Tíminn - 03.07.1973, Blaðsíða 8
8
TIMINN
Þriðjudagur 3. júli 1973.
FRIÐJÓN Guðrööarson, lög-
fræðingur, var Ihópi þeirra, sem
fóru á vegum Samtaka um vest-
ræna samvinnu til Brussel
dagana 19.-23. júnl til viðræðna
við Luns, aðalritara Atiantshafs-
bandalagsins, og fleiri forystu-
menn Nato. í tilefni af þeim
blaðaskrifum, sem orðið hafa um
þessa ferð sneri Timinn sér til
Friðjóns og innti hann frétta af-
ferðinni og álits á þeim
blaðaskrifum og gagnrýni sem
fram hefur komið á þátttakendur
i ferðinni. Viötaliö við Friðjón fer
hér á eftir:
— Þið sætið ámæli fyrir að hafa
farið þessa ferð vegna veru
brezkra herskipa innan
Islenzkrar fiskveiðilögsögu
meðan á dvöl ykkar i Brussel
stóð?
— Já, ég hef lesið það sem, m .a.
Þjóðviljinn hefur skrifað um
þessa ferð. Þessi skrif tek ég ekki
nærri mér, enda lit ég svo á, að
sannleiksást og siðferði blaða-
manna Þjóðviljans nálgist jafnan
núllpunktinn, þegar rætt er um
viðskipti Islands og Atlantshafs-
bandalagsins. Rétt er og að taka
fram. I uppphafi að ég fór þessa
ferð sem einstaklingur og þurfti
ekki undir neinn að sækja um
ákv. um þátttöku i ferðinni Það
lá fyrir, að fulltrúar stjórnarand-
stööunnar myndu veröa einir um
það að túlka málstað okkar i
landhelgismálinu á viðkvæmasta
tima, ef engir Framsóknarmenn
hefðu viliað slást meö I förina.
M.a. af þessari ástæöu töldum
viö þrir, sem erum flokksbundn.
Framsóknarmenn og fórum i
þessa ferð, rétt og skyít að láta
þetta tækifæri ekki ónotaö að
skýra stefnu rikisstjórnarinnar I
landhelgismálinu og til að leggja
áherzlu á kröfu hennar um að
brezk herskip veröi á brott úr
islenzkri fiskveiðilögsögu. Það vil
ég samt taka fram, að á
fundunum i Brussel varð alger
samstaða innan hópsins um mál-
flutning 1 landhelgismálinu.
Samtök um vestræna samvinnu
eru frjáls samtök einstaklinga.
Sem slik hafa þau eins og önnur
frjáls samtök leyfi til að tala við
hverja sem er. Hins vegar liggur
það fyrir að utanrikisráðherra,
sem fer með þessi mál i rikis-
stjórninni hefur hvatt öll samtök
og félög hér á landi, sem sam-
skipti hafa við félagssamtök i
öðrum löndum til að nota hvert
tækifæri sem gefst, til aö kynna
málstað Islands í landhelgis-
málinu. Fjöldamörg islenzk sam-
tök, félög og klúbbar hafa
brugöizt vel við þessu og hafa
áreiöanlega unnið landi og þjóð
mikiö gagn I landhelgismálinu
með kynningu á röksemdum
Islendinga i deilunni.
Eftir að íslenzka flkisstjórnin
hafði sett fram þá sjálfsögðu og
ákveðnu kröfu aö Atlantshafs-
bandalagið beitti áhrifum sfnum
til aö fá Breta til að verða á brott
með herskip sin úr islenzkri fisk-
veiðilögsögu, en litið hafði enn
komið út úr afskiptum Nato af
málinu, má segja, að það hafi
verið alger skylda hvers þess sem
er I I félagsskap, sem vill styðja
að vestrænni samvinnu að beita
öllum ráöum til aö fylgja þeirri
kröfu eftir og gera þeim, sem með
ráðin fara I Nato ljóst, hve alvar-
legum augum við lltum innrás og
yfirgang Breta á tslandsmiðum.
Þess vegna taldi ég meira en
sjálfsagt, aö við Framsóknar-
menn létum ekki okkar hlut eftir
liggja til að fylgja kröfu rikis-
stjórnarinnar eftir og stæðum að
þessu máli I samræmi við þær
áskoranir á einstaklinga og félög,
sem utanrikisráðherra hafði bor-
ið fram og nýttum þetta tækifæri
-eftir þvi sem kostur yröi til aö
gera sem bezta grein fyrir þvl,
hve alvarlegum augum Islend-
ingar lita innrás Breta.
— Telur þú aö þessi ferð hafi þá
orðið málstað tslands I land-
helgismálinu til gagns?
