Tíminn - 31.07.1973, Qupperneq 11

Tíminn - 31.07.1973, Qupperneq 11
Þriðjudagur 31. júli 1973. TÍMINN 11 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur ^Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. AskriftagjaJd 300 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 18 kr. eintakiö. Blaðaprent h.f - j * „Þjóðareining" Mbl. Hinar „frjálsu umræður” um landhelgis- málið, sem fram fara i Mbl. til að koma i veg fyrir að „þjóðareiningin beinist ekki gegn skoðanafrelsinu”, eins og blaðið orðar það, virðást þvi marki brenndar að taka upp öll hugsanleg rök, sem mæla gegn stefnu og hagsmunum Islendinga i landhelgisdeilunni við Breta eins og hún stendur nú. Það er nefni- lega engu likara en siðasta Reykjavikurbréf Mbl. sé skrifað af Breta og fyrir Breta. Þá virðist höfundur Reykjavikurbréfsins alls ekki hafa fylgzt með i landhelgismálinu á undanförnum vikum. Þannig krefst bréfritar- inn þess t.d. að forsætisráðherra geri grein fyr- ir þvi, hvort það sé stefna rikisstjórnarinnar eftir að Bretar réðust með herskipum inn i landhelgina ,,að mæta ofbeldi Breta með skæruhernaði og neita samningum” — eða hvort sú stefna er bara stefna Lúðviks Jósefs- sonar! Rikisstjórnin lýsti þvi yfir, þegar brezk her- skip réðust inn i islenzka fiskveiðilögsögu til að vernda þar lögbrjóta að verki, að hún myndi ekki vera til viðtals við brezku rikisstjórnina um bráðabirgðasamkomulag fyrr en þeir hefðu kvatt á brott herskip sin úr fiskveiðilög- sögunni. Hins vegar hefur forsætisráðherra lýst þvi yfir, að rikisstjórnin væri fús að hefja samningaviðræður við Breta að nýju, ef þeir kölluðu herskipin á brott en íslendingar myndu áfram reyna að verja lögsögu sina með öllum tiltækum ráðum. Ekki er vitað annað en þessi afstaða rikis- stjórnarinnar hafi notið stuðnings stjórnarand- stöðuflokkanna og vist er um það, að reynslan hefur sýnt, að á bak við þessa afstöðu hefur þjóðin fylkt sér. Ályktun, sem Alþýðuflokkur- inn gerði, gaf ekki annað i skyn, og ályktun, sem þingflokkur Sjálfstæðisflokksins gerði til þess m.a. að ógilda yfirlýsingu Geirs Hall- grimssonar i Everton málinu, virtist styðja þessa afstöðu rikisstjórnarinnar. Reykjavikurbréf Mbl. er þvi vægast sagt dálitið skrýtið innlegg i „þjóðareininguna”. Mbl. segir i fyrsta lagi, að þeir, sem hagnist á útfærslu islenzku fiskveiðilögsögunnar eftir herskipaárás Breta, séu brezkir sjómenn og útgerðarmenn. í öðru lagi segir Mbl. að ,,ef íslendingar hefðu á hinn bóginn kosið að fara samninga- leiðina” hefðum við nú virk yfirráð yfir fisk- veiðilögsögunni og gerir blaðið þvi fyllilega skóna, að það sé ekki nokkur vandi fyrir Is- lendinga að semja við Breta um eitthvað, sem sé miklu hagstæðara íslendingum en núver- andi ástand. Þess vegna er spurt: Vill Mbl. að við bognum fyrir herskipaofbeldinu og göngum til samn- inga við þá á grundvelli samningsboða þeirra og föllum frá kröfunni um, að Bretar verði á brott með herskipin, áður en samningaviðræð- ur hefjast? Er það stefna Sjálfstæðisflokksins? í þágu hverra er Mbl. gefið út um þessar mundir? — TK. The Economist: Byltingin í Afganistan veldur breyttri afstöðu Horfur eru taldar á aukinni sundrungu í Pakistan og íranskeisari og fleiri kvíða auknum áhrifum Rússa í nágrenninu MOHAMMED Daud prins, hershöfðinginn, sem völdin tók i Kabul um