Tíminn - 24.03.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.03.1973, Blaðsíða 9
Laugardagur 24. marz 1973. TÍMINN 9 Tveir til Þórs hafnar Leikendur og leikstjóri Húrra krakkr. Frá vinstri: Kristján Jónsson leikstjóri, og I fremri röö: Karl Kristensen, Margrét Sigurþórsdóttir, Ingvi Arnason og Sigþrúður Sigurðardóttir. í aftari röð: Hörður Þórðarson, Oddný Sólveig Jónsdóttir, Theódór Þórðarson og Annabella Albertsdóttir. HURRA KRAKKI í BORGARNESI Erl—Reykjavik. — Að undan- förnu hefur Ungmennafélagið Skalla-Grímur i Borgarnesi sýnt leikritið „Húrra krakki” eftir Arnold og Back, alls 7 sinnum. Leikstjóri er Kristján Jónsson, og hefur sýningum verið mjög vel tekið. Nú er i undirbúningi að fara með leikritið til nálægra staða, og verður sýning i Búðardal i kvöld, og á morgun verða tvær sýninj á Akranesi. Um næstu helgi svo ráðgert að fara með leikim Snæfellsnes og hafa þá sýninga Sandi og Lýsuhóli. Frekari fer eru ekki áformaðar að sin Skalla-Grlmur hefur flest ár s upp eitthvert leikrit, og leiklist; starf staðið með blóma i Borg; nesi. Unrtið að því að þétta bátana í fjörunni og ná þeim út ÓH-Gunnarsstöðum.— Hér hefur verið afbragðstið að undanförnu, þótt nú hafi heldur kólnað i veðri. Vegir eru auðir og nær allur snjór horfinn úr byggð. Menn eru farnir að róa á rauð- maga, og svo er grásleppan að fara að ganga, og allar trillur að verða klárar til að taka á móti henni . Harpan hefur verið á loðnuveiðum og aflað vel. Eftir bátsskaðana i óveðrinu um daginn, hafa komið hingað tveir nýir bátar, sem nú stunda róðra. Arni Helgason, sem átti Fagranesið, fór strax til Kefla- vikur og keypti þar nýjan 50 lesta stálbát, Borgþór að nafni, og auk þess kom nýr eikarbátur, sem smiðaður var i Vestmannaeyjum handa Þórshafnarbúa, sem þar var. Hann heitir Votaberg. Þessir bátar róa með net. Unnið er að þvi að þétta bátana i fjörunni, og til stendur að ná þeim út. 1 þvi skyni hefur jarðýta verið að gera rás bfjöruklungrið, svo að draga megi þá á flot. Vélarnar eru taldar litið skemmdar, og er meiningin að endurgera bátana. Hafa skipa- smiðastöðvarnar, sem smiðuðu þá, boðizt til að gera þá upp. Eru þvi horfur á, að betur rætist úr þessum málum en á horfðist i upphafi, og er það m.a. að þakka hinni góðu og stórviðralausu tið, sem hefur komið i veg fyrir, að bátarnir skemmdust meira i upphafi, þegar þá rak upp. VELJUM ÍSLENZKT Aska að Skógum undir Eyjafjöllum. — Ljósmynd: A.J. HÆTTA Á FLÚOREITRUN Á SUÐURLANDI ALLT FRA upphafi gossins I Heimaey hefur verið fylgzt með öskufalli á landi og einkennum á gróðurskemmdum af völdum flúoreitrunar. Greinileg merki flúorsins hafa fundizt á gróðri, en engin eitrun hefur enn komið fram á búfé svo vitað sé. En þegar grös fara að grænka og fé verður hleypt út eykst eitrunar- hættan. Eru þvi tilmæli til bænda á öskufailssvæðinu að hafa fé eins lengi i húsi og kostur er á, til að koma i veg fyrir stjórfelldan skaða af völdum flúoreitrunar. A vegum landbúnaðarráðu- neytisins hefur verið stofnuð samstarfsnefnd sérfræðinga um áhrif Heimaeyjargossins á gróður og búfé. Á blaðamanna- fundi, sem haldinn var i gær, sagði Jónas Jónsson, aðstoðar- maður landbúnaðarráðherra, að ráðuneytið hafi tryggt greiðslu alls kostnaðar við rannsóknirnar, og að skipulagðir verði rann- sóknahópar til að fylgjast með yfirvofandi hættu vegna flúor- eitrunar. Sagði hann að það færi mikið eftir vinnubrögðum bænda á öskufallssvæðinu hvort tjón hlytist af öskufallinu eða ekki. Frá Heimaey hefur