Tíminn - 03.07.1973, Blaðsíða 9
Þri&judagur 3. júli 1973.
TÍMINN
9
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,
Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsbiaðs Timans).
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i A&alstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug-
lýsingasfmi 19523. Askriftagjaid 300 kr. á mánuði innan lands,
i lausasölu 18 kr. eintakið.
Blaðaprent h.f
Sókn byggða
stefnunnar
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins, sem
haldinn var á siðastl. vori, var óvenjulegur og
eftirminnilegur að einu leyti. Aðalmálgagn;
flokksins, Morgunblaðið, birti viðtal við all-
marga landsfundarfulltrúa, sem voru búsettir
utan Stór-Reykjavikur-svæðisins. Viðtölin
fjölluðu einkum um framkvæmdir i heima-
héruðum þeirra. Niðurstaða þeirra var
einróma sú, að hvarvetna væru miklar fram-
kvæmdir á döfinni og þvi viðast skortur á
vinnuafli. Alveg sérstaklega vakti það athygli,
að þeir töldu ibúðabyggingar vera með allra
mesta móti. Það sýnir augljósan áhuga á, að
fólk vill vera um kyrrt i heimahögum og að
fólksstraumurinn er þvi að snúast við i þessum
efnum.
Þetta er næsta ólikt þeirri mynd, sem blasti
hér við á siðasta kjörtimabili „viðreisnar-
stjórnarinnar”. Þá var mikið atvinnuleysi á
mörgum stöðum út um land. Þá voru þar litlar
framkvæmdir i atvinnumálum. Alveg sérstak-
lega voru ibúðabyggingar litlar. Þá lá áfram
fólksstraumur til þéttbýlisstaðanna við
Faxaflóa og jafnvel alla leið til útlanda.
Með tilkomu núv. rikisstjórnar hefur þetta
snúizt við. Hvarvetna út um land er nú fengizt
við miklar atvinnuframkvæmdir. Ný og full-
komin skip eru að koma. Miklar endurbætur
eru gerðar á hraðfrystihúsum og öðrum
fiskiðjuverum. útfærsla fiskveiðilögsögunnar
skapar nýja trú á sjávarútveginn. Alveg sér-
staklega eru þó framkvæmdir viðast miklar á
sviði ibúðabygginga. Takist að halda þannig
áfram, mun hefjast alveg nýr timi viðnáms og
sóknar i sögu landsbyggðarinnar.
í grein, sem Tómas Árnason birti nýlega hér
i blaðinu, var greint frá stórauknum lán-
veitingum Byggðasjóðs á siðastl. ári. Það segir
hins vegar ekki nema litinn hluta sögunnar.
Lánveitingar annarra framkvæmdasjóða, eins
og fiskveiðasjóðs og stofnlánadeildar land-
búnaðarins, hafa stóraukizt til framkvæmda
utan Reykjanessvæðisins. Sama gildir um
framlag til vegamála og er það skemmst að
minna á hringveginn, Austurlandsáætlun,
Norðurlandsáætlun og Djúpveginn. 1 raforku-
málum sveitanna hefur verið hafin ný sókn.
Þannig mætti lengi rekja þau algeru umskipti,
sem hafa orðið i sambandi við málefni hinna
dreifðu byggða.
Þetta er að vissu leyti ekki nein ný saga.
Þetta hefur alltaf gerzt, þegar Framsóknar-
flokkurinn hefur farið með völd. Þá hefur
byggðastefnan jafnan verið leidd til öndvegis.
Aldrei hefur það verið ljósara en á árunum
1927-’31, þegar Framsóknarflokkurinn fór einn
með stjórnina. Þá hélt Framsóknarflokkurinn
einn uppi fána byggðastefnunnar. Nú hefur það
ánægjulega gerzt, að fleiri flokkar viðurkenna
hana i orði og jafnvel Heimdellingar ferðast
um landið til að boða ágæti hennar. En
reynslan er ólygnust i þessum efnum eins og
öðrum. Hún sýnir og sannar, að byggðastefnan
blómgast bezt, þegar Framsóknarflokkurinn
heldur um stjórnvölinn.
