Tíminn - 31.07.1973, Síða 5

Tíminn - 31.07.1973, Síða 5
Þriðjudagur 31. júli 1973. TÍMINN 5 Sjónvarpið byrjar aftur Miðvikudagur 1. ágúst 1973 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Þotufóikið. Stjáni gerist glæpon. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Nýjasta tækni og visindi. Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.25 Mar.na veiðar, Nýr brezkur framhaldsmynda- flokkur um andspyrnu- hreyfinguna gegn Þjóðverj- um i heimsstyrjöldinni sið- ari. Myndirnar gerast að miklu leyti i Frakklandi og persónurnar eru bæði Frakkar og Englendingar. 1. þáttur. Ekki spurt að leiksiokum. Þýðandi Krist- mann Eiösson. 22.15 Form og tóm. Annar þáttur hollenzks mynda- flokks um nútimalist. Hér er fjallað um byggingarlist nú- timans og áhrif mismun- andi forma og stiltegunda. Þýðandi og þulur Jón O. Ed- wald. 22.30 Dagskrárlok. Mannaveiðar Föstudagur 3. ágúst 1973 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Karlar i krapinu. Fyrir- sát. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.25 Að utan. Umræðuþáttur um erlend málefni. Umræð- um stýrir Jón Hákon Magnússon. 22.05 „Fjögra laufa smárinn”. Trompetleikarinn Clark Terry leikur ásamt sin- fóniuhljómsveit sænska út- varpsins og tveimur popp- hljómsveitum. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 22.45 Dagskrárlok Laugardagur 4. ágúst 1973 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Brellin blaðakona. Brezkur gamanmynda- flokkur. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.50 Hér er gott að una.Þriðji og siðasti þáttur mynda- flokksins um borgir og bæi i Evrópu og kosti þá og galla, sem borgarlifinu fylgja. Þýðandi Þórhallur Gutt- ormsson. Þulur Silja Aðal- steinsdóttir (Nordvision — Danska sjónvarpið) 21.20 Lifsins beiskjubikar. (Les Mauvais coups). Frönsk biómynd frá árinu 1960, byggð á sögu eftir Roger Vailland. Leikstjóri Francois Leterrier. Aðal- hlutverk Simone Signoret, Reginald D. Kernan og Alexandra Stewart. Þýð- andi Óskar Ingimarsson. Aðalpersóna myndarinnar er miðaldra kappaksturs- maður, sem dregið hefur sig i hlé og býr með konu sinni úti i sveit. Þau umgangast fáa, og konan hneigist mjög til drykkjuskapar. 1 sveit- inni kynnast þau ungri kennslukonu, sem hefur mikil áhrif á lif þeirra. 23.05 Dagskrárlok Ileilbrigðis- og tryggingamálaráöuneytið, 30. júli 1973. LAUST EMBÆTTI er forseti íslands veitir Iléraðslæknisembættið i Hofsóshéraði er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst 1973. Embættið veitist frá 15. september 1973. Frá Verzlunarskóla íslands Vegna húsnæðisskorts verður að fella nið- ur námskeið i hagnýtum verzlunar- og skrifstofugreinum fyrir gagnfræðinga, sem Verzlunarskóli Islands hefur starf- rækt undanfarin ár. Þetta er hér með til- kynnt öllum, sem hug höfðu á þátttöku. Skólastjóri. AUGLÝSING um kjörskrá til kosningar í safnráð Listasafns íslands Samkvæmt lögum nr. 15/1969, um Lista- safn íslands, skulu islenzkir myndlistar- menn ,,kjósa úr sinum hópi þrjá menn i safnráð til fjögurra ára i senn, tvo listmál- ara og einn myndhöggvara. Varamenn skulu þeir vera, sem flest hljóta atkvæði næst hinum kjörnu safnráðsmönnum, tveir listmálarar og einn myndhöggvari.” Á kjörskrá ,,skulu vera þeir myndlistar- menn, sem voru á kjörskrá við kosningu i Félagi islenzkra myndlistarmanna og Myndlistarfélaginu 1. janúar 1965, en eigi voru á kjörskrá 1961. Enn fremur skal jafnan bæta á kjörskrána þeim islenzkum myndlistarmönnum, sem tvö af eftir- töldum atriðum eiga við um: 1. að hafa átt verk á opinberri listsýningu, innanlands eða utan, sem islenzka rikið beitir sér fyrir eða styður, 2. að hafa a.m.k. einu sinni hlotið lista- mannalaun af fé þvi, sem Alþingi veitir árlega til listamanna og úthlutað er af sér- stakri nefnd, er Alþingi kýs, og 3. að verk hafi verið keypt eftir hann til Listasafns islands, eftir að lög nr. 53/1961 um Listasafnið tóku gildi.” Skrá um það, er kjörgengi og kosningarétt hafa til safnráðs, liggur frami i Listasafni íslands, við Suðurgötu, dagl. kl. 13.30-16, 1. ágúst til 31. ágúst 1973. Kærur út af kjörskránni skulu komnar til forstöðumanns Listasafns islands fyrir ágústlok 1973. Kjörstjórn. Hagstæd bókakaup A undanförnum árum hefur Sögusafn Heimilanna gefið út gamlar skemmtisögur, sem notið hafa mikilla vinsælda hjá almenningi. Bókum þessum hefur verið mjög vel tekið og eru margar þeirra að verða uppseldar. Nú hefur útgáfan ákveðið að gera þeim tilboð, sem vildu eignast allar bækurnar ellefu að tölu. Tilboðið hljóðar upp á i kr. 5.000.00 og eru þeir, sem vildu sinna þessu beðnir að senda nafn og heimilisfang ásamt kr. 5.000.00 til Söfusafns Heimilanna, Póst- hólf 1214, Reykjavik, og fá þeir þá sendar bækurnar um hæl. 1 kaup- bæti fá þeir að velja sér aðra þeirra tveggja bóka, sem koma út i bókaflokknum i haust. Eftirtaldar bækur eru komnar út i bókaflokknum Sigildar skemmtisögur: 1. Kapitóla eftir E.D.E.N. Southworth. 2. Systir Angela eftir Georgie Sheldon. 3. Astin sigrar eftir Marie Sophie Schwartz. 4. Heiðarprinsessan cftir E. Marlitt. 5. Aðalheiður eftir C. Davies. 6. Vinnan göfgar manninn eftir Marie Sophie Schwartz. 7. Af öllu hjarta eftir Charles Garvice. 8. Gull-Elsa eftir E. Marlitt. 9. Golde Fells leyndarmáliö eftir Charlotte M. Braeme. 10. öriög ráða eftir II. St. J. Cooper. 11. Kroppinbakur eftir Paul Féval. Og væntanlegar eru á þessu ári: 12. Kynleg gifting eftir Agnes M. Fleming. 13. Arabahöfðinginn eftir E.M Hull. Bækurnar eru allar innbundnar I vandað band Þetta hagstæða tilboð stendur aðeins skamman tima, þviaö margar af bókunum eru senn á þrotum. Útfyllið eftirfarandi pöntúnarseðil og sendið útgáfunni: Nafn___________________________________________ Heimilisfang___________________________________ óskar eftir að fá sendan bókaflokkinn Sigildar skemmtisögur, ellefu bækur frá Sögusafni Heimilanna og fylgir hér með kr. 5.000.00 i ábyrgðarbréfi. 1 kaupbæti óska ég eftir að mér verði send strax og útkemurDKynleg giftingD Arabahöfðinginn. (SetjiðXireitinn fyrir framan þá bók, sem þér óskið eftir). Sögusafn heimilanna Pósthólf 1214 — Reykjavik

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.