Tíminn - 03.07.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.07.1973, Blaðsíða 1
IGNIS FRYSTIKISTUR RAFTORG SIMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 Hálfnað er verk þá hafið er ^ I sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn Margrét og Henrik koma í fyrramálið Komu við í Færeyjum um helgina á leiðinni hingað Svona útleikinn var vestur-þýzki togarinn Teutonina,er hann kom til Reykjavikur 10. febr. 1970, en nótt- ina úöur fékk skipið á sig brotsjó, brúin lagðist saman og þrir menn létust. Var ekki hægt að ná þeim úr brúnni fyrr en menn úr landi iogsuðu stálpiöturnar sundur. i gær var þessi sami togari að áreita fiski- báta á Halanum. Timamynd GE. Brezk freigáta aðstoðaði vestur-þýzkan togara maður, Leif Groth rikisumboðs- maður og Peter Christiansen borgarstjóri Þórshafnar. Að móttökunni lokinni var haldiöað Lögþinghúsinu, þar sem J. R. öregaard þingforseti hélt ræðu. Þá skoðuðu þau Margrét og Henrik Fornminjasafnið og Náttúrugripasafniö, en um kvöidið hélt landsstjórnin veizlu til heiðurs drottningu að Hótel Færeyjum. A sunnudagsmorgun voru Margrét og Henrikviöstödd vigslu nýs biskups i Færeyjum, en siðan var snæddur hádegisverður um borð i Dannebrog i boöi drottningar. Að þvi búnu brugðu drottningin og maður hennar sér til Hvitaness og Háuvikurenum sexleytiö á sunnudag stigu þau um boð i konungssnekkjuna og héldu frá Færeyjum, áleiðis til Is- lands. Þetta er i fyrsta skipti, sem Margrét 2. heimsækir Færeyjar, sem drottning Færeyja — jafnt og Danmerkur — en áður hafði hún oft komið við i eyjunum sem prins essa. -ET. Hótaði að skjóta á Ægi Bretar líta greinilega á sig sem verndara heimshafanna utan lög- sögu annarra rikja og innan. t gær hótaði brezka freigátan Leopard F. 14 að skjóta á varð- skipiö Ægi, vegna afskipta varð- skipsins af vestur-þýzkum togara út af Norð-Vesturlandi um 8 sjó- miiur innan fisk veiðilögsög- unnar. Er þetta i fyrsta sinn, sem brezkt herskip tekur í taumana,er varðskip hefur haft afskipti af þýzkum togara og jafnframt I fyrsta sinn, sem beinlinis er hótað að skjóta á varðskip og byssur herskips mannaðar tii að undirstrika hótunina. Kl. 15.10 í gær skaut Ægir púðurskoti > að vestur-þýzka togaranum Teutonia NC-470 er var að veiðum innan um islenzka fiskibáta út af . Halamiðum.en kvörtun hafði borizt frá islenzku sjómönnunum út af ágangi togarans. Vestur-þýzka eftirlits- skipið Fritjof var nærri togaran- um og var þvi gefin aðvörun um að skipta sér ekki af málinu, ann- ars yrði skotið að þvi og vék Fritjof þá frá. Togarinn hifði inn veiðarfærin, er púðurskotið reiö af. Þann 7. april s.l. skar öðinn á báða togvira þessa togara, sem þá var að veiðum á friðaða svæðinu á Selvogsbanka. I gær voru fjórir vestur-þýzkir togarar að veiðum á Halanum en enginn brezkur. En skömmu eftir að afskipti varöskipsins af land- helgisbrjótunum hófust, tilkynnti brezka freigátan Leopard, að skotið yrði á varðskipið, ef það hleypíi'af öðru skoti og voru fall- byssur freiga'tunnar mannaðar. Sem áður greinir voru engir brezkir togarar að veiðum á þessu svæði og langt i brezkan togara, og var freigatan eina breza skipið á svæðinu. Er þeim mun furðulegra að foringjar her- skipsins skyldu fara að vernda þýzkan veiðiþjóf, sem var að áreita islenzka báta að veiðum i islenzkri fiskveiðilandhelgi, og hóta islenzku varðskipi fall- byssuskothrið fái Vestur-Þjóð- verjar ekki að veiða i friði innan landhelginnar. Ekkert bendir til, að skipstjórinn á Teutonia eða á Fritjof hafi beðið herskipið um aðstoð, en umhyggju Bretanna virðast engin takmörk sett. Vitað var i gær um 31 brezkan togara að ólöglegum veiðum innan fiskveiðilögsögunnar og auk þess 10 togara á ferð. Flestir togaranna voru að veiðum innan 50 milnanna. OÓ. Samvizku minnar vegna segi ég nei takk — Baidvin Halldórsson hafnaði Silfurlampanum, sem þar með er allur. Myndin var tekin er Baldvin afþakkaði heiðurinn. Til hliðar stendur Þorvarður Helgason, formaður Félags leikdómara, er gekk með lampann upp á svið Þjóðleikhússins, og