Tíminn - 07.04.1973, Blaðsíða 12
12
TÍMINN
Laugardagur 7. apríl 1973.
Umsjón:
Elías Snæland Jónsson
ALÞINGI
Halldór E. Sigurðsson, fjdrmólaráðherra:
LEYSUM VANDAMÁUN
MED MANNDÓMI
OG SAMHELDNI
— gjaldeyrisstaða þjóðarinnar batnaði á síðasta ári
— afkoma launþega hefur aldrei verið betri
— atvinnulíf landsmanna er með miklum blóma og
verðbólguvöxturinn ekki meiri en verið hefur
undanfarfarið ár
EJ-Reykjavik. — Ég hef sýnt fram á það hér, að
gjaldeyrisstaða þjóðarinnar hefur batnað á siðasta
ári, að afkoma launþega og kjör eru betri en þau
hafa áður verið, að atvinnulif landsmanna er með
miklum blóma og framkvæmdaviljinn með þjóðinni
mjög mikill, og að vöxtur verðbólgunnar hefur ekki
verið meiri en áður nema siður sé, þótt hann sé
vissulega of mikill hér sem viða erlendis. Við höfum
orðið fyrirverulegumáföllum á þessu ári, en með
manndómi og samheldni mun okkur takast að
komast út úr þeim vanda, sem við er að etja, —
sagði fjármálaráðherra, Halldór E. Sigurðsson, á
Alþingi i gær.
Fjármálaráöherra flutti ræöu
sina viö 3. umræöu I neðri deild
um frumvarpiö um lánsheimild
til rikisstjórnarinnar vegna
framkvæmdaáætlunar fyrir áriö
1973.
Ráöherra lagöi áherzlu á þá
skoöun sina, að heppilegast væri
aö afgreiöa framkvæmdaáætlun-
ina meö fjárlögum, en svo heföi
ekki verið undanfarin ár. Væri af-
greiðsla hennar sizt siðar á ferö-
inni nú en áöur. Þannig heföi hún
veriö afgreidd 27. april 1966, 18.
april 1967, 19. april 1968, 16.mai,
1969, 27. mai 1970, 6. apríl. 1971
og 17. mai i fyrra.
Hann minnti á, aö þetta frum-
varp hefði veriö lagt fram fyrir
jólin, en ekki hlotið afgreiðslu þá.
Það, sem einkum hefði dregið
máliö, frá þvi þing kom saman
eftir áramótin, væru náttúru-
hamfarirnar á Heimaey, sem svo
mjög hefðu sett svip sinn á
afgreiðslu mála i þinginu það sem
af væri þessu ári.
Fjármunamyndunin
1972
Fjármálaráðherra sagöi, aö
fjármunamyndunin á siöasta ári
EJ—Reykjavík
Rikisstjórnin hefur lagt fram
á Alþingi frumvarp um breytingu
á lögum um Iöniánasjóö, og mælti
iðnaöarráöherra fyrir því f gær.
Felur þaö f sér hækkun iöniána-
sjóösgjaldsins úr 0.4% I 0.5%, og
hækkun rikisframlags til sjóðs-
ins. Felur lagabreytingin samtals
i sér um 50 milljón króna aukn-
ingu höfuöstóls Iðnlánasjóðs á
þessu ári umfram þaö, sem ella
heföi oröiö aö óbreyttum lögum.
Tekjur af iönlánasjóðsgjaldinu
hækka um 14 milljónir i ár og
verða því 69 milljónir, en framlag
rikissjóðs hækkar um 35 milljónir
og verður þvi 50 milljónir.
