Tíminn - 23.03.1973, Qupperneq 9
Föstudagur 23. marz. 1973
TÍMINN
9
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,
Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans).
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur I Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga-
simi 19523. Aðrar skrifstofur: simi 18300. Askriftagjald 300 kr.
á mánuði innan lands, i lausasöiu 18 kr. eintakið.
Blaðaprent h.f.
____________________
Lausn
togaradeilunnar
Eftir tveggja mánaða vinnustöðvun á
togaraflotanum, þegar ljóst var að óbrúanlegt
bil hafði myndazt milli yfirmanna á
togurunum og útgerðarmanna, ákvað rikis-
stjórnin að leggja til við Alþingi, að þessi
vinnudeila yrði leyst með löggjöf.
Ríkisstjórnin lagði fram frumvarp til
lausnar deilunni á Alþingi i fyrradag. Fól
frumvarpið i sér lögfestingu á lokatilboði yfir-
manna, sem þeir höfðu undirritað. Mismuninn
á þessu boði og siðasta tilboði útgerðarmanna
á rikissjóður að greiða.
Þessi deila var komin i slikan hnút, að
þjóðarnauðsyn krafði, að á hann yrði höggvið.
En stjórnarandstaðan núverandi er söm við
sig. Hún viðurkenndi i orði kveðnu að þjóðar-
hagur byði, að þessi deila yrði leyst með lög-
gjöf, en bar siðan fram ýmsar breytingatil-
lögur við frumvarpið, vitandi það, að
breytingar á frumvarpinu gátu þýtt, að yfir-
menn sættu sig ekki við löggjöfina og segðu upp
störfum sinum og togaraflotinn héldí þar með
áfram að liggja við bryggjur, vegna þess að
hér var um að ræða algert lokaboð yfirmanna,
sem sáttasemjarar lögðu fast að þeim að gera.
Þegar rikisstjórnin vildi ekki taka þessa
áhættu með breytingum á frumvarpinu, vildi
stjórnarandstaðan ekki styðja frumvarpið,
sem hún hafði þó viðurkennt að þjóðarnauðsyn
byði að lögfesta. Til að kóróna þessa afstöðu
lýsti Gylfi Þ. Gislason, þvi svo yfir i um-
ræðunum, að i þau 25 ár, sem hann hefði setið á
þingi, hefði hann aldrei skipt um skoðun i
nokkru máli!!!
Þannig vildu þeir, sem tóku verulegan skerf
af umsömdum aflahlut sjómanna með lögum,
er þeir voru i stjórn, ekki standa að lögfestingu
kjarabóta til yfirmanna á togaraflotanum og
báru við, að það væri grundvallarstefna þeirra,
að stuðla ekki að auknum launamun i þjóð-
félaginu. Trúi þvi hver sem trúa vill.
Þannig sáu þeir ofsjónum yfir þvi kaupi, sem
togarasjómenn áttu að fá skv. frumvarpinu.
Eru þeir þó sannarlega ekki of haldnir, en lifs-
nauðsyn þjóðarinnar að gera þessi störf eftir-
sóknarverð með góðum kjörum.
Það segir sina sögu um þróun mála, að Stýri-
mannaskólinn er nú aðeins hálfsetinn og vand-
ræðaástand rikjandi, en um sjálfan grund-
völlinn að islenzku efnahagslifi að ræða, að nægt
framboð sé harðduglegra manna til áð manna
fiskiskip okkar.
Enn furðulegri verður að teljast afstaða
sumra togaraútgerðarmanna, sem lögðust
gegn þvi, að þessi deila yrði leyst á þann hátt
að rikissjóður greiddi það af kaupi yfirmanna,
sem þeir treystu sér ekki til að greiða. Þeir
höfðu við orð að hætta að gera út nema rikis-
sjóður ábyrgðist fyrirfram með bindandi lof-
orðum að þjóðnýta allt tap, bæði gamalt og nýtt
og ókomið, en auðvitað ætla þeir svo að hirða
hagnaðinn, þegar aflabrögð batna! -TK
Roy Jenkins:
Verkamannaflokkurinn getur
öðlazt tiltrú kjósenda á ný
Roy Jenkins þingmabur
Verkamannaflokksins
flutti ræðu á fundi flokks-
manna sinna i Oxford
nokkru eftir að kunn voru
úrslit aukakosninganna i
Chester-le-Street, Lincoln
og Dundee East. Fer
útdráttur hennar hér á
eftir:
ÉG vil nota tækifærið til
þessað lýsa skoðunum mínum
á stjórnmáiaástandinu eftir
úrslit aukakosninganna i
vikunni sem leið. Nokkur orð-
rómur hefir verið á kreiki um
myndun nýs miðflokks. Sumir
hafa jafnvel verið svo hugul-
samir að stinga upp á, að ég
veitti honum forustu. Mér
finnst það ógeðfelld tilhugsun
af fjórum ástæðum:
i fyrsta lagi held ég ekki að
slikur flokkur hefði neina
samræmda stefnu á að
byggja. Það er þvaður eitt, að
skoðanir minar standi nær
skoðunum frambjóðanda
Frjálsly ndaflokksins i
Chester -1 e-Street en
skoðunum Giles Radine. Þær
eiga heldur ekkert skylt við
kenningar skoskra þjóðernis-
sinna i Dundee. Flokkur, sem
myndaður væri á slikum
grunni, hefði ekkert jákvætt
fram að færa. Hann notfærði
sér óánægjuna en tvistraðist
þegar laga ætti óánægjuefnin.