Þ.Þ.
Þórarinn Þórarinsson:
Vill Mbl. ekki lóta kæra
Breta fyrir órós?
Beöið eftir Nato
Morgunblaðið hefur
undanfarið gert það að
umræðuefni, að rikisstjórnin
hefur enn ekki kært Breta
fyrir hernaðarlega innrás
þeirra i fiskveiðilögsögu
íslands. Blaðið veit þó vel,
hvað þessum drætti veldur.
Sú leið var valin, að reyna
fyrst á, hvort Nato fengi þvi
áorkað, að Bretar kölluðu
herskipin burtu, og láta
nægja á meðan þá orð-
sendingu til Oryggis-
ráösins, að ísland áskildi sér
rétt til að taka þetta mál upp
siöar á vettvangi þess. Hörð
málsókn á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna gæti
orðið til þess að torvelda
starf Nato meðan það ynni
að þvi, að fá Breta til að fara
á brott með herskipin.
Til viðbótar þessu hefur
svo undirritaður bent á, að
þótt málskot til öryggis-
ráðsins gæti haft verulega
áróðursþýðingu og þvi ætti
ekki að sleppa sliku tækifæri,
ef deilan leystist ekki, þá
gæti tsland ekki vænzt
jákvæðrar niðurstöðu hjá
ráðinu, þar sem Bretar
myndu beita neitunarvaldi
til að fella allar tillögur, sem
þeir teldu ganga gegn sér.
Slikt væri i fullu samræmi
við það, sem stórveldin, sem
hafa neitunarvald, hafa
alltaf áður gert og væri sizt
að vænta þess, að Bretar
reyndust öðrum betri i
þessum efnum.
27. greinin
Af hálfu Mbl. hefur þessu
verið mótmælt og það máli
sinu til áréttingar vitnaö i 27.
grein sátttmála Sameinuðu
þjóðanna, þar sem segir um
atkvæðagreíðslur. i öryggis-
ráðinu, að i ákvöröunum
mála, sem nefnd séu i VI.
kafla, skuli deiluaðili sitja
hjá við atkvæða-
greiðslu.Þetta fullyrðir Mbl.,
þótt ritstjórar þeirra viti
vafalaust, að I — fyrsta lagi
hefur þetta ákvæði aldrei
orðið raunhæft gagnvart
fimmveldunum, sem hafa
neitunarvald i öryggis-
ráðinu, og i — ööru lagi
heyrir það ótvirætt undir
VII. kafla sáttmála
Sameinuðu þjóðanna, þegar
riki er kært fyrir innrás og
þess krafizt, að það dragi
herafla sinn i burtu.
Skal nú þetta rakið nokkru
nánar.
Sáttagerð í frið-
samlegri deilu
VI. kaflinn, sem Mbl.
vitnar til, fjallar um meðferð
deilumála, sem ekki hafa
leitt til vopnaðrar ihlutunar
eða árekstra, en kynnu að
geta gert það. Samkvæmt
honum er ekki kært til
öryggisráðsins, heldur er
„hverjum meðlima hinna
Sameinuðu þjóða heimilt að
vekja athygli öryggisráðsins
eða Allsherjarþingsins á
hverju sliku deilumáli eða
vandamáli”. (35. grein ).
Afskipti öryggisráðsins af
sliku máli eru ákveðin i 36.
grein og skulu þau fólgin i
þvi, að ráðinu er heimilt ,,að
mæla með hæfilegum
aðgerðum eða aðferðum til
leiðréttingar á deilunni eða
vandamálinu”. Hér er
nánast sagt um sáttastarf að
ræða i deilum, sem enn eru
friðsamlegar eða hafa ekki
leitttilvopnaviðskipta. Þvi er
öryggisráðinu ekki gefiðneitt
vald samkvæmt þessum
kafla. Það getur t.d. ekki
samkvæmt honum mælt svo
fyrir, að Bretar skuli fara
burtu með herskipin úr fisk-
veiðilögsögunni.