daginn, getur hrósað sér af þvi, að hann hafi slegið þrjár flugur i einu höggi. Hann hefir kollvarpað konungsveldinu, hann hefir ef til vill efnt til borgarastyrjald- ar, sem hinir máttugu ná- grannar Afgana kynnu að hlutast til um, og hann hefir bætt aðstöðu Rússa töluvert i nágrenninu. Hershöfðinginn er ekkert aðskotadýra, heldur eru örlög hans nátengd konungsættinni, sem hann hefir steypt af stóíi, enda sjálfur nákominn henni. Hann var forsætisráðherra i Afganistan i tiu ár, eða frá 1953 til 1963, og geröist þá raunverulegur stjórnandi rik- isins. 1 utanrikisstefnu sinni virti hann hagsmuni Rússa það mikið, að sumum ná- grannanna þótti nóg um, eink- um þó Pakistönum. Hann leit- aðist við að gera norð-vestur hluta Pakistan að sjálfstæðu riki i skjóli Afganistan, og Rússar studdu hann i þeirri viðleitni. SENNILEGT er, aö Mohammed Daud gerist for- seti hins nýja lýðveldis. Hann hefir ekki látiö svo litið að skýra frá þvi, hvað verði um konunginn, Zahir, Shah frænda hans, en hann var i leirböðum á eynni Ischia und- an Napóli þegar bylting var gerð. Þeim frændum er ekki sérlega veltilvina, enda knúði konungurinn Daud prins til að segja af sér sem forsætisráð- herra árið 1963, og kom siðan I veg fyrir að hann tæki við völdum aftur með þvi að setja nýja stjórnarskrá, sem bannaði mönnum af konungs- ættinni aö gegna ráðherra- embætti. Ferill prinsins bendir ekki til að treysta megi þvi loforöi hans, að „raunverulegt lýö- ræði” eigi nú að leysa af hólmi það „gervilýðræði”, sem rikt hafi undangenginn áratug. Þegar hann var forsætisráð- herra þótti hann ófyrirleitinn og einráður, og nú verður hann aö tryggja sér fylgi Pathan-ættflokksins, sem er ákaflega fhaldssamur. SAGT var frá þvi um dag- inn, aö nokkrir menn úr Pathan-ættflokknum hefðu orðið við kröfum trúarleiðtoga og gripið til vopna til að verja konunginn. Daud prins kann að njótá meiri vinsælda meðal stúdenta og verkamanna i borgum, sem hafa aö undan- förnu farið i kröfugöngur gegn hinum „spilltu og vanmáttugu stofnunum” rikisins. En prinsinn verður þó umfram allt að tryggja sér fylgi hers- ins áfram. Prinsinn fullyrðir, að valda- taka hersins hafi farið fram án blóðsúthellinga, og hafi verið viðurkennd um allt land. Hlaupafregnir hermdu þó, að Abdul Ali Shah yfirhershöfð- ingi, tengdasonur konungs, Abdul Wali prins, yfirmaður varðliðsins i Kabul, yfirhers- höfðingi flughersins og tugir annarra foringja hafi veriö drepnir. Einnig eru uppi nokkrar efasemdir um holl- ustu þeirra hersveita, sem’fjær eru höfuðborginni. Ein frétt hermdi, aö Daud prins hefði hlotið stuðning i Kabul vegna þess, aö Abdul Wali prins hafi reitt þá til reiði með þvi að t Afganistan. hækka einungis vini sipa i tign. ENGAR öruggar fregnir bárust strax eftir valdatökuna um örlög Musa Shafiq for- sætisráðherra, sem konungur hafði skipað i embætti i desember I vetur. Flugu- fregnir hermdu, að hann og aörir ráðherrar sætu i fang- elsi. Shafiq lauk námi i Bandarikjunum og haföi verið að reyna að koma á ýmsum framförum i félags- og efna- hagsmálum, og einnig að fá þingið, sem skipað var ættar- höfðingjum, til þess að heimila stofnun stjórn- málaflokka. einn mesti sigur forsætisráðherrans var sam- komulag við Iran um lausn fornar deilu um skiptingu vatnsins úr ánni Helmand. Daud prin hafði veriö eindreg- inn