv. 7. gr. — Frásögn þin á fundinum af viðtali þinu við Tryggve Bratteli vöktu athygli. Hvað viltu frekar segja um það? Ég hefi tvivegis á fundum Norðurlandaráðs átt þess kost, að ræða við Bratteli um þessi mál og reyndar við fleiri norræna stjórn- málamenn. Fyrra viðtalið við Bratteli fór fram i Helsingfors fyrir rúmu ári. Hið siðara i Osló fyrir tæpum mánuði. Hann leyfði mér, að skýra frá efni þessara viðtala hér, ef mér byði svo við að horfa. Ekki fór þaö leynt, að hann hafði talsverðar áhyggjur af af- leiðingum brottfarar varnarliðs- ins héðan fyrir Noreg. Taldi hann öryggi Noregs minnka til muna við þetta, er krefðist aukins vig- búnaðar og þyngri byrða fyrir þjóöina. Auövitað er ljóst, aö þetta mál verða tslendingar aö leysa með islenzka hagsmuni fyr- ir augum, en ég tel þarft fyrir okkur að vita viðhorf frænda okk- ar I Noregi i þessum efnum. Þá hefi ég lika heyrt eftirfar- andi röksemdafærslu á þingum Noröurlandaráðs hjá norrænum stjórnmálamönnum: Brottför varnarliösins frá tslandi leiðir til endurskoðunar öryggisstefnu Noregs m.a. þess atriðis að leyfa ekki erlenda heri og kjarnorku- vopn á norskri grund á friðartim- um. Breyti Norðmenn til og leyfi erl. herlið og kjarnavopn I landi sinu kunna Rússar að telja þaö ögrun við sig og i krafti öryggis- samnings sins viö Finnland kraf- izt þess, að fá að fara með her inn iFinnland. A sannleiksgildi þessa get ég engan dóm lagt, en skýri bara frá þessu til þess að sýna, að uppsögn varnarsamningsins, er ekkert einfalt mál, sem gera má út um án athugunar. — Er NATO-aðild og varnar- samningurinn ekki uppgjöf á full- veldi þjóðarinnar og hætta fyrir menningu hennar? — Að þvi er tekur til fullveldis- ins vildi ég mega svara þér með annarri spurningu. Er sá maður, sem byggir sér ibúð fyrir 3 mill- jónir króna og þarf 1 milljón króna lán út á hana fjárhagslega ósjálfstæður á eftir? Þvi fer fjarri. — Þjóð, sem gerist aðili að bandalagi af fúsum vilja, glatar ekki fullveldi sinu þar með. Hún aflar sér réttinda og tekur á sig kvaöir i staðinn. Bandalög eru tákn nútimans og flestar ef ekki allar þjóðir hafa tengzt þeim i einu eða öðru formi. Þetta á ekk- ert siður við stórþjóðir en smáar þjóðir. Við erum aðilar að Sam- einuöu þjóðunum, Norðurlanda- ráði, Efta, Gatt og fleiri samtök- um, en við teljum okkur sjálf- stæða engu að siður. Svipað gildir um aðrar þjóðir. Svona var þetta, er þetta og veröur, meðan heimur TÍMINN 11 Jón Skaftason, varaforseti Noröurlandaráðs i ræðustóli á fundi ráðsins f Osló i feb. sl. Jón er hér að þakka Norðurlandaþjóðum, er þær höfðu tekið ákvöröun um hina stórhöföinglegu aðstoð við tslendinga vegna náttúruhamfaranna i Vestmannaeyjum. t forsetastóii er Kaare Willoch, forseti Norðurlanda- ráðs. byggist þjóöum, sem þurfa að skipta hver við aöra. Um menningarhættuna er það að segja, aö þótt ekki hefði rætzt nema 5% af hrakspám þeirra, sem mest hafa tekið upp i sig, um hættuna af dvöl erlendra her- manna hér fyrir menninguna, þá væri hún dauð. Mér sýnist hins vegar hún blómstra vel. Sjálfsagt er þó að vera vel á verði. En hvernig á að verja landsmenn margháttuðum samskiptum við útlendinga, ef Island verður ferðamannaland eins og að er stefnt? — Nú er talaö um að friövæn- legra sé i Evrópu og þvi megi gera landið varnariaust. — Hvað um það? Nokkuð hefur gerzt i þessum efnum. En við skulum gera okkur vel ljóst, að hér er aðeins um upp- haf langrar þróunar að ræða. öryggiskerfi til verndar friði tryggt með