Tíminn - 07.04.1973, Side 13
Laugardagur 7. april 1973.
TÍMINN
13
v
Útgcfandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Hclgason, Tómas Karlsson,
Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans).
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Kdduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur í Rankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga-
simi 19523. Aðrar skrifstofur: simi 18300. Askriftagjald 300 kr.
á mánuði innan lands, i iausasölu 18 kr. eintakið.
Blaðaprent h.f.
________________________
Fjölbrautaskólar
Alþingi hefur nú afgreitt sem lög frumvarp
frá menntamálaráðherra, sem heimilar
menntamálaráðuneytinu og Reykjavikurborg
að stofna til tilraunaskóla, er nefnist fjöl-
brautaskóli. Einnig er ráðuneytinu heimilað að
stofna til fjölbreytaskóla i samvinnu við önnur
sveitarfélög. Skólinn skal vera fyrir nemendur,
er lokið hafa skyldunámi, og veita þeim tiltekin
réttindi til sérnáms i framhaldsskólum eða há-
skóla; svo og menntunar og þjálfunar i ýmsum
starfsgreinum.
Samkvæmt þessum nýju lögum er stofnað til
nýs skóla, sem ætlað er að annast menntun
allra nemenda ákveðins skólahverfis á tilteknu
aldursstigi, án tillits til fyrirhugaðrar náms-
brautar hvers og eins, og sameinar skólinn
þannig i eina heild hinar ýmsu tegundir skóla á
framhaldsstigi.
í greinargerðinni fyrir frumvarpi mennta-
mlaráðherra sagði m.a. á þessa leið:
,,Markmið þeirrar tilraunar, sem felst i
stofnun sliks skóla, er sumpart hagkvæmara
ytra skipulag, en þó umfram allt breytingar á
hinu innra skólastarfi, er miða að þvi að auka
jafnrétti nemenda með ólika hæfileika og ólik
áhugaefni og að draga úr þvi vanmati og van-
rækslu á tilteknum námsbrautum, sem skipt-
ingu námsbrauta á aðskildar og ólikar skóla-
gerðir hættir til að hafa i för með sér.
Jafnframt stefnir tilraunin að þvi að gefa
nemendum tækifæri til að velja sér námsbraut
i sem fyllstu samræmi við þann áhuga og getu,
sem vaxandi þroski þeirra á framhaldsskóla-
aldrinum kann að leiða i ljós, og að hverfa frá
þeirri hefð, að nemendum sé við ákveðinn ald-
ur skipað i skóla, þar sem þeir eru i eitt skipti
fyrir öll útilokaðir frá tilteknum námsbraut-
um. Sameining sem flestra námsbrauta i einni
skólastofnun auðveldar mjög flutning milli
námsbrauta og eykur þannig tækifæri nem-
enda til að velja sér endanlegan námsferil og
starfsferil við sitt hæfi.
Megineinkenni fjölbrautaskóla er þvi, að
nemendur hans geta valið um fjölbreytt nám
og mismunandi námsbrautir, hvort heldur er
til undirbúnings undir störf i hinum ýmsu
greinum atvinnulifsins eða undir áframhald-
andi nám i sérskólum og háskóla eða öðrum
menntastofnunum á háskólastigi. Sem dæmi
um námsbrautir má nefna menntaskólanám,
verzlunarnám, hússtjórnarnám og iðniðju- og
tækninám. Þótt svo sé til ætlazt, að skólinn
bjóði kennslu allt að stúdentsprófi, er jafn-
framt gert ráð fyrir skemmri námsferli, allt
eftir eðli þess náms, er nemendur stunda og
kröfum þeirra starfa eða sérnáms, sem þeir
stefna að”.
Að öllum likindum er hér verið að gera til-
raun, sem getur átt eftir að setja meginsvip á
framhaldsskólakerfið i framtiðinni. Mennta-
málaráðherra hefur þvi haft hér frumkvæði
um lagasetningu, sem getur átt eftir að teljast
hin merkasta. Flestum kemur saman um að
framhaldsskólanámið sé einn veikasti
hlekkurinn i skólakerfinu og þarfnist mest
endurskoðunar og endurbóta.
Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Baude telur Palme
höfuðandstæðinginn
AAálaferlin í Gautaborg geta orðið örlagarík
1 GAUTABORG fara nú
fram réttarhöld, sem hafa
vakiö mikla athygli i Sviþjóö
og einnig i Noregi og Dan-
mörku. Astæðanerm.a. sú, aö
þau kunna aö geta haft sögu-
leg áhrif á úrslit þingkosning-
anna er fara fram i Sviþjóð i
septembermánuði næstkom-
andi. Niðurstaða þeirra getur
vel ráðið úrslitum um það,
hvort flokkur marzista-lenin-
ista takist að ná svo miklu at-
kvæðamagni frá kommúnista-
flokknum, að hann nái ekki
hinu tilskilda 4% marki og
missi þvi alla þingmenn sipa.
Af þvi myndi aftur hljótast, að
borgaralegu flokkarnir fengu
meirihluta á þingi og rifys-
stjórn sósialdemókrata væri
úr sögunni að sinni.
I stuttu máli eru tildrög
umræddra málaferla i Gauta-
borg þessi: t mai 1971 var
haldin ráðstefna i Gautaborg
um alþjóðlega verzlun og við-
skipti. Ráðstefnuna sóttu
margir þekktir fjármálamenn
og kaupsýslumenn viöa að.
Pólitisku æskulýðssamtökin
litu á þessa ráðstefnu sem
„kapitaliska sýningu” og
efndu þvi til mótmælaað-
gerða. M.a. efndu samtök
ungra sósialdemókrata til
slikra mótmælaaðgerða. Mót-
mælaaðgerðir marxista-lenin-
ista urðu miklu sögulegri. beir
létu sér ekki nægja dreifiblöö
og mótmælaspjöld, heldur
beittu steinum, reyksprengj-
um og fljótandi litum, sem var
varpað að ráðstefnugestum.
Fjölmennt lögreglulið skarst I
leikinn og kom vil átaka, sem
stóðu i marga klukkutima.
Eftir átökin voru tveir
marxistar-leninistar ákærðir
fyrir að haf a misþyrmt einum
lögregluþjóninum, m.a.
sparkað i andlit hans mörgum
sinnum. Hinir ákæröu svöruðu
með þvi að ákæra umræddan
lögregluþjón fyrir að hafa
misþyrmt konu i átökunum og
hafi það leitt til þess, að ráðizt
var sérstaklega gegn honum.
Mörg vitni hafa vottað það
með eiði, eða þau hafi séð lög-
regluþjóninn misþyrma kon-
unni. Læknir hefur einnig gef-
ið vottorð um, að hann hafi
gert að sárum konunnar. Hinn
opinberi ákærandi hefur svar-
að þessu með þvi að ákæra
vitnin fyrir að hafa svarið
rangað eið og lækninn fyrir að
hafa gefið ranga skýrslu.
Akærandinn telur, að ekkert
hafi sézt á konunni eftir óeirð-
irnar. Alls eru nú fimm manns
i varðhaldi vegna þessara
málaferla og 13 hafa verið
ákærðir fyrir að sverja rangan
eið. Stjórnmál hafa mjög
dregizt inn i málaferlin, þvi að
marxistar-leninistarnir telja,
að hér sé um að ræða pólitisk
málaferli gegn þeim, en and-
stæðingar þeirra telja, að þeir
hafi sett ákæruna á lögreglu-
þjóninn á svið i pólitiskum til-
gangi. Vist er það, að þeir
njóta samúðar ýmissa,
sem er heldur kalt til lögregl-
unnar.
ÞAÐ ÞYKIR nú liklegt, aö
rikisstjórn sósialdemókrata
haldi þvi aðeins velli i
ksoningunum, að Kommú-
nistaflokkurinn haldi svipaðri
þingsetutölu og nú. Sósial-
demókratarnir muni vart gera
betur en að halda svipuðu fylgi
og i siðustu kosningum. Þá
fengu þeir 163 þingsæti, en
kommúnistar 17. Samtals
fengu þessir flokkar þvi 180
þingsæti af 350 alls. Til þess að
Frank Baude, leiötogi flokks marxista-leninista i Svlþjóö.
halda þingsætum sinum, þarf
Kommúnistaflokkurinn að fá
minnst 4% greiddra atkvæða.
