Tíminn - 31.07.1973, Síða 4
4
TÍMÍNN
Þriðjudagur 31. júli 1973.
Milljóna-bikini
Þið haldið kannski, að þessi
stúlka sé klædd i venjulegu
bikini, en þvi fer fjarri. Verð-
mætið er hvorki meira né minna
en hundrað þúsund Ástraliu-
&
&
&
Haugar af gömlum bíldekkjum hverfa
Það má eðlilegt teljast, að
gömlum hjólbörðum fjölgi i
réttu hlutfalli við stöðuga aukn-
ingu bifreiöa i heiminum. Þetta
veldurmiklum vandræðum viða
erlendis, þvi þar sem miklir
hjólbarðahaugar eru, er yfir-
leitt mikið af rottum, þvi þær
finna sér bústaði inn milli
dekkjanna. Þaö er heldur ekki
svo auðvelt að brenna gúmmi-
dekk, þvi við það myndast mikil
megnun. Hvað er þá til ráða?
Jú, i Þýzkalandi hafa gúmmi-
framleiðendur tekið upp á þvi,
að taka gamla hjólbaröa og
breyta gúmmiinu, sem i þeim er
aftur i hráefni, sem hægt er að
framleiða úr gúmmivörur á
nýjan leik. Til skamms tima var
gúmmiið, sem fékkst úr
gömlum hjólbörðum einungis
notaö i gúmmimottur en nú er
svo komið, að framleiðendur
eru farnir aö gera nýja hjól-
barða úr þeim gömlu. Þá ætti að
vera hægt að aka bilunum
sinum á sömu hjólbörðunum i
það óendanlega, ekki kannski i
þess orös fyllstu merkingu, en
svo.na hér um bil.
dalir. Stúlkan var fengin til þess
að sýna bikini-baðfötin, sem
eru skreytt dýrindis opölum.
Hún gekk þannig til fara um
götur Sydney-borgar i Astraliu,
og þar sem hér var um
milljónaverðmæti að ræða þótti
rétt að með henni væru að
minnsta kosti tveir varðmenn,
og þeir koma hér i humátt á
eftir henni. Þótt eflaust sé
skemmtilegt að gæta svona
fallegrar stúlku, eru mennirnir
alvarlegir á svip, þvi heiður
þeirra er i. veði fyrir að allt
gangi vel, og stúlkan verði ekki
svipt bikinifötunum sinum
Hjúkrunarskortur
f Frakklandi
Mikill hjúkrunarkvennaskortur
er i Frakklandi, og vantar þar
hjúkrunarfólk bæði til þess að
annast veikt fólk i heimahúsum
og á sjúkrahúsum. Franska
stjórnin hefur ákveðið, að reyna
nú að gera eitthvað, sem dregið
getur úr þessum mikla
hjúkrunarfólksskorti. ■ Frá og
með næsta hausti verður hverju
einasta sjúkrahúsi með 250
sjúkrarúm og þar yfir gert skylt
að starfrækja hjúkrunarskóla
með að minnsta kosti 40-b0
hjúkrunarnemum. Heilbrigðis-
ráðuneytið i Frakklandi hefur á
skrá hjá sér 32 sjúkrahús, sem
starfrækja hjúkrunarskóla, en
það sjúkrahús, sem slælegast
hefur gengið-fram i þvi að þjálfa
hjúkrunarfólk er Héraðssjúkra-
húsið i Nissa. Þar eru 1699
sjúkrarúm, en engin hjúkrunar-
kennsla. í Paris er ástandið
mun betra, þvi að þar eru
hjúkrunarnemarnir einn á móti
hverjum fjórum sjúkrarúmum.
Samtals hafa nú borizt 4300 um-
sóknir um hjúkrunarnámið, og
vilja allir þessir umsækjendur
hefja nám i haust. Allt verður
gert til þess að þjálfa á sem
skemmstum tima sem flest nýtt
hjúkrunarfólk, og er ákveðið að
fjölga hjúkrunarskólum i Paris
auk þess sem skólar verða
settir á fót við fjölmörg
sjúkrahús viða um landið, eins
og fyrr segir. Þá hefur heil-
brigðisráðuneytið ákveðið að
kanna, hvort ekki verði hægt að
fá lærðar hjúkrunarkonur, sem
hafa hætt hjúkrun og gæta nú
bús og barna, til þess að koma
aftur til vinnu hálfan daginn, ef
þeim verður séð fyrir barna-
gæzlu. Má af þessu greinilega
sjá, að hjúkrunarskortur er
viðar en hér á landi, og allt kapp
lagt á að fá bæði nýtt fólk til
hjúkrunar og eins það, sem
hætt er af einhverjum ástæðum,
til þess að taka til við hjúkrun á
nýjan leik
I !'l|"
— Hérrar minir. Gætuð þið ekki
hætt að fyrirgefa hvor öðrum
nógu lengi til að gefa skýrslu?
— Ég sé að það er einn
ráðherrann enn að segja af sér.
DENNI
DÆMALAUSI
Þú ert tæpast nógu gömul til
þ'ess aö passa Denna á kvöldin.
— Og það verður hún heldur
aldrei.