Ég vil fara allt örðu visi að og
tel leiðtogum skylt að sam-
ræma vonir manna og reyna
að láta þær rætast, en ekki
að aðskilja og leggja rækt við
ágreining og óánægju.
í OÐRU lagi hygg ég að jafn
illa undirbyggð samtök
minnkuðu likurnar á virkri
rikisstjórn i andstöðu við
Ihaldsflokkinn. Trúlega væri
það að skapi margra þeirra,
sem með slikri flokksmyndum
mæla en ég er á öðru máli
Fáum þarf að koma á óvart,
þó að við, sem stefnum að
grundvallarbreytingum tök-
um boðskap þeirra af nokkurri
tortryggni.
En þetta á ekki við um alla.
Sumir óska i einlægni eftir
nýjum, öflugum flokki ihalds-
andstæðinga. En þeir ættu að
láta sér skiljast, að eitt er að
vona slikt og annað að koma
þvi fram. Sennilegasta af-
leiðing þeirrar viðleitni yrði
alger ringlureiö til vinstri og
ótrufluð forusta thalds-
flokksins i nokkra áratugi.
Viðlika óheppileg og skaðleg
og hún reyndist á þriðja og
fjórða tug aldarinnar.
t þriðja lagi er ég ekki sam-
mála þeim, sem vilja stjaka
vinstri armi Verkamanna-
flokksins og fylgjendum hans
út úr meginstraumi brezkra
stjórnmSla. Sú framvinda
gæti aðeins ýtt undir eins-
trenging og deilur, sem eru
höfuðmein okkar nú. Hún
stendi beinlinis að þvi að
firra verulegan hluta
þjóðarinnar bæði þeim aga og
ábata, sem fylgir aðild að
stjórnarflokki. Hún yki, en
minnkaði ekki sundrungina i
samfélaginu.
í FJÓRÐA lagi get ég ekki
sjálfur látið lönd og leið þá
stjórnmálahefð, sem ég er
alinn upp við og hefi þjónað
með þátttöku minni i stjórn-
málum. Stjórnmál eru ekki
trúarbrögð i minum augum,
en Verkamannaflokkurinn er
og hefir ávallt verið snar
þáttur i lifi minu. Engin ræða
hefir haft jafn djúp áhrif á mig
og ræða Hugh Gaitskell þegar
hann sagðist „aldrei, aldrei
láta af að berjast til að bjarga
flokknum, sem við elskum.”
Þetta var sönn og rétt boðun
árið 1960 og ég held að hún sé
Roy Jenkins.
það enn. Ég hefi þvi enga
löngun til þess að reyna nýjar
leiðir.
En ég hygg hins vegar, að
við blasi erfið en nauðsynleg
barátta. Hver og einn, sem er
ánægður með ástand og
horfur Verkamannaflokksins
nú (og sama á við um Ihalds-
flokkinn, þó að okkur komi það
ekki við) er blátt áfram á villi-
götum. Þegar á feril rikis-
stjórnarinnar er litið ættum
við að hafa yfirburðaaðstöðu
og vera fullir sjálfstrausts og
áhuga. I þess stað fáum við að
meðaltali 38% atkvæða i
þremur kjördæmum, sem
Verkamannaflokkurinn hefir
haldið siðan 1945. Ef Lincoln
er undanskilið hefir fylgi
okkar i hinum tveimur kjör-
dænunum minnkað úr 60 i 43%
siðan 1970.
VERKAMENN eru ekki
margir i þessum kjördæmum
og áhuginn var siður en svo
mikill. Þeirri stjórnarandx
stöðu er alvarlega ábótavant,
sem nær ei betri árangri en
þetta á miðju kjörtimabiii,
þegar óánægja með rikis-
stjórnina er hvað mest. Þessu
verður að gjörbreyta til
batnaðar og það getur tekizt.
Ég held ekki að gengið verði
til almennra kosninga fyrir en
eftir hálft annað ár.
Við megum vera fegnir að
stjórnarflokkurinn er siður en
svo betur á vegi staddur en
okkar flokkur. Verkamanna-
flokkurinn getur náð sér á
strik á þeim tima, sem til
stefnu er, en þó þvi aðeins að
hann láti sér að kenningu
verða ófarirnar undangengin
tvö ár. Leitin að sökudólgum
undanfarið hefir verið niður-
lægjandi. Þeir, sem hafa ná-
lega öllu ráðið i flokknum
meðan hann hefir verið á
niðurleið, hafa jafnvel sagt
allar ófarir sök okkar hinna,
sem höfum ávallt viljað aðra
ábyrgari og samræmdari
stefnu. Þetta er að snúa sann-
leikanum viö.
