Tíminn - 31.07.1973, Side 19
Þriðjudagur 31. júli 1973.
TÍMINN
19
Valsmenn eins og börn
í höndum Keflvíkinga
í fyrri hálfleik
i leiöinlegu rigningar-
veðri á laugardaginn
tryggöu Keflvíkingar sér —
svo gott sem -+ Islands-
meistaratitilinn í knatt-
spyrnu 1973, er þeir sigruðu
Val auðveldlega 4:0 á gler-
hálum grasvellinum i
Keflavík. Þessi leikur olli
áhangendum Vals, sem
fjölmenntu á ieikinn, gífur-
legum vonbrigðum, því að
Valsmenn voru nánast eins
og börn i höndunum á vel-
þjálfuðu Keflavikur-liðinu,
einkum og sér í lagi í fyrri
hálfleik, þegar heimamenn
skoruðu þrjú mörk á
skömmum tíma. Eftir á
virðist hlægilegt, að þessi
leikur skyldi auglýstur sem
úrslitaleikur mótsins.
Keflvíkingar sigruðu
4:0 og stefna
hraðbyri í dtt að
íslandsmeistaratitli
Guðni skallar að marki Vals, en knötturinn hafnar framhjá marki.
Þannig virtist t.d. litlu máli
skipta, hvort skærasta sóknar-
stjarna Vals léki með eða ekki.
Guðni Kjartansson & Co stungu
Hermanni Gunnarssyni i vasann
á sér. Einu mennirnir i Vals-lið-
inu, sem sýndu umtalsverðan
áhuga voru Jóhannes Eðvaldsson
og Bergsveinn Alfonsson. Aðrir
virtust hvorki hafa áhuga eða
getu til að standast hinum harð-
skeyttu Keflvikingum snúning.
Og ekki bætti úr skák, að mark-
vörður Vals i þessum leik, Sigurð-
ur Haraldsson, lék nú við aðstæð-
ur, sem hann virtist óvanur, og
stóð sig ekki sem skyldi. Virtist
hann eiga i miklum erfiðleikum
með að reikna knöttinn út á hál-
um vellinum.
Mörk Keflvikinga i fyrri hálf-
leik — þrjú I röð — komu hvert af
öðru, sem bylmingshögg i andlit
Valsmanna. Fyrst skoraði Grétar
Magnússon af löngu færi. Þá kom
mark frá Ólafi Júliussyni, sem
lék snilldarlega á varnarmenn
Vals. Og loks mark Gisla Torfa-
sonar. Staðan 3:0, og fyrri hálf-
leikur enn þá yfirstandandi!
Eftir slika kafsiglingu i fyrri
Því verðurekki neitað, að
staða Breiðabliks í 1. deild
er mjög slæm eftir tapleik
á Akureyri um helgina, 1:3,
því að nú skilja 4 stig milli
neðsta liðsins og næst-
neðsta iiðsins. Margt getur
gerzt ennþá, en einhvern
veginn er það svo, að bar-
áttuviljinn, sem einkenndi
leik liðsins á siðasta keppn-
istimabili, virðist fokinn út
Þarna munar mjóu.
hálfleik, varð eðlilegt, að Keflvik-
ingar tækju lifinu með meiri ró i
siðari háifleik, og Valsmenn virt-
ust alveg hafa sætt sig við úrslit-
in. Eina markið i siðari hálfleik
skoraði Karl Hermannsson með
glæsilegum skallaboita, og inn-
siglaði þar með góðan sigur Kefl-
víkinga.
Þaö er i sjálfu sér óþarfi að
endurtaka það, sem sagt hefur
verið um Keflavikur-liðið að und-
anförnu, en á þvi ieikur enginn
vafi, að það er langsterkasta
knattspyrnuliö okkar i ár. 1 þess-
um leik sýndu Guöni Kjartansson
og Einar Gunnarsson enn einu
sinnistyrkleika sinn. Þá er einnig
vert að minnast frammistöðu
tengiliðanna, Grétars, Gisla og
Karls Hermannssonar. Karl, sem
áður lék i framlinu, sómir sér vel
i tengiliðastöðu, og er geysidug-
legur. Þaö er ánægjulegt að sjá,
hve vel hann hefur náð sér á strik
í veður og vind, og þá
stendur litið eftir.
