Tíminn - 07.04.1973, Síða 25

Tíminn - 07.04.1973, Síða 25
TÍMINN 25 Laugardagur 7. apríl l»7;i. „ÞETTA ER OFT ANZI ERFITT — segir póstfrey|an, sem hefur borið út í Skerjafirðinum í meira en sjö ór Disa Hermannsdóttir póstfreyja KUNNINGI okkar, sem heima á i Skerjafiröinum, bentiokkur á það um daginn, að tala við konuna, sem ber úr póstinn I hverfið hjá honum. ,,Þetta er áreiðanlega mikill forkur, sem hefur borið út hér hjá okkur i fjöldamörg ár i hvern'g veðri sem er. En að bera út á þessu svæöi, sem er bæði opið og stórt, er ekki á færi nema dugnaðarfólks,” sagði hann. Við tókum hann á orðinu og renndum suður i Skerjafjörð einn morguninn og fundum þar póst- freyjuna eftir skamma stund, þar sem hún óð snjóinn i ökkla og burðaðist með stóran póstpoka á öxlunum. Hún sagðist heita Disa Her- mannsdóttir og vera frá Mikla- hóli i Viðvikursveit i Skagafirði. Hún sagðist hafa flutzt til Reykja- vikur fyrir 7 árum og hefði þá þegar byrjað að bera út póst i þessu sama hverfi. Það nær frá Arnagarði niður að Shellstöðinni og er i þvi bæði litli og stóri Skerjafjörður, auk prófessora- bústaðanna. Ekki sagðist hún vita, hvað þetta sé stórt svæði, en göturnar eru eitthvað yfir fimm kilómetrar á lengd, að viðbættum tröppum og húsasundum, sem hún þarf að fara um þá fimm daga vikunnar sem hún ber út. Hún á að vinna þrjá og hálfan tima á dag, en þetta hverfi er svo stórt og þangað oft það mikill póstur, að hún er oftast mun leng- ur. Fyrir þetta fær hún 13.500 krónur á mánuði, sem ekki er mikið miðað við alla þá vinnu, sem þessu fylgir. Hún þarf að fara af stað snemma á morgnana, þvi að hún á heima inni i Vogum. Fyrst þarf hún að fara niður á pósthús til að lesa i sundur póst- inn og svo þaðan suður i Skerja- fjörð. ólafur Jóhannesson og Gylfi Þ. fá flest bréfin Póstpokinn er misjafnlega þungur, þó oftast þetta 15 til 20 kiló. Eftir að hún er búin með prófessorabústaðina, léttist hann að mun, þvi þangað fer að jafnaði drjúgur hluti. Þegar við spurðum hana hverjir fái flest bréfin, sagði hún, að það séu þeir Ólafur Jó- hannesson forsætisráðherra og Gylfi Þ. Gislason. Eftir að hún er búin með það hverfi og litla Skerjafjörð, kemur það versta viö þennan burð, en það er að fara meðfram öllum fiugvellinum og yfir i stóra Skerjafjörð. Þar er yfir mikið og opið svæði að fara og þegar veður er vont, er það þrælavinna. Þetta hverfi er alltaf að stækka, en hún hefur ekki viljað hætta að bera út i það, þvi að þarna býr gott fólk, og hún veit nánast hvar hver maður á heima. Er það ein aðalástæðan til þess, að hún er ekki hætt eða hefur fengið sig flutta i annað og léttara hverfi. Það hefur þó stundum hvarflað að henni, þegar hún er að arka þarna um með 15 kg poka á bak- inu i rigningu og kulda og þá orðin gegnblaut og köld. En þvi miður er eins og yfirmennirnir i póstin- um hafi ekki nægan skilning á þvi, hvað þetta starf er erfitt, og koma þeir litið á móts við það fólk sem stundar það. Karlmenn vilja ekki starfið Hún sagðist vita til þess, að viða erlendis hafi það fólk, sem ber út póstinn, litla bila til um- ráða. En þó að það yrði nú ekki svo iburðarmikið hér, væri ekki úr vegi að fara að kanna betur, hvað hægt sé að gera til að létta þessu