Tíminn - 24.03.1973, Blaðsíða 24

Tíminn - 24.03.1973, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Laugardagur 24. marz 1973. Konungur varð ákaflega hryggur, en ekki gaf hann trúað drottningu sinni til að hafa unnið slíkt ódæði. Af því að hann var hræddur um að dóttír sín litla yrði einnig tekin frá sér, vildi hann taka hana heim með sér, en hún var hrædd við stjúpu sina og bað um að mega vera eina nótt enn í skógarhöllinni. Aumingja stúlkan hugs- aði með sjálfri sér. ,,Hér hef ég ekkert að gera f ram- ar, nú er bezt að ég fari að leita uppi bræður mína". Og þegar kvölda tók flúði hún út í skóginn. Hún gekk alla nóttina og allan næsta dag, þar til hún varð svo þreytt, að hún komst ekki lengra. Hún sá nú kofa í skóginum og fór þar inn. Það var skáli með sex risa- rúmum. Hún þorði samt ekki að leggjast upp í neitt þeirra, en skreið inn undir eitt rúmið og lá þar á hörðu gólfinu, og bjóst til að vera þar um nóttina. Um sólar- lag heyrði hún þyt mikinn úti fyrirog sá, að sex svanir Svanirnir Framhald komu fljúgandi inn um gluggann. Þeir settust á gólfið og tóku nú að blása hver á annan, svo að f jaðr- irnar fuku af þeim, og svo smokkuðu þeir sér úr álft- arhamnum eins og úr skyrtu. Stúlkan litla þekkti, að þar voru þá komnir bræður hennar og nú flýtti hún sér að komast út undan Fugl lendir i þrýstiloftshreyfli leitarflaugar Hvells Hvellur kemur út úr skýjunum á aflvana flauginni. Hér er ekki hægt að^ Við skulum lenda Kyoto. varpa ^ okkur út. rúminu. Bræðurnir urðu ákaflega glaðir, er þeir sáu systur sína, en brátt urðu þeir sorgbitnir og sögðu. ,, Hér máttu ekki vera systir kær, því að þetta er ræn- ingjabæli, og þegar ræningjarnir koma heim og finna þig þá er úti um þig". ,,Getið þið þá ekki varið mig?" spurði hún. ,,Nei", sögðu þeir, „við megum aðeins fara hér úr álftarhömunum fjórðung stundar á hverju kvöldi og þá stund erum við menn, en verðum svo undir eins aftur svanir". Systirin litla fór nú að gráta og sagði: ,,Er þá ekki hægt að frelsa ykkur?" „Æ nei", sögðu þeir, „það er allt of miklum erfiðleikum bundið. Það yrði því aðeins að þú hvorki talaðireða hlægir í 6 ár þá leysumst við úr álögunum. Á þeim tíma yrðir þú líka að sauma okkur sex skyrtur úr stjörnublómum, en tal- irðu eitt einasta orð, þá er öll þín vinna ónýt". En er bræðurnir höfðu sagt þetta var stundar- f jórðungurinn liðinn og þeir flugu aftur út um gluggann i svanalíki. Stúlkan fastsetti sérnú að frelsa bræður sína og það þó að það kostaði sig lífið. Hún fór nú langt inn í skóg, þar klifraði hún upp í tré og lét fyrirberast um nóttina. Næsta dag fór hún að tína stjörnublómstur og tók nú til að sauma. Enginn var nú til að tala við hana og ekki var henni hlátur í hug og nú var hún þarna viðvinnusína daginn út og daginn inn. Eitt sinn bar svo við, að konungurinn í landi þessu var úti á veið- um,og sáu veiðimenn hans þá stúlkuna, þar sem hún sat uppi í trénu. Þeir kölluðu upp til hennar og spurðu hana hver hún væri, en hún gegndi þeim engu. „Komdu niðurtil okkar," sögðu þeir, „við skulum ekki gera þér neitt mein". Hún hristi höfuðið. En er þeir héldu áfram að spyrja hana, þá lét hún gullháls- band sitt detta niður til þeirra og bjóst við að þeir yrðu þá ánægðir. En er það hjálpaði ekki, þá kastaði hún niður belti sínu, og er það dugði ekki þá sokka- böndum sínum, — og smám saman öllu, er hún hafði og gat án verið og var hún nú loks i nærfötunum einum. En veiðimennirnir voru ekki ánægðir, þeir klifruðu nú upp í tréð og náðu henni og færðu fyrir konung. Konungur spurði: „Hver erf þú og hvað hefstu að uppi i trénu?" Hún svaraði ekki. Hann spurði hana á öllum tungumálum þeim, er hann kunni.en hún var þögul sem steinn. Konungur varð samt hrifinn af fegurð hennar og þótti einkar vænt um hana. Hann sveipaði Framh. á morgun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.