Tíminn - 24.03.1973, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.03.1973, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Laugardagur 24. marz 1973. Laugardagur 24. marz 1973. TiMINN 15 Vifteyjarstofa og kirkja. Ingangsorð Efni þessa frumvarps er i stuttu máli þaö, aö stofna skuli sjóö, sem nefnist llúsafriöunarsjéöur, i þeim tilgangi aö styrkja friöun, viöhald og endurbætur húsa og annarra mannvirkja, sem hafa menningar- siigulegt eöa listrænt gildi. Frumvarpiö gerir rúö fyrir þvf, aö sjéönum sé aflaö tekna meö sérstöku framlagi ríkissjéös, er miöast viö aö vera sem svarar 20 kr. á hvert mannsbarn i landinu, eöa um þaö bil 4 millj. kréna á ári eins og ibátölu landsins er nú háttaö. I>á cr gert ráö fyrir þvi, aö sveitarfélögin i landinu leggi sjéönum jafnháa upphæö, eöa 20 kr. á ibá, þannig aö tekjur sjéösins ættu aö geta oröiö um S millj. á ári. Lagt er til, aö sjéöstjérn skipi 3 menn, sé þjóöininjavöröur for- maöur, en meö i stjérn sé fuiltrúi Sambands Isl. sveitarfélaga og full- trúi sem ráöherra skipar án tilnefningar. Mikil verkefni Ef frumvarp þetta næði fram að ganga, væri stigið stórt spor fram á við i afarmikilvægu menn- ingarmáli. Það myndi gerbreyta allri aðstöðu, að þvi er varðar raunhæfar aðgerðir i húsa- friðunarmálum. Slikra aðgerða er mikil þörf. Við getum ekki lokað augunum fyrir þessari miklu þörf. Við skulum vera þess minnug, að á sviði byggingar- verndar biða mikil verkefni, og þaðer ekki seinna vænna að taka þessi mál til alvarlegrar umræðu. Ég vil leyfa mér að halda þvi fram, að næstum að segja i hverri sveit og hverjum kaupstað og þorpi i landinu sé að finna byggingarsöguleg verðmæti, sem gætu orðið skjótri eyðingu að bráð, ef ekki er að gert i tæka tið. Þvi er ekki að leyna, aö margt hefur farið forgörðum i þessu til- liti, sem mikil eftirsjá er að og verður aldrei bætt. Hirðuleysi um verndun og viðhald bygg- ingaverðmæta á siðustu ára- tugum er of algengt til þess að hægt sé að láta það liggja i þagnargildi. óneitanlega hefur skilningsleysi á gildi bygginga- verndar verið útbreitt hér á landi og valdið óbætanlegum skaða. Þaðerekki einasta, að sögufræg hús og mannvirki hafi verið látin drabbast niður og eyðileggjast, heldur hefurviðhald ogumgengni um ýmis húsahverfi verið með þeim hætti að vansæmd er að. Ég hygg t.d., að óviða sé að finna slika vanhirðu á timburhúsum sem hér á landi. Það virðist næstum jaðra við hatur og fyrir- litningu, hvernig farið hefur verið með þessi hús. Sama er að segja um gömlu sveitabæina. Þeir hafa horfið svó gersamlega, að heita má, að ómögulegt sé að finna óbrenglað dæmi um hýbýlakost alþýðumanna á Islandi eins og hann var langt fram á þessa öld. Rústir og húsleifar eru þó sem betur fer viða til, og góðir mögu- leikar til þess i ýmsum tilfellum aðbyggjaupp bæi og útihús, eins og dæmi raunar sanna. Af þvi að ég er persónulega borinn og barn- fæddur i sjóþorpi, eins og þau gerðust fyrir 40-50 árum, þá verður mér hugsað til þess, hvernig þjóðlifsbreytingarnar allra siðustu áratugi hafa gjör- breytt handaverkum frumbyggja þessara þorpa, svo að menn á minum aldri, sem rekast af og til til bernskustöðvanna, kannast ekki við sig. Ég er ekki að segja, að af þvi sé mikill skaði skeður út af fyrir sig. En það er menningarlegur skaði og svik við söguna, að ekki skuli I hverju þorpi vera a.m.k. eitt lifandi dæmi um algengustu hýbýli fólks