fólki vinnuna, og gera þetta starf eftirsóknarverðara. En nú fæst t.d. varla nokkur karlmaður til að fara i það. Það mætti nánast SJALFVIRKT KERFI FYRIR LÍNUBÁTA Ýmsar fregnir hafa borizt af þróun og útbreiðslu Mustad Auto- line linuvélakerfisins, sem reynt var hér á landi á siðasta ári i fiskiskipinu m/s Ásþór, með þeim ummælum skipstjórans að „nauðsyn sé að fvlgja þessu fast eftir fram á veg, en láta ekki falla niður að reyna þessa nýjung til fulinustu” hér á tslandi. Til upprifjunar, fyrir þá sem ekki hafa áður kynnzt Autoline linukerfinu, skal þvi lýst i örfáum orðum. — Kerfi þetta vinnur þannig, að með nokkrum viðbót- arútbúnaði á linuspili bátanna, er linan dregin með svipuðum hætti og áður, en linan fer þó i gegnum hreinsitæki á borðstokknum, þannig að önglarnir fara hreinir um linuspilið og inn i stálpipur þvert yfir bátinn og aftur með borðstokknum þeim megin. Linuleiðslan liggur aftur að þil- farsgangi við hlið stjórnpalls, en þar er uppstokkunarvélinni kom- ið fyrir. Stokkast önglarnir þar upp á langa önglastokka úr áli, og fer þar fram nauðsynleg lagfær- ing á krókum og taumum, jafnóð- um. eða eftir að önglarnir koma á stokkana. Linan gengur þannig aftur eftir ganginum á þessum álstokkum. og er þar með til- búin til linulagningar á ný. Fyrir aftan afturenda stokkanna er beitingarvélinni komið fyrir, og þegar linulögnin fer fram, er það gert þannig að báturinn dregur linuna ofan af linustokknum, i gegnum beitingarvélina, sem beitir sjálfvirkt. Reynslan hefur sýnt og stað- fest, að verulegur sparnaður hef- ur orðið við notkun Autoline kerfisins, þegar veiðin er skipu- lögð þannig, að veiðitimi sólar- hringsins lengist úr 18 timum i 24 tima, en þessu marki hefur reynzt auðvelt að ná á veiðum með Autoline kerfinu. Á slikum veiðum er gert ráð fyrir vakta- vinnu án fækkunar i mannskap, en aukning hagræðingar næst með sex tima viðbót á veiðitima á hverjum sólarhring. Þannig verður aukning veiðitima á 10 daga úthaldi nokkurn veginn 60 klukkutimar. Hér er um að ræða einn mikilvægasta kost þess að nýta Autoline kerfið til aukinnar hagræðingar, en jafnframt næst það mark að vera ávallt með fersk beitta linu. Eins og að framan getur, er hreinsitæki við linuspilið, þar sem heilar beitur, smáfiskar og ann- að, sem fylgir önglunum, er hreisnað af. Ekki þarf að stöðva linudrátt, þó að stórfiskar komi á öngii. Aður en linan kemur að linustokkunum, hefur undizt ofan af snúningi tauma um linuna, þannig að önglarnir ganga sjálf- virkt á linustokkana. Hagræða þarf linunni sjálfri undir linu- stokkunum, þannig að hún liggi i reglulegum ,,bugtum”. Lagfær- ingarvinna við linuna er unnin þannig, að hægt er að hefja linu- lagningu á ný stuttu eftir linu- drátt. Beitingarvélin vinnur með afköstum, sem er allt að 120 krók- ar á minutu. Velin sker beituna og skilar einum beitubita á hvern krók, þannig að krókurinn stingst inn úr roðinu og um leið snýst beitan, þar til önguloddurinn og agnhaldið ganga i gegnum roðið öðru sinni. Með þessari kerfis- bundnu aðferð fæst trygg festing beitu á krók. t einum norskum báti hefur áhöfn verið minnkuð úr 10 mönn- um i 7 og við það að taka upp fisk- veiðar með Mustad Autoline- kerfinu. A þessum