Tíminn - 24.03.1973, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.03.1973, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 24. marz 1973. Skólinn er vanræktur sem vinnu- og samverustaður nemenda og kennara, segir Jónas Pdlsson, skólastjóri GRUNNSKÓLAFRUM- VARPIÐ nýja hefur veriö í sviðsljósinu að undanförnu. Um það hefur verið rætt, og jafnvel deilt, og verður ekki lagður neinn dómur á þær umræður hér. Hinu megum við þó ekki gleyma, að frumvarp þetta er ekki annað en hluti af miklu stærri heild, og sem slíkt snertir það líf hvers einasta mannsbarns í land- inu. Til okkar er kominn Jónas Pálsson, skólastjóri, og ætlar að ræða litið eitt um grunnskóla- frumvarpið og samband þess við aðra þætti islenzkra fræðslumála. Framfarir hafa dregizt á langinn — Hver er skoðun þin, Jónas á þessu nýja frumvarpi, sem svo margir eru að tala um þessa dag- ana? — Ég er mjög ánægður með margt i frumvarpinu og tel það strangtekið ekki komin til fram- kvæmda. En auk þess kom breytingin alltof seint. Kennaramenntunin hefur lengi verið vanrækt, skólinn verið gagnfræða- og menntaskóli að nokkru leyti, allt fram á sið- ustu tima. Þessi nauðsynlega og sjálfsagða breyting kom þvi nokkuð óvænt á þjóðina og em- bættismenn hennar, og hefur þar af leiðandi enn ekki verið nægi- lega vel skilin af öllum almenn- ingi. Ég vil alveg sérstaklega koma þvi á framfæri, hvort ekki væri tækifæri til þess, einmitt núna i sambandi við grunnskólafrum- varpiö að taka kennaramenntun- ina til sérstakrar umræðu, og að ganga svo frá þessum atriðum öllum i einu lagi. Þvi er enn við að bæta, að meginhugmynd grunnskólafrumvarpsins er það, sem Norðurlandabúar kalla sam- felldan skóla og ég tel hana fylli- lega réttmæta. Hún er i raun og veru tilverugrunnur hinna nýju laga. Fyrir mér er meginfor- senda að framkvæmd lag- anna, kennaramenntunin. Það er að segja, að tryggja sameiginlega grunnmenntun allra kennara, ast i augu við þá staðreynd, að ekki veröur hjá þvi komizt að laga kennsluna eftir aöstæðum. Það verður að hafa vissan sveigjanleika eftir hæfileikum, áhugamálum, landshlutum og at- vinnuháttum. Það má lika færa til skólatimann að einhveru leyti og reyndar er gert ráð fyrir þeim möguleika i grunnskólafrum- varpinu, og er það mjög lofsvert, að opnuð skuli vera leið til þess. Þess er skylt að geta, að grunnskólafrumvarpið stefnir að námsgreiningu. — Við minntumst áðan á menntun kennara. Það væri nú gaman að heyra nánari skilgrein- ingu á hugmyndum þinum um það efni. — Meginatriðið er, að grunnskólinn allur frá byrjun til loka eigi á að skipa starfsliði, sem hlotið hefur undirstöðumenntun i kennslustarfinu sjálfu. Með þessu er átt við, að visst árabil sinni menn sliku sérnámi. Þrjú til fjög- ur ár er núna viðurkennt sem alg- ert lágmark, en siðan sé bætt við námi i þekkingargreinum eins og til dæmis náttúrfræði, landafræði, islenzku eða öðrum greinum. En grunnmenntunin verður að vera hin sama fyrir kennara á öllum stigunum og þetta á að verulegu leyti einnig við um fóstrurnar, þvi að þær sinna kennslu. 1 þéttbýli færist skólinn nú nið- ur á fimm og sex ára aldurinn og það halda margir þvi fram — og sú skoðun á vaxandi fylgi að fagna — að einmitt á þeim aldri sé auðveldast að kenna börnum og að á þvi skeiði ævinnar komi kennslan þeim að beztum notum. Með því stendur eða fellur grunnskólinn Ég vil leggja á það megin- áherzlu, að grunnskólinn stendur og fellur með þvi að kennarastétt- Kennaramenntumn og grunnskólafrumvarpið mikinn skaða, hve samþykkt þess hefur dregizt, þvi að það tefur að sama skapi þær framfarir og breytingar i skólastarfi, sem lengi hafa verið knýjandi og dragast sifellt meira og meira úr hömlu. Það er visu rétt, að ef embættiskerfið hefði gengt hlut- verki sinu, þá hefði verið hægt að framkvæma á grundvelli fræöslu- laganna frá 1946 velflest það, sem til framfara horfir i skólamálum. 