Tíminn - 23.03.1973, Qupperneq 6
6
TÍMINN
Föstudagur 23. marz. 1973
Háskóla rádskosn
inqunum frestað
Erl—Reykjavlk. — Lögbann þaö,
sem lagt var á utankjörtundarat-
kvæöagreiöslu t háskölanum, I
gær stendur enn. Auk þess munu
fleiri meinbugir hafa fundizt á
auglýsingum um kosningar frá
hálfu kjörstjórnar eöa þeir, aö
þrjá klukkutima hafi vantaö til aö
vika liði frá þvi, aö framboös-
frestur rann út til þess að hefja
skyldi kjörfund, en i reglugerö
um kosningarnar segir, aö vika
eöa meira þurfi aö líða.
Kjörstjórn þingaði um það i all-
an gærdag, hvernig bregðast
skyldi viö málunum og hélt sið-
degis fund með frambjóðendum
til að fá fram sjónarmiö þeirra. A
þeim fundi kom fram, að kosning-
um mun verða frestað, að öllum
llkindum til föstudags. Engar
utankjörfundarkosningar verða
haldnar, og gefst þvi þeim, sem
fjarverandi kunna að verða þann
dag, ekki færi á að neyta atkvæð-
isréttar sins, en þeir verða vart
eins margir og Færeyjafararnir,
þvi að ekki er vitað um neinn
meiriháttar leiðangur úr borginni
á þeim tima, og náttúrufræði-
nemarnir eiga að koma heim á
fimmtudag.
Sumu er mótmælt,
við öðru er þagað
UNDANFARNAdaga hafa birzt I
fjölmiðlum mótmæli gegn verð-
hækkunum og þó
sérstaklega veröhækkunum á
landbúnaðarvörum. Land-
búnaðarvörur hafa um langt
skeið verið greiddar niður til aö
draga úr áhrifum verðhækkana á
vfsitöluna. Breytingar á verði
landbúnaöarvara hafa því ekki
ætlö verið I samræmi við aöra
verðþróun I landinu. Svo varö t.d.
1. marz s.l., þegar dregið var úr
niöurgreiöslum á mjólk jafnhliða
almennri hækkun landbúnaöar-
vara.
I nóvember 1970 voru sett lög
um verðstöðvun. Til glöggvunar
um almenna verölagsþróun frá
þeim tima til dagsins I dag er hér
skráð útsöluverð nokkurra vöru-
tegunda eins og það var I nó-
vember 1970 og svo aftur nú i
marz 1973. Verö nokkurra vara
er þó frá því I febrúar s.l., þar
sem ekki er hægt aö fá tölur fyrir
marz, sem eru sambærilegar við
nóvemberverðið 1970.
Upplýsingar þær, sem hér er
stuðzt við, eru frá Hagstofu
tslands og skrifstofu verðlags-
stjóra teknar saman af
upplýsingaþjónustu land-
búnaðarins.
MiÓa6 er viö 1 kg vör-
unnar, nema annars sé
getið
Nýmjólk, 1/1 hyrna
Miálkurostur 45%
Sajör, I. fl.
Súpukjöt, I. veröfl.
Kótelettur
Kindabjúgu
Rúgbrauö, óseytt, 1 1/2
Franskbrauö, 500 g.
Hveiti, pakkaö kg
fsa, slægö og hausuö
Þorskflök, roÖlaus, ný
Saltfiskur
Fiskbollur, 1/2 dós
Epli
Rús ínur, pakkaÖar
Kartöflur í 5 kg pokum
Strásykur
Kakó
Kaffi, brennt og malaÖ
Maltöl, 33 cl. flaska
Frá því I nóvember 1970 hefur
almennt tlmakaup verkamanna I
dagvinnu hækkað kringum 60%
og laun opinberra starfsmanna
hafa hækkað kringum 80%. Rétt
er þó að geta þess, að laun þau,
Verö í nóv. VerÖ í febr. Verö 20. marz
1970, kr. 1973 , kr. 1973, kr. Hækkun, %
15,30 19,50 27
237,00 238,00 b
199,00 250,00 26
150,20 190,40 27
176,80 226,00 28
144,00 177,00 23
kg 26,00 32,00 23
18,50 25,00 35
26,00 36,50 40
31,00 ' 52,00 68
53,50 77,00 44
55,00 80,00 45
35,00 53,00 51
67,05 85,75 28
94,00 158,90 69
23,10 17,50 + 24
20,35 43,75 115
205,30 279,20 36
190,00 296,00 56
11,50 16,00 39
sem opinberir starfsmenn sömdu
um I desember 1970, voru látin
verka aftur fyrir sig. Verðlags-
grundvöllur landbúnaöarafurða
hefur hækkað um 52% frá haust-
verðlagningu 1970.
atlanti
Magnús
E. Baldvinsson
Laugavegi 12 - Slmi 22
A myndinm talio trá vinstri: Jósep Borgarsson, Kristján Sigurðsson, Emelfa Guðjónsdóttir, Björn
Finnbogason, Eyjólfur Eysteinsson, Guðný Arnadóttir, Jóna Einarsdóttir, Jóhann Einvarðsson,
Vilborg Amundadóttir, Anney Guðjónsdóttir, Guðrún Arnadóttir og Sigurbjörg Pálsdóttir.
Sjúkrahúsi Keflavíkur færð stórgjöf
SJÚKRAHOSI Keflavlkurlæknis-
héraðs barst nýlega að gjöf frá
Kvenfélagi Keflavikur sjúkrarúm
ætlað fyrir hjartasjúka. Aætlað
verð sjúkrarúmsins er kr.
