Tíminn - 31.07.1973, Síða 12

Tíminn - 31.07.1973, Síða 12
12 TÍMINN Þriftjudagur 31. júli 1973. Brúðhjón mánaöarins, llclga Oliversdóttir og Pálmi Pálmason frá Akranesi. dóttir, sem auk þess aö vera hús- móðir starfar hálfan daginn i lyfjabúðinni á Akranesi. Pálmi er sonur Pálma Sveinssonar, harð- fiskverkanda á Akranesi og konu hans, Matthildar Arnadóttur. Einhvern tima komust Pálmi og Helga að þvi, að ættir þeirra liggja saman, ekki svo ýkja langt aftur, þvi bæði eru þau af svo- nefndri Arnardalsætt, en sú ætt mun vera komin frá Vestfjörðum. Pálmi fræddi okkur um það, að stór hluti Akurnesinga væri ætt- aður af Vestfjörðum, og væri þvi ekki óliklegt að unnt væri með góðum vilja að tengja saman ætt- ir flestra Skagamanna. Hins veg- ar er skyldleiki þeirra Helgu svo litill, að þau eru ekki einu sinni viss um hversu langt er i sameig- inlegan forföður eöa formóður. Þannig var þaö af og frá að ættar- tengslin yrðu þeim nokkur hjú- skapartálmi, enda ekki við þvi að búast i landi þar sem systkina- börn geta fengið vigslu án at- hugasemda. Hafa þekkzt í fimm ár — Hvernig bar fundum ykkar fyrst saman? — Það er nú dálitið erfitt að til- greina þaö nákvæmlega, þvi eins og að liTcum lætur sáumst við oft sem börn. A Akranesi, eins og i flestum byggðarlögum hér á landi utan Reykjavikur, þekkja allir alla, i'sjón að minnsta kosti. Raunverulegur kunningsskapur tókst með okkur fyrir um það bil fimm árum siðan , segir Helga. Ég held að við höfum fyrst talazt við i samkvæmi hjá kunningja- fólki okkar á þeim tima og siöan hafa þau kynni þróazt upp i hjónaband og stofnun heimilis. — Þið hafið varla verið mjög gömul á þeim tima. Hversu göm- ul eruð þið? — 1 ljós kemur að hún er 19 ára og hann er 21 árs. EIGA ÍBÚÐ OG ERU MEÐ AÐRA í BÍGERD Það er vissulega tilhlökkunarefni, að eiga von á þvi að fá að snæða þaö sem kemur úr þessu vöfflujárni, enda ber svipurinn á Helgu og Pálma greinilegan vott um það. Tímamyndir Gunnar Eins og skýrt hefur verið frá í Timanum áður hafa verið dregin út brúðhjón júnímánaðar. Upp kom hlutur ungra hjóna ofan af Akranesi, Helgu Olivers- dóttur og Pálma Pálma- sonar. Þau komu til Reykjavíkur í vikunni, af þessu tilefni, og ræddu þá við blaðamann Tímans, auk þess sem þau gerðu sér ferðaustur í bætil að verzla fyrir 25.000 króna verðlaun- in, sem þeim féllu í hlut. Borin og bamfædd á Akranesi Sem fyrr segir eru hjónin búsett á Skaganum og hafareyndarbæöi búiö þar alla sina tið, nema hvaö brúðguminn bjó i Reykjavik fyrstu tvö ár ævi sinnar. Foreldr- ar Helgu eru Oliver Kristófers- son, sem nú vinnur á Akraborg- inni, og kona hans Ingibjörg Jóns- — Eigið þið barn? — Jú, son eiga þau og litli snáð- inn er tveggja og hálfs árs gam- all. Eiga íbúð, eru með aðra í bígerð — Hvernig hefur ykkur gengið að fá húsnæði? — Við keyptum okkur fimm herbergja ibúð fyrir tveimur ár- um, segirPálmi. Við höfðum bæði unnið mikið og safnað nokkurri upphæð, þannig að þegar okkur bauðst þessi ibúð á tiltölulega hagstæðu verði, létum við slag standa og festum okkur hana. Auðvitaö neyddumst við til aö taka lán til að geta greitt kaup- verðið og höfum siöan unnið eins og tækifæri hafa gefizt til, til þess að standa undir kostnaðinum. — Við hvað vinnið þið? — I ljós kemur aö Pálmi er vörubifreiðarstjóri að atvinnu, en Helga hefur verið simadama á sjúkrahúsinu á Akranesi. Vinnu- dagurinn hefur verið langur hjá Pálma, enda atvinna á Akranesi — viðtal við brúðhjón mónaðarins

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.