1 sambandi við grunnskóla- frumvarpið vil ég hins vegar vekja athygli á þvi, að það eru fleiri þættir en kerfið sjálft, sem hér skipta máli. Það er þá i fyrsta lagi námsskr. 1 frumvarpinu er gert ráð fyrir, aö þar veröi vel að unnið. En aðrir þættir eru þó að minu mati jafnvel enn mikilvæg- ari. Skólinn sjálfur sem vinnu- staður, búnaður hans og sú að- staða, sem þar er fyrir hendi — og svo siðast en ekki sizt starfsliö skólanna, kennararnir og hvernig aö þeim er búiö. Kennaramennt- unin er hér meginatriði. Þessir tveir meginþættir eru svo mikilvægir, að ég tel það fylli- lega réttlætanlegt, úr þvi sem komiö er, að grunnskólafrum- varpið væri ekki samþykkt fyrr en þessir þættir hefðu verið teknir til rækilegrar yfirvegunar af lög- gjafarvaidinu, og þessi mál siðan afgreidd öll i einu lagi. Það er vitað mál, enda nánast á hvers manns vörum, að kennara- menntunin hefur verið i deiglunni á undanförnum árum, að stór- kostl. átak var gert i þeim efnum fyrir tveim árum, og á ég þar viö Kennaraháskólann. Sú breyting sem fólst i þvi að gera stúdents- próf að inntökuskilyröi og grunn- nám kennara ákveðið þrjú ár, var gifurlegt framfaraspor, en þvi miöur var þessari löggjöf forklúðraö, ef svo mætti segja, með ákvæði löggjafans, um endurskoðun eftir tvö ár, það er að segja einu ári áður en fyrsti umgangurinn hefur farið i gegn- um kerfið, og lögin þar með sem á þvi stigi kenna. Þessi grunnmenntun má ekki vera skemmri en þrjú ár. Viðbótarsér- menntun i einstökum námsgrein- um, sem annað hvort verði veitt i kennarastofnuninni sjálfri eða i háskóla, þarf þá til viðbótar þess- ari undirstöðumenntun. Menntun kennara er klofin Eins og nú er, búum við viö margklofna kennaramenntun, eins og allir vita. Hér eru barna- kennarar, gagnfræðaskólakenn- arar, en auk þess eru gagnfræða- stigsmennirnir klofnir að minnsta kosti i tvennt, það er almenna gagnfræðaskólakennara og háskólamenntaða kennara. Allt veldur þetta hinum mesta glund- roða. — Ber að skilja þetta svo, aö þú teljir að kennaramenntunin hafi alltaf verið áfátt og að hún hafi jafnvel ekki fylgt löggjöfinni eft- ir? — Á þvi er enginn vafi að minu mati. Þó að margt gott megi um kennaramenntun fyrri ára segja og kennara, sem hafa barizt af mikilli fórnfýsi og unnið framúr- skarandi starf i skólundm, þá tel ég aö kennaramenntunin hafi staðnað á almennu menntaskóla- stigi og staðið þar kyrr alltof lengi. Og framhaldsmenntun kennara i uppeldis- og kennslu- fræðum hefur svo að segja alveg verið vanrækt. Þetta segir vitan- lega til sin i uppbyggingu menntastofnana, skólunum sjálf- um og stjórnstofnana mennta- kerfisins. Meginhugmynd frum- varpsins — Gerir ekki grunnskólafrum- varpið nýja ráð fyrir samfelldu námi hjá barninu frá fyrstu skóladögum. og til sextán ára aldurs? Eru kennararnir reiðu- búnir að taka við þvi? — Það er alveg rétt, að megin- hugmynd frumvarpsins er þessi samfellda námsbraut barnsins og unglingsins. En kennararnir i landinu eru hins vegar marg- klofnir, eins og ég var að segja áðan, og grunnskólinn verður ekki að veruleika i starfi fyrir nemendur og kennara og fyrir þjóðina i heild, nema þvi aðeins að kennararnir skilji þessa einingarhugmynd og það sam- fellda starf, sem fram á að fara i skólanum i kennslufræðilegu og uppeldislegu tilliti. Þess vegna verður að tryggja menntun kenn- ara i þessum anda. Það tel ég bezt gert með þvi að efla Kennara- háskólann. — Skil ég það þá rétt, að þú teljir aö þarna sé innri mótsögn i sjálfu kerfinu? — Já, að verulegu leyti tel ég að svo sé. Og ég tel að, að þeir hlutir geti orðið enn alvarlegri, ef menn gera sér þær veilur ekki ljósar. Þær eru i raun og veru sama eðlis og það, sem olli þvi, að merkilegar hugmyndir laganna frá 1946 voru ekki framkvæmdar og urðu þvi aldrei að veruleika i skólum landsins. — Þú nefndir merkilegar hug- myndir fræðslulaganna frá 1946, en nú hefur sú löggjöf verið mjög umdeild. Telur þú það frumvarp hafa verið framarlega i röðinni á sinni tið? — A þvi er ekki nokkur minnsti vafi. Þessi lög voru einhver