— Já, tvimælalaust. Þrátt fyrir
það, að utanrikisráðherrafundur
Nato hafi verið nýafstaöinn, tel
ég, að fulltrúum hinna ýmsu
sendinefnda I Brussel hafi verið
gefnar nýjar og Itarlegri upp-
lýsingar um landhelgismálið og
röksemdir Islendinga I deilunni,
enda oft vænlegra til árangurs að
geta túlkað mál I persónulegum
samtölum en með skriflegum
greinargerðum eða ræðuhöldum.
A einkafundi, sem við áttum með
Luns, aðalritara Nato, kom það
berlega I ljós og beinlfnis yfirlýst
af hans hálfu, að gremja i garð
Breta er almenn meðal aðildar-
rikja Nato og taldi hann, að við
ættum 12-13 bandamenn, er
styddu þá kröfu okkar að Bretar
hyrfu á brott með herskip sin úr
Islenzkri fiskveiðilögsögu. Mér
fannst augljóst, að Luns hafi
skilning á þvi hve alvarlegt málið
er. enda kvaðst hann skyldu gera
allt, sem i hans valdi stæði, til að
beita áhrifum sinum til að Bretar
yrðu á brott með herskipin.
Skýrði hann okkur frá þvi, að
hannhefði þá átt 7 formlega fundi
með fulltrúum brezku rikis-
stjórnarinnar, þar sem þessi mál
voru á dagskrá. Kvaðst hann
myndu halda þessari viðleitni
áfram og m.a. mun hann taka
málið upp við Heath, forsætis-
ráðherra Breta.
Almennt má segja, að Bretar
liggi undir ámæli og sé mikill
þrýstingur á þá frá Nato-þjóðum
að láta af athæfi sinu hér við
land, og kom fram i viðtölum við
marga áhrifamenn I Brussel, að
utanrikispólitik Breta i þessu
máli er þeim litt skiljanleg og án
allrar rökhyggju.
Menn verða hins vegar að gera
sér það ljóst, að Nato er þannig
upp byggt, að það, sem slikt getur
ekki með samþykkt þvingað eitt
aðildarrikið til að gera eöa gera
ekki eitthvað. Það var m.a. af
þeirri ástæðu, sem við töldum
okkur geta gerzt aðilar að Nato á
slnum tima. Og I þessu sambandi
er rétt að minna á, að Efnahags-
bandalag Evrópu er með öðrum
hætti og er unnt með samþykktun
að knýja aðildarriki gegn vilja
þess til ákveöinna aðgeröa eða
aðgerðarleysis, en það er einmitt
af þeirri ástæöu ekki sizt, sem viö
Islendingar teljum ekki koma til
greina að gerast aðilar að EBE.
Ef okkur, sem fórum þessa
ferð, er legið á hálsi fyrir tiltækið,
þá er það á algerum misskilningi
eða illgirni byggt. Þeir, sem taka
mark á þeim, sem á undan-
förnum árum hafa notað hvert
tækifæri sem gefizt hefur til að
sverta stefnu Framsóknarflokks-
ins I utanrikismálum, sem hefur
verið skýrt mörkuð og ákveðin og
er nú framfylgt af ráðherrum
Framsóknarflokksins i rikis-
stjórninni, ættu að hugsa sig um
tvisvar áður en þeir ráðast að ein-
staklingum, sem þora og vilja
leggja það á sig að túlka málstað
Islands á mikilvægustu stöðum. -
Útflutningur frá
Austur-Síberíu
Mikið er framleitt af papplr I Slberlu.
Búgarðurinn Maike I Austur-SIberlu rekur hreindýrarækt. úr hornum
hreindýranna er framleitt efnið Pantov, sem er notað I lyf. Mikil eftir-
spurn er eftir þvi bæði I Rússlandi og utan þess.
A Kyrrahafssvæði Sovétrikj-
anna hafa breytingar verið örar.
Þetta á einkum við iðnþróunina
eftir siðari heimsstyrjöld. A
þessu viðlenda landflæmi, sem er
meira um sig að flatarmáli en öll
lönd Vestur-Evrópu samanlagt,
vaxa gifurlega viðáttumiklir
skógar, krökkir af loðdýrum. I
iðrum jarðar finnast þarna svo til
öll hagnýt jarðefni, sem mönnum
er kunnugt um. Fundizt hefur
mikið magn af olíu, gasi, kolum,
litamálmum og góðmálmum.
Strandsærinri er auðugur af fiski
og öðru sjófangi.
Hraðvaxandi iðnaður þessa
svæðis hefur tileinkað sér nægi-
lega sérhæfingu til útflutnings,
enda hefur verið tekið tillit til al-
þjóðlegrar verkaskiptingar við
hagnýtingu náttúruauðlinda þess.
Þróun trjávöruiðnaðar er gott
dæmi'um þetta. Til viss tima var
framleiðsla timburs miðuð við
það eitt að fullnægja þörfum inn-
lends iðnaðar og bygginga. Siðan
hafa hagsmunir útflutningsins
ráðið æ meiru um framþróun
þessarar atvinnugreinar.