og vinnustaði manna á fyrri hluta aldarinnar, þegar þessi þorp voru að byggjast og vaxa. Auð- vitað dettur engum manni ihuga, aöhægtséað vekja fortiðina upp frá dauðum. Það kemur vitaskuld ekki til mála að endurreisa heilu sveitirnar og sjóþorpin i sinni horfnu mynd. En það er menn- ingarlegur skaði að þvi, hversu miskunnarlaus og hatursfull um- skiptin hafa orðið frá fortiö til nútiðar. En hitt er jafnvist, að þrátt fyriráberandi vanmat margra á þessum málum og ófagra sögu að mörgu leyti, þá hefur jafnframt verið unnið mikilsvejt starf i landinu á sviði húsafriðunar og byggingaverndar. Þess mega menn gjarnan vera minnugir. Hér er um svo merkilegt menn- ingarstarf að ræða, að ástæða er til að geta þess og meta að verð- leikum. Hér er um braut- ryðjendastarf að ræða og af þeim sökum ærið merkilegt. Hörður Agátsson, listmálari, sem gjörþekkir sögu islenzkrar bygg- ingarlistar frá landnámstið og er einnig i hópi fremstu sérfræðinga okkarum húsafriðunarmál, hefur bent á , að Matthias heitinn Þórðarson, þjóðminjavörður, sem margir minnast, muni fyrstur Islendinga hafa gert sér grein fyrir varðveizlugildi húsa og látið að sér kveða i þeim málum. Hann beitti sér fyrir við- gerð Bessastaðakirkju 1921, Hóladómkirkju 1924, vann að þvi, að Viðimýrarkirkja var byggð upp 1936, stuðlaði að friðun Keldnabæjar á Rangárvöllum 1937 og keypti fyrir Þjóðminja- safnið bænhúsið I Gröf á Höfða- strönd, sem siðar var gert upp sem nýtt væri. Eftirmaður hans i starfi þjóðminjavarðar, dr. Kristján Eldjárn, hélt myndar- lega upp merki fyrirrennara sins i húsafriðunarmálum. I hans tið var unnið að friðun og endur- byggingu margra merkra hús og mannvirkja, sem talin eru þjóðardýrgripir. Skal hér m.a. minnzt á vöruskemmuna á Hofsósi, sem margir telja elzta uppistandandi hús á Islandi, byggt 1735, Laufásbæ við Eyja- fjörð, bænhús á Núpsstað, Saur- bæjarkirkju i Eyjafirði, klukkna- portið á Möðruvöllum i Eyjafírði, Viðeyjarkirkju, hús Bjarna riddara i Hafnarfirði, Kirkju- hvammskirkju, Krýsuvikur- Ræða INGVARS GÍSLASONAR alþm. við 1. umr. um frv. til laga um húsafriðunarsjóð, sem hann flytur ásamt Þórarni Þórarinssyni Mikil verkefni bíða úrlausnar á sviði bygg- ingaverndar kirkju. Gömlubúð á Eskifirði o.fl. Núverandi þjóðminjavörður, Þór Magnússon, sem gengt hefur embætti 4 siðustu ár, er mikill áhugamaður um byggingar- verndarmál, og undirhans forsjá er unnið að friðun, varðveizlu og endurbyggingu gacnalla húsa viða um land. Þess má sérstak- lega geta, að ýmsir söfnuðir hafa látið gera við kirkjur sinar undir umsjá þjóðminjavarðar, og hefur Alþingi þá lagt fram fé að skálum, Breiðuvik og Sela- töngum. Þess er að geta, að nokkur hús i landinu hafa verið viðgerð og endurnýjuð svo, að þau eru i fullu notagildi og auka hugblæ umhverfis sins af þeim sökum. Má þar til nefna forseta- setrið á Bessastöðum., Höfða i Reykjavik, Landshöfðingjahús við Skálholtsstig og „Húsið” á Eyrarbakka. Sigurhæðir á Akureyri, hús Matthiasar Jochumssonar, varð- barðskirkju til Akureyrar. Hefur kirkjan verið sett niður á gamla kirkjugrunninum við Aðalstræti, og verið endurnýjuð og endur- vigð. Þórður Tómasson, safnvörður i Skógum undir Eyjafjöllum, hefur endurbyggt skemmu og baðstofu i Byggðasafninu i Skógum. Fleiri dæmi um framtak i byggingar- verndarmálum um byggðir landsins mætti vafalaust nefna. Reykjavikurborg hefur staðið Arbær. nokkru.Má I