Tíminn - 23.03.1973, Qupperneq 3
Föstudagur 23. marz. 1973
TÍMINN
3
Maður
stórslasast
í danshúsi
MAÐUR, sem var gestur I Þórs-
café s.l. sunnudagskvöld hefur
kært þrjá af dyravörðum hússins
fyrir slæma meðferð á sér. Er
maðurinn kjálkabrotinn, skorinn
á höku, gervitanngarður mölbrot-
inn og tannmissir úr neðri góm .
Maöurinn kærir dyraverðina
fyrir misþyrmingar, en þeir bera,
að hann hafi dottið f stiga, er hann
var aö stimpast við þá. Rann-
sóknariögreglan hefur málið til
meðferðar.
Atburðurinn varð eftir dansleik
og var fólk að tinast út. Kona
nokkur bað dyraverði að aðstoða
sig við að koma eiginmanni sin-
um, sem var ölvaður, út úr hús-
inu. Voru þeir að sinna þvi starfi,
þegar kunningi mannsins bland-
aði sér i málið, og ætlaði að stilla
manninn, en það þótti dyra-
vörðum óþarfa afskiptasemi og
snéru sér að þeim hjálpfúsa.
Danssalurinn er á annarri hæð.
Barst leikurinn niður tröppurnar
og i milligangi, sem er til hliðar
vð innganginn slasaðist maður-
inn.
Engin vitni voru að þvi og eru
ekki aðrir til frásagnar um at-
420 vangefnir þurfa
Styrktarfélag vangefinna 15 ára
burðinn en dyraverðirnir þrir og
sá slasaði.
Alls voru fimm dyraverðir i
skemmtistaðnum þetta kvöld.
Eru þei r allir óeinkennisklæddir.
Munu þess dæmi að slagsmál
milli dyravarða og gesta hefjist
með þvi, að sauðsvartir sam-
komugestir þekkja ekki dyra-
verði frá öðrum og halda að verið
sé að slást upp á sig eða aðra
þegar eftirlitsmennirnir eru að-
eins að sinna sinum skyldustörf-
um. Er þetta oft ekki siður baga-
legt fyrir dyraverðina en aðra
sem hlut eiga að máli, og næsta
furðulegt að eigendur samkomu-
húsa skuli ekki auðkenna eftir-
litsmenn sina svo að ekki fari
milli mála við hverja er aö eiga
þegar svo ber undir. Oó
Hjálmar Vilhjáimsson, ráöuneytisstjóri, formaður Styrktarfélags van-
gefinna ásamt vistmanni á dagvistarheimiiinu Bjarkarási. Myndin er
tekin f smiðastofunni. Timamynd Gunnar.
á hælisvist að halda
LJOÐA
FLOKKUR
UM KRIST
eftir Nínu Björk
fluttur í
Norræna húsinu
LAUGARDAGINN 24. marz
verður fluttur ljóðaflokkurinn
„Fyrir börn og fullorðna” eftir
Ninu Björk Arnadóttur.
Leikararnir Helga Hjörvar og
Arnar Jónsson ásamt höfund-
inum flytja verkið undir stjórn
Hilde Helgason.
Til sýnis verða skissur, sem
Þorbjörg Höskuldsdóttir hefur
gert við ljóðaflokkinn.
Ljóðaflokkurinn er um Krist og
skiptist I tvo þætti, fyrri þátturinn
fjallar um Krist á meðan hann
var hér á jörðu, en seinni þátt-
urinn um hvað hann myndi segja,
ef hann kæmi aftur i dag.
Þessi ljóðaflokkur var unninn á
siðastliðnu sumri og i vetur og
hefur ekki heyrzt áður.
SKÁK-
STARF
í BREIÐ-
HOLTI
A VEGUM Taflfélags
Reykjavikur og Æskulýösráðs
hófst I Breiðhólti skákstarfssemi
siðastl. laugardag 17. marz, meö
þvi að Jón Kristinsson skák-
meistari tefldi fjöltefli við ung-
linga á aldrinum 10-16 ára. 27
tóku þátt i fjölteflinu, vann Jón 26
og gerði eitt jafntefli við Bjarna
Hjartarson. Skákstarfið heldur
áfram næstu þrjá laugardaga kl.
