Tíminn - 03.07.1973, Blaðsíða 19
Þriöjudagur 3. júli 1973.
TÍMINN
19
O Nato
' Varðandi öll mál, sem
falla undir VII. kafla, hafa
fimmveldin óumdeilanlega
neitunarvald. Þess vegna
hefur Oryggisráðið orðið
eins óstarfhæft og raun ber
vitni um.
Kæra eða ekki kæra?
Mbl. talar um, að tslend-
ingar eigi, ef til kemur, að
haga málatilbúnaði sinum
þannig, að málskot þeirra til
öryggisráðsins falli undir
VI.- kafla. Þetta væri þvi
aðeins mögulegt, að fallið
væri frá þvi að kæra Breta
fyrir árás og að ekki yrði
krafizt brottfarar herskip-
anna, heldur látið lita svo á,
að hér væri enn um friðsam-
lega deilu að ræða, likt og
Panamadeiluna, og þvi væri
athygli öryggisráðsins
aðeins vakin á málinu
samkv. 32. grein. Þrátt fyrir
þetta eru ekki minnstu lfkur
til, að Bretar beittu ekki
neitunarvaldinu, ef þeir
teldu þess þurfa, og er
skemmst að minnast á
framangreint fordæmi
Bandarikjanna i Panama-
málinu til leiðbeiningar um
það.
Telur -Mbl. það koma til
greina, að við sækjum málið
á vettvangi öryggisráðsins
öðruvisi en að hér sé um árás
að ræða? Telur Mbl. að við
eigum ekki að gera kröfu um
tafarlausa brottför herskip-
anna? Eigum við að snúa
okkur til öryggisráðsins
eingöngu i þeim tilgangi, að
það annist sáttagerð, en láti
sér innrás Breta i fiskveiði-
lögsöguna óviðkomandi?
úrslitin ráðast
heima
• Það þýðir ekki annað en að
lita raunsætt á þessi mál.
Vegna neitunarvalds Breta
er ekki hægt að vænta
jákvæðrar ályktunar
öryggisráðsins. En
það getur eigi að siður reynzt
mikilvægt frá áróðurs-
sjónarmiði að taka málið
upp þar. Þess vegna er
undirritaður þvi eindregið
fylgjandi, að það verði gert,
og hefur verið það frá
upphafi. Það myndi ekki
bæta neitt málstað Breta,
nema siður væri, að þeir
beittu neitunarvaldi, og það
er fróðlegt að fá það t.d.
upplýst hver sé raunveruleg
afstaða Bandarikjanna, þvi
að það myndi sjást við
málsmeðferðina þar. En hér
tapast ekki neitt, þótt kæra
dragist eitthvað á langinn.
Fyrst er að sjá, hvað Nato
getur og er rétt að veita þvi
hæfilegan tima til þess. En
þótt kært sé til Nato eða
öryggisráðsins, mega menn
ekki treysta á, að þessir
aðilar leysi málið. Málskot
til þessara aðila getur haft
mikla áróðursþýðingu. En
sigurinn i málinu vinnst fyrst
og fremst hér heima. Hann
veltur á úthaldi og þraut-
seigju íslendinga.
Þ.Þ.
Fann
5 kíló af
smd-
peningum
Klp-Reykjavik. Maður nokk-
ur kom um helgina i lög-
reglustöðina I Arbæ og hafði
meðferðis stóra dós, sem
hann sagðist hafa fundið við
húsið hjá sér.
í dósinni voru hvorki
meira né minna en fimm kíló
af smápeningum, sein lög-
regluþjónarnir Iögðu ekki i
að telja, heldur vigtuðu dós-
ina i heilu lagi. Þegar siðast
fréttist var ekki búið að finna
eigandann- og er dósin með
þessu ágæta innihaldi þvi
enn I fórum lögreglunnar.
© Brussel
Sveinsson, 1,99, Törring, D,
1,90, Savic, L, 1,90.