fjölþjóðasamningum, er leysi hernaöarbandalög af hólmi, er æskilegt. SALT-viö- ræðurnar milli U.S.A. og U.S.S.R. um takmörkun kjarnflauga gaf fyrsta árangurinn eftir 2 1/2 árs samningsþóf. Viðræður NATO- rikja og Varsjárbandalagsrikja um gagnkvæman samdrátt her- afla i Mið-Evrópu eru nú á erfiöu undirbúningsstigi. öryggismála- ráðstefna Evrópu er nýhafin i Helsingfors. Allt gefur þetta vonir um minnkandi spennu i Evrópu, en forsenda jákvæðs árangurs i þessum viðræðum er að minu viti sú, að valdajafnvægi þvi, er rikir verði ekki raskaö. Þetta skilur Willy Brandt vel og gætir sem sjáaldurs augna sinna i friðarvið- leitni sinni, aö tryggja fyrirfram stuðning bandamanna sinna I NATO viö fyrirætlanir sinar. Hann er það, sem á útlendu máli kallast „realpolitiker”. — Þú ræddir um þjóöaratkvæöi i sambandi við brottför varnar- liösins. Já, en ég er ekki sá fyrsti, sem það geri. Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra hefir rætt þann möguleika. Ég er þvi fylgjandi að þjóðaratkvæði gangi i þessu máli og almennt tel ég, að setja þurfi lög um þjóðaratkvæði og taka upp i stjórnarskrána itarleg ákvæði, um hvenær hún skuli viðhöfö. — Nokkuð sérstakt að siðustu? — Mér finnst sjálfsagt að viöur- kenna i verki, að þessi mál séu viðkvæm og umdeild i okkar flokki. Það þýöir ekki það, að þau megi ekki ræða. Slikt leysir engan vanda og hefnir sin um siðir. Fundurinn s.l. miðvikudag sann- færði mig um, að viö getum rætt þessi mál efnislega og án per- sónuskætings. Flokkar i lýðræöis- þjóðfélögum verða að leysa ágreiningsmál með rökræðum. Það mun okkur takast i þessu máli, ef drengilega er að hlutum staðið. —TK t NÓVEMBER s.l. geröist atvik, sem leiddu hugann til 1. nóv. 1928, en þann dag var fegursta brú landsins, Hvitárbrúin i Borgar- firði vigö. Veörið var illt eins og oft vill verða um það leyti árs, og meöan forsætisráðherrann, Tryggvi Þórhallsson, flutti vigsluræðuna buldi á andliti hans hávaðarok og slydda. Þetta striða veður beit ekki á hann né áheyrendur. Örð hans urðú að neistum eins og áður. Þessi brú kostaði milli 165 og 170 þús. kr. Við skulum segja 170, svo hlutur nútimans verði ekki eins bölvaður og hann kemur til með að verða i þeim samanburði, sem eg nú ætla að gera. Það má segja, að laun þeirra manna, sem lögðu fram mesta orku i þetta verk hafi margfaldazt siðan með 103 ásamt orlofi. Ef sá mæli- kvarði væri lagður á sambærilega framkvæmd nú ætti hún að kosta 17,5 miljón kr„ og ekki batnar hlutfallið við það, að járn og sement hefir aðeins fertugfaldazt i verði siðan 1928. Þótt svona mjó brú yrði ekki gerð nú, fyrirbyggir það ekki þá ályktun, að ef hún væri i smiðum að þessu sinni og höfð helmingi breiðari ætti hún að kosta 35 millj. kr. skv. vinnulaunakvarðanum, en snöggt um minna ef verömæiir efnis er tekinn i reikninginn. En sú upphæð er of há vegna kostanaðarhlutfalls i breytilegri breidd, þótt hin fasta lengd sé hin sama. Ekki veit ég, hvaða fjár- hæð svona verk gæti kostað nú, en ef sú ráðgáta fengizt leyzt gæti farið svo, að nokkuð sljákkaði i þeim kumpánum, sem telja at- vinnuvegina i voða og þar með landsins afkomu vegna þess, að vinnandi fólk hafi ofhátt kaup og hvildartima, sem telst passa upp á siðaða menn. Það væri rangt af mér að látast ekki vita um margháttað félags- og menningarlegt ivaf, sem belgt hefir út fjármálaheildina. Það væri einnig rangt að átelja ekki læpuskap og ódyggðir, sem þó verður að umbera eins og óværu á sællegum fiski. En rangast