1-3.45 (24. marz 31. marz og 7.
april). Næsta laugardag 24. marz
mun hinn gamalkunni skák-
meistari og alþingismaöur Jón
Þorsteinsson tefla fjöltefli við
unglinga. t þessi fyrstu skipti
er nauðsynlegt að sem flestir hafi
með sér töfl. Þess má geta að
ávallt eru einhverjir meðlimir
stjórnar Taflfélagsins viöstaddir
til þess að svara spurningum um
skák og starf Taflfélags
Reykjavikur.
TALIÐ er að 1% af þjóðinni sé
andlega vanþroska, eða um 2100
manns. Samkvæmt athugunum
þurfa 420 af þessum fjölda á
hælisvist að halda og álika stór
hópur einhvers konar félagslegr-
ar aðstoðar. i dag eru á öllu land-
inu 349 hælisvistarrými fyrir
vanþroska fólk, en þegar Styrkt-
arfélag vangefinna var stofnaö
fyrir réttuin 15 árum voru hælis-
vistarrýmin 114. A þessum tölum
má sjá að þótt enn vanti hæli fyrir
vanþroska fólk, hefur mikið
áunnizt á ekki lengri tima. Auk
hælisvistarrýmanna eru tekin tvö
dagvistunarheimili fyrir van-
gefna og eru þar rúm fyrir 80
manns. Af þeim 349 hælisvistar-
rýmum,sem nú eru til, eru 147 á
vegum sjálfseignarstofnana.
í tilefni 15 ára afmælis Styrkt-
arfélags vangefinna hélt stjórn
samtakanna fund með frétta-
mönnum til að kynna starfsemina
og vekja athygli á vandamálum
vangefinna og þeim ráðstöfunum,
sem gerðar eru og gera þarf til að
hlynna að þvi fólki.
Tilgangur félagsins er fyrst og
fremst, að komið verði upp nægi-
legum og viðunandi hælum fyrir
vangefið fólk, sem nauðsynlega
þarf á hælisvist að halda. Að van-
gefnu fólki gefist ákjósanleg skil-
yrði til þess að ná þeim þroska,
sem hæfileikar þess leyfa. Að
starfsorka vángefins fólks verði
hagnýtt. Að einstaklingar, sem
kynnu að vilja afla sér menntunar
til þess að annast vangefið fólk,
njóti riflegs styrks i þvi skyni. Að
annast kynningu á málum van-
gefinna með útgáfustarfsemi eða
á annan hátt.
Arið 1958 gekkst félagið fyrir
þvi, að Styrktarsjóður lamaðra
var stofnaður, en tekjur hans eru
gjald af öli og gosdrykkjum, sem
framleitt er hér á landi. Fé sjóðs-
ins er varið til að reisa eða endur-
bæta stofnanir fyrir vangefið fólk.
Tekjum sjóðsins hefur verið varið
til eftirtalinna hæla: Rikishælis-
ins i Kópavogi, en þar eru 182
vistmenn, og er talið ofsetið um 30
vistmenn. Til hælisins að Sól-
heimum i Grimsnesi, en vistmenn
þar eru 40. Til hælisins i Skálatúni
en þar eru vistmenn 55. Til Sól-
borgar á Akureyri, þar eru 50
vistmenn. Til hælisins að Tjalda-
nesi i Mosfellssveit, en þar er rúm
fyrir 22 vistmenn. öll þessi hæli,
að rikishæl inu i Kópavogi undan-
skildu eru sjálfseignarstofnanir.
Þá hafa verið veittir styrkir til
dagvistarheimila Styrktarfélags
vangefinna. 1961 hófst rekstur
dagvistarheimilisins að Lyngási
og er þar rúm fyrir 40 vistmenn,
en þar hafa verið allt að 50 vist-
menn. Fyrir rúmu ári hófst rekst-
ur dagvistarheimilisins Bjarkar-
áss við Stjörnugróf i Reykjavik.
Þar er rúm fyrir 52 vistmenn, en
nú sækja það 32.
Reiknað er með að þeir, sem
sækja dagvistarheimilið að
Bjarkarási séu orðnir 13 ára og
eldri.