þvi sambandi nefna Búrfellskirkju i Grimsnesi, Hvammskirkju i Norðurárdal, Kirkjuvogskirkju i Höfnum og Auðkúlukirkju. Ýmsar húsleifar hafa verið friðaðar á' undanförnum árum: Fjárborgir á Reykjanesskaga, verbúðir og sjóhús á Gufu- veitir Matthiasarfélagið þar i bæ, og Zontaklúbbur Akureyrar hefur staðið fyrir endurnýjun „Nonna- húss” við Aðalstræti. Alþingi hefur um nokkurra ára skeið lagt fé til varðveizlu þessum sögu- frægu og fallegu húsum. Þess er að geta, að Minjasafnið á Akur- eyri beittist fyrir flutningi Sval- myndarlega að byggingarvernd, fyrst og fremst með stofnun Ar- bæjarsafns 1957. Þá er til þess að geta, að Reykjavikurborg stóð fyrir þvi, að sérfræöingar fram- kvæmdu húsakönnun á borgar- landinu með tilliti til varð- veizlugildis húsa. Sams konar könnun hefur Akureyrarbær látið Ilúsið á Eyrarbakka. Sigurhæðir, hús Matthiasar Jochumssonar. gera i sambandi við gerð aðal- skipulags. 1 þjóðminjalögum frá 1969 er itarlegur kafli um húsafriðun. Samkvæmt lögunum starfar sér- stök húsafriðunarnefnd, sem ráðgefandi um byggingaverndar- mál. Húsafriðunarnefnd hefur nú starfað um það bil 3 ár og látið frá sér fara ýmsar tillögur um friðun húsa. Af tillögum hennar hafa tvær verið teknar til greina að svo komnu máli: Friðun vöru- skemmu i Ölafsvik og „Norska húss” i Stykkishólmi. Er unnið að viðgerð hins siðarnefnda. Aðrar tillögur nefndarinnar, sem flutn- ingsmönnum er kunnugt um varðandi friðun húsa, eru: Friðun Alþingishúss, dómkirkjunnar i Reykjavik, Menntaskólans (með tþöku) i Reykjavík, Stjórnarráðs- húss, Safnahúss i Reykjavik, Bernhoftstorfu i Reykjavik, „Hússins” á Eyrarbakka og hegningarhúss við Skólavörðu- stig i Reykjavik. Ég hef nefnt hér allmörg dæmi um jákvætt byggingarverndar- starf. Ég vil endurtaka það, að mér finnst skylt að við metum þetta starf að verðleikum. Þetta starf getur einnig orðið okkur leiðarljós um jákvæðar að- gerðir i byggingarverndar- málum, i framtiðinni. En umfram allt minnir þetta okkurá,aðvið eigum framundan mikið óunnið starf á sviði bygg- ingaverndar. Það minnir okkur á, að verkefnin á þessu sviði eru óþrjótandi. Merkir einstaklingar, em- bættismenn og menningarfélög hafa unnið af áhuga og góðum smekk að byggingaverndar- málum i um það bil hálfa öld. Þetta sýnist nokkuð langur timi, og vissulega liggur merkilegt starf að baki. Samt sem áður er hér um brautryðjendastarf að ræða og ber keim af þvi. Braut- ryðjendur eru oft eins og rödd hrópandans i eyðimörkinni. Þeir eru brennandi i andanum og baráttufúsir. Þeir ryðja mörgum steini úr vegi og varða leiðina. En þeir verða lika fyrir margs konar mótlæti. Þar er skilnings- leysið verst. Tómlæti og skilnings- eysi Ég held, að það sé ekki efamál, að almennt hefur rikt skilnings- leysi og tómlæti I sambandi við húsafriðunarmál hér á landi. Þjóðin hefur ekki haft almennan skilning eöa smekk fyrir varð- veizlugildi gamalla húsa og annarra mannvirkja Ég minntist áðan á umgengnina um timbur- húsin. Þau hafa drabbazt niður vegna vanrækslu á viðhaldi. Hér er oft um að ræða velviðuð og rúmgóð hús, auk þess sem þau er hlýleg og falleg og fara vel i um- hverfi sinu. Ég minntist lika á sveitabæina. Dæmi um venjulega Framhald á bls. 27. Bessastaðir. Hús og önnur mannvirki eru hluti af menningararfleifð þjóðarinnar og ber að sinna í samræmi við það Glaumbær I Skagafirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.