merkilegasta og framfarasinnað- asta löggjöf um fræðslumál i allri Vestur-Evrópu á sinum tima. Eins og margsinnis, hefur veriö sagt, þá voru rammalög, undirstöður að menntakerfi. Það sem helzt vantaði, voru ákvæði, sem tryggðu kennslu afbrigði- legra nemenda og ráðgjöf, en þetta hefði verið hægt að fella inn i lögin með nokkrum setningum i formi breytingartillagna og þannig að skapa þróunargrund- völl fyrir þessa þætti skólastarfs- ins, sem vissulega eru mikilvæg- ir. Þessi lög opnuðu möguleika fyrir fjölþætt og mannúðlegt starf i skólunum. Það sem brást, var að §kólinn væri mótaður sem vinnu- og samv.st., búinn i sam- ræmi við þróun timans og tækni, og að kennarinn og starfsfólk skólanna væri svo i stakk búið, sem vera þurfti og viðunandi starfsskilyrði sköpuð. Kennara- menntunin er hér lykilatriði. Aörar þarfir í sveit en borg — Nú er gert ráð fyrir lengingu skólaskyldunnar hjá börnum. Kemur ekki alveg eins til greina að lengja hana niður á við eins og upp á við? — Einmitt. Lengingarhugtakiö i skylduskólanum er dálitið erfitt viðfangsefni. Sjálfur er ég hlynnt- ur hugmyndum um ævimennt- un. Menn fá menntun og þekkingu viðar en i skólum. Þeir eru sifellt að læra og ævimenntun er vafa- laust, það sem koma skal i skólamálum. Við nútima lifsskil- yrði verður skylduskólinn minni nauðsyn. Fyrir okkur, skólamönnum, hefur lengingin alltaf verið tákn um framfarir, i þær um það bil tvær aldir sem baráttan hefur staðið fyrir hinum almenna skóla. Það er i þessu ljósi, sem verður að skilja kröf- una um eitt ár i viðbót, þvi aö þetta hefur nær alltaf beinzt aö þvi að tryggja hag hins lakast setta. En á okkar tið er þetta ekki alveg sjálfgefið vegna þess að ár- um fjölgar og þvi verr, er skólinn er búinn tif þess að taka við nemendunum, þeim mun minna virði verður viðbótin. Það er i raun og veru dálitið hlálegt, að með lengingunni er rikisvaldið að knýja sjálft sig til þess að skapa skilyrði, sem geri kleift að nemendur séu i skóla. Þetta gerir það nefnilega óhjákvæmil. að komið sé upp skólabyggingum, skólabúnaði og kennaraliði, sem geri þetta fram- kvæmanlegt. En frá kennslu- fræöilegu sjónarmiði er það alveg tvimælalaust aðalatriði að lengja skylduna niður á við, það er að segja i bæjunum. 1 sveitum væri það fásinna. Við verðum að horf- in verði sameinuð, bæði hvað menntun snertir og eins stéttar- lega. Ein ástæðan fyrir þvi, hve menntastefna hefur verið hér litt þróuð, er sú, að kennarasamtök- in hafa ekki mótað menntastefnu fyrir skjólstæðinga sina, foreldra og börn, en lent út i tiltölulega þrönga og ófrjóa launabaráttu, sem oftlega leiddi til þess, að þeir færöust nær daglaunafólki en „profession”. —-Er það þá niðurstaðan að við séum ekki reiðubúin að taka viö þeim hlutum, sem grunnskóla- frumvarpið færir okkur, þótt margt gott sé um það sjálft að segja? — Ég myndi nú orða það á dálitið annan veg. Ég tel, að frumvarpið leggi grundvöll að mikilvægum breytingum til bóta, einkum að þvi er varðar sjálft kerfiö og vissar frumforsendur i stjórnun. Ef til vill vottar fyrir ofstjórn. Styrkja þarf sjálfstæöi kennara til ákvarðana i starfi með nemendum. Mannúö er ekki i kerfi, byggingum eða tækjum, þótt þetta geti stuðlað að bættu starfi i skóla. Mannúö býr aðeins hjá mönnum. Þessvegnaer það engum vafa bundiö, að eigi framkvæmdir að verða i anda laganna og lögin að ná tilgangi sinum, þá verður að sinna öðrum grundvallarþáttum, sem eru alger forsenda alls hins. Þar er efst á blaði kennara- menntunin og að sjá fyrir öðru starfsliði skólans. f öðru lagi verða stjórnvöld að sk tja það, að búa verður skólann út sem vinnu- stað nemenda, kennara og einnig að nokkru leyti foreldra. Þetta er aðalatriði, skólinn sem forðabúr þekkingar og miðstöð fyrir upp- eldi og fræðslu i skólahverfi eða byggðarlagi. Þetta er óhjákvæmileg nauð- syn, ef frumvarp til laga um grunnskóla, sem er um margt ágætt, á að ná tilgangi sinum. — VS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.