4x100 m boðhlaup:
Noregur 40,7, Belgia 41,3,
Holland 41,3, Danmörk 42,5,
Luxemburg 42,8, Island 43,6.
Siðari dagur:
400 m grindahlaup:
Nusse, H, 50,7, Grasbakken,
N, 52,3, Thorup, D, 53,5, Stefán
Hallgrimsson, ísl. 56,2. Less-
ire, Belgiu og Jopa Lúxem-
burg voru dæmdir úr leik.
800 m hlaup:
Mignon, B, 1:48,2, Svensen, N,
1:50,3, Kalke, D, 1:51,3, Pierr-
ard, L, 1:51,5, Július Hjörleifs-
son, Isl. 1:59,1.
3000 m hindrunarhlaup:
Voje, N, 8:39,8, Veld, H, 8:49,8,
Thijs, B, 8:50,4, Söltoft, D,
8:57,4 Halldór Guðbjörnsson,
Isl. 9:26,4, Krier, L, 11:03,6.
Spjótkast:
Wijns, B, 76,34, Grimne, N
74,88, Bradal, D , 65,80, Krier,
L, 59,58, Merode, H, 57,92, Eli-
as Sveinsso.n, ísl. 53,84.
200 m hlaup:
Brijdenbach, B, 21,2, Garshol,
N, 21,4, Brouwer, H, 21,5,
Bjarni Stefánsson, Isl. 21,9,
Martinelli, L, 22,2, Lyhne, D,
22,2.
5000 m hlaup:
A. Kvalheim, N, 14:08,2, Kærl-
in ;, D, 14:11,2, Pollenius, B,
14:14,2, Geutjens, H, 14:30,6,
Britz, L, 15:27,8, Agúst Ás-
geirsson. ísl. 15:27,8.
Stangarstökk:
Jacqmain, B, 4,70, Schrijnd-
ers, H, 4,60, Aarskog, N, 4,60,
Johansen, D, 4,60, Mores, L,
4,30, Guðmundur Jóhannes-
son, Isl. 4,00.
Þristökk:
Sedoc, H, 15,45, Wiborg, N,
15,08, Hoorn, H, B, 14,98, Frið-
rik Þór Óskarsson, ísl. 14,39,
Petersen, D, 14,22, Rippinger,
L, 13,62.
Kringlukast:
Lislerud, N, 58,14, Erlendur
Valdimarsson, Isl. 57,54,
Schröder, B, 56,64, Zitzen, H,
51,94, Hansen, D, 51,10, Kops,
L, 40,76.
4x400 m boðhlaup:
Holland 3:09,2, Noregur
3:10,1, Belgia 3:10,8, Danmörk
3:16,5, Luxemburg 3:20,0, ís-
land 3:26,2.
Lokastaðan:
1. Noregur 105 stig,
2. Belgia 90,
3. Holland 83,
4. Danmörk 64,5,
5. Island 42,
6. Luxemburg 32,5.
Ríó komið heim
ÓV-Reykjavik: Á laugardags-
kvöldið komu heim frá Banda-
rikjunum þrir fjórðu hlutar söng-
flokksins „Allt I gamni” það er að
segja Rió-trióið,en eins og menn
muna var nafni þess breytt I „Allt
i gamni”,þegar Gunnar Þórðar-
son slóst I hópinn sl. vetur. Létu
þeir vel af ferðinni og öllum við-
tökum og gátu þess, að þeir hefðu
alls staðar verið beðnir að koma
aftur.
Þeir fóru frá íslandi i april sið-
astliðnum og hafa leikið i háskól-
um og klúbbum i einum 12-15
fylkjum Bandarikjanna, svo og i
Islendingabyggðum i Kanada. Þá
hafa þeir og kynnt Island á við-
komustöðum sinum ytra, komið
fram i sjónvarpi og rætt landhelg
ismálið, herstöðvarmálið og
fleira. 1 stuttu viðtali, sem frétta-
maður Timans átti við þá Ágúst
Atlason, Helga Pétursson og Ólaf
Þórðarson á mánudag (Gunnar
Þórðarson er enn i Bandarikjun-
um og leitar þar dóttur sinni
lækninga, en kemur heim um
næstu helgi), kom fram iað þeir
hafa áhuga á annarri ferð en enn
sem komið er mun allt á huldu um
hana.