af öllu væri þó að álita, að starfslið vega- málakerfisins væri eitthvert sér- deilis sorgarbarn i þessu efni, þótt ég hafi gripið dæmi af vett- vangi þess, en sannast sagna kom það til út af veðri. Mér var sagt, að á einum nóvemberdegi s.l. við merkan áfanga i vegmálum hér, hafi viðstöddum fallið svo illa við Eftir aö brúarstoöirnar hafa verið steyptar upp, koma flotkranar og leggja brúargólfin. einhverja tikargjólu að hæfi- legast þótti að hlaupa i bió til að yfirfara sögu fremdarinnar. Þetta var heilsusamlegt i lækna- leysinu, en voru þetta kannske kynslóðaskiptin i reynd? Það er ýmsum kunnugt, að ég hefi gerzt talsmaður brúargerðar yfir Hvalfjörö. Mér er jafnan fast i huga afrekin við hina traustu og ódýru Hvitárbrú, og ég hafði svo glöggar spurnir um brúarfram- kvæmdir aö ég hikaði ekki við að kynna málið. Þannig skrifaði ég i Morgunblaðið en þó mest i Tim- ann um hugmyndina og fékk slæma áheyrn. Einn fjármála- maður lét það álit i ljósi, eftir að greinin „Kallast á yfir Hvalfjörð” kom i Timanum 1967, að brúin mundi kosta sem svaraði þriggja ára brúttótekjum landsins. Þótt mig setti þá hljóðan um sinn, var það ekki af uppgjöf. Eg hugðist "safna reynslu af fram- kvæmdum, sem ég vissi um, og þegar ég tæki hendi til að gæta sóma mins i þessu máli, sem öðrum, myndi auðvelt að sanna, að ég var ekki haldinn hugar- órum. Ég vissi þá um áform Svia að byggja brú út i öland, verk sem hófst i ársbyrjun 1968, og var áætlunin svo lág, aö jafnvel mér gekk til efs. Eg veit nú, að þeir ætla að gera um 20 km. brú á rúmsjó yfir til Danmerkur. ölandsbrúin, lengsta brú i Evrópu, var afhent i sept s.l. aðeins mánuði á eftir áætlun. Kostnaður fór verulega fram úr áætlun og varð um 345 milljónir isl. kr. á km. Þá var mér einnig kunnugt um stórbrýr vestanhafs, en ef minnzt er á þær, hlaupa slikar glýjur i augu manna, að 6 akreina. brú á tveim hæðum lætur ýmsum mönnum hverfa d&m- greind, svo að eðlilegar aðstæður hér taka á sig ranga stærð likt og dvergur i þokuhjúp. Þessvegna er gott að taka ölandsbrúna inn i dæmið. Það er augljóst, að brú þarf ekki að vera breiðari en vega- kerfið er. ölandsbrúin er þvi helmingi breiðari en okkar við- miðun útheimtir, sem vitanlega þýðir þó ekki það, að Hvalfj. brú komist niður i c.a. 175 millj. á km. Það er vitað að i ölandsbrúna fóru 105000 tenm. af steinsteypu, þar i 35000 tonn af sementi og 6000 t. af járni, svo að efnisnotkun hér hlutfallaðist af þessu magni deilt með 6072 (lengd ölandsbrúar) margfaldað meö 2300 (lengd Hvalfj. brúar) : 2 (mjókkun). I verði brúarinnar er reiknuð 100 þús. rúmm. jarðvegstilfærsla, sem hér yrði litil. Á móti kemur svo það, að Hvalfjöröur er á kafla, stuttum að visu, 3 sinnum dýpri en hafið við öland. Brúar- stöplar yrðu þvi djúpt i sjó, en ekki að sama skapi hátt yfir vatnsfleti miðað við ölandsbrú, sem eins og meðfylgjandi mynd sýnir er með 5 samhliða siglinga- bilum og 36 m. stöplahæð upp af sjó. Margur annar hlutfallslegur sparnaður mun segja til sin, og viðhaldsmismun brúar og vegar má nokkuð marka af hinum hálfeyðilögðu götum i Rvk. um þessar mundir. Vafalaust mætti spara framkv.fé með þvi að steypa á Akranesi hin 20-30 set, sem siðan yrðu dregin á ákvörðunarstað og „skorðuð” samhliða þvi, sem hinir eiginlegu brúarstöplar verða til* Hinn mikli brúarsmiður Svia, Johan Magnius, sem hafði það verkefni siðast að ljúka við Ölandsbrúna, áður en embætta- kerfið gerði hann „gamlan”, er enn logandi af lifskrafti. Alþingi