Tíminn - 24.03.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.03.1973, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Laugardagur 24. marz 1973. Sum timburhúsin voru eins og spýtnabrak I hraunjaOrinum. Þarna sjást eldfjöllin tvö, Helgafell til vinstriog nýja eldfjalliö til hægri og landaukinn enn lengra til hægri. Á hlaup undan h e mótstöðu, enda efnið i garðinum laust i sér, og framkvæmdir við hann ekki nema rétt hafnar. Á timabili i fyrrinótt var framskrið hraunkantsins mjög mikið, og sögðust sjónvarvottar hafa mælt hraunið fara einn meter á tveim minútum, Geta menn af þvi imyndað sér hraða hraunsins, sem samkvæmt þessu gæti skriðið fram um 30 metra á klukkutima. Forsetinn gekk á Flakkarann Forseti tslands dr. Kristjan Eldjárn, hafði ætlað til Vest- mannaeyja á fimmtudaginn, en vegna óhagstæðra flugskilyrða komst hann ekki alla leið þá. 1 gærmorgun var hann kominn til Eyja fyrir klukkan tiu i flugvél Flugmálastjórnar. Fór forsetinn um Heimaey i fylgd Magnúsar Magnússonar bæjarstjóra, Guðlaugs Gislasonar alþingis- manns og visindamannanna Þor- björns Sigurgeirssonar pró- fessors og Þorleifs Einarssonar jarðfræðings. 1 ferðinni var m.a. gengið upp á Flakkarann, sem sumir vilja nú kalla Hannibal, vegna þess hve klofinn Flakkar- inn er. Flakkarinn er nú kominn austur af Bakkastig, og ofan af honum er hrikalegt að horfa yfir hraunið til bæjarins. Gufan, sem leggur upp af hrauninu, gerir ferð upp á Flakkarann all ævintýra- lega, þvi öðru hvoru hverfur umhverfið i gufuna, og erfitt er að Bænda- nám- skeið í Borqar- firði JGK—Reykjavlk. — Nýlega eru hafin i Borgarfiröi nokkurra víkna námskeið fyrir bændur. Eru þau haldin á tveim stööum, i félagsheimili Leirarsveitar og á Valfelli i Borgarhreppi. Bjarni Arason, ráðunautur i Borgarnesi, tjáði blaðinu i gær, að hugmyndin að þessari starf- semi sé frá Hvanneyi komin, en auk Hvanneyrarskólans standa að námskeiðunum bútæknideild Rannsóknarstofnunar land- búnaðarins og Búnaðarsamband Borgarfjarðar, og menn frá þessum aðilum annast kennsluna. Námskeiðin eru annars þannig skipulögð að kennsla fer fram einn dag i viku hverri og koma tveir fyrirlesarar á hvern fund og flytja framsöguerindi, en siðan eru umræður og fyrirspurnir i hringborðsformi. Námskeiðið á Valfelli fjallar um jarðrækt en i Leirársveitinni er fjallað um búfjárrækt. Þátttakendur þar eru milli 30 og 40 en á Valfelli rúm- lega 20. Bjarni sagði að þeir sem að þessum námskeiðum standa væru mjög ánægðir með þátt- tökuna og þann áhuga,sem bænd- ur sýndu þessari starfsemi. Nám- skeiðunum verður slitið um april- lok. ; 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.