Ýtarlegt viðtal við þá félaga
birtist i blaðinu eftir næstu helgi.
450 TIL 480
FERÐAMENN
DAGLEGA
Afbragðsveður var i Eyjum
i gær, sól og blankalögn, sagði
Áki Haraldsson, starfsmaður
hjá Ferðamiðstöðinni i Vest-
mannaeyjum. Mikill fjöldi
ferðamanna kemur daglega út
i Eyjar og reiknaði Aki með að
fjöldinn væri milli 450 og 480
daglega.
Fólk þetta fer um eyjarnar i
hópferðabilum auk þess, sem
margir fá sér ferð með bátum
umhverfis Eyjarnar. Þykir
ferðamönnunum að vonum
mikið til þess koma er fyrir
augu ber.
Páll Zóphónisson, bæjar-
tæknifræðingur i Vestmanna-
eyjum, sagði i viðtali við
Timann, að nú væri lokið við
að hreinsa þá staði, I bænum,
sem aðgengilegastir væru.
Hefðu verið fluttir 400.000
rúmmetrar úr bænum og er
efnið notað i framlenginu flug
brautarinnar og til að jafna
svæði það i Vestur hrauninu,
sem nota á fyrir húsbygging-
ar i Eyjum i komandi framtið.
Framkvæmdir eru hafnar
við að koma rafstrengnum,
sem liggur út i Eyjar frá landi
i lag, en skipta verður um
kapal á 600 metra löngum
kafla. Búizt er við að viðgerð
verði loki um miðjan næsta
mánuð og ættu þá rafmagns-
mál Eyjaskeggja að komast i
lag til bráðabirgða. Þó er
fyrirsjáanlegt að. byggja
verður fleiri diselstöðvar i
Vestmannaeyjum ef fullnægja
á raforkuþörf Eyjanna til
frambúðar.
Vatnsveitumálin eru i
nokkrum ólestri, þar eð önnur
vatnsleiðsan, sem flutt hefur
vatn frá meginlandinu, er
ónýt. Er það sex tommu
leiðsla, en fjögurra tommu
leiðslan flytur nú vatn sem
áður. Gerð hefur verið bráða-
birgðaleiðsla frá landtakinu
og er reiknað með að gerð
varanlegrar leiðslu inn i bæinn
hefjist fljótlega. -gj-
0 Óskabörn
Þriðja Reykjavikurfélagið
vann einnig nú um helgina. Á
föstudagskvöldið léku Þróttarar
gegn Selfossi á Melavellinum.
Leiknum lauk með sigri Þróttar,
sem skoraði þrjú mörk gegn
engu. Það var Aðalsteinn
örnólfsson, sem skoraði tvö mörk
og er hann þar með orðinn
markahæstur i 2. deild hefur
skorað atta mörk. Gisli Guð-
mundsson skoraði þriðja mark
liðsins.
Völsungar unnu Hauka 1:0 á
Húsavik á laugardaginn og halda
þeir þvi fjórða sætinu i 2. deild
hafa hlotið sjö stig. Hermann
Jónasson skoraði mark Völsunga.
Reykjavikurfélagið Fylkir
hefur nú góða forustu i Suður-
landsriðlinum i 3. deild. Liðið
hefur unnið alla leiki sina til
þessa. A laugardaginn vann
Fylkir Njarðvik á grasvellinum I
Njarðvik 6:0. Mörkin skoruðu
þeir Baldur Rafnsson, þrjú, As-
geir Ólafsson, tvö og Jón Sigurðs-
son eitt. Sigurinn var sætur fyrir
Fylki, þvi að liðið tapaði fyrir
Njarðvik 7:6 1 bikarkeppninni.