Árið 1968 var undirritað sam-
komulag við nokkur japönsk fyr-
irtæki um timbursölu til Japans,
og 1971 annað samkomulag um
sölu á niðursöguðum lauftrjábol-
um og spónum. Samkvæmt þess-
um samningum munu Japanir
leggja fram i lánsformi trjá-
vinnuvélar og annan útbúnað,
gegn þvi að skuldin verði siðan
greidd með hluta af framleiðsl-
unni.
Þannig spretta upp fyrirtæki,
sem miða framleiðslu sina fyrst
og fremst við útflutning. Fer þvi
hlutur hans sivaxandi I heildar-
framleiðslu trjávara og timbur-
iðnaðar, enda eru þetta höfuðút-
flutningsvörur Kyrrahafssvæðis-
ins og Austur-Siberiu. Timbur er
um 1/4 af útflutningsverðmæti frá
þessu víðáttumikla flæmi, og
papplr og sellulósi um 20%. Aðrar
mikilvægar útflutningsvörur eru
olia og oliuafurðir, litmálmar,
fiskur og aðrar sjávarafurðir. Út-
flutningur véia, tækjabúnaðar og
annarra fullunninna vara fer og
vaxandi með ári hverju, og námu
þessar vörur 10% af útflutningn-
um 1971.
Fastir liðið i útflutningnum eru
einnigkol, fitusteinn (talk), flúor-
berg (Flussspat), hráefni til bór-
vinnslu, lyfjagerðar o.s.frv. Nær
öll minkaskinn, sem Sovétrfkin
flytja út, koma frá Kyrrahafs-
ströndinni og Sakhalín —eyju.
Nálægð hins japanska markað-
ar ræður mestu um stefnumörkun
i útflutningsmálum svæðisins, en
vörur frá fyrirtækjum i þessum
landshluta eru þó þekktar i um 50
löndum I öllum heimsálfum.
Um 30 alrikissölusambönd fela
sumar útflutningspantanir slnar
meira en 300 fyrirtækjum á
Kyrrahafsströnd og I Austur-SI-
beriu. Mestur er útflutningsiðn-
aðurinn I Khabarovskhéraði og
Primorski héraði, á Irkútsk-
svæöinu og Sakhalin. Útflutnings-
iðnaði vex einnig fiskur um hrygg
I sjálfstjórnarlýðveldinu Búrja-
tiu, á Amúr-, Tsjitinsk- og Kamt-
sjatka-héruðum. Undanfarin
fimm ár hefur út flutningsfram-
leiðsla framangreindra héraða
aukizt um 250%. Horfur eru á aö
auka megi hana enn og gera hana
f jölbreyttari með hagnýtingu gas-
og kolanáma i Suður-Jakútiu,
gass og mós á Sakhalin og bætt-
um aðferðum við framleiðslu
spóna og nýtingu bórefna.
Þátttaka austurhéraðanna i
svokallaðri „strand- og landa-
mæraverzlun” hefur örvandi
áhrif á þróun framleiðni og út-
flutningsmöguleika þessa svæðis.
Það er skrifstofan „Daljin-
torg,” sem hefur umsjón með og
skipuleggur „strand- og landa-
mæraverzlun.” Velta þessarar
skrifstofu mun nú nema um 10
milljónum gjaldeyrisrúblna.
Mörg alrikisverzlunarsambönd
hafa komið sér upp útibúum og
föstum skrifstofum I austurhér-
uðunum til að hafa sem bezta
stjórn á útflutningi þeirra vara,
sem þar eru framleiddar.
Þannig hefur Exportles skrif-
stofur I Kahabarovsk og Suður-
Sakhalinsk til umsjónar með
timburútflutningi. Prodintorg
(matvælav.) hefur skrifstofu i
Vladivostok og útibú frá henni i
Nakhodka. Þá hefur fyrirtækin
Sojúznéftéexport (oliuútflutning-
ur) og Raznoexport (ýmis út-
flutningur) komið sér upp fasta-
skrifstofum I Nakhodka. Medex-
port (lækninga- og lyfjavörur)
hefur sett upp útibú i Vladivostok,
og tekur það á móti og sér um
fullvinnslu á lyfjum og áþekkum
vörutegundum frá Tibet.
G. Vaganov (Úr „Vnésnaja
Torgovlja” nr. 9 1972)
APN.
Land Rover — diesel
árgerð 73 til sölu. Toppgrind og útvarp.
Upplsingar i sima 3-41-55 og 3-39-60 eftir
kl. 7.
Jörð til sölu
Til sölu er jörðin Hólar i öxnadal, Eyja-
fjarðarsýslu. Vélar og bústofn geta fylgt.
Eignaskipti koma til greina.
Upplýsingar gefur Þórður Kárason, Hól-
um, simi um Bægisá.