Þrátt fyrir það, þótt
öryggisráðið sé valdalaust
samkvæmt þessum kafla og
geti aðeins mælt með vissum
aðgerðum eða aðferðum,
hafa fimmveldin óvéfengt og
óátalið haft að engu ákvæði
27. greinar um hjásetu deilu-
aðila í málum, sem falla
undir þennan kafla. Greini-
legasta dæmið um þetta er
Panamamálið, sem öryggis-
ráðið fjallaði um á siöastl.
vetri.
Panamamálið
Panama-málið er þannig
til komið, að 1903 var gerður
samningur milli Bandarikj-
anna og Panama, þar sem
Bandarikjunum var veittur
til eilifðar (perpetuity)
umráðaréttur á allstóru
landsvæði meðfram
Panamaskurðinum. Stjórn
Panama hefur á siðari
áratugum réttilega talið
þennan samning skerðingu á
sjálfstæði sinu og óskað eftir
nýjum samningi. Arið 1964
lýstu bæði rikin yfir þvi, að
þau vildu leysa þetta
ágreiningsmál með nýjum
samningum og hófust
viðræður samkvæmt þvi.
Þessum viðræðum var svo
langt komið 1967, að búið var
að ganga frá uppkasti að
þremur nýjum samningum,
sem áttu að leysa samning-
inn frá 1903 af hólmi. Þegar
til undirskriftar kom, taldi
Panama-stjórn þessi upp-
köst óaðgengileg og varð þvi
ekkert úr staðfestingu
þeirra. Jafnframt fór
Panama- stjórn fram á nýjar
viðræður og hófust þær 1971.
I þeim hefur enn ekki miðað
neitt i samkomulagsátt. Af
þeim ástæðum fengu Suður-
Amerikurikin það samþykkt
i öryggisráðinu 2. febrúar i
vetur, að það héldi sérstakan
fund i Panama og var
tilgangurinn með þvi, að
ræða þar sérstaklega þetta
deilumál Panama og Banda-
rikjanna. Bandarikin voru
mótfallin þessu fundarhaldi I
Panama, en gátu ekki að
gert, þvi að neitunarvaldið
gildir ekki, þegar um er að
ræða fundarsköp, eða
önnur formleg störf
ráðsins.
Bandarikin beittu
neitunarva Idinu
Eins og Suður-Ameriku-
rikin höfðu fyrirhugaö, varð
Panamamálið aðalmálið á
Panamafundi öryggis-
ráðsins. Atta riki báru fram
tillögu, þar sem lýst var
ánægju yfir þvi, að bæði
Bandarikin og Panama
höfðu lýst sig fús til viðræðna
um nýja samninga, sem
tryggðu til fulls yfirráð
Panama yfir landi sinu. 1
framhaldi af þvi skoraði
ráðið á bæði þessi riki aö
halda viðræðunum áfram i
anda vináttu, gagnkvæmrar
virðingar og samvinnu og
gera tafarlaust nýjan samn-
ing, sem leysti deilu þeirra.
Hér var ekki um fyrirmæli
ráðsins að ræða, heldur
tilmæli eða áskorun samkv.
36. grein VI. kafla.
Mál þetta heyrði eins
augljóslega undir VI. kafla
sáttmála Sameinuðu þjóð-
anna og verða má. Þar sem
Bandarikin voru annar
deiluaðilinn, hefðu þau átt
að sitja hjá, ef þau hefðu
talið að hjásetuákvæði 27.
greinar næði til þeirra. Þau
gerðu það ekki, heldur
greiddu atkvæði móti tillög-
unni, eitt allra rikja i
öryggisráðinu. Þessu var
ekki mótmælt, enda hefur sú
hefö skapazt, að fimmveldin
sitji ekki hjá i slikum deilu-
málum, sem snerta þau. Til-
lagan náði þvi ekki formlegu
samþykki, þótt 13 af 15
rikjunum i öryggisráðinu
greiddu henni atkvæði. Mót-
atkvæði sitt byggðu
Bandarikin á þvi, að blærinn
á tillögunni væri hliðhollari
Panama en Bandarikjunum.
