Tíminn - 03.07.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.07.1973, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriöjudagur 3. júli 1973. Þetta er Khfaf Lasura. Hún segist vera 141 árs, en meö vissu er hún aö minsta kosti 130. Hún byrjar hvern dag með vodkaglasi og hefur reykt í meira en 60 ár. Þar eru hundrað ár ekki hár aldur 1 GEORGIU, i litlu þorpi, sem heitir Kutol viö rætur Kákasus- fjalla býr hress kona að nafni Khfaf Lasuria. Hún er litil og hvíthærð og svipurinn geislar af kfmni. Ég heimsótti hana vor- morgun einn og fann hana i barnahópi í garöinum, þar sem einnig spigsporuöu um grfsir og kjúklingar. Mér var vel fagnaö meö gcorgfskri gestrisni, fyrst giasi af vodka og síöan sátum viö og spjölluöum yfir léttu. vini. Khfaf Lasuria haföi frá mörgu aö segja, þvi minniö var ágætt, þótt gamla konan væri 141 árs. Hún hafði gifzt í fyrsta sinn, þegar hún var 16 ára, en eigin- maöurinn lézt úr farsótt 20 árum siðar. Hún giftist aftur um fimmtugt og eignaðist skömmu siðar son, sem nú er 82 ára og býr i næsta húsi. Hún mundi vel, að um 1910 var geysimikill snjór. — Sonur minn var þá uppkominn og ég um sjötugt. Snjórinn var á þriðja metra á dýpt og við hjálpuðumst að þvi að moka. Hún hafði.unnið á samyrkjubúinu frá þvi það var stofnað fyrir 40 árum og jafnvel eftir að hún var komin á aðra öldina, var hún fljótust allra þar að tina teblöðin. Hún hætti ekki að vinna fyrr en 1970. Nú var hún rétt komin heim úr heimsókn til kunningja sinna i næsta þorpi. Það var bara að setjast upp I strætisvagninn og leggja af stað. Nei, hún þurfti enga fylgd. Allan timann, sem við ræddum saman, reykti hún vindlinga. Hún Til eru þeir staðir í heimim lengur en annars staðar. N Geographic Society fór bar Alexander Leaf og heimsó Hér birtist úrdróttur úr skýi byrjaöi að reykja árið 1910 og hefur siðan reykt um pakka á dag. Gáta öldrunarinnar Sem læknir við stórt sjúkrahús hef ég séð marga þeirra kvilla, sem þjá gamalt fólk og ég hef rannsakað mikið, hvernig hægt er að öðlast heilbrigða elli. Við vit- um allt of litið um öldrunina — að minnsta kosti alls ekki hvernig i einu tilfelli er til fólk eins og Khfaf Lasuria og i öðru karlægt fólk, sem hvorki veit i þennan heim né annan. Til eru staðir í heiminum, þar sem fólk lifir lengur og er kraft- meira en annars staðar. Ég hafði áhuga á að fara þangað og fékk styrk frá National Georgraphic Society til þess. Þeir staðir, sem ég fór til, voru allir nokkuð afskekktir og lágu hátt. Ég kom til Vilcabamba i Ecuador, i Hunza i Kashmir og I Abkhaziu f Georgiu i Sovétrikjun- um. Það var á siðastnefnda staðnum að ég hitti Khfaf Lasuria, elztu manneskjuna, sem ég talaði við. Áður hafa sér- fræðingar heimsótt þessa staði og þeir voru svo elskulegir, að láta mér í té allar upplýsingar, sem ég kærði mig um. Er hægt að sanna aldurinn? Þetta er spurning, sem allir, er fara að velta aldri fyrir sér, reyna að finna svar við. — Hvernig er hægt að vita, að gamla fólkið segi rétt til aldurs sins? Það eru ekki miklir möguleikar á að sanna eða afsanna það. 1 Vilcabama eru ibúarnir kaþólskir, þannig að hægt var að sanna aldur nokkurra með skirnarvottorðum. Þá var hægt að reikna talsvert úr, eftir fjölda ættliða. Hinir elztu báru einnig vitni um aldur hvers annars. Manntal i þorpinu fyrir tveimur árum sýndi að af 819 ibúum voru< 15 eldri en 100 ára. Berum við þetta saman við Bandarikin, eru þar aðeins þrir eidri en 100 ára á hverja 100 þúsund ibúa. 1 Hunza, þar sem 40 þúsund manns búa, var sérlega erfitt að finna sannanir fyrir aldri. Fólkið býr i afskekktum dölum við landamæri Kina og Afganistan og tunga þeirra likist engri annarri i heiminum. Það er aðeins talmál, ekkert er skrifað og þvi engar skrár til. I stöku tilfelli gat hoioinginn staðfest aldur á grundvelli þekkingar sinnar á sögu landsins. En engar