I greinargerð segir m.a. eftir-
farandi um lánastarfsemi Iön-
lánasjóðs:
Vaxandi iðnaður krefst si-
aukinna stofnlána og gegnir þvi
Iöniánasjóður mikilvægu hlut-
verki, en hann lánar einkum til
hefði fariö um 390 milljónir fram
úr þeirri áætlun, sem gerð var s.l.
vor. Landbúnaður hafði farið um
200 milljonir fram úr áætlun,
iðnaöur um 80 milljonir, flutn-
ingstæki um 220 milljonir, verzlun
um 70 millj., vélar og tæki um 20
milljónir, hraðbrautarfram-
kvæmdir um 450 milljónir, raf-
orkumál um 70 milljónir. Stórir
liöi r hefðu hins vegar verið undir
áætlun, svo sem álverksmiðjan
um 370 milljónir og byggingar á
vegum hins opinbera um 240
milljónir.
Stórt átak i
Þorlákshöfn
Ráðherrann sagði siðan, að enn
væri óvist um hvort tvö mál yrðu
tekin inn i þetta frumvarp, eða af-
greidd með sérstökum frum-
vörpum.
I fyrsta lagi væri nauðsynlegt
aö hefja verulegar framkvæmdir
i Þorlákshöfn, en ekki var gert
ráð fyrir, aö gera þar annað á
þessu ári en að undirbúa fram-
kvæmdir næsta árs. Vegna jarð-
eldanna i Heimaey væri ljóst, að
ekki væri hjá þvi komizt, að gera
stórt átak. Viöræður stæðu yfir
byggingar iðnaðarhúsnæöis til
vélvæðingar i iðnaði og hag-
ræðingar. Eftirfarandi tölur sýna
hve eftirspurn eftir lánum úr
sjóönum hefur fariö vaxandi á
undanförnum árum:
Fjöldi lánsbeiðna..
Upphæð lánsbeiðna ....
Afgreidd lán....
1971 1972 1973
231 mkr. 250 mkr. 290 mkr.
327 mkr 419 mkr. 665 mkr.
127 mkr. 176 mkr. 158 mkr.
Af þessum tölum er ljóst, að
með ráðstöfunarfé sjóðsins 1973
hefur aðeins tekizt að sinna 23.7%
umbeðinnar lánsfjárhæðar. Ef
sjóðurinn á að geta sinnt fleiri
umsóknum þarf hann að taka að
láni stórfé og mun hann að ein-
hverju marki gera það á árinu
1973.
milli isl. stjórnvalda og fulltrúa
Albióðabankans um hugsanlega
lánveitingu hans til hafnarfram-
kvæmda i Þorlakshöfn. Niður-
staða væri ekki enn fengin, en þó
ljóst, að verulegt fjármagn myndi
alla vega fást til framkvæmda I
stórum stil á þessum stað.
I öðru lagi væri ljóst, aö hefja
þyrfti framkvæmdir á þessu ári
vegna þörungavinnslu að Reyk-
hólum, en ekki væri enn ákveðið
hvernig það mál kæmi fyrir á
þinginu.
Óhægt að draga úr fram-
kvæmdum um landið
Ráðherrann benti á, aö það
væri sérstakt vandamál, að
flestar þær framkvæmdir, sem
gripa veröur til vegna náttúru-
hamfaranna i Vestmannaeyjum,
væru á Suðvesturlandssvæðinu,
en flestir virtust nú sammála um
að ekki mætti vegna byggðajafn-
vægis auka enn á fólksstrauminn
til þess svæðis, heldur ætti frekar
ao reyna aö draga úr fólks-
aukningunni þar með eflingu
annnarra svæöa á landinu.
Hann taldi, að af þessum sökum
væri enn erfiðar en áður að skera
niður framkvæmdir út um landið,
og eins væri það svo, að erfitt
væri að ná samkomulagi um slikt.
Það væri auðvelt fyrir menn að
leggja til aö skera niður fram-
kvæmdir hjá nágranna sinum, en
halda öllu óbreyttu hjá sér.
Um þær framkvæmdir sem
fyrirhugaðar væru, sagði hann að
flestir væru þeirrar skoðunar, aö
þaö væri frekar of naumt ákveöið
en um of veitt.
