Tíminn - 24.03.1973, Blaðsíða 19

Tíminn - 24.03.1973, Blaðsíða 19
Laugardagur 24. marz 1973. TÍMINN 19 Gömlu landsliðskempurnar björguðu heiðri íslands Sigurbergur seffur úf á elleftu stund Lék ekki gegn Norðmönnum I gærkvöldi SIGURBERGUR SIG- STEINSSON, hinii snjalli han dkna tt leik sm aður úr Fram, var settur út úr lands- liðinu fvrir leikin; i íærkvöldi. Astæðan fyrir þvi að hann lék með Fram ..ttspyrnu gegn Eyjamönnin fimmtu- dagskvöklið. Sigurbergur, sern hefur ver- ið bezti miðframvörður i is- lenzkum handknattleik und- anfarin ár, fékk að vita það i gærdag kl. 5 'aðeins þremur timum fyrir iandsleik) að hann þyrfti að mæ ia i landsleikinc r. ;; Norðmnnn- um. Það var sljórn H.S.t. og landsiiðsnefndin, sem töku þessa ák'. Stefán Gunnarsson, Val kom inn i landsliðiö íyrir Sigur- berg. Páll jánsson. landsliðs- nefndarmaður: Viö vinnum leikinn með 2-3 marka mun i dag og sýnum Norð- mönnum um leið hvérjir eru beztir Stemnin: strákum ekki upo leiknum t irðurlöndum. er göð hjá okkar v að þeir gefast a ulla hnefana i mjog vorun' lent oksa r undir lokin or áttu svo sannarlega skilið að vinna. leikinn. vit undir lokin. sigurinn Strákarnir ægður með sénsinum' ■ppni hefði okkur. börðust vel íslenzka liðið náði sér ekki á strik, fyrr en undir lokin, þegar það vann upp tveggja marka forskot Norðmanna ÞAÐ voru hinir leik- reyndu leikmenn i is- lenzka landsliðinu, sem björguðu heiðri íslands i gærkvöldi. Þegar 7 min. voru til leiksloka voru Norðmenn með tvö mörk yfir 14:12. En þá fór Geir og Co. í gang og jöfnuðu 14:14 og komust yfir 15:14. En þegar ein min. var til leiksloka jöfnuðu Norðmenn 15:15 og þannig lauk leiknum, fjórða jafnteflisleik þjóðanna i handknatt- ieik. Ágúst Svavarsson, sést hér stökkva hátt yfir vörn Norðmanna og senda knöttinn í netið og koma islenzka liðinu yfir 5:4. (Timamynd: Gunnar). Gunnsteinn Skúlason, fyrirliði landsliðsins: tslenzka liðið byrjaði mjög vel i leiknum og komst fljótlega yfir 3:1. En þá var eins og allt færi i baklás og leikmenn urðu ragir við að reyna markskot. Ekki bætti það úr skák, að þjálfari islenzka liðsins, Karl Benediktsson, fór að hrópa á leikmennina — þeir urðu taugaóstyrkir og leikur islenzka liðsins brotnaði niður. Norðmenn jöfnuðu 3:3 á 19. min. tslenzka liðið fer þá að taka að sér og lang- skytturnar Ágúst Svavarsson, Jón Karlsson og Einar Magnús- son senda knöttinn i netið og stað- an er orðin 6:4 fyrir tsland. Norð- menn jafna 6:6, 7:7 og komast yfir 8:7 þegar 13 sek. eru til leik- hlés. Þá bruna islenzku leik- mennirnir með knöttinn upp völl- inn og Ólafur Jónsson jafnar 8:8 þegar aðeins 4 sek. eru til leik- hlés. tslenzka liðið byrjaði siðari hálfleikinn mjög illa og Norð- menn taka leikinn i sinar hendur i byrjun siðari hálfleiksins. Ná tveggja marka forskoti 12:10, 13:11 og 14:12. Þegar staðan er þannig, skiptir Karl þjálfari leik- mönnum inná. Hann lætur leik- reyndari landsliðsmennina, Geir Björgvin Björgvinsson, hinn snjalli linumaður landsliðsins sést hér kasta sér inn f vitateig Norðmanna. Hann var ekki heppinn með skotið, sem small i stönginni. (Tfmamynd: Gunnar) Hallsteinsson, Ólaf Jónsson, Auðunn Óskarsson, Björgvin Björgvinsson Ágúst Ogmundsson og Gunnstein Skúlason. Þessar gömlu landsliðskempur léku mjög örugglega og voru fljótir að jafna 14:14 og Ólafur Jónsson kemur islenzka iiðinu yfir 15:14 við geysilegan fögnuð áhorfenda. En Norðmenn jöfnuðu 15:15 rétt fyrir leikslok. Islenzka liðið lék undir getu i leiknum. Leikmenn liðsins voru taugaóstyrkir og náðu sér ekki fyrr en undir lokin. Mörk liðsins skoruðu: Geir 4 (2 viti), ólafur 4, Einar 4, Jón 2 og Agúst Svavars- son eitt. Markhæstir hjá norska li únu, sem lék ekki sterkan handknatt- leik, voru Sten Osther 4 og Harald Tyrdal 3. Sænsku dómararnir dæmdu leikinn mjög vel. SOS. „NORSKA liðið er ekki eins sterkt núna, eins og það hefur verið oft áður. Það eru að vlsu sömu leikmennirnir i þvl, sem leika aðalhlutverkin. En ungu leikmennirnir sem hafa komið inn i liðið upp á siðkastið,' eru ekki eins sterkir og þeir sem hafa yfirgcfið það. —Við erum ákveðnir i að vinna leikinn i dag og við munum leggja okkur alla fram. Liðs- andinn er góður og allir leikm enn liðsins i góðu ásigkomulagi. Leikurinn verður örugglega spennandi og það verður barizt hart”. Geir Hallsteinsson: „Norska liðið er jafnsterkara núna, heldur en þegar við lékum gegn þvi siðast Leikmenn liðsins eru jafnari og leika svipaðan handknattleik. Markvörðurinn hjá þeim varði mjög vel, sérstak- lega i byrjun siðari hálfleiks. Ég hef mikla trú á þvi, að við vinnum leikinn i dag. Við getum mikið meira og það ætlum við að sýna Norðmönnunum i dag. Við munum leika leikinn i dag, eins og úrslitaleik i heimsmeistara- keppni’. HVAÐ SEGJA ÞEIR UM LEIKINN í DAG? Hjalti, Viðar og Jón koma inn ÞRJÁR breytingar hafa verið gerðar á islenzka landsliðinu, sem mætir Norðmönnum i siðari Iandsleik þjóðanna i handknatt- leik i LaugardalshöIIinni i dag kl. 15.00. Breytingarnar verða örugglega til batnaðar, en þær eru þessar: Hjalti Einarsson, markvörðurinn kunni úr FH, kemur inn i staðinn fyrir Gunnar Einarsson, Axei Axelsson, sem skoraði 10 mörk gegn Dönum um daginn, kemur inn fyrir Ágúst Svavarsson og Viðar Simonar - son kcmur inn i staðinn fyrir Jón Karlsson. Aðrir i liðinu verða: ólafur Benediktsson, ólafur Jónsson, Gunnsteinn Skúlason, Björgvin Björgvinsson, Einar Magnússon, Auðunn óskarsson, Stefán Gunnarsson, Ágúst ögmunsson og Geir Hallsteins- son. Leikurinn i dag verður örugg- lega spennandi og betri heldur en leikurinn i gærkvöldi. Ahorfendur eru hvattir til að mæta timalega, þvi að það má búast við að það verði uppselt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.