Tíminn - 24.03.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.03.1973, Blaðsíða 7
Laugardagur 24. marz 1973. ÍMINN Nokkrir spenntir áhorfendur fylgjast meö gangi „Furöuverksins”. Oli lijörn Björgvinsson, fitnm :ir:> (Myndir: Ólafur Riinar). frjálslegum börnum, sem flest urðu þó að láta sér lynda að fara ofan af þvi aftur. Leik.urinn fjallar, eins og áður hefur verið sagt frá hér i blaðinu, um þróunarsögu stjörnukerfis okkar, jarðarinnar og mannsins. Liklegt er, að yngstu áhorfendurnir hafi ekki skilið efnið alveg til fullnustu, en i við- tölum við nokkur börn eftir sýninguna, kom þó fram furðu- mikill skilningur. Leikararnir snéru sér oft til barnanna meðan á sýningu stóð, og spurðu þau ymissa spurninga Kenndi þar marga fjölbreyttra tilsvara, og margra hverra stórskemmti- legra. Sýnishorn: Leikari spyr: „Hvar haldið þið, að lifið hafi fyrst orðið til, krakkar?”. Börnin svara (hvert i kapp við annað): ,,t fjöllunum,” „1 skógunum,” A jörðinni, auðvitað”, „1 sjónum”, „í aldingarðinum”,.... Við fórum á stúfana og tókum nokkra af hinum ungu frumsýningargestum tali eftir hina geysivelheppnuðu sýningu. öllum, sem við töluðum við, bar saman um , að sýningin hefði verið voða skemmtileg, jafnvel „voða, voða,” skemmtilega. Diana von Ancken, 12 ára, sagðist hafa skilið að mestu það, sem fram fór, enda hefði hún eitthvað lesið um þróunarsöguna, þó ekki i skólanum. Hún kvaðst sjá eitt leikrit á ári eða svo og væri „Furðuverkið”, það skemmtilegasta sem hún hefði séð, ,,en samt voru „Litli Kláus og Stóri Kláus” lika mjög skemmtilegir: Dagbjartur Willardsson,8ára,: „Já, já, þetta var agalega skemmtilegt. Ég skildi nú samt ekki allt saman, t.d. þegar fiskarnir fóru upp úr sjónum. Það fannst mér svo skritið. Nei, ég hef ekki lesið um þetta. En er þetta alveg satt eða bara bull? Ég hélt, að þetta hefði verið allt öðru visi. ÓIi Björn Björgvinsson, 5 ára, sagði, að sér hefði þótt leikritið mjög skemmtilegt, sérstaklega lögin, myndirnar, ,,og þegar ljóta, grimma dýrið var að elta hin dýrin.” Nei, ekki kvaðst hann nú skilja alveg, hvað var á ferðinni. Björk Sverrisdóttir, 11 ára, kvaðst hafa náð þræðinum, skilið alveg, hvað um var að ræða. Og haft mjög gaman af. Hún segist hafa lesið um þessa hluti (þróunarsöguna i bókum, og svo hafði hún átt heima um skeið úti i Astraliu, og séð þá ýmsa hluti, m.a. innfædda á steinaldar- stigi, og átti þvi auðveldar með að gripa efni „Furðuverksins.” „Annars fannst mér nú sumt af þessu dálitið skritið.” Eins og fram hefur komið, virðast börnin skilja meira og minna, um hvað „Furðuverkið” fjallar i raun og veru. Þó er sá skilningur ýmsu blandinn, ævin- týraljóma og óravidd imyndunar- afls barnsins. 1 öllu falli virðist einhver skilningur fyrir hendi, og enda þótt „Furðuverkið” verði ekki til annars ,,en að vekja spurningar hjá börnunum og fróðleikslöngun um áður óþekkt efni, væri afar stórum áfanga náð. Einn fullorðinn heyrðum við segja eftir frumsýninguna, „að þetta hefði verið ein allra skemmtilegasta og fróðlegasta kennslustund, sem hann hefði upplifað,” og mega þá lesendur alls ekki skilja þessi orð sem svo, að leikurinn hafi verið með ein- hverju kennslustundarsniði. Það er öðru nær. En hér er um fram allt barnanna að sjá og dæma. Að lokum, Grindavik er aöeins fyrsti viðkomustaður Þjóðleik- hússins á hringferð um landið. Aformað er að fara með sýninguna sem viðast út um land og veita sem allra flestum, börnum og fullorðnum, tækifæri á að sjá hana. Næst verður að likindum sýnt i Stapa i Ytri Njarðvik, þ ,e. um helgina 24. og 25. marz n.k. ctn Arnar Ólafsson (fjóröi frá hægri), 11 ára, ásamt nokkrum félögum eftir frumsýninguna. 1 bakgrunni sér i hina glæsilegu veggskreytingu hússins. Björk Sverrisdóttir, II ára. Dagbjartur Willardsson, 8 ára.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.