1910 milljón króna fjár-
öflun til Framkvæmda-
sjóðs
Fjármálaráöherra fjallaði þvi
næst um fjármagnsútvegun til
fjárfestingasjóöanna, og benti á,
að fram kæmu á þinginu sérstök
frumvörp um tekjuöflun fyrir
Fiskveiöasjóö, Stofnlánadeild
landbúnaöarins og Iðnlánasjóö.
Þessu til viðbótar væri ákveðið aö
afla Framkvæmdasjóði fjár-
magns sem næmi alls um 1910
milljónum krónuma.
I þessari fjáröflun eru eigin
tekjur sjóðsins 130 milljónir,
eftirstöðvar af samkomulagi við
bankana frá i fyrra 66 milljónir,
tekjur vegna áframhaldandi
samkomulags við bankana 284
milljónir, tekjur af spariskir-
teinalánum 150 milljonir, lán frá
Iönþróunarsjóðnum vegna Iðn-
lánasjóös um 40 milljónir, og
verðtryggt lán frá lifeyrissjóð -
unum um 300 milljónir. Þessu til
viðbótar er fyrirhugað að taka er-
lend lán að upphæð 800 milljónir,
og lokslánfrá Seðlabankanum að
upphæö um 160 milljónir ef á þarf
að halda.
Verið að semja við
lifeyirssjóðina
Ráðherrann sagði, aö sérstök
nefnd fulltrúa lifeyrissjóðanna,
rikisstjórnarinnar og Seöla-
bankans væri aö vinna aö sam-
komulagi um framlag úr lifeyris-
sjóðunum, sem næmi 300 millj-
onum á þessu ári, og yröi þetta
framlag verðtryggt. Kvaðst hann
vona, að samkomulag tækist,
enda væri verulegur áhugi hjá
mörgum i lifeyrissjóðunum aö fá
hluta af fjármagni sjóðanna verð-
tryggt.
Skipting fjármagnsins
milli fjárfestingasjóða
Ráðherrann skýrði siðan stutt-
lega með hvaða hætti þetta nýja
fjármagn til Framkvæmdasjóðs
myndi skiptast milli hinna ýmsu
fjárfestingasjóöa.
Þannig sagði hann, aö til Stofn-
lánadeildar landbúnaðarins færu
300 milljónir, og heföi deildin þá i
heild 430-450 milljónir til útlána á
þessu ári. Þetta nægði ekki til að
fullnægja umsóknum, en hins
vegar hefði sú orðið niöurstaðan,
að athuguöu máli, að lækka mætti
umsóknir frá vinnslustöðvum
landbúnaðarins um 70-80
milljonir. Ef þetta fjármagn
deildarinnar nægði ekki, yrði að
flytja milli ára, og væri svo um
fleiri sjóði.
Fiskveiðasjóður á að fá 1000
milljónir, og auk þess nýjar aðrar
tekjur að upphæð 150 milljónir.
Mun sjóöurinn þá hafa um 1500
milljónir til ráðstöfunar, en sjóðs-
stjórnin hefur talið sig þurfa um
1730 milljónir á árinu. Eru þetta
útgjöld vegna skipakaupa, skipa-
smiða og endurbyggingar hrað-
frystihúsanna.
Aðrir stofnlánasjóöir fá minni
hluta af þessu fjármagni, svo sem
Byggðasjóður, Lánasjóöur
sveitarfélaga og Iönlánasjóður.
Afkoman gagnvart
útlöndum árið 1972
Fjármálaráöherra vék siöan að
afkomu þjóðarbúsins gagnvart
útlöndum á siöasta ári. Við-
skiptajöfnuðurinn hafi þá verið
óhagstæður um 1770 milljónir,
Arið áöur, 1971, var hann óhag-
Framhald á 17. siðu.