Hver trúir þvi, að Bretar
myndu ekki nota sér þetta
fordæmi Bandarikjanna eða
önnur slik fordæmi, ef
samþykkja ætti tillögu, sem
þeir teldu óhliðholla sér, eins
og t.d. að þeir væru hvattir
til að kalla herskipin burtu,
ef þeir ætluðu ekki að gera
það á annað borð?
Formdeila
Morgunblaðið reynir, máli
sinu til stuðnings, að vitna i
ályktun, sem var samþykkt
á Panamafundinum, þar
sem þrjú af fimmveldunum
sátu hjá. Tillaga {iessi
fjallaði um viðleitni erlends
fjármálavalds til að beita
þvingunaraðgerðum. Til-
lagan beindist ekki gegn
neinu sérstöku riki eða fyrir-
tækjum. Hún snerti þannig
ekki neitt hjásetuákvæði 27.
greinar um deiluaðila.
Tillagan var mjög óljós og
óákvæðin, eins og oft er um
sambræðslutillögur á vett-
vangi S.Þ., en Suöur-
Amerikurikin töldu heldur
skárra fyrir sig, að hún yrði
samþykkt eftir að Panama-
tillagan var fallin. Stórveldin
þrjú, sem sátu hjá við at-
kvæðagreiðsluna, þ.e.
Frakkland, Bretland og
Bandarikin, töldu sig ekki
efnislega ósamþykk tillög-
unni, en hins vegar heyrðu
efnahagsmálin, sem hún
fjallaði um, frekar undir
Efnahagsráðið og Alls-
herjarþingið en öryggis-
ráðið. Hjáseta þeirra var
þannig byggð á formlegum -
astæðum, en ekki efnis-
legum. Að vissu leyti hefði
það verið eðlileg afstaða hjá
þeim, að láta fara fram at-
kvæðagreiðslu um, hvort til-
lagan ætti að koma til at-
kvæða, þar sem hún heyrði
ekki undir verksvið öryggis-
ráðsins. Mótatkvæöi þeirra
þriggja við slika atkvæða-
greiðslu, hefði þó ekki breytt
neinu, þar sem skýrt er tekið
fram i 2. málslið 27. greinar,
að við atkvæðagreiðslur um
formleg efni eins og fundar-
sköp gildi neitunarvaldið
ekki. Fimmveldin geta þvi
aldrei hindrað að mál sé
tekið fyrir eða tillaga látin
koma til atkvæða, ef meiri-
hluti er fyrir þvi.
Meðferð kærumáls
Annars skiptir hjásetu-
ákvæði 27. greinar um deilu-
aðila ekki máli i sambandi
við innrás Breta i fiskveiði-
lögsöguna. Ef Islendingar
taka málið upp á vettvangi
öryggisráðsins, þá hlýtur
það að gerast með þeim
hætti, að þeir kæri Breta
fyrir árás og krefjist þess, aö
þeir fari tafarlaust burtu
með herskipin úr fiskveiði-
lögsögunni. Slik krafa og
kæra fellur hiklaust undir 39.
grein sáttmála Sameinuðu
þjóðanna, en hún er fyrsta
greinin i VII. kafla, en hann
fjallar um „aðgeröir vegna
ófriðarhættu, friðrofa
eða árása.” Samkvæmt
þessari grein, ákveður
öryggisráðið i fyrsta lagi,
þegar kæra um árás hefur
borizt, hvort um árás sé að
ræða, og svo i öðru lagi i
framhaldi af þvi, hvaða
fyrirskipanirskuligefa, t.d. i
þessu tilfelli, hvort skipa eigi
brezku herskipunum aö fara
úr fiskveiðilögsögunni.
Framhald á bls. 19