75.000.00.
Kvenfélag. Keflavikur hefur
gefið sjúkrahúsinu margar góðar
gjafir allt frá stofnun þess, má
þar nefna að fyrstu röntgentækin,
sem stofnunin eignaðist, voru
gefin af Kvenfélagi Keflavíkur.
Formaður Kvenfélagsins,
Guðrún Arnadóttir, afhenti for-
manni s júkrahússtjórnar,
Jóhanni Einvarðssyni gjöfina að
viðstöddum, stjórnum sjúkra-
hússins og Kvenfélagslns, yfir-
lækni, yfirhjúkrunarkonu og
forstöðumanni.
12. sinfóníuhljómleikarnir
12. REGLULEGU tónleikar
Sinfónfuhljómsveitar tslands á
þessu starfsári verða haldnir I
Iláskólabíói fimmtudaginn 22.
marz kl. 20.30, og koma þar fram
franski hljóm sveitarstjórinn
ANTONIO DE ALMEIDA og
bandarlski pianóieikarinn
GARRICK OHLSSON. A efnis-
skránni verður Faust forleikur
eftir Wagner , pianókonsert nr.
2 eftir Liszt og sinfónfa nr. 2 eftir
Rachmaninoff.
ANTONIO DE ALMEIDA
fæddist I Paris 1928 og stundaði
fyrst tónlistarnám i Argentinu
hjá Alberto Ginastera og siðan i
Bandarikjunum hjá Serge Kous-
sevitsky og Paul Hindemith.
Almeida er nú orðinn einn eftir-
sóttasti hljómsveitarstjóri sinnar
kynslóðar, og hefur hann stjórnað
öllum helztu hljómsveitum i
Evrópu og I Bandarikjunum, svo
sem Filharmóniuhljómsveit
Berlinar, Filharmóniuhljóm-
sveitinni i Leningrad, Filadelfiu-
Sinfóniuhljómsveitinni, London
Symphony Orchestra, Suisse
Romande og fleiri.
Pianóleikarinn GARRICK
OHLSSON er 24 ára gamall,
margfaldur verðlaunahafi. Hann
vann Busoni-keppnina á Italiu og
alþjóðakeppni pianóleikara i
Montreal, og 1970 vann hann
fyrstu verðlaun i alþjóðakeppni i
Varsjá, en i keppninni tóku þátt
80pianóleikarar. Garrick Ohlsson
hóf pianónám 8 ára gamall hjá
Thomas Lishmann, og 13 ára
gamall hóf hann nám hjá Sascha
Gorodnitsky við Julliard-tón-
listarskólann. Siöan stundaði
hann nám hjá Olgu Barabini og
Rósinu Lhevinne. Siðan Ohlsson
vann keppnina i Varsjá hefur
hann verið mjög eftirsóttur ein-
leikari með hljómsveitum og
hefur einnig haldið sjálfstæða
hljómleika viða um heim. Hann
er talinn i allra fremstu röð ungra
pianóleikara I heiminum.
3. og siðustu fjölskyldutónleikar
á þessu starfsári verða haldnir i
Háskólabiói sunnudaginn 25.
marz kl. 15. Stórnandi verður
Ragnar Björnsson.
Fimmtudaginn 29. marz verður
Alþingishátiðakantata eftir Emil
Thoroddsen flutt i Háskólabiói.
Stjórnandi verður Ragnar
Björnsson, flytjendur Elisabet
Erlingsdóttir, Magnús Jónsson,
Oratoriukórinn og Karlakórinn
Fóstbræður og þulur Öskar
Halldórsson.
iiiiir
ÍÍíÍjÍÍlPí! |)| liiliijiijjjpji!
::: :::::::::::::::::::
RAFGEYMAR
• •
FRAMLEIÐSLA
Oruggasti
RAFGEYMIRINN
á markaðnum
Fdst í öllum kaupfélögum
og bifreiðavöruverzlunum
NOTIÐ AÐEINS ÞAÐ BEZTA
:: ::::: : ::::::::: :: ::::: ::: i. i
jllj ;• iiiii :: jfjgfgj :: Íii:i ::: ::::
Myndin var tekin á æfingu — Arnes og Kári á fjöllum (Jón Kristinn og
Þráinn Karlsson),
FJALLA-EYVINDUR
FRUMSÝNDUR Á AKUREYRI
NÆSTKOMANDI sunnudag hinn
25. marz frumsýnir Leikfélag
Akureyrar Fjalla-Eyvind eftir
Jóhann Sigurjónsson. Fjalla —
Eyvind þarf ekki að kynna, frá
þvi hann kom fram hefur hann
verið eitt vinsælasta leikrit á
landinu. Leikfélag Akureyrar
TIMINN
ER
TROMP
hefur tvivegis áður sýnt Fjalla-
Eyvind, árið 1922 og aftur 1943.
Leikstjóri er Magnús Jónsson,
Magnús Pálsson gerir leiktjöld og
með helztu hlutverk fara Sigur-
veig Jónsdóttir sem leikur Höllu,
Þráinn Karlsson er i titilhlut-
verkinu, Jón Kristins'ion leikur
Arnes og Marinó Þoisteinsson
Björn hreppstjóra.
Miðasalan verður opin milli
þrjú og fimm, fimmtudag, föstu-
dag, laugardag og sunnudag og
klukkutima fyrir sýningu.
Frumsýningargestir þurfa að
sækja miða sina, eða staðfesta
sætispantanir fyrir klukkan fimm
á föstudag, annars verða miðar
þeirra seldir öðrum.