Hann fékk 4,8% i kosningun-
um 1970. 1 skoðanakönnunum
að undanförnu hefur hann oft
ekki fengið nema um rúml.
4% og tæplega það. Flokkur
marxista-leninista hefur hins
vegar fengið frá 0,5-0,8% siðan
hann kom til sögu. Það er þvi
engan veginn útilokað, að hon-
um takist að ná svo miklu frá
Kommúnistaflokknum, að
hann nái ekki 4% markinu.
Stundum er þvi sagt i gamni
og alvöru, að raunverulega sé
kosningabaráttan i Sviþjóð
einkum milli þessara tveggja
flokka.
AF HALFU leiðtoga flokks
marxista-leninista yröi grátið
þurrum tárum, ef sigur þeirra
i kosningunum yrði til þess að
fella stjórn sósialdemókrata.
Þeir gera sér enga von um að
fá þingmenn kjörna, en telja
sig hins vegar geta haft veru-
leg áhrif á úrslitin, ef þeim
tekst að ná þvi marki, að
Kommúnistaflokkurinn missi
þingmenn sina. Frá sjónarhóli
þeirra eru sósialdemókratar
höfuðandstæðingarnir, þvi að
stefna þeirra beinist raun-
verulega að þvi að sætta menn
við hið kapitaliska kerfi. Und-
ir stjórn þeirra stefni Sviþjóö
lika óðfluga i þá átt að verða
lögregluriki, eins og málferlin
i Gautaborg sýni bezt.
Göteborgs-Posten birti
nýlega viðtal við formann
flokksins, Frank Baude. Hann
fór ekki dult með, að flokkur
hans væri hreinn byltingar-
flokkur, sem stefndi að
sósialisku þjóðfélagi. Hann
telur útilokaö, að hægt sé að
koma sósialisma á eftir lýð
ræðislegum og þingræðisleg-
um leiðum og allt skraf um að
endurbæta núverandi þjóð-
félag sé háskasamleg blekk-
ing. Núverandi þjóðfélagi
verði alveg að kollvarpa og
það verði aðeins gert með
byltingu neöan frá, en ekki
með endurbótum ofan frá, þar
sem aöeins sé verið að setja
bætur á úrelta og ónothæfa
flik. Lýðræðið i Sviþjóö sé ekki
nema sýndarmennska, þvi að i
raun réttri sé það ekki nema
tiltölulega fámennur hópur
manna, sem ráði öllu, og i
samræmi við það sé þjóðar-
auðnum skipt. Marxistar-
leninistar stefni að þvi að
útrýma þessu kerfi og það
verði ekki gert nema með
vopnaöri byltingu. Fyrsta
skrefið i þá átt sé að ala upp
byltingaranda meðal verka-
manna og efna til sem flestra
ólöglegra verkfalla. Þess
vegna beinist starf flokksins
mjög að fjölmennustu vinnu-
stöðunum og gegn forustu
verkalýðssamtakanna. Viður-
kenna beri að þetta starf
flokksins hafi enn ekki borið
mikinn árangur. Þátttöku sina
i kosningunum nú noti
flokkurinn til að kynna
byltingarstefnu sina, en hins
vegar hampi hann ekki nein-
um serstökum kosningalof-
orðum eins og hinir flokkarn-
ir. Kjörorð hans verði Stétt
gegn stétt. Aukum skæruverk-
föllin, Stefnan er sósialiskt
verkamannariki, o.s.frv. Fyr-
ir flokkinn skipti engu aðal-
máli, hvort hann fær þing
menn kjörna, eða ekki, heldur
notar hann kosningabaráttuna
sem liöskönnun og liðsöflun til
að undirbúa byltinguna og
framtiöarrikið.
Þótt ekki sé talið liklegt, að
flokkurinn fái verulegt fylgi,
stendur þó bæði kommú-
nistum og sósialdemókrötum
nokkur ótti af honum, en
huggun þeirra er sú að þessu
sinni, að flokkurinn á aðallega
fylgi að fagna hjá ungu fólki
sem ekki hefur náö kosninga-