hélt enn á honum er hann gekk í salinn aftur. Sjá nánar á bls. ti og 7. Timamynd Gunnar. Margrct 2. Danadrottning og eiginmaður hennar, Henrik prins, eru væntanleg hingaö til lands á morgun í opinbera heimsókn. Þau hjónin munu stiga á land i Reykjavik laust fyrir klukkan tiu i fyrramálið. Margrét Danadrottning og Henrik prins komu við i Færeyjum á leið sinni til tslands. Konungssnekkjan Dannebrog sigldi inn i höfnina i Þórshöfn kl. 2 á laugardag. A bryggjunni tóku á móti drottningunni og manni hennar þeir Atli P. Dam, lög- Islendingar mótmæla bráðabirgðaúrskurði Alþjóðadómstólsins — en Bretar og Vestur-Þjóðverjar vilja framlengja gildistíma hans Utanríkisráöherra hefir borizt frá Alþjóðadómstólnum i Haag tilkynning um það, að ríkisstjórn Bretlands hafi nú óskað eftir úr- skuröi dómstólsins þess efnis, að ákvaröanir hans frá 17. ágúst 1972 varöandi leiðbeiningar um bráða- birgöaráðstafanir skuli gilda áfram eftir 15. ágúst 1973. Utanrikisráðherra hefir svarað dómstólnum með eftirfarandi simskeyti: ,,t tilefni af simskeytum og brefum dómstólsins frá 22. júni 1973 minni ég á mótmæli islenzku rikisstjórnarinnar 18. júli 1972 og 4. desember 1972 gegn ákvörðun- um dómstólsins varðandi leið- beiningar um bráðabirgðaráð- stafanir. Rikisstjórn Islands mótmælir nú ákvörðun um áframhald nefndra ráðstafana. Utfærsla fiskveiðimarkanna viö ísland varframkvæmdtil þess aö vernda lifshagsmuni islenzku þjóðarinnar og til aö varðveita fiskstofna jafnt utan gömlu 12 milna fiskveiöimarkanna sem innan þeirra. Þetta hefir eigi ver- iðvirtaf Bretlandi. Fiskafli Breta og Islendinga heldur áfram að minnka miðað við sóknareiningu, og i höfnum i Bretlandi er nú landað i vaxandi mæli smáum ókynþroska fiski af árganginum frá 1970, en það er eini þekkti ár- gangurinn sem er af verulegri stærð, og ætti aö verða meginhluti aflans á árunum 1976-78 og standa straum af nauðsynlegri endur- nýjun. A grundvelli áðurnefndrar ákvörðunar dómstólsins sendu Bretarherflota sinn inn fyrir fisk- veiöimörkin og hafa þannig stöövað frekari samningaumleit- anir um lausn deilunnar. Aður höfðu þeir boðizt til aö takmarka afla sinn við Island við 145.000 smálestir miðað við ársafla, en það magn telur islenzka rikis- stjórnin vera fram úr hófi. Frá 1969 hefir hluti Islands af heildar- botnfiskaflanum á Islandssvæö- inu minnkað úr nál. 60 af hundr- aöi niður i nál. 53 af hundraði. Grunvallarsjónarmið Islands er það, að ekki megi leyfa fisk- veiðiflotum sem auðveldlega geta flutt sig milli staða og tilheyra þjóöum er sækja á fjarlæg mið að orsaka hættulegar sveiflur á afla- magni og vera stöðug ógnun um eyðileggingu fiskstofna og stofna þannig i hættu tilveru þjóöarbú- skapar, er byggir að mestu á ein- um atvinnuvegi. Ef dómstóllinn ætlar að láta hið hættulega ástand sem nú er haldast áfram, verður að lita svo á, að hann hafi að engu allarvisindalegar og efnahagsleg- ar staðreyndir málsins. Með þvi móti gætu hagsmunir Islands beðiö óbætanlegt tjón, og það til þess að einkaatvinnurekstur i er- lendu riki nái timabundnum ágóða.” Alþjóðadómstólnum hafa borizt frá stjórn Sambandslýðveldisins Þýzkalands samskonar óskir og frá brezku rikisstjórninni. Barn drukknaði í Lagar- fljóti JK-Egilsstööum. Tveggja ára gamall drengur drukknaði i l.agar- Fljóti s.l. sunnudag. Fólk sá til.er barniö fell I fljótið, sem er strauinþungt og vatns- mikið,en fékk ekkert að gert. Lik drengsins hefur enn ekki fundizt. Slysið varð á bænum Hóli i Hjaltastaðaþinghá kl. rúmlega 2á sunnudag. Fljót- ið rennur skammt fra bæn- um undirháum bökkum. Var drengurinn að leik á bakkan- um og féll fram af honum og hvarf i vatnsflauminn. Fólk var þarna ekki alllangt frá, en ekkert var hægt að gera drengnum til bjargar. Var hlaupið niður með fljótinu,en barninu skaut ekki upp eftir að það féll i ána. Var leitað meðfram bökkum á sunnu- dag og gær, en án árangurs. Drengurinn var á bænum með móður sinni, sem er úr Reykjavik, og voru þau i sumardvöl á Hóli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.