Tíminn - 03.07.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.07.1973, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 3. júli 1973. TÍMINN 3 A iaugardaginn var sjósettur fyrsti skuttogarinn, sem smiðaöur er hér á landi. Hlaut togarinn nafniö Stáivík og verður hann geröur út frá Siglufirði af útgerðarfélaginu Þormóði ramma h.f. Skuttogarinn liggur nú við bryggju i Hafnarfirði, þar sem lögð verður siðasta hönd á smiði hans og frágang. A myndinni að ofan er togarinn nýkominn á flot. (Timamynd Gunnar) SKEMMDARVARGAR Á FERÐ Hafa eyðilagt fyrir tugi þúsunda á nokkrum dögum Klp-Reykjavik. Skemmdarvarg- ar hafa verið mikið á ferð I borginni og i næsta nágrenni við hana að undanförnu, og viða unnið spjöll á húsum, og öðrum hlutum, sem þeir hafa komizt i færi viö. Um helgina heimsóttu ein- hverjir slikir Árbæjarskólann, og óðu þar um sýnilega með það fyrir augum, að skemma sem mest. Brutu þeir upp hurðir og skápa hentu öllu lauslegu,sem þeir gátu hönd á fest^úti i sund- laug. Fyrir helgina var brotizt inn i golfskálapn á Seltjarnarnesi og þar m.a. stoliö litlum peninga- kassa, sem i var nokkur upphæð auk ýmissa skilrikja og annarra hluta, sem voru i eigu klúbbmeð- lima. Einnig var stolið vindling- um og rúður brotnar. Eftir þetta réðust skemmdar- vargarnir á völlinn og eyðilögðu flatir, sem mikil rækt hefur verið lögð við að halda sléttum. Borð- um og stólum var kastað út um allan völl og fánar og stangir rifnar niður og þeim kastað út i sjó. Skáli þessi er ekki á alfara leið, en þó aka margir þarna um. Eru þeir.sem telja sig hafa séð til mannaferða við skálann aðfara- nótt s.l. fimmtudags.beðnir um að láta lögregluna vita, en hún hefur nú eftirlit með skálanum með þvi að aka upp að honum eftir að siðustu golfararnir hafa yfirgefið völlinn á kvöldin og fer hún þangað nokkrum sinnum á nóttu. Þriggja ára stúlku- barn lézt í umferðarslysi Klp-Reykjavik. Banaslys varð á Laugarnesvegi um hádegið i gær. Þá varð þriggja ára gömul stúlka, Jóhanna Gústafsdóttir til. heimilis að Laugarnesvegi 80 a, fyrir bifreið. Var hún látin^þegar komið var með hana á Slysavarð- stofuna. Tildrög slyssins voru þau, að barnið mun hafa verið að leika sér á umferðareyju, sem er á milli akbrautar og bifreiðar- stæðis ó mótum Laugarnesvegar og Laugarlækjar. Hafði það verið þarna i nokkra stund, þegar það tók allt i einu á rás út á götuna, og i veg fyrir bifreið, sem ekið var i norður. ökumaður bifreiöarinnar sá ekki barnið fyrr en það lenti á bifreiðinni og náði þvi ekki að stöðva hana i tæka tið. Litla stúlkan var rétt rúmlega þriggja ára, fædd 14- april 1970. NAUÐLENTI Á VEGINUM MILLI STOKKSEYRAR OG EYRARBAKKA KLP-Reykjavik. A laugardaginn lenti eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna 177, sem var á leið frá Hornafiröi til Reykja- vikur, á veginum milli Stokks- eyrar og Eyrarbakka. 1 vélinni var flugmaður ásamt einum farþega, og tilkynnti flug- maðurinn skömmu áður en hann kom að Stokkseyri, að vélin væri að „missa mótor” eins og sagt er, þegar vélin fer eitthvað að hósta, og ætlaði hann að hauðlenda vél- inni á veginum. Lendingin tókst vel, enda var veður gott og vegurinn sléttur. Gert var við vélina á staðnum, og hóf hún sig aftur til flugs tveim timum siöar og lenti i Reykjavik heilu og höldnu. 1 lm lr UL w I í I laxar i Reykjadalsá, en nú er sem sagt horfur á veruleg: veiðiaukningu. Það er Stan( veiðifélag Keflavikur, sei hefur ána á leigu i sumar. 750 laxar úr Þverá Leiðrétting! Þann 21. júni skýrði Veiðihornið frá þvi, að laxveiði i Þverá næði allt upp i svokallaðan Svartastokk, sem er uppi á Tvidægru-heiði. Þetta er vitleysa! Áður fyrr var veiði I Þverá að visu stunduð I Störum og Svarta- stokki, en fyrir fjórum árum var sett algert veiðibann á báðum þessum svæðum, enda hrygnir laxinn á þessum stöð- um. Viðkomandi aðilar, þá einkum bændur, sem veiðirétt eiga að Þverá, eru beðnir vel- virðingar á þessum röngu upplýsingum, sem eru um- sjónarmanni Veiðihornsins einum að kenna. Vonandi dregur þetta þó engan dilk á eftir sér. Það, sem draga átti fram með þessum skrifum, eru hin- ar einstöku aðstæöur við lax- veiðar á efra veiðisvæðinu i Þverá. Veiðisvæðið býöur nefnilega upp á stórkostlega fallega veiðistaði, samhliða mikilli laxveiði, en jafnframt geta veiðimenn virt fyrir sér ósnortna og stórbrotna nátt- úru landsins milli þess þeir renna fyrir lax. Skv. upplýsingum Magnús- ar Kjartanssonar á Guöna- bakka voru á hádegi i gær komnir á land 750 laxar úr Þverá, sem er stórkostlega góð veiði. Veiðin hefur verið jöfn og skipzt svo til jafnt milli veiðisvæðanna tveggja. Magnús sagði, að fiskurinn væri vænn, mest veiddist af 15-20pd. þungum laxi, en smá- lax væri sjaldséður. Stærsti lax, sem fengizt hefur i Þverá til þessa, vó 25 pd. Sem dæmi um veiðisældina I Þverá um þessar mundir má nefna, að i fyrradag komu á land u.