óyggjandi sannanir fékk ég þó. Samt sem áður voru margar óvenju gamlar manneskjur þarna og léttar upp á fótinn, þegar þær voru að klifa brattar hliöarnar I þessu fjallaumhverfi. Ég var furðu lostinn yfir hreysti þessa aldna fólks. I Kákasus eru tiltölulega flestir yfir hundraö ára. Prófessor Pitzkhelauri, yfirmaður manri- fræðistofnunar 1 Tblisi, Georgiu, hefur unnið mikið verk i rannsóknum á gamla fólkinu og hann segir, hvaða aðferðir hann notaði til að sanna aldurinn: Fæðingar- og skirnarvottorð eru aö sjálfsögðu beztu sannanirnar, en önnur skjöl geta lika komið að gagni, til dæmis vegabréf og sendibréf. Nöfn og dagsetningar voru einnig oft skorin i bita, þegar barn fæddist i fjölskyldunni. Sfðan er það giftingaraldurinn — það muna flestir vel — og þegar börnin fæddust. Auðveldara er að sanna aldur barnanna. Auk þess spuröi prófessorinn fólkið um við- burði I sögunni, sem liklegt var aö þaö myndi. Khfaf Lasuria var hvergi skráð á vottorð, en ég notaði aðferðir prófessorsins. Hún sagði mér að þegar hún var tvitug, hafi maður hennar farið að heiman til aö berjast i Krimstriðinu (1835-5W i Tyrkneska striðinu sem lauk 1878, giftist hún i annað sinn og þá var hún um fimmtugt. Sonurinn fæddist, þegar hún var 52 ára og hann er nú 82 ára. Hún byrjaði aö reykja 1910, árið sem yngri bróðir hennar lézt, 60 ára að aldri. Allt sem hún sagði, féll það vel saman, að ekki varð vart viö minnisleysi. Ég komst að þeirri niðurstöðu, að hún væri að minnsta kosti 130 ára, en sjálf sagðist hún vera 141. Gamla konan var furöulega hraust. Hún fræddi mig á þvi að hún byrjaði hvern dag með vodkaglasi á fastandi maga og svo drykki hún létt vin með öllum mat, Hún lauk samtali okkar með þvi að skála fyrir öllum konum i 'heiminum. „Vonandiað þær vinni ekki of mikið og séu hamingju- samar með fjölskyldum sinum”. sagði hún. Kákasus — ríki aldargamla fólksins Kákasus-svæðið er stórt og þar eru Sovétlýðveldin Georgia, Azerbaijan og Armenia og liggja frá ströndum Svartahafs og Kaspiahafs að þorpinu, sem liggja 900 til 1200 metra yfir sjávarmáli. Manntal frá 1970 sýn- ir, að 4500-5000 manns eru komnir yfir 100 ára á þessu svæði. Sagt er að Shirali Mislimov sé elzti ibúi jarðarinnar. Hann er sagður 167 ára og býr i Azerbaijan, i litlu þorpi við landa? mæri írans. Þetta landamæra- svæði er lokað fyrir útlendingum og ég fékk ekki að fara þangað til aö ræða við gamla manninn. Sovézk yfirvöld segja, að hann sé ekki nógu heilsugóður til að ferðast, svo hægt sé að tala við hann annars staðar. Rannsóknir minar beindust einkum að svæði þvi I Georgiu, sem nefnist Abkhazia. Þar býr blandað fólk, af einum tíu kyn- þáttum og alls um hálf milljón manna. Margir öldunganna hafa verið veiðimenn og fjárhirðar auk þess að búa búum sinum. Lifsskilyrði fólksins voru hér mun betri en I Vilcabamba og Hunza. Frumstætt lif — lengra lif? Auðvitað hafði ég áhuga á að vita, hvers konar fæðu þetta fólk neytti einkum. Til samanburðar hafði ég matarlista frá banda- risku visindaakademiunni, fyrir fólk yfir fimmtugt, sem vildi lifa heilbirgðu lifi i ellinni. Þar máttu karlmenn borða 2400 hitaeiningar daglega, en konur 1700. Bandarikjamenn neyta þó meira en þess og er talið að meðaldagneyzla sé um 3300 hita- einingar. 1 Vilcabamba og Hunza voru neyzluvenjur fólks mjög svipaðar, en allir borðuðu mun minna, en bandariska visinda- akademian ráðlagði. Skortur beitilands gerir að verkum, að skepnur eru fáar og þeim fáu, sem eru, er venjulega slátrað á haustin. Þess vegna er litið um dýrafitu, en i stað þess er notuð olia úr aprikósufræjum. I Vilcabamba neytti fólk að meðaltali um 1200 hitaeininga á dag og eggjahvitan og fitan var nær eingöngu fengin úr jurtum. Að sjálfsögðu var enginn feitur þarna, en heldur leit enginn út fyrir að þjást af skorti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.