Sigur Akureyringa i leiknum á
laugardag, sem leikinn var á
Akureyri, var aldrei i neinni
hættu, þrátt fyrir, að staðan væri
jöfn i hálfleik, 1:1. Ómar Frið-
riksson, helzta stórskytta Akur-
eyrar um þessar mundir, en varla
liður leikur án þess að han skori
mark, náði forustunni fyrir Akur-
eyri um miðjan siðari hálfleik, og
Sigurbjörn Gunnarsson innsiglaði
sigurinn á 30. minútu með fallegu
aftur. GisliTorfason er mjög vax-
andi leikmaður. 1 framlinunni var
Ólafur Júliusson beztur. Steinar
Jóhannsson er harður og fylginn
sér, en gengur illa að skora, hvaö
Hver skyldi hafa trúað þvi í
fyrra, eftir hina glæsilegu sigur-
göngu Fram, að liðið myndi veröa
i fallhættu áriö eftir? Þaö er
kannski of mikiö sagt, aö liöið sé i
yfirvofandi fallhættu, en engu aö
siður er þaö i næstneösta sæti 1.
deildar, eftir tapleik gegn Vest-
mannaeyingum á laugardaginn,
0:2, leik, sem Framarar heföu þó
átt að vinna eftir gangi leiksins.
marki utan af kanti. Fyrsta mark
leiksins skoraði Steinþór Þórar-
insson eftir hornspyrnu Sigur-
björns, en eina mark Breiðabliks
skoraði Þór Hreiðarsson.
Eftir þennan leik eru Akureyr-
ingar komnir meö 7 stig og eru úr
mestu fallhættunni. Það hefur
lifgað talsvert upp á liðið að fá
Ómar Friöriksson, sem er
óhræddur við markskot og tekst
furðu oft að finna leiöina i mark-
ið, sem aðrir sóknarmenn norð-
anliðsins hafa átt i erfiöleikum
með að finna.
sem þvi veldur. Jón ólafur var
með daufara móti.
Sem fyrr segir, var fátt um fína
drætti hjá Val. Liöið litur ágæt-
lega út á pappirunum, en er mis-
En ólán elti Fram eins og i síö-
ustu leikjum, og þaö var nægjanl.
fyrir Vestmannaeyinga aö sýna
góöan leik i aöeins 15 minútur —
siöustu 15 minútur leiksins — til
aö bera sigurorð af íslands-
meisturunum, sem viröist fyrir-
munaö að skora mörk.
Mest allan leikinn hafði Fram
veriö betri aðilinn, sótti t.d. meira
á móti strekkingsvindi i fyrri
hálfleik. En hnötturinn vildi ekki i
markið, en skall hins vegar i
stöngum eða þá að Arsæll Sveins-
son, markvörður Eyjamanna,
varði.
Þaö var svo á siöustu minútum
leiksins, að Vestmannaeyingar
fóru að sækja. Raunar kom fyrra
mark þeirra eftir alger varnar-
mistök Omars Arasonar.Hann gaf
knöttinn til Arnar Óskarssonar,
sem hugsaði sig ekki tvisvar um,
þegarhann fékk slika gjöf, og átti
auðvelt með að skora. Siðara
markið skoraði örn einnig, nú
eftir fyrirgjöf Tómasar Pálsson-
ar. Fram-liðið var gersamlega
niðurbrotið siðustu minúturnar
og hefðu mörk Vestmannaeyinga
þess vegna getað orðið fleiri.
Ýmsar orsakir liggja til þess,
aö Fram-liðið hefur ekki náð betri
árangri. Mesta blóðtakan var að
missa Þorberg úr markinu. En
það vantar einnig broddinn i
sóknina. Þar saknar Fram
Kristins Jörundssonar siðan i
fyrra.
Vestmannaeyja-liðið, sem lék
jafnlega vel upplagt. Þetta var
greinilega ekki Valsdagur.
Dómarinn Magnús Pétursson
var i essinu sinu að þvi leyti, aö
hann flautaöi mikið.
að þessu sinni án Asgeirs Sigur-
vinssonar, sem á við minniháttar
meiðsl að striða, og Þórðar
Halldórssonar hefur yfirl. sýnt
betri leiki i sumar en þennan. Orn
var bezti maður liðsins. Hann er
marksækinn og markheppinn.
Ólafur Sigurvinsson stóð sig vel i
miövaröarstöðunni.
Guðmundur Haraldsson dæmdi
leikinn vel.
Hættir
sem fram-
kvæmda-
stjóri KSÍ
Alf-Reykjavík. — Ámi
Ágústsson, sem verið
hefur framkvæmda-
stjóri KSI undanfarin ár,
hefur sagt stöðu sinni
lausri. Hins vegar mun
hann áfram gegna störf-
um í unglinganefnd KSI
þar sem hann er formað-
ur.
Staða Breiðabliks
óneitanlega slæm
— eftir ósigurinn gegn Akranesi. Liðið situr d botninum
með aðeins 2stig, en næstneðstu lið eru með 6 og 7 stig
ÍSLANDSMEISTARARNIR
NÚ í NÆSTNEÐSTA SÆTI