Þeir sem það sækja koma á
morgnana og fara heim að kvöldi.
Er heimilinu skipt i tvær deildir,
fyrir pilta og fyrir stúlkur. öll að-
staða þarna er hin ákjósanleg-
asta. Leitazt er við að koma vist-
mönnunum til þess þroska, sem
hverjum og einum er mögulegt að
ná. Þarna fer fram bókleg og
verkleg kennsla. Sérstök kennslu-
stofa er fyrir bóklegar greinar og
eru þar fáir nemendur i senn, en
reynt að hlú þeim mun betur að
þeim nemendum, sem einhverja
möguleika hafa á bóklegu námi.
Þá eru á heimilinu vinnustofur
þar sem leitazt er við að kenna
vistmönnum einföld störf, karl-
menn hnýta á og framleiða ein-
falda hluti I smlðastofu. Stúlkum
er kennt að sauma. Einn mikil-
vægasti þáttur kenslunnar er að
kenna vistmönnum að sjá um sig
sjálfir eins og kostur er. Kennsla
fer fram i þrifnaði, bæði hvað
snertir að taka til i herbergjum
sinum og nánasta umhverfi og
ekki siður að þrifa likama sinn.
Er til dæmis sérstakur leikfimis-
salur i húsinu, þar sem allir vist-
menn eru þjálfaðir og til stendur
að koma þar upp sundlaug og
gufubaðstofu.
Styrktarfélag vangefinna hefur
veitt marga styrki til námsdvalar
til fólks, sem starfar að hjúkrun
eða annarri umönnun vangef-
inna. Þá rekur félagið skrifstofu
að Laugavegi 11.
Aðaltekjustofn félagsins hefur
frá upphafi verið happdrætti, og
hafa bileigendur átt þess kost að
kaupa happdrættismiða með
sama númeri og einkennisstafir
bila þeirra. Einnig hefur félaginu
oft borizt gjafir frá einstaklingum
og félögum.
Stjórn Styrktarfélags vangef-
inna skipa nú: Hjálmar
Vilhjálmsson, ráðuneytisstjóri,
formaður, Sigriður Thorlacius
varaformaður, Sigriður Ingi-
marsdóttir, frú, ritari, Hörður
Asgeirsson, meðstjórnandi,
Magnús Kristinsson fram-
kvæmdastjóri, meðstjórnandi. —
Varastjórn: Kristrún Guðmunds-
dóttir frú, Sveinbjörg Klemenz-
dóttir frú, Sigurbjörg Siggeirs-
dóttir frú, Vilhelm Hákansson
málarameistari og Tómas Stur-
laugsson, skólastjóri.
Varastjórn er boðuð á alla
stjórnarfundi og situr þá eins og
aðalmenn. Oó.
Fornmunaverzlun
í hjarta Reykjavíkur
Erl—Reykjavik. — í
sumarbyrjun mun ný
verzlun taka til starfa i
miðbænum, og hafa á
boðstólum vörur, allfrá-
brugðnar þeim, sem fást
i verzlununum i kring.
Það er Knútur Bruun,
sem hefur tekið Lækjar-
götu 2 á horni Austur-
strætis og Lækjargötu, á
leigu til næstu 5 ára, og
hyggst stofnsetja þar
verzlun með gamlar
bækur, og fleiri gamla
muni e.t.v. málverk.
Þetta kom fram i viðtali, sem
Timinn átti við Knút I gær, en þá
gekk hann frá leigusamningnum
við Ásbjörn Ólafsson.
Knútur sagði, að hann myndi
aðeins hagnýta hluta húsnæðisins
fyrir sina verzlun, en hitt myndi
verða leigt Karnabæ. Þaö verður
þvi um sambýli nýja og gamla
timans að ræða á þessum stað og
heppnast vonandi vel.
Ekki sagðist Knútur geta sagt
nákvæmlega til um, hvenær hann
gæti opnað hina nýju verzlun. Af
þvi ætti þó að geta orðið innan
tveggja mánaða. Það er heldur
ekki ákveðið, hve fjölbreytt vöru-
úrvalið verður, og fer vafalitið
eitthvað eftir framboði, en bæk-
urnar munu þó skipa heiðurssess-
inn, enda er Knútur þekktur fyrir
hin vönduðu bókauppboð sin, en
eitt slikt mun fara fram innan
skamms.