samþykkti eitt sinn að fá ferju- trúboða til Hvalfjarðar. Það er ekki til að kasta rýrð á okkar ágætu menn, þótt mér hug- kvæmdist, að hr. Magnius gæti gefið okkur nýt ráð. Eg hefi með ljósum rökum nú og áður sýnt fram á, að brú yfir Hvalfjörð og Laufagrunn þarf ekki að verða drjúgum dýrari en vegur inn fyrir fjarðarbotn. Hraöbraut sunnan Akrafjalls yrði i senn leið fyrir Akraneskaupstað og þjóðvegur vegna Vestur- og Norðurlands. Þar með fengi Akranes ódýrustu og fjöl- mennustu samgöngubótina við Reykjavik. Og samt að töluðum þessum orðum, sækir að mér sá grunur, að þau séu til einskis sögð. Eg hygg, að til þess að gera umrædda brú skorti vilja. Fyrir mig, sem hefi nýtt mér annarra manna vitsmuni og atorku til að sanna mál mitt, skiptir engu héðan af: hér er trúfrelsi svo algert, að menn þurfa ekki einu sinni að trúa sannleikanum. Þetta fékk ég að reyna 1967, er mig fýsti að forða ábyrgum mönnum frá að gera glappaskot Þá varð rikissjóði það til skaða, að framtakssamir menn höfðu heyrt getið um loftpúðaskip og töldu nauðsyn bera til að prófa þau hér, og mátti tiltækið kosta eina milljón kr. i mánuð. Vegna starfs mins hafði ég ekki talið mér sæma að vera svo ofan- dreginn að vita ekki deili á þess- um farkostum. Eg gat þvi fyrir- varalaust varað sterklega við þessu með grein i Timanum 30/3 '67, en þar sagði m.a. svo: „Það er mér rnikil afneitun að fara ekki hæfilegum orðum um þetta ráð- slag , sem er jafn óþarft og að láta endurreikna hvort 2x2 = 4, eða hvort kork flýtur á vatni. Það er óvéfengjanleg staðreynd, að við viss skilyrði koma þessi skip að miklu og góöu gagni. Slikri prófraun sem þessari er þvi lokið. - -” Ég vissi, aö þau skilyrði voru ekki hér fyrir hendi. Reynsla frá Alaska og austurströnd Englands til dæmis að taka var óbrigðul, enda m.a. sannað, að til þess að geta buröast með eins tonns þunga þurfti höfuðstól fyrir rúm- lega 5 1/2 milljón kr. Og til að staöfæra dæmið hér, hefði bleðill- inn getað dragnazt með tóman sendiferðabil upp á Akranes i logni, og hefði svo þurft að skjót- ast suður aftur eftir bilstjóranum og varadekkjum. t þessi umsvif hefði þurft brennsluefni fyrir 130 kr.á minútu auk alls annars kostnaðar. Mér vitanlega hefir aldrei verið gefin skýrsla um þessa tilraun, en Danir leyfðu að fleytan yrði auglýst á Eyrarsundi, þar sem hún hlaut viðurnefniö „Sundets grimmeste ælling”. I umsögn þaöan mátti m.a. lesa, að hún hefði orðið „dyr i drift” þvi brennslan hefði kostað kr. 134,50 á minútu, svo ekki hafði ég ýkt i minni frásögn. Þegar það hefir sannazt, að leikir menn geta einnig komizt að réttri niðurstöðu er það engum til góðs, að þeir þegi. Það eru slikir menn, sem hafa hafið baráttu fyrir þvi, að kappkostaö sé að hafa þjóðvegi sem stytzta, ekki endilega af arðsemissjónarmiðum, heldur til að fækka þeim stundum sem hinir nauðsynlegu bílar þurfa til að komast milli áfangastaöa, en við það minnka úrgangsefnin. Japanir kunna að meta þetta, þar sem lifsloft er sumstaöar varla tiltækt, nema bilar séu ekki i gangi. Vitanlega er þetta litil- fjörlegt atriði hér. Littu samt á göturnar i Rvk., en þær eru doppóttar af brák, sem umferðin ýrir frá sér. Littu á götupollana, sem eru skændir af ollu og littu á regnvatnið, sem kemst niöur á hafnarbakkana, glitrandi af oliu- Framhald á bls. 19 Myndin sýnir 600 m ca 1/10 ölandsbrúar. Til skilningsauka er dýpiö og setin undir brúarstoöunum teiknuö inn i myndina.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.