Tíminn - 20.03.1973, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.03.1973, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Þaö var eins og börnin hefðu alltaf lag á aö láta taka eftir sér, jafnvel þótt þau væru ekki að trana sér fram. Þaö var kvalræði aö sitja viö matborðið. -Pia horfir á allt, sem ég geri, og Caddie horfir á allt sem þú gerir, sagði Fanney. —Hugh horfir á diskinn og mælir ekki orð frá munni . —Geta þau ekki verið ein við borði — Það væri helmingi meira verk fyrir Giuliettu og Celestinu, og þær hafa nög að gera að snúast viö okkur eins og er. Auk þess mundi það lita út, eins og við værum að flýja frá þeim sagði Fanney. Rob reyndi einu sinni að hressa upp á samræðurnar við borðið með þvi að spjalla um kvik- myndahandritið, sem hann var að glima við — sem er nögu erfitt fyrir hann, þó að þetta bætist ekki við, hugsaði Fanney iðrandi. Sim- skeyti frá Renató, prinsinum og einhverjum dularfullum Herz komu næstum daglega, og þeir sendu Rob oftast einnig boð um að sima til sin. Fanney var farin að kalla þessar simapantanir hálf- tima kapphlaup. „Ég læt ekki kúga mig”, sagði Rob. Hann sýndi furðulega þolin- mæði, og þótt hann hreytti stund- um út úr sér ónotum, hló hann oft- ar. „Þeir vilja, að Saladin verði skotinn I Bengariu”, sagði hann, meðan þau sátu að snæöingi. — „En hann varö það ekki”, sagði Caddie, sem hafði lesið „Ivar hlújárn og Verndargripinn”. „Ég veit, að hann varð ekki skotinn i henni, en Renato, Herz og Brancati prins vilja láta hana verða það, og þeir segja, að þetta sé þeirra kvikmynd. Þeir segja, að það yrði meira spennandi fyrir Biöncu Letti ef við getum fengið hana”. — Þá tók Hugh til máls. „ítalir ættu ejíki að vera að káss- ast I enskri sögu”, sagði hann ofan I diskinn sinn. Rob lét sem hann heyrði ekki athugasemd Hughs. „Hvað sem öðru liður er ég að reyna að gera Rikharð þannig úr garði, að hann verði sem likastur þvi, sem hann er I sögunni, en ég er hræddur um, að það verði litiö úr honum i samanburði við Saladin, nema okkur takist að finna einhvern, sem er mikið karlmenni, til þess að leika hann. „En Rikharður var ljónshjarta”, sagði Fanney.^TÞaö hlýtur að hafa mikinn ævintýra- ljóma. — „Það er alltaf óvinur- inn, sem dregur að sér athygl- ina”, sagði Rob. „Þorparinn. Ekki svo að skilja, að Salladin sé þorpari, hann er bara óvinur”. „Mér hefur alltaf likað Satan bezt I „Paradisarmissi”, sagöi Fanney. „Þú gætir leikið Saladin”, sagði Caddie allt i einu við Rob. „Eða Satan?” Hann sagði þetta hlæjandi, en Pia smeygði hendinni undir arm föð- ur sins og leit á Hugh og Caddie eins og hún vildi helzt reka þau i gegn. Þegar Pia kom, sá Caddie föð- ur, sem var þannig, að hún hafði aldrei imyndað sér þvilikan. — „Þú kollvarpar öllum okkar hug- myndum”, sagði Fanney við Rob. Það var augljóst, að Rob og Pia elskuðu hvort annað innilega. Það lá við þau væru afbrýðisöm. En Rob var alveg blátt áfram viö Píu. Hann var þolinmóður við hana, þegar sá gállinn var á hon- um. Stundum lofaði hann henni að stökkva upp á herðar sér og klifra upp á axlirnar, draga sig um garðinn, stýra Mercedesbilnum eða bátnum og gripa fram i, en þegar illa lá á honum, æpti hann á hana, rak hana út úr stofunni og leyfði henni ekki einu sinni að reka nefið inn um dyragættina á vinnuherberginu. „En Pia veit aldrei, hvað hún má eða má ekki”, sagði Fanney honum til viðvörunar. „Hún veit það”, sagði Rob. „Hún veit, að hún verður að þreifa fyrir sér til þess að finna i hvernig skapi ég er. Það kennir henni að umgang- ast annaö fólk”. — „Þú hlýtur að særa tilfinningar hennar. En Rob yppti bara öxlum. „Börn eru fólk”, sagði Fanney ákveðin. „Ekki ennþá”, sagði Rob. „En vonandi verða þau það”. Hann var eins við