Tíminn - 24.03.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.03.1973, Blaðsíða 11
Laugardagur 24. marz 1973. TÍMINN 11 um rauninu halda ferð sinni áfram i hrauninu. Askan og hraunið er vel volgt, nema þar sem mesta vatns- kælingin hefur verið, og þar hefur kælivatnið skolað lausri öskunni i burtu, svo eftir er aðeins rautt hraunið. Menn voru niður- dregnir Fyrst i gærmorgun voru menn i Eyjum frekar niðurdregnir, og varla búnir að átta sig á atburðum næturinnar. Uppgjafa- hljóð var i mörgum fyrst i stað, en þegar sólin fór að skina um hádegið, hresstust menn, og ræddu um það sin á milli hvað væri nú til bragðs. Einir sjö loðnubátar lónuðu úti fyrir nýja landinu austast á Heimaey fyrst i morgun, en um hádegisbilið mátti sjá sjómenn koma i hópum upp á umbrotasvæðið, og virða fyrir sér hamfarir næturinnar. Undanfarna daga, þegar hraunið hefur verið að færa hvert húsið á fætur öðru i kaf, virðist sem það hafi bókstaflega slitið sum húsin af grunnunum, og ýtt þeim á undan sér áður en veggir og þök brotnuðu niður. Timbur- húsin hafa sum hver lagzt saman, svona álika og þegar stigið er á eldspýtustokk. önnur timburhús hefur hraunknaturinn slitið i sundur, og fært efri helminginn töluvert úr stað. Þetta mátti t.d. greinilega sjá á Heimagötu i gær, þar sem helmingur af timburhúsi var kominn næstum þvert yfir götuna. Samninga- fundur deilu- aðila í Khöfn NTB—Kaupmannahöfn.— Samn- ingafundur með aöilum i vinnu- deilunni i Danmörku hófst kl. 3 siðdegis i gær að áeggjan Ankers Jörgensen forsætisráðherra, sem i gær bað sáttasemjara rikisins, Sigurð Wechselmann, að gera nýja sáttatilraun. Ef samningagrundvöllur næst, breiðast verkföll sennilega ekki út meira en orðið er, en i gær var óljóst, hvort von væri til þess. Alvarleg áhrif af verkfallinu eru farin að gera vart við sig. A fimmtudagsmorgun stöðvuðust vöruflutningar á aðaljárn- brautarstöðinni i Kaupmanna- höfn, og allir vöruflutningar til og frá höfuðborginni. Tæknimenn flugvalla og raforkuvera boðuðu verkfall i annað sinn á fimmtu- dagskvöld. En komi það i fram- kvæmd 3. aprfl, svo sem boðað er, verður ástandið mjög alvarlegt. Siðari fréttir Samningamenn voru vongóðir að loknum fundinum i gær, þrátt fyrir það, að daginn áður hefðu þeir sætt sig við, að deilan yrði löng. Gera þeir sér vonir um, að deilan verði leyst i fyrsta lagi 1. april eða i seinasta lagi þann 6. Verkföllum verður þó ekki af- lýst fyrr en sáttatillaga liggur fyrir, en sáttasemjari getur nú frestað frekari verkföllumi a.m.k. 14 daga. Það merkir, að ekki verður úr verkfallinu 3. april hjá flugvallarafstöðvatækni- mönnum. Forseti tslands dr. Kristján Eldjárn kom til Heimaeyjar I gær, og hér er hann á gangi á syðri hafnargarðinum, en þar hefur hraunið hlaðist upp eins og myndin sýnir. (Tímamyndir Kári) Þessi mynd var tekin af Flakkaranum, og sér þarna yfir snævi þakinn bæinn. Rendur á stofuveggjunum sýna hæð vikurskaflanna JAFNVEL þau hús i Vestmannaeyjum, sem hvorki hafa sligazt und- an þunga gjallsins, er á þau hefur hlaðizt, né heldur orðið fyrir vatns- skemmdum af þeim sökum, að vatnspipur hafi sprungið i frostum, eru sum hver að minnsta kosti mjög illa leikin af raka. Þar sem gjall liggur hátt upp á veggi, hefur raki siazt i gegn um þá i rigningunum að undan- förnu. — Ég var i Eyjum á dögunum, sagði ungur maður, sem leit til Tim- ans i gær, og fór inn i hús föður mins i vestur- bænum, og raunar fleiri hús. Þar blasti þetta við. Við gátum séð nákvæm- lega á stofuveggjunum, hve hátt vikurskaflarnir náðu úti yfir, þvi að þar voru rakarendur i sömu hæð. Að þessu eru áreið- anlega mikil brögð, þannig að hús, sem i fljótu bragði virðast heil og óskemmd, hafa þegar betur er að gáð orðið fyrir miklum spjöllum. KIRKJA - GRUNNSKÓLI A FUNDI sinum 20. þ.m. sam- þykkti menntamálanefnd þjóð- kirkjunnar eftirfarandi: „Menntamálanefnd þjóð- kirkjunnar beinir þeim tilmælum til háttvirts Alþingis, að það gefi sér góðan tima til athugunar á frumvarpi þvi til laga um grunn- skóla, sem nú liggur fyrir. Telur nefndin æskilegt, að skipuð verði milliþinganefnd til þess að starfa að athugun á frumvarpinu og þeim afleiðingum, sem liklegt er, að lögbinding þess hafi i för með sér”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.