Staðan er nú þessi I 2. deild:
Víkingur
Þróttur
Armann
Völsungur
FH
Haukar
Selfoss
Þróttur N
5 4 0 1 13-3 8
5 3 2 0 15-6 8
6 3 2 1 9-5 8
6 3 12 12-13 7
6 2 2 2 13-8 6
6 2 2 2 8-8 6
6 1 0 5 5-21 2
6015 8-19 1
0 Khöfn
1500 m hlaup: Andersen, N.,
4:21,8, Privrelova, T. 4:26,4
Lynch, Irl. 4:28, 0, Loa ólafsson,
D. 4:36,7, Ragnhildur Pálsdóttir,
Isl. 5:25,7.
4 x 100 m boðhlaup: Finnland
3:36,6, trland 3:37,4 (irskt met),
Tekkóslóvakia 3:42,6 >Danmörk
3:47,6, Noregur 3:52,7, ísland
4)01,4 (Isl. met).
Úrslit: Finnland 66 stig,
Tekkóslvóvakia 62, Noregur 45,
Danmörk 43, írland 40, Island 16.
Q Víðivangur
styrktarjárn hækkað um 95%
og styepustyrktarstál um 85%,
plötujárn um 95% og þakjárn
svipað. A þessu timabili hefur
fóðurbætir hækkað um 49% og
hveiti um 51% og kaffi um 40%
og svo mætti lengi telja áfram.
Þessar erlendu verðhækkanir
verður islenzka þjóðarbúið
auðvitað að viðurkenna og
taka á sig hvað, sem tautar og
þessar erlendu verðhækkanir
setja að sjálfsögðu mark sitt á
verðlagsþróunina innanlands
á svo til öilum sviðum við-
skipta- og atvinnulifs. Þeir,
sem vilja kenna rikisstjórn-
inni um þessar hækkanir hafa
vissulega til þess fullt frelsi,
en af slikum málflutningi hafa
þeir naumast nokkurn sóma
meðal manna með heilbirgða
dómgreind.
TK
Bifreiða-
viðgerðir
Fljótt og vel af hendi
leyst.
Reynið viðskiptin.
Bifreiðastillingin
Grensásvegi 11, simi
81330.
Fyrirliggjandi
og
væntanlegt
Nýjar birgðir
teknar
heim vikulega
Spónaplötur 8-25 mm
Plasthúðaðar spóna-
plötur 12-19 mm
Harðplast
Hörplötur 9-26 mm
Hampplötur 9-20 mm
Birki-Gabon 16-25 mm
Beyki-Gabonl6-22 mm
Krossviður:
Birki 3-6 mm, Beyki
3-6 mm, Fura 4-12 mm
Harötex með rakaheldu
lími 1/8' '4x9'
Harðviður:
Eik (japönsk, amerísk,
áströlsk), Beyki
(júgóslavneskt, danskt),
Teak, Afromosia, Iroko,
AAaghony, Palisander,
Oregon Pine, Gullálmur,
Ramin, Abakki, Amerísk
hnota, Birki 1 og 1/2"
til 3", Wenge
Spónn: Eik, Teak, Pine,
Oregon Pine, Fura,
Gullálmur, Álmur, Beyki,
Abakki, Askur, Afromosia,
Koto, Amerisk hnota,
AAaghony, Palisander,
Wenge
Verzlið þar sem
úrvalið er mest
og kjörin bezt
JÓN LOFTSSONHR
Hringbraut 121*0“ 10 600
Timinn er 40 síður)
alla laugardaga og
sunnudaga. —
Áskriftarsíminn er
1-23-23
VIÐ
SMÍDUM
HRINGANA
SÍMI S491Q
Fjölþættar veitingar. Vörur fyrir
ferðafólk i úrvali. Benzin og oliur.
— Þvottaplan.
Leggjum áherzlu á fljóta og góða
afgreiöslu i nýju og fallegu húsi.
Verið velkoniin.
VEITINGASKALINN BRÚ,
Hrútafirði.