sérstaka bati hefur þessum árangri verið náð með óbreyttum veiðitima og sömu afköstum i önglafjölda eins og áður, og siðast en ekki sizt með jafn góðum aflaárangri. A öðrum báti hefur verið fækkað aðeins um einn i áhöfn, en skip þetta veiðir 24 klst. á sólarhring i staðinn fyrir 18tima áður, og vinnst þannig að afköst i linulögn, hvað snertir önglafjölda, aukast hlutfallslega og veiðitimi nýtist betur. Að lokum er rétt að geta þess, að Autoline kerfið er þannig úr garði gert, að auðvelt hefur reyzt að koma þvi fyrir i all flestar gerðir af fiskiskipum allt frá 80 tonnum að stærð og uppúr. Vélakerfið er nú fáanlegt hvort sem hentar belur að koma vélun- um fyrir stjórnborðs- eða bak- borðsmegin. segja, að hér sé búið að hjakka i sama farinu frá aldarmótum, hvað varðar póstburðinn, en von- andi fer það nú eitthvað að breyt- ast. lfún gaf sér ekki tima til að ræða frekar við okkur, þvi að pósturinn þurfti að komast til skila, hvernig sem veðrið var og hver svo sem þurfti að taka við honum. Þar með var hún rokin af stað með sinn stóra poka á bakinu og gekk öruggum skrefum eftir götunum, sem hún hefur gengið um nær daglega i sjö ár. —klp— SÆLU- VIKAN GENG- UR VEL _GÓ—Sauðárkróki — Sæluvika Skagfirðinga hófst á sunnudaginn ini'ð syningu á leikrtinu Tehús ágústinánans eftir John I’atrick, leikstjóri er Kári Jónsson og leik- mynd gerði Jónas Þ. Pálsson. Ilúsfyllir var á frumsýningunni. Var leiknum ákaflega vel tekið, og þóttn sýningin heppnast mjög vel. Með aðalhlutverk í Tehúsi ágústmánans fara Hafsteinn Hannesson, Kristján Skarphéð- insson og Ililmar Jóhannesson. Mánudagurinn var helgaður unglingunum og skemmtu þá nemendur úr gagnfræðaskólan- um, siðar var barnasýning á Tehúsinu og um kvöldið var unglingadansieikur. A þriðju- dagskvöldið söng karlakórinn Heimir undir stjórn Arna Ingi- mundarsonar, og á el tir var dans- leikur. Söngskemmtunin og dans- leikurinn var hvoru tve’ggja vel sótt. Félasskapurinn Junior Chamber opnaði málverkasýn- ingu á sunnudaginn og stendur hún fram til 8. april. Málverkin, sem flest eru fengin að láni frá Listasafni Islands, sýna timabil islenzkrar málaralistar á árunum 1960-1970. A föstudaginn mun Hörður Ágústsson, skólastjóri, fytja erindi um byggingarlist. Til sölu 10 fullorðnar kýr og 6 kvigur að fyrsta kálfi. Einnig 65-70 Ingólfur Ingvarsson, Neðradal, Eyjafjöllum. Bræðslu að Ijúka á Eskifirði ÞÓ—Reykjavik — Alls var tekið á móti 28 þúsund tonnum af loðnu á Eskifirði, og að sögn Hilmars Thorarenssens þar á staðnum, er gert ráð fyrir, að bræðslu ljúki 10. april. Tveir netabátar róa frá Eski- firði, Friðþjófur og Hafaldan. Fvrir siðustu helgi voru bátarnir komnir með um 450 tonn, enda hefur afli verið góður hjá þeim i seinni tið. Ekki er þetta þó bezti afli Austfjarðarbáta, þvi Gunnar frá Reyðarfirði var á sama tima kominn með 470 tonn, og einnig fór sá bátur i söluferð til Þýzka- lands eftir áramót með góðan afla. Nýskipaður sendiherra Rúmeníu hr. George Ploesteanu afhenti april s.l. forseta islands trúnaðarbréf sitt að viðstöddum utanrikisrái herra, Einari Agústssyni. Sendiherra þá siðdegisboð forsetahjónann að Bessastöðum ásaml fleiri gestum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.