aska aðal- lega borizt á land á svæðinu milli Ytri-Rangár og Vikur I Mýrdal. Tilnefndir hafa verið tveir menn fyrir austan, sem fylgjast með öskufalli og eru bændur á svæðinu beðnir að snúa sér til þeirra, ef þeir verða varir við öskufall eða æskja leiðbeininga. Mennirnir eru Kristinn Jónsson, tilrauna- stjóri á Sámsstöðum og Einar Þorsteinsson, ráðuneutur á Sól- heimum. Flúormagn i ösku, sem féll i Fljótshlið 24. janúar, reyndist 115-2600 partar úr milljón, en 8. febrúar mældust 1000 partar af flúor úr ösku þaðan. 1 Skógum undir Austur-Eyja- fjöllum 1200 partar i ösku 8. febrúar, en i Nýjabæ undir Vestur-.Eyjafjöllum 100 partar 17. febrúar. Mest flúor hefur mælzt i sýni frá Skammadalshóli 19. febrúar — 3000 partar úr milljón. í byrjun Heklugossins 1970 mældust 2000 partar i ösku, er féll i Biskupstungum fyrstu daga gossins, og 1000-1400 partar i Húnavatnssýslu. Benda þessar mælingar nú til þess, að flúor- magn I ösku úr Heimaey sé sizt minna en var i Heklugosinu. Oskufallið úr Heimaey hefur hins vegar verið litið hverju sinni, miðað við öskuna, sem féll úr Heklu, en er ekki siður hættulegt, þar sem endurtekið öskufall mengar svæðið hvað eftir annað. Flúormagn hefur einnig verið mælt i úrkomuvatni og úr pollum og skurðum: Á veður- athugunarstöðinni á Hellu á Rangárvöllum, hefur flúor i úrkomu mælzt frá 0.13 i 7.8. En i pollum hefur mælzt 4.6 partar flúor. Flúormagn i ösku virðist oft vera meira, eftir þvi sem fjær dregur gosstöðvunum. Þvi fin- gerðari sem kornastærð ösk- unnar er, þvi meira flúormagn er i henni. Sjáanleg einkenni flúoreitrunar eru á gróðri á öskufallssvæðinu. Sumar tegundir mosa eru dauðar að ofan og fléttur hafa drepizt af öskufalli. Sigrænar jurtir eins og grenitré hafa skemmzt einkum nálarnar á þeim hluta trjánna, sem snýr að gosstöðvunum. Halldór Pálsson, búnaðarmála- stjóri, sagði, að reynslan frá Heklugosinu 1970 sýndi, að veiki hafi helzt komið i það fé, sem var úti þegar öskufallið var hvað mest... Var þá strax reynt að fá bændur á öskufallssvæðinu til að hafa fé i húsi og þeir, sem urðu við þeim tilmælum sluppu bezt. Er þvi rik ástæða til að beina þvi til bænda að halda skepnum á öskufallssvæðinu frá gróðri og yfirborðsvatni i kyrrum pollum og skurðum. Þeir bændur, sem ekki höfðu góða húsvist, girtu sumir kringum húsin og hleyptu skepnunum ekki á beit, þótt þær væru úti við.Gafstþetta ágætlega. Páil A. Pálsson, yfirdýralæknir sagði, að flúoreitrun væri tvenns konar. Bráð eitrun og verða skepnurnar þá daufar, lystar lausar og máttlausar. Sérstak- lega er ám, sem komnar eru nærri burði, hætt við eitruninni. Eitrunin getur einnig verið hægfara og koma þá eitrunarein- kennin ekki i ljós fyrr en löngu eftir að flúorinn komst i skepn- urnar. Safnast hann i bein og tennur. Oft ber þá á helti áður en beinhnútar myndast, en þeir koma siðar. Þá fer að bera á tannskemmdum og samtimis þvi á skepnan erfitt með að nýta fóðrið og veslast upp. Yfirdýra- læknir sagði, að það bezta, sem hægt er að gera fyrir skepnur, sem fengið hafa flúoreitrun væri að láta þær hafa nóg af stein- efnum og bætiefnum. Haldið verður áfram að taka sýni af gróðri, vatni og ösku á öskufallssvæðinu ogfylgztvel með flúormagni ogbændumgefnar ráð- leggingar um meðferð búfjár meðan hættuástand varir. En eins og nú er ástatt er bændum eindregið ráðlagt að hleypa fé ekki út fyrr en visindamennirnir telja tryggt að eitrunarhættan sé liðin hjá. —OÓ nyir bátar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.