Ólestur í
Tryggingastofnun
t skýrslu, sem Hagvangur
hefur gert um starfssemi
Tryggingastofnunar rikisins á
vegum tryggingaráðuneytis-
ins, koma fram margir furðu-
legir hlutir um rekstur stofn-
unarinnar.
t Þjóöviljum i gær er nokkuö
fjallað um einn þátt þessara
skýrslu og segir þar m.a.:
Greiðslur til yfirmanna og
fulltrúa þeirra voru kr.
214.000,- að meðaltali fyrstu 10
inánuði ársins 1972 og námu
frá 35.056,- kr. til kr. 507.122,- á
hvern einstakling og er yfir-
vinnukaup i sumum tilfellum
hærra en föst laun viðkom-
andi!
Þegar málum er svo háttað,
segir i niðurstöðum Hag-
vangs, verður að álita, aö
verulega erfitt sé fyrir utan-
aðkomandi að segja til um,
hvort yfirvinna deildarstjóra
og annarra yfirmanna sé unn-
in, enda krefst slfk yfirvinna
svo langs vinnudags, að
venjulegu fólki með fulla
starfsorku mun reynast of-
raun nema um mjög takmark-
að timabil.
Óvenju miklar
fjarvistir
t skýrslunni eru fjarvistir
vegna veikinda og slysa taldar
óvenju miklar innan Trygg-
ingastofnunarinnar og þá mið-
að við könnun, sem fyrirtækið
Hagverk sf. gerði árið 1971 á
fjarvistum I 30 iðnfyrirtækjum
á islandi. Höfðu þau fyrirtæki
samtals 3,7 milj. vinnustunda
árið 1970, og kom f Ijós, að
mcðalfjarvistatími vegna
veikinda og slysa var um 2,5%
vinnutimans.
Hjá Tryggingastofnuninni
rannsakaði Hagvangur tvö
timahil ineð tilliti til fjarvista,
1/6 1971—31/5 1972 og 1/6
1970—31/5 1971, og reyndust
fjarvistir fyrra tímabiliö alls
1.521,5 vinnudagar, en 1.808
vinnudagur hið sfðara. Fjöldi
vinnudaga ár hvert eru taldir
230, og nema fjarvistirnar þvi
alls 6,6 mannárum fyrra tíma-
biliö, en 7,9 mannárum hið sið-
ara. Miðað við sama vinnu-
viknafjölda og árið 1971 eru
þessar fjarvistir um 7—8% af
heildardagvinnutima stofnun-
arinnar eða þrisvar hærra
hlutfall en hjá iðnfyrirtækjun-
um. Tekiö er fram, að hliö-
stæðar tölur annarra opin-
berra stofnana séu ekki fyrir
hendi.
Vinnutap vegna
óstundvísi
I skýrslunni kemur fram, að
stundvisi starfsmanna stofn-
unarinnar er breytileg, sem
vænta má. A árs tímabili (1/6
1970— 31/5 1971) var 91 starfs-
maður skráður of seinn til
vinnu, og nam vinnutap alls
208.273 minútum, sem miðað
við 8 stunda vinnudag reiknast
vera 433,9 vinnudagar eða um
1,9 mannár. Mætti þvf að
meöaltali hver þessara 91
starfsmanna 9,95 mfn. of seint
hvern vinnudag á timabilinu.
Á næsta árs tfmabili (1/6
1971— 31/5 1972) voru 92 skráö-
ir of seinir og vinnutapið alls
217.277 minútur, þ.e. 452,7
vinnudagar eða um 2 mannár.
Að meðaltali mætti hver hinna
92ja 19,26 mín. of seint á hverj-
um vinnudegi.
Ljóst er, að spjaidskrá um
mætingu starfsmanna er til-
tölulega fullkomin, en telja
verður til litils hagræðis aö
færa vandað yfirlit sé það ekki
notað af yfirmönnum stofnun-
arinnar, segir i athugasemd-
Framhald á bls. 19