Ekki bæði
laun og
ellilífeyri
EJ—Reykjavík
Rikisstjórnin lagði i gær
fram frumvarp á Alþingi um
breytingu á lögum um lif-
eyrissjóð starfsmanna rikis-
ins, þar sem sett er sú regla,
að ,,á meðan starfsmaður
gegnir áfram starfi, eftir að
hann hefur verið frá þvi
leystur, eða hann fær af
öðrum ástæðum áfram greidd
óskert laun, sem starfinu
fyigja, á hann ekki jafnframt
rétt til lífeyris”.
Launa
skattur af
tekjum sjó-
manna
afnuminn
EJ—Reykjavik
I gær lagði rikisstjórnin
fram frumvarp á Alþingi um
breytingu á launaskatts-
lögunum þess efnis, aö launa-
skattur af tekjum sjómanna,
lögskráðra á Islenzk fiskiskip,
sem aflaö er í tengslum viö
úthald skipanna til fiskveiöa,
fellur niöur.
Er þetta i samræmi við lof-
orð, sem rikisstjórnin gaf
pegar fiskverö var ákveðið um
siðastliöin áramót.
Lög um vél-
stjóranóm
EJ—Reykjavik
t gær var frumvarpið um
brcytingar á lögum um vél-
stjóranám samþykkt sem
lög frá Alþingi
Hin nýju lög gera ráð fyrir,
að námskeiö, sem veiti þá
fræðslu, sem þarf til að ljúka
1. stigi velstjóranáms, skuli
skólastjóri Vélskólans halda
árlega á eftirtöldum stöðum:
Reykjavik, Ólafsvik, Isa-
firöi, Akureyri, Höfn i
Hornafirði og Vestmanna-
eyjum Kennslutimi skal vera
minnst fimm mánuðir.
Tveim
tillögum
vísað til rík-
isstjórnar-
innar
EJ—Reykjavfk
Tveimur þingsályktunartillögum
var i gær visaö til rlkisstjórnar-
innar.
t fyrsta lagivar það tillaga frá
Ragnari Arnalds (AB) um að
skora á rikisstjórnina að láta
undirbúa frumvarp til laga um
leigu og sölu ibúðarhúsnæðis, þar
sem m.a. væri kveðið á um há-
mark húsaleigu og skipulag fast-
eignasölu. Var tillögunni visað til
rikisstjórnarinnar með 29
atkvæðum gegn 15, en minni-
hlutinn vildi láta samþykkja til-
löguna.
t öðru lagi tillaga frá Stefáni
Gunnlaugssyni (A) og fleiri um
lánsfé til hitaveituframkvæmda.
Var henni visað til rikisstjórnar-
innar með 35 atkvæðum gegn 2.
FÆR DALVIKUR-
HREPPUR KAUP-
STAÐARÉTTINDI?
EJ— Reykjavik
Stefán Valgeirsson (F) og
þrir aðrir þingmenn Noröur-
landskjördæmis eystra hafa
lagt fram á Alþingi frumvarp
til laga um kaupstaöarréttindi
til handa Dalvikurkauptúni.
Er þar gert ráö fyrir, aö
kaupstaðaréttindi þessi taki
gildi frá 1. janúar næst-
komandi.
Frumvarp þetta er flutt að
beiðni hreppsnefndar Dal-
vikurhrepps, en það eru
einkum þrjár ástæður fyrir
þvi, að hreppsnefnd vill að
Dalvik fái kaupstaöarrétt-
indi: að fá inn i kauptúnið,
ibúum þess til hægðarauka,
alla þá þjónustu, sem bæjar-
fógetar veita, að skapa Dal-
vikurhreppi þá réttarstöðu,
sem kaupstaðir hafa, og að
losa Dalvikurhrepp úr
tengslum við Eyjarfjarðar-
sýslu, þar sem áhrif hreppsins
á stjórn málefna sýslunnar
miðastviðeinn fulltrúa af tólf,
en hluti hreppsins af gjöldum
til sýslunnar nam 28.1% árið
1972.
Stjórnarfrumvarp:
Fastar tekjur Iðn-
lónasjóðs auknar