þ.b. 30 laxar úr ánni. Góðar veiðihorfur i Reykjadalsá Að sögn Sturlu Jóhannes- sonar á Sturlureykjum eru horfur á mikilli laxveiði i Reykjadalsá i sumar. Yfirleitt hefur lax gengið mjög seint i ána, hvernig sem á þvi stend- ur, og veiði þvi ekki hafizt fyrr en um miðjan júli. 1 ár byrjaði veiðin hins vegar 20. júni og urðu menn þá strax varir og veiddu nokkuð af laxi. Ekki vissi Sturla um veiði i ánni, þ.e. tölur um lax, sem i henni hefði fengizt, en laxveið- in hefur verið góð það, sem af er. 1 fyrra veiddust um 300 740 laxar úr Norðurá (aðalveiði- svæðinu) Að sögn Þóreyjar Hjartar- dóttur, ráöskonu i veiðihúsinu við Norðurá, hefur veiðzt vel i ánni að undanförnu. A aðal- veiðisvæðinu (Norðurá I) voru komnir um 740 laxar á land á hádegi i gær, en það er mun betri veiði en á sama tima i fyrra. Veiðin hefur verið fremur jöfn, þótt ætið séu nokkur dagaskipti að henni. Fram að 28. júni voru ieyfðar 10 stangir á svæðinu, en þann dag fjölg- aði þeim upp i 11. Upp á siðkastið hefur flugu- veiði aukizt i ánni, en annars hefur meira veiðzt á maðk en flugu enn sem komið er. Fisk- urinn er mjög vænn og hefur svo verið frá upphafi. „Stiórnleysi" Mbl. í Reykjavikurbréfi Mbl. sl. sunnudag er þvl haldið fram, að stjórnleysi rlki nú í inn- anlandsmálum og rikisstjórn- in reyni visvitandi að beina at- hygli Islenzks almennings frá hinu slæma innanlandsástandi með þvi ,,að skirskota enda- laust til þjóðareiningar og vonzku Breta” eins og það er oröað. En hvert er þá þetta ófremdarástand i innanlands- málum? Mbl. nefnir engin dæmi máii sinu til sönnunar um þetta ófremdarástand, enda sjá það engir nema rit- stjórar Mbl. Þeir virðast hafa önglað sér I einhver sérstök gleraugu til að auðvelda sér aö fylla pólitisku dálkana i Mbl. í gegnum þessi gleraugu sjá þeir fjandann málaðan á vegg hvert, sem þeir snúa sér. Staðreyndirnar En rétt er að átta sig litil- lega á þeim staðreyndum, sem I gegnum Mbl.-gleraugun verða að „ófremdarástandi.” Þær eru þessar: Fólk hefur aldrei haft meiri peninga handa á milli en nú og kaupmáttur hins almenna launþega aldrei verið meiri. Þetta eru staðreyndir sem lesa má i opinberum hag- skýrslum og ekki verður á móti mælt. Skv. útreikningum hagrann- sóknardeildar Framkvæmda- stofnunarinnar hafa kauptaxt- ar launþega að meðaltali, þ.e. verkafólks og iðnaðarmanna, verzlunar- og skrifstofufólks og opinberra starfsmanna hækkað um 58.8% frá 1971 til 1. júni 1973. Atvinnuleysi er ekki til og allar fúsar hendur hafa nóg að starfa og framkvæmdir eru svo miklar i landinu, sem vinnuaflsgetan frekast leyfir og viða er unnið að stórvirkj- um til að búa i haginn fyrir framtiðina svo sem endurbót- um á fiskvinnslustöðvum og uppbyggingu nýs togaraflota. Erlendar verðhækkanir Ef Mbl. telur hins vegar, að gliman við verðbólguna inn- anlands sé það „stjórnleysi,” sem um er rætt I Reykjavikur- bréfinu, þá má segja að slik gagnrýni komi úr hörðustu átt og kastað sé miklu grjóti úr glerhúsi. Einkenni alls við- reisnartímabilsins var einmitt óðaverðbólga og gengislækk- anir á gengislækkanir ofan og algert undanhald stjórnvalda gegn verðhækkanaþróuninni. En ráðherrar i núverandi ríkisstjórn eru ekkert að leyna þvi,að þeir hafa af verðbólg- unni miklar áhyggjur og glim- an við hana hefur reynzt örðug enda við svo marga óviðráö- anlega þætti aö etja, sem eng- in ríkisstjórn á tslandi fær við ráðið. Ber þar að nefna fyrst sveiflurnar og óvissuna I gjaldeyriskerfi heimsins og stórfelldar hækkanir á heims- markaðsverði ýmissa nauð- synja sem islendingar verða að flytja inn. En þrátt fyrir þetta hefur núverandi rlkis- stjórn tekizt að halda svo á máium að hún efndi til hækk- unar á gengi islenzkrar krónu og raunar tvisvar á þessu ári þrátt fyrir sifellda lækkun dollarans I hinu alþjóðlega gjaldeyriskerfi. Sem dæmi um þær erlendu verðhækkanir, sem ekkert verður viö ráöið.en hljóta að valda miklum verð- hækkunum innanlands má nefna að timbur hefur hækkað um 137% á heiinsmarkaði frá 1. jan. 1972 til júni 1973. A sama tlma hefur steypu- Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.