Sök er einnig rakin til
blaðanna. Vitanlega hafa
blöðin sina galla, en undan
þeim verður ekki komizt. Og
kvörtunin ein sýnir vorkunn-
semi við sjálfan sig og undan-
hald. Haldi Verkamanna-
flokkurinn vel á sinu máli fær
hann sum blöðin til fylgis við
sig og getur sent hinum langt
nef. Roosevelt vann hvern
sigurinn af öðrum, þrátt fyrir
öflugri andstöðu dagblaða en
við búum við hér.
VERSTA afsökunin er þó
ennótalin.en hún er sú af-
staða, að Verkamanna-
flokkurinn hafi unnið til stuðn-
ings kjósenda og ef þeir láti
hann ekki i té — meira að
segja þrátt fyrir vonbrigðin
með ihaldsflokkinn — sé sökin
þeirra en ekki flokksins.
Kjósendur hafa óskoraðan rétt
til þess að gera það eitt,sem
þeim sýnist, en. það er hins
vegar skylda okkar aö vinna
til stuðnings.
Okkur er einnig skylt að
reyna að vera fulltrúar allra,
sem standa vinstra megin i
stjórnmálunum, og gefa kost
á aðgengilegri rikisstjórn i
stað þeirra, sem að völdum
situr — Verði afstaða okkar of
takmörkuð erum við að fram-
lengja völd ihaldsins og van-
rækja skyldu okkar. Þeir, sem
ekki vilja viðurkenna þetta, og
hrópa „svik” eða „samsæri”
ávallt þegar eitthvaö gerist,
sem þeim geðjast ekki, og
halda að þeir geti rutt
kjósendum aftur i raöir okkar,
eru ekki sigurstrangllgir.
HVERS vegna hafa báðir
stóru flokkarnir valdið jafn
miklum vonbrigðum og raun
ber vitni? Ég held að
ástæðurnar séu einkum þrjár:
I fyrsta lagi geðjast fólki
ekki að skammahrinunum i
stjórnmálunum og lætur sér
fátt um finnast, þegar það
heyrir öfgafullar ásakanir á
andstæðingana fyrir það eitt,
sem það hefir lúmskan grun
um að ásakandinn sjálfur
gerði ef hann færi með völd.
t öðru lagi hefir það illan
bifur á loforðum, sem það
heldur að ekki verði staðið við
Og i þriðja lagi grunar það, að
þeir, sem taldir eru sann-
gjarnir i sinu dagfari, noti
annars konar orðbragð og hafi
aðra afstöðu i stjórnmálum.
Stjórnmál eru aðeins litill
þáttur i daglegu lifi flestra.
Fólk hefir tiðast meiri hug á
öðru, sem þvi stendur hvers-
dagslega nær, og er siður en
svo illa farið. Þegar fólk
kynnist stjórnmálaheimi, þar
sem farið er að á allt annan
hátt en það á að venjast i sinu
dagfari, fyllist það ógeði og
andúð. Haldi fólk að stjórn-
málin geri okkur alla að leik-
brúðum breikkar af sjálfu sér
biliö milli flokksvélanna og
kjósenda.
ÚT frá þessum hug-
leiðingum vil ég setja fram
þrjár reglur, sem ég held að
Verkamannaflokkurinn eigi
að fylgja i stefnumörkun og
túlkun:
I fyrsta lagi þarf að athuga
vel um hvað eina, hvort það sé
nauðsynlegt eða æskilegt til
þess að bæta samfélagið eöa
þjóna hagsmunum þess fjöl-
menna hluta þjóðarinnar, sem
við erum fulltrúar fyrir.
I öðru lagi þarf að athuga,
hvort sæmilegir möguleikar
séu á að framkvæma stefnu-
skrána með góðum árangri,
bæði með hliösjón af fyrri
reynslu og vonum okkar um
framtiðina.
I þriðja lagi þarf að hafa i
huga, hvort tillögur okkar séu
liklegri til að afla Verka-
mannaflokknum fylgis en að
draga úr hylli hans, og gefi
okkur þvi tækifæri til að
komast eitthvað áleiðis, en
leiði ekki til vanmáttar.
Ekki er ávallt unnt að
fullnægja öllum þremur
kröfunum. Stundum geta
fyrsta og þriðja skilyrðið
rekizt á, og þvi geta meðal
annars valdið skuldbindingar
okkar um kynþáttajafnrétti,
en frá þeim má aldrei hvika.
Komi til slikra árekstra
verður fyrsta skilyrðið að
ráða. Við megum ekki berjast
fyrirþeim málum einum, sem
efla vinsældir. Of mikið hefir
verið að þvi gert hvarvetna á
vettvangi stjórnmálanna
undangengin ár.
EKKERT ætti að leggja til,
sem ekki getur samrýmzt að
minnsta kosti tveimur ofan-
greindra skilyrða, og flest ætti
Framhald á bls. 19