andstæðingur þessa sam- komulags. Daud prins hélt útvarps- ræðu eftir valdatökuna og lýsti þar yfir, aö Afganistan yrði áfram hlutlaust og sæktist eftir vináttu allra þjóða. Hann hafði þó það orð á sér meðan hapn var forsætisráðherra, að hann væri mjög hlynntur Rússum og fékk mikla efna- hagsaðstoð frá Sovétrikjun- um. Her Afganistan notar rússnesk hergögn og Rússar urðu fyrsti allra til að viður- kenna hina nýju rikis- stjórn. Pakistanir og Iranir munu ekki líta hana jafn hýru auga. DAUD prins hefir þegar vakið aö nýju orðasveim um stuðning Afgana við þá hug- mynd, að stofna nýtt riki með nafninu Pakhtunistan. Arið 1961 slitu Afganir og Pakist- anar stjórnmálasambandi vegna stuðnings Daud prins við hópa skilnaðarmanna meðal Pathana i norðvestur héraði Pakistan. Afganir hættu stuðningi við stofnun Pakhtunistan eftir að Daud prins lét af embætti sem for- sætisráðherra fyrir tiu árum. Fara mun um þá Bhutto for- seta Pakistan og Iranskeisara ef Afganir fara að reyna að ýta undir sjálfstæðishug- myndir Pathana. Það var einmitt þessi uggur, sem ýtti undir Iranskeisara að heita Bhutto forseta hernaðar- legum stuðningi, ef frekari til- raunir yrðu gerðar til þess að rjúfa einingu Pakistan. Keis- arinn hefir illan grun á, að Rússar hafi i hyggju að auka áhrif sin umhverfis Iran. Þessi grunur keisarans má heita staðfestur, ef i ljós kemur, að Daud prins hyggist efna til náinnar samvinnu Af- gana og Rússa og ýta undir skilnaðarkröfur Pathana frá Pakistan. IRANSKEISARI hafði ætlað sér að ræöa við Nixon forseta, hvernig unnt væri að notfæra sér samvinnu írana og Pakist- ana til þess að bæta sambúð Pakistana og Indverja. Keis- arinn hefir látið i veðri vaka, að Indverjar verði að reikna með hernaðarmætti Irans i hugsanlegri styrjöld á Ind- landsskaga, en að undanförnu hefir hann gert sér sérstakt farum að bæta sambúðina við valdhafana i Delhi. Bylting Daud prins i Afganistan eykur likurnar á aðstoð af hálfu Ind- verja og Rússa ef Afganir gera tilraun til aö hnekkja Pakistan. Þetta hlýtur að breyta afstöðu Iranskeisara. Keisaranum var áöur mest i mun aö vekja athygli Nixons forseta á aukinni hernaðar- hættu viö Persaflóa. Leynisamtök Araba og tranir auka umsvif sin við flóann, en keisarinn hefir áhyggjur af fleira. Hann er farinn að hallast að þeirri skoðun Feisals konungs í Saudi Arabiu, að ný átök milli Israelsmanna og Araba leiði til upplausnar við Persaflóa. Hann telur ekki unnt að koma i veg fyrir þetta þvi aöeins, að Bandaríkjamenn beiti öllum tiltækum ráöum til þess að fá tsraelsmenn til þess að slaka til fyrir Aröbum. Keisarinn hefir til skamms tima gert ráð fyrir, að hann hefði með herafla sinum i fullu tré við hverja þá byltingar- stjórn, sem reyndi að ná völd- um i einhverju smárikjanna við Persaflóa. Nú er honum hins vegar orðið ljóst, að hendur hans voru bundnar ef slik bylting væri afleiðing fjöldaofbeldis sem ný styrjöld milli Araba og Israelsmanna ylli. Hann heldur einnig, að Arabar muni fremur reyna að ná settu marki meö þvi að svifta vestræn riki oliu frá Persaflóa en að bjóöa Israels- mönnum birginn á orrustu- velli. Ef keisarinn gripi i taumana þegar þannig stæði á yrði hann umsvifalaust talinn handbendi Israelsmanna og Bandarikjamanna. Það yrði honum næsta óljúft.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.