þjónustufólkið. „Þú verður að sýna þvi nærgætni”, var Fanney alltaf að brýna fyrir honum, en ef Rob langaði i kaffi um miðnætti, þá hringdi hann og bað um það. „Vesalings Celestina”, var Fanney vön að segja. „Hvers vegna ertu að vorkenna henni? Hún er alsæl”, og Celestina var það, þótt einkenni- legtkynni að virðast. „En ég gæti ekki fengið slikt af mér”, sagði Fanney. „Þú ert góð kona, ástin min, svo að bæði börn og þjónustufólk notfærir sér góðsemi þina. Þú skemmir börnin og þjónustufólk- ið með of miklu dálæti. Ég segi þetta, af þvi að þetta er skoöun min”. Honum var alvara. — Hvernig skemmi ég börnin? spurði Fanney. — Þú ferð alltaf með þau, eins og meðan þau eru litil. Börnin verða að fá að vaxa og veröa stór, sagði Rob. Caddie fannst Pia hafa ákafl. mikið frelsi. Það var næstum eins og hún væri orðin fullorðin. — Hvenær ferðu að hátta? spuröi Caddie hana fyrsta daginn. Þetta virtist koma flatt upp á Piu. — Hvenær? — Ég verö að hátta klukkan niu. — En ef þú ert ekki orðin þreytt? — Ég verö að hátta samt. — Piu fannst slikt ekki ná nokkurri átt. — Ég vildi óska, að Rob væri pabbi minn, var næstum komið fram á varirnar á Caddie. Hann var næstum ómótstæðileg- ur. Klukkan fjögur kom hann nið- ru, annað hvort til þess að hvila sig eftir stranga vinnu eða til að svara einni af öllum þessum simabeiðnum og þá kallaði hann glaðlega: — Mig vantar barn. — Pia gleymdi virðuleikanum og hljóp á móti honum. Caddie elti hana, næstum gegn vilja sinum. Rob ók með þær Caddie og Piu upp veginn, sem lá upp i fjallið. — Þó að það fari reyndar illa með Mercedesbilinn. Þau fóru bak við Monte Baldo og tindu blóm kúrekajurt, páskaliljur og dala- liljur. Það eru stórar breiður af þessum blómum, sagði Caddie. Hún hafði aldrei imyndað sér, að þau yxu villt. Hann fór lika með þær til Malcesine, niður að vatni, til Sirmione, upp að Torbole og Riva. Fanney vildi alls ekki, að börnin borðuðu milii mála, en Rob fór með Caddie og Piu að hitta Ritu á veitingastof- unni við vatnið og gaf þeim rjómais, kökur með hnetum og ávöxtum eða súkkulaðitertu með þeyttum rjóma. Þennan eftir- lætisrétt Þjóðverjanna. Þau urðu öll furðu lostin, þegar þau sáu, hve miklu Pia gat torgað. Köku- sneið á Itaiiu virtist hvorki meira né minna, fjórðungur af tertu kúfaður isi og rjóma. Jafnvel Caddie varð að lúta i lægra haldi og gefast upp við hálfnaða kök- una, Pia lauk við sina á fáeinum minútum og sleikti siðustu leifarnar af hinum nettu og yndis- legu fingrum sinum. Rob lofaði þeim að bragða á öllu, jafnvel þótt Fanney væri með. — Hvað er þetta? spurði Caddie einu sinni og benti á ljós bleikar sneiðar. Rob smurði brauðsnúð, setti eina sneið ofan á og gaf henni. — Þú getur ekki borðað þetta. Það er hvitlaukur, sagði Fanney. — Hún gerði það ef til vill, ef þú værir ekki að segja henni, að hún gæti það ekki. Það var eins og röddin fengi alltaf þennan tón, hvenær sem talið barst að börnunum. — Það er eins og við verðum alltaf ósátt út af þeim, sagði Fanney við Rob eitt sinn, þegar þau voru ein. — Er það ekki af þvi, að við er- um of viðkvæm. Þetta eru ekki nema smávegis orðahnippingar, Fan. Láttu þetta inn um annað eyraðpg út um hitt. — En Fanney gat það ekki og stundum fóru þau að hnakkrifast. Það var til dæmis kvöldið, sem þau komu úr verzlunarleiðangrinum. Fanney var i dagstofunni ásamt börnun- um. Þau voru að biða eftir Rob, sem var enn að vinna, þó að það væri orðið áliðið dags. Hún mundi, hvað Pia hafði sagt, og var þvi komin i einn nýja kjólinn, er var úr þungu silki, hunangs gulu. Pia læddist til hennar og þreifaði á efninu. — Seta pura, sagði hún, og slðan bætti hún við: — Þessi litur fer þér vel. — En Caddie sagði. — Annar nýr kjóll. Hugh virti hann fyrir sér með kuldalegum svip. Þegar Rob kom niður, var hann þreyttur, en samt ljómandi af ánægju. — Nú tókst það. Loksins tóks mér það, mætli hann. — Mér tókst að semja þetta atriði með Rikharði og Saladin. Það er rétt. Gott samræmi, guði sé lof. Hann gekk að bakkanum með drykkjarföngunum og sagði við Fanneyju um leið: — Þetta er fallegur kjóll. Hann laut niður að henni, lagði kinnina að vanga HVELL ’ Hve alvarlegtj^yvandræði? MeðuiM er þetta fyrir þá, þeirra voru eitruð^ Paddy. ■ s Þeir eru fórnarlömb AuðvitaðA/Ef þú nærð smygl \ Paddy. yurunum, láttu mig D \ ekki sjá þá. Þeir verða / vákærðir fyrir manndráp. 1363 1363. Krossgáta Lárétt l)Væl,- 6) Bruggið,- 10) Klukka,- 11) Spil.- Seinlega.- 15) Bjart,- 12) Lóðrétt 2) Vatn.- 3) Landsnáms- maður,- 4) Bogna,- 5) Svarar.- 7) Mann,- 8) Box,- 9) Lærdómur,-13) Hest,-14) For. Ráðning á gátu No. 1362. Lárétt I) Komma.-6) Astriki.-10) Ló. II) Ár.-12) Aldinið.-15) Stáls,- Lóðrétt 2) Oft,- 3) Mai,- 4) Sálað.- 5) Virða.- 7) Sól,- 8) Rói,- 9) Kái,- 13) Dót,- 14) Nál. HSH0 w gjj—g|77- -j 1 földu skógarrjóðri. Ég ,æfi mig ihetjuskap á hverjum- GotthjáM \ þér, Toma. t I Þriöjudagur 20. marz. 1973 lliii uni 1. Þriðjudagur 20. marz 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið, Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30. Grunnskólafrumvarpið, — fimmti þáttur. Umsjón hafa Þórunn Friðriksdóttir, Steinunn Harðardóttir og Valgerður Jónsdóttir 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphorniö 17.00 Framburðarkennsla i þýzku, spænsku og esperanto 17.40 tltvarpssaga barn- anna:„Nonniog Manni fara á sjó” eftir Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi. Hjalti Rögnvaldsson les (5) 18.00 Eyjapistill. Bænarorð. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir Tilkynningar. 19,20 Fréttaspegill 19.35 Umhverfismál Arnór Garðarsson fuglafræðingur talar. 19.50 Barnið og samfélagið 20.00 Lög unga fólksins Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir 20.50 tþróttir Jón Ásgeirsson sér um þáttinn 21.10 Kammertónlist 21.30 Hvað sögðu þeir við siðasta merkjasteininn? Ásmundur Eiriksson flytur siðara erindi sitt um hugs- anir og ummæli nafn- kenndra manna skömmu fyrir andlátið. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiusálma (25) 22.25 Tækni og visindi 22.45 Harmonikulög Benny van Buren og félagar leika. 23.00 A hijóðbergi 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok I 1111 20.00 Fréttir 20.25. Veður og auglýsingar 20.30 Ashton-fjölskyldan Brezkur framhaldsmynda- flokkur. 45. þáttur. A barmi glötunar Þýðandi Heba Júliusdóttir Efni 44. þáttar: Lifið i bækistöðvum flug- liðanna gengur sinn vana- gang. Davið Asthon er tiður gestur á heimili Dereks, vinar sins, og brátt kemst hann að þvi, að kona hans er I tygjum við annan flug- mann i hópnum. Flug- sveitin er send i árásarferð til Þýzkalands og i þeirri för ferst félagi, Daviðs, keppi- nautur Dereks um hylli eiginkonunnar. Dereks er einnig saknað. Um kvöldið, þegar Davið hefur setið við drykkju og fagnað þvi, að hann hefur lokið sinni siðustu árásarferð, leggur hann af stað á mótorhjóli og lendir i hörðum árekstri. 21.25 „Um undrageim” Stutt, kanadisk kvikmynd um það, sem fyrir augu getur borið úti i geimnum, og sitt hvað fleira, sem ekki sést með berum augum. 21.30 Bændur þinga Umræðu- þáttur, tekinn upp i sjón- varpssal að loknu Búnaðar- þingi. Þátttakendur Asgeir Bjarnason, formaður Búnaðarfélags Islands, Egill Jónsson, Jón Helga- son, Stefán Halldórsson og Ingi Tryggvason, sem stýrir umræðum. 22.05 Frá Listahátið '72 Yehudi Menuhin leikur á fiðlu Einleikssvitu i d-moll eftir